Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
47
fatnaður
fyrir alla
Mikiö úrval af Innlend-
um og erlendum
hljómplötum
t * TÍZKUVÉRZLUN UNGA FÓLKSINS
'WKARNABÆR
Glæsibæ sími 81915
Barcelona 29. nóvembcr.
einkaskeyti til Mbl. frá AP
BARCELONA tryggði
sér sæti í undanúrslitum
Evrópukeppni bikar-
meistara með því að
sigra íslenzka liðið ÍS í
kvöld 124:77. Fyrri ieik-
ur liðanna fór fram í
Reykjavík fyrir viku og
þá sigraði Barcelona
125:79 og hefur því sigr-
að samanlagt í báðum
leikjunum 249:156.
Leikurinn í kvöld fór fram í
Iþróttahöllinni í Barcelona að
yiðstöddum 3000 áhorfendum.
íslenzku áhufjamennirnir léku
betur í fyrri hálfleiknum, en
staðan var 56:34 í hálfleik. í
seinni hálfleik keyrðu heima-
menn upp hraðann ojí unnu
stórsiftur.
StÍK ÍSi John .lohnson 24. Dick Dunhar
23. Jón Iléóinsson 18. Bjarni Gunnar
Sveinsson 8. Stcinn Sveinsson 2. Intfi
Stefánsson 2. GuAmundsson 2.
Stic Barceiona, Epi 29, Flores 23.
Guyette 21. Praxedes 18. Sibilio 15. La
Cruz 10. Ix>pez Abril 0. Estrada 2.
ÞAÐ gengur ekki vel hjá
Skotum á knattspyrnusvið-
inu um þessar mundir. Um
daginn töpuðu þeir fyrir
Austurríkismönnum, í
næsta leik var það naumur
sigur yfir Norðmönnum á
heimavelli og í gærkvöldi
töpuðu Skotar fyrir
Portúgölum í Lissabon 1:0.
Leikurinn í gærkvöldi var
liður í 2-riðli Evrópukeppn-
innar í knattspyrnu og
fylgdust 60 þúsund manns
með leiknum. Eina mark
leiksins skoraði Alberto á
29. mínútu.
Staðan í 2-riðli er þessi:
Portúgal 3 2 1 0 4:2 5
Austurríki 3 2 0 1 6:4 4
Belgía 2 0 2 0 2:2 2
Noregur 3 0 1 2 3:6 1
SHARP
optonica hljómtæki,
stereosamstæöur,
feröatæki o.fl.
Naumt tap
gegn Pólverjum
ÍSLAND lék í gærkvöldi
við Pólland á alþjóðlega
handknattleiksmótinu í
Frakklandi. Leikið var í
Rouen.
Pólland sigraði naum-
lega í leiknum 23:22 en
þegar Mbl. fór í prentun
höfðu ekki borizt
nákvæmar upplýsingar
um leikinn en eftir úr-
slitunum að dæma virð-
ist íslenzka liðið hafa
náð mjög góðum leik í
gærkvöldi. Áður hafði
Island unnið Túnis í
keppninni 25:20.
I kvöld leikur ísland
þriðja leik sinn í keppn-
inni og mætir þá B-liði
Frakklands. Leikið
verður í Nantes.
W (.\K MAMMAYVRIIVC
Pf*
Englendingar unnu
á sjálfsmarki Tékka
ENGLAND sigraöi Tékkóslóvakíu L0 í vináttulandsleik á Wembley-leikvanKÍnum í gærkvöldi. Uppselt var
á leikinn og áhorfendur 92 þúsund. England hefur aðeins tapað einum af 12 landsleikjum undir stjórn Ron
Greenwood en það var heppnisstimpill yfir sigrinum í gærkvöldi. Tékkarnir komu á óvart með góðum leik
og það þurfti sjálfsmark varnarmannsins Ladisiav Jurkemik til að leikurinn ynnist fyrir England.
Tékkarnir, sem eru núverandi að taka á honum stóra sínum en þó betur en markvörðurinn Peter
Viv Anderson lék í stöðu hægri
bakvarðar, fyrsti svertinginn sem
klæðist enskri landsliðspeysu.
Hann stóð sig vel eins og aðrir
varnarmenn Englands en enginn
Evrópumeistarar, léku sérstaklega
vel í fyrri hálfleik og sýndu þá og
sönnuðu að 3:0 sigur þeirra yfir
ítölum á dögunum var engin
tilviljun. Vörn Englendinga varð
Norður-lrland
vann Búlgaríu
NORÐUR-ÍRAR sirguðu Búlgari
2—0 í Evrópukeppni landsliða í
knattspyrnu í gærkvöldi. Leikur-
inn fór fram í Sofia.
Irar réðu lögum og lofum á
vellinum og þá sérstaklega í síðari
hálfleiknum. Fyrsta mark leiksins
skoraði Gerry Armstrong á 17.
mínútu, og þannig var staðan í
leikhléi. Síðara mark íra skoraði
svo Billy Caskey á 82. mín.
Markvörður Búlgaríu þótti besti
maður liðs síns og bjargaði því frá
enn stærra tapi með góðum leik.
I,ið íralndsi Jenninjís. Ilamilton.
Nelson. Nirholl. Nochol. Mcllroy. Cochrane.
Armstrong, Caskey. O'Neill.
Staðan í 1. riðlii
N-írland 3 21 0 4.1 5
Enjtiand 2 1 1 0 5,4 3
irland 3 030 4.4 3
Danmörk 1 0 2 0 9.11 2
BúlKaría 2 0 1 1 2.4 1
Shilton, sem lék nú aftur eftir
nokkurt hlé. Hann varði þrivegis
glæsilega í f.h.
I seinni hálfleik voru það
Englendingar sem sóttu meira.
Tony Currie var þá potturinn og
pannan í leik liðsins og það var
hann sem átti heiðurinn að
sigurmