Morgunblaðið - 30.11.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
27
ríkisstjórnarinnar? Hvaö segja
að byggja á yfirlýsingum, því fari
ríkisstjórnin frá er ekki tryggt að
sömu viðhorf verði uppi hjá næstu
ríkisstjórn. En ég vil ekki gera
lítið úr þessum atriðum og tel það
mikilvægt að þau komu fram og
vonandi verður með þessum hætti
meiri tími til að fjalla um
aðgerðirnar heldur en við gerð
sjálfs aðalkjarasamnings, því það
hefur oft sýnt sig að lítill tími er
þá til að hugsa um þessi mál í víðu
samhengi.
Vona aö loforðin komist í
framkvæmd — segir Jón Helga-
son
— Ég tel mig
samþykkan þessu
lagafrumvarpi að
mestu leyti þótt
ég sé ekki alls
kostar ánægður
með allt sem í því
er og hefi ég við
það ýmislegt að
athuga, sagði Jón
Helgason for-
maður Einingar á Akureyri.
— Nokkuð er öðruvísi staðið að
aðgerðum nú en áður með því að
haft er samráð við verkalýðshreyf-
inguna og frumvarpinu fylgir
loforðalisti, sem ég vonast til að
komist að öllu leyti i framkvæmd.
En ég er óánægður með að
frumvarpið skuli ekki ná lengraen
næstu þrjá mánuði fram í tímann,
og vona ég að þessir mánuðir verði
notaðir til að leysa þessi vandamál
áfram. Við teljum verðbólguna
mestan bölvald láglaunastéttanna
og hún hefur hingað til að mínu
mati skammtað þeim, sem hærra
eru launaðir, betri hlut en hinum
lægra launuðu og því er það spor í
rétta átt að reyna að sporna við
henni. En ég legg á það áherzlu að
reynt verði að gerá enn meira til
að finna efnahagsmálunum varan-
lega lausn.
Aðrir puttar en
sömu fingraför
„Ég lít þessar |
aðgerðir sömu
augum og fyrri
aðgerðir og er
mótfallinn því að
gerðum kjara-
samningum sé
rift með laga-
ákvæðum," sagði
Sigurður Óskars-
son fram-
kvæmdastjóri verkalýðsfélagsins
Rangæings.
“Sérstaklega er ég undrandi á
þessum vinnubrögðum manna,
sem virtust hafa allt aðrar skoðan-
ir á málunum fyrir nokkrum
mánuðum og satt að segja er ég
þrumu lostinn yfir þeirri hugar-
farsbre.vtingu, sem virðist hafa
orðið hjá forystumönnum margra
verkalýðsfélaga og verkalýðssam-
taka. Nefni ég samjaykkt Verka-
mannasambands Islands sem
dæmi um þessa hugarfarsbreyt-
ingu.
Félagslegar úrbætur, sem talað
er um í þessu frumvarpi, eru allar
heldur í lausu lofti og virðist ekki
við miklu að búast ef sama
hugarfarsbreytingin á að ráða
efndum þar.
Ég sé engan efnislegan mun á
þessum aðgerðum og því, sem fyrri
ríkisstjórn gerði. En öllu harðara
er nú að fá þetta framan í sig frá
þeim, sem hæst töluðu um það að
þeir vildu gæta samninganna fyrir
okkur, þegar hinir vildu hafa á
þeim puttana. En þó puttarnir séu
nú aðrir þá eru fingraförin þau
Stefnir í rétta átt
Gunnar Krist-
mundsson for-
maður Alþýðu-
sambands Suður-
lands hafði þetta
að segja um efna-
hagsfrumvarp
ríkisstjórnarinn-
ar:
Mér sýnist j
þetta frumvarp
ef að lögum verður stefna í rétta
átt, hefi þó ekki haft aðstöðu til að
kynna mér það náið. Það ætti að
koma í veg fyrir algjöra upplausn í
þjóðfélaginu í efnahagsmálum
a.m.k. næstu þrjá mánuðina. Er
sem sagt einn áfangi í því að feta
sig niður stigann í verðbólgu-
braskinu. Það er gert ráð fyrir að
það tryggi í fyrsta lagi vinnufrið,
öðru lagi fulla atvinnu, þriðja lagi
nær óbreyttan kaupmátt hjá
ASÍ-fólkinu. Þótt mér finnist að
lægst launaða fólkið hefði átt að fá
fullar verðbætur en hinir hærra
launuðu engar. Það er farið
liðlegar að þessu núna en í
fyrravetur og allir telja að óhjá-
kvæmilegt hafi verið að gera
ráðstafanir. Mitt sjónarmið er því
það að ríkisstjórnin sé á réttri leið
ef hún ber gæfu til að standa
saman um áframhaldandi aðgerðir
sem að gagni mega koma og fólkið
snýst ekki gegn henni og þetta
segir okkur líka það, að Framsókn-
arflokkurinn er ekki óþarfur þótt
hann sé af sumum talinn bæði
siðlaus og spilltur.
