Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
45
leikurum og væri þetta örugglega
ekki mikil fyrirhöfn, því það er
ekki svo mikið gert fyrir okkar
aldur, eldri unglinga. Þá fyndist
mér að birta ætti fleiri myndir
með Bay City Rollers, æðisgengnar
myndir. Og ef sjónvarpið ætti
mynd frá söngvakeppninni 1972
mætti það gjarnan sýna hana
sérstaklega þá Bay City Rollers og
ef það á fleiri þætti með þessari
hljómsveit ætti að sýna þá, hversu
gamlir sem þeir væru. Maður gæti
haldið að efnisskortur væri hjá
sjónvarpinu úr því að Vesturfar-
arnir eru aftur á dagskrá.
Aðdáandi Bay City Rollers."
Það fer vart milli mála hvílíkur
aðdáandi þessarar hljómsveitar
bréfritari er og Velvakandi getur
nú ekki varizt þeirri hugsun að
einhver efnisskortur sé hjá honum
ef aðrar hljómsveitir komast ekki
að. En hvað um það, næst er bréf
um mjólkina:
• „Nýmjólkin
er lífdrykkur“
„íslendingar.
Nýmjólkin er lífdrykkur.
Drekkið mikla nýmjólk. Borðið
íslenzkan mat og nennið að hreyfa
ykkur. Gefið börnunum harðfisk í
staðinn fyrir sælgæti og nýmjólk í
staðinn fyrir alls konar öl og gos,
sem leiðir til sterkari drykkja
seinna. Lélegt og skakkt fæði
orsakar tannskemmdir, magasár
og margskonar meltingarsjúk-
dóma. Næg hreyfing lengir lífið.
Burt með sykurinn úr vísitölunni.
Jón Konráðsson.
Selfossi".
Og að síðustu er hér orðsending
frá stjórn Pólýfónkórsins vegna
umræðna sem hér hafa orðið um
Vogaskóla og látum við það urð
verða lokaorðin um þessi mál:
• Tilefnis-
laus skrif
„Af tilefni skrifa, sem orðið
hafa í þættinum Velvakanda að
undanförnu og að hluta hafa
snúist um starfsaðstöðu Pólýfón-
kórsins í Vogaskóla, vill stjórn
kórsins gera eftirfarandi athuga-
semd.
Pólýfónkórinn hefur um nær-
fellt hálfan annan áratug haft
s.tarfsaðstöðu til æfinga í Vöga-
skólanum í Reykjavík. Hefur
kórinn í þessu tilliti notið sér-
stakrar velvildar skólastjóra og
kennara og að jafnaði átt að mæta
skilningi nemenda skólans. Að-
staða þessi hefur raunar verið eini
opinberi stuðningurinn, sem kór-
inn hefur notið að staðaldri. Hefur
þessi aðstaða yfirleitt verið hag-
felld og notadrjúg og næði til
starfs verið gott, að undanteknum
einstaka tilvikum, þar sem truflun
hefur komið utan að, sem engin
ástæða er til að tengja við skólann
eða nemendur hans.
Af þessum ástæðum telur stjórn
Pólýfónkórsins með öllu tilefnis-
laus þau skrif, sem orðið hafa í
þessu sambandi. Eru þau á engan
hátt á ábyrgð stjórnar kórsins né
kórsins sem heildar. Æskir stjórn-
in þess að frekari skrif þessa efnis
séu látin niður falla. Vill Pólýfón-
kórinn af þessu tilefni tjá skóla-
stjórn, kennurum og nemendum
þakkir fyrir skilning og velvild í
garð kórsins fyrr og síðar.
Stjórn Pólýfónkórsins".
OSRAM f lúrpípur
fyrir réttan lit og góða birtu
Flúrpípurnar frá OSRAM hafa viðurkenningu fagmanna fyrir
létf Ijósmagn og góðan lit.
Hjá OSRAM er hægt að velja á milli margvíslegra litabrigða í
hvítum grunnlit, — allt eftir umhverfinu, sem lýsa þarf.
Rétt birta á vinnustað og heimili er lífsnauðsyn.
Réttur litur er hluti birtunnar.
OSRAM
- vegna birtunnar
Þessir hringdu . . .
Hverfur
mysan?
Mysukarl spurði í tilefni
frétta um breytingar á mysunni,
sem seld hefur verið í verzlunum
að undanförnu, hvort hætt yrði að
selja hana eins or verið hefði,
hvort hún yrði framvegis einungis
fáanleg sem bland mysu og
ávaxtasafa eins og sú nýjung sem
talað væri um að setjá á markað
um þessar mundir. Sagði mysuarl-
inn að á sínu heimili væri hún
mikið drukkin og þætti góð, en þó
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Beersheba í Israel snemma á þessu
ári kom þessi staða upp í skák
þeirra Tatais. Ítalíu, og Viktors
Korchnois, sem hafði svart og átti
leik.
12. ... Dg3!! (Geysiöflugur leikur,
hvítur er nú varnarlaus) 13. BÍ5
(Hvítur varð að svara hótuninni
13. ... Bxh3 og 13. Khl gekk ekki
vegna Bxf2) He2,14. Rd4 — Rxd4.
og hvítur gafst upp, því að eftir 15.
cxd4 — Bxd4, 16. Bxc8 — Hxf2, er
staða hans vonlaus. Korchnoi
sigraði með yfirburðum á mótinu,
hlaut 12 vinninga af 13 möguleg-
um.
kæmi það of oft fyrir að hún væri
ekki nógu góð og þyrfti jafnvel að
henda heilu fernunum.
• Að stefna
að_________
Maður nokkur hafði á orði við
Velvakanda að sér fyndist orða-
sambandið „að stefna að“ hinu og
þessu vera of mikið notað nú til
dags. Stefnt væri að því að útvega
fjármagn til þess eða hins málefn-
isins og sér fyndist menn mega
gæta þess að hengja sig ekki
þannig á eitt orðatiltæki og nota
ekki önnur, sem oft væru betri í
vissu samhengi.
HÖGNI HREKKVISI
«977
“ McN»u(th( Synd.. Inc
Þú veróur samt sem áður aö fara úr bolnum!
Litir vetrarins
GREAT CASTLE COLOURS“
Kynning í dag kl. 1—6
MANNI OG KONNA
HAGTRYGGING HF
VERIÐ VEL ÚTBÚNIR í VONDRI FÆRÐ