Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
35
ÍI1I4IK/T XjL jl
rmm E' Wm&m J8|55j<1fc' matr ...
Fjórða ársrit Úti-
vistar komið út
„ÚTIVIST 4“, íjórða ársrit (Jti-
vistar er komið út.
í ritinu eru fjórar megingrein-
ar. Björn Jónsson læknir í
Kanada skrifar um vörðurnar á
hinni upprunalegu Sprengisands-
leið, en Björn kom m.a. tvö ár í
röð til íslands og fór í rannsókn-
arleiðangra inn á Sprengisand í
sambandi við ritgerð þessa.
Brynjólfur Jónsson prentari
skrifar um sumarferð á Strandir
árið 1973.
Gísli Sigurðsson, fyrrv. lög-
regluvarðstjóri í Hafnarfirði,
skrifar um gönguferðir út frá
Hafnarfirði, en hann skrifaði
leiðarlýsingu á Selvogsgötu í
fyrsta hefti Útivistar.
Einar Þ. Guðjohnsen skrifar um
ferð í Lónsöræfi, sem farin var á
fyrsta starfsári félagsins.
Þá eru í ritinu félagsmál,
fundargerð frá aðalfundi 1978 og
skýrsla framkvæmdastjóra.
Ritið er nokkru stærra en hin
fyrri, prýtt fjölda litmynda og
skýringarkorta með greinum. Um-
sjón með útgáfunni höfðu Einar Þ.
Guðjohnsen og Jón I. Bjarnason.
Útivist
4
Umræður hafa mjög snúist um,
hvernig þessi hagrænu og félags-
legu sjónarmið yrðu bezt sam-
ræmd.
Ég hefi hér lýst tvenns konar
tillögum um skipulag raforku-
vinnslunnar. Menn verða nú sjálfir
að meta hvor tillagan nær betur
hinum hagrænu og félagslegu
markmiðum, sem við allir setjum
okkur, hvor tillagan samræmir
betur þessi markmið og hvor
tillagan er raunhæfari leið til að
koma í framkvæmd breyttu skipu-
lagi, og ná þar með þessum
markmiðum.
Þýðing nefndarstarfsins
Ég hef dvalið mjög við skipulag
raforkuvinnslunnar. Það er að
vonum svo mikilvægt sem það mál
er auk þess að frá nefndinni koma
tvær tillögur um þetta efni. En
þetta tal um skipulag raforku-
vinnslunnar dregur ekki úr mikil-
vægi þeirra þátta orkumálanna,
sem lúta að rannsóknum á orku-
lindum landsins, áætlunargerð um
orkubúskapinn og stefnumótun í
orkumálum. Að mínu viti hefir
ekki verið minni ástæða til
breytinga í því efni nema síður sé.
Um þessi mikilvægu mál gerir
nefndin samhljóða tillögur eins og
ég áður greindi frá. Að sjálfsögðu
þurfa þessar tillögur ekki allar að
vera á þann veg sem hver einstak-
ur nefndarmanna hefði helzt
kosið. Eðli slíkra nefndarstarfa,
sem hér um ræðir, hlýtur að vera
það, að menn leiti samstöðu og
leitist við að samræma sjónarmið
sín svo sem nokkur kostur er. Og
engar sérathugasemdir frá ein-
stökum nefndarmönnum fylgja
tillögum nefndarinnar nema
nokkrar athugasemdir frá Jakob
Björnssyni, orkumálastjóra, við
nefndarálitið.
Ég hefi hér gert grein fyrir
tillögum um skipulag orkumála.
Ég veit, að ég mæli fyrir munn
allra, sem sátu í þeirri nefnd, sem
starfaði að þessari tillögugerð,
þegar ég læt í ljós þá von, að
tillögur þessar og starf nefndar-
innar megi koma að gagni til þess
að koma betri skipan á þann
þýðingarmikla þátt í þjóðarbúskap
Islendinga sem orkumálin eru.
Tveir bílar eða
fleiri á 45% heim-
ila í Garðabæ
í Hafnarfirði og Kópavogi eru
um og yfir 10% heimila bíllaus,
tæp 20% í Neskaupstað, en aðeins
2% heimila í Garðabæ eru bíllaus.
Ein bifreið eráum 70% heimila í
Hafnarfirði og Kópavogi, á rúm-
lega 50% heimila í Garðabæ er
einn bfll og á 65% heimila í
Neskaupsstað. Tveir bflar eða
fleiri eru á 45% heimila í Garða-
bæ. á um 19% heimila í Kópavogi,
á 17% heimila í Ilafnarfirði og á
13% heimila í Neskaupsstað. Hér
er yfirleitt um tvo bfla að ræða,
þó eru um 6% heimila í Garðahæ
með þrjá bfla eða fleiri.