Jólabasar Sjálfsbjargar
SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavfk, heldur n.k. laugardag
jólabasar í Lindarbæ og hefst sala kl. 14. Verður á basarnum margs konar
varningur, t.d. jólaskreytingar, útsaumaðir munir, prjónafatnaður, púðar,
kökur o.fl. lafnframt verður efnt til happdrættis.
Tilraunabúid á Hesti til
umræðu á bændaf undi
Hvanneyri. 29. nóv.
FJÖLMENNUR fundur var haldinn í Brautartungu í Lundarreykjadal 16. nóv. sl. á vegum Búnaðarfélags
Lundarreykjadalshrepps. Tilefni þessa fundar var í stórum dráttum það. að undanfarin ár hefur gætt óánægju
meðal bænda í Andakílshreppi og Lundarreykjadalshreppi með ágang sauðfjár frá tilraunabúinu á Hesti bæði á
heimalönd og afrétt. Hreppsnefndir beggja hreppanna svo og búnaðarfélög hafa samþykkt ályktanir þess efnis að
fé verði fækkað á Hestbúinu vegna ágangs.
Björn Sigurbjörnsson frkvstj. Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA), Bjarni Arason frkvstj.
Búnaðarsambands Borgarfjarðar, starfsmenn við tilraunastöðina á Hesti, svo og um 60 bændur og aðrir úr
áðurnefndum hreppum voru á fundinum. Formaður Búnaðarfélags Lundarreykjadalshrepps, Guðmundur
Þorsteinsson, Skálpastöðum, setti fundinn og stjórnaði honum.
Björn Sigurbjörnsson gerði ítar-
lega grein fyrir starfsemi stofnunar-
innar, bæði í máli og myndum í
upphafi fundarins. Sagði hann m.a.
að hann hefði vaknað upp við vondan
draum, því að þær ályktanir sem
honum hefðu birzt bentu til þess að
of langt væri milli bænda og
tilraunamanna. Skýrði hann frá
þeim tilraunum er væri unnið að á
Hesti og hve margt fé þyrfti í hverja
tilraun. Gat Björn þess að nú árið
1978 væru 35 ár síðan tilraunabúið
tók til starfa. Hefði lengi verið eina
tilraunabúið í sauðfjárrækt og í
vetur yrðu þar 900 vetrarfóðraðar
kindur. Þá ræddi Björn nokkuð um
ítölu fjárins og að jörðin yrði girt af,
en gat þess að ekkert væri enn
ákveðið í þeim efnum, enda væri ekki
búið að ræða þessi mál ennþá við
aðila heima fyrir. Þá lagði Björn til
að starfsemin á Hesti svo og
bútæknideild RALA á Hvanneyri
væri kynnt bændum a.m.k. einu
sinni á ári með heimsóknum þeirra á
þessa staði.
Að lokinni tæplega tveggja
klukkustunda greinargerð Björns
gaf fundarstjóri orðið frjálst. Komu
fram margar fyrirspurnir og urðu
umræður líflegar og gagnlegar. Ekki
treysti ég mér til þess að tíunda allt
það sem kom fram, tel að vísu að
flest það sem var rætt þyrfti að
koma fyrir augu almennings, bæði
bænda og annarra. Nokkrir punktar
skulu þó nefndir án þess að nefna
nöfn manna og með öðrum orðum
e.t.v. vangaveltur frá eigin brjósti.
Hvers vegna hefur orðið svo að
bændur eru að gagnrýna starfsem-
ina á Hesti? Af því sem kom fram á
fundinum og einnig í spjalli mínu við
bændur, virðist mér að margt smátt
í gegnum árin verði að stóru og hafi
valdið óánægju eða gagnrýni. Hvaða
atriði vega þyngst? 1. Fyrst og
fremst fjöldinn og ágangur. 2.
Efasemdir um nauðsyn þess að hafa
á fóðrum oft á tíðum um 1000 fjár. 3.
Yfirgangur í gamaldags herra-
garðs-stíl, t.d. undanþágur fyrir fé
sem farið hefur yfir varnarlínur, fé
rekið yfir tún bænda, fé rekið inn á
girt land bænda, tillitsleysi vegna
sauðfjársjúkdóma. 4. Efasemdir um
gildi tilrauna í sumum tilfellum. 5.
Val tilrauna ekki nægilega strangt.
6. Niðurstöður tilrauna ekki kynntar
bændum með þeim hætti að aðgengi-
legt sé fyrir þá almennt. 7. Hagnýtar
tilraunir, t.d. í erfðum, ekki fram-
kvæmdar hjá bændum sjálfum til
þess að auka tengsl, skining og
„Sjoppa” opn-
uð í Garðinum
(larði. 29. nóv.
NÝLEGA var opnuð „sjoppa" í
þorpinu sem hefir á boðstólnum
hefðbundinn varning s.s. tóbak,
sælgæti og gos. Er hún opin til kl.
22 á kvöldin, en eftir kl. 18 er selt í
gegnum sölulúgu. Er þetta fyrsta
verzlun sinnar tegundar í Garðin-
um og er í beinum tengslum við
bensínafgreiðslu staðarins, sem
stendur við Sunnubraut. Fréttaritari.
sparnað. 8. Val tilrauna tæplega
nægilega í tengslum við þarfir
bænda á hverjum tíma. 9. Kostnaður
við búið of mikill.
Að sjálfsögðu væri hægt að fara
mörgum orðum um þessi atriði hvert
fyrir sig, en ég sleppi því. Þetta er
sett á blað til þess að gefa sýnishorn
af því sem rætt var og mestar
umræður urðu um. Þessi uppsetning
í töluliði er aðeins til þess að setja
þetta skýrt fram, en ekki í þeirri röð
sem mestar umræður urðu. Fundar-
menn voru sammála um það að þessi
fundur hefði verið mjög gagnlegur.
Lögð var á það áherzla að menn
væru allir hlynntir tilraunum, en
deila mætti um vinnubrögð.
Ekki væri efast um nauðsyn
tilrauna í nútímabúskap, en sam-
bandsleysi orsakaði skilningsleysi,
eða e.t.v. frekar það að fólk hugleiddi
ekki gildi tilrauna og leiddi það oft
til neikvæðrar afstöðu. Margt af því,
sem gagnrýnt væri, væri gagnrýnt
vegna þess að samband milli bænda
og tilraunamanna væri of lítið.
Gagnrýni ætti oft rétt á sér, en húni
ætti að byggjast á réttum forsendum
og vera sanngjörn og á það við á
flestum sviðum. Ekki aðeins í
landbúnaði heldur á öllum sviðum
þjóðlífsins.
Birni Sigurbjörnssyni var þökkuð
koman á þennan fund með glymjandi
lófaklappi og ég veit það að bændur
vona að bæði hann og aðrir tilrauna-
menn komi sem oftast og skýri frá
starfi Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins á hverjum tíma. Óleitíur.
Sumir versla dýrt —
aðrir versla hjá okkur
Okkar verð eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupum
Avextir
á sérverðr.
Rauð epli 2kg. 596.-
* 298 - pr. kg
Delicious U.S.A. iCCA
1/lkassi 5.050.-
Gul epli 2 kg. 560.-
Delicious frönsk A^Xníx*
1/lkassi 4.770.-
Ekta Clementínur 550.-
STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 7