Þetta kemur m.a. fram í könnun
sem Þorbjörn Broddason og Krist-
inn Karlsson gerðu fyrir jafn-
réttisnefndir í fyrrnefndum
fjórum kaupstöðum.
Þetta sýnir hversu útbreiðsla
einkabílsins er orðin mikil, sér-
staklega á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem vegalengdir geta verið
töluverðar. Jafnvel á Neskaupstað,
þar sem fjarlægðir innan bæjarins
geta vart talist miklar, eru bílar á
um 80% heimila.
Þar sem gert er grein fyrir
fjölda á heimilum í bæjarfélögun-
um fjórum. eru fjögurra manna
heimili algengasta heimilisstærð-
in. Næst algengasta heimilis-
stærðin og fylgir fast á eftir í
hlutfallstölum, eru þriggja og
fimm manná heimili. Þetta á ekki
við um Garðabæ, þar sem minna
er hlutfallslega um þriggja og
tveggja manna heimili heldur en á
hinum stöðunum, en aftur á móti
hlutfallslega meira um sex manna
heimili. Athygli er vakin á því að
einbúar eru flestir í Neskaupstað
eða 4%, á móti 1,4% í Hafnarfirði
í i j j i í j 4 i') i i j) í t>r i iti i
og 0,7% í Kópavogi og engum í
Garðabæ.
Kynslóðafjöldi á heimili ætti að
geta sagt nokkuð til um þær
fjölskyldugerðir, sem um er að
ræða. Alls staðar voru tvær
kynslóðir algengasti fjöldi eða frá
90% í Garðabæ niður í_ 77% í
Neskaupstað. Ein kynslóð á
heimili var á frá 13% heimila á
Neskaupstað niður í 2,4% á
heimili í Garðabæ. Bæði heimili
með einni og tveimur kynslóðum
væntanlega, þegar einbúar hafa
verið dregnir frá, má ætla að
standi að mestu leyti saman af
kjarnafjölskyldum, foreldrum með
börn sín eða barnlausum hjónum,
segir í skýrslunni.
Samsettar fjölskyldur, í anda
stórfjölskyldunnar til sveita fyrr-
um, birtast á þriggja og fjögurra
kynslóða heimilum. Þar getur
ýmist verið um að ræða hjón með
ung börn, sem einnig hafa aldraða
foreldra á heimilinu eða miðaldra
hjón með uppkomin börn og eitt
eða fleiri barnabörn á heimili sínu.
Hvorttveggja er vottur um styrk
ættarfjölskyldunnar. í öðru tilvik-
inu er gamalmennið komið í
hornið hjá miðkynslóðinni og í
hennar forsjá, ,í hinu nýtur unga
fólkið skjóls og stuðnings foreldra-
heimilisins jafnvel eftir að það
hefur stofnað til eigin kjarnafjöl-
skyldu. Þriggja kynslóða fjölskyld-
an er það útbreidd að rangt væri
að flokka hana til undantekninga.
Vert er einnig að hafa í huga að
hér er um að ræða tímabundið
ástand í lífi hvers einstaklings,
þannig að miklu fleiri hafa um
skeið lifað í þriggja kynslóða
fjölskyldu heldur en hlutfallstölur
einar gefa til kynna.
- i 1 1 ll*ll . . 1 ) ( i i 1. M
Sumir versla dýrt —
aðrir versla hjá okkur.
Okkar verð eru ekki tilboð,
heldur árangur af
hagstæðum
innkaupum
WQb <^<22s>
ú.Sa ,
fo
Hveiti
Pillsbury 5 lbs. 335.—
Best 10 lbs. 710.—
Falke 2 kg. 311.—
Falke 20 kg. 2.950.--------
(10X2kg)
Hveiti, 50 kg. 5.980.—
119 pr.kg.
Marsipan og
kökuskraut í úrvali.
í jóla
baksturínn:
Sykur kr.
50 kg. 5.980.—
119 pr.kg.
Kókosmjöl
1 kg„ 980.—
% kg. 495.—
Möndluspænir
250 gr. 297.—
Smjörlíki,
Ljóma
195.—
Ódýru ERIK bökunarvörurnar eru komnar:
Heilar möndlur — Hakkaöar möndlur — Flysjaöar möndlur
Valhnetukjarnar — Heslihnetukjarnar — Blandaöar hnetur — Kúrenur
Rúsínur — Kókosmjöl 125 gr. og 250 gr. fínt og gróft.
Opið á laugardögum frá kl. 9.00 — 12.00
fÚéfáfaUK
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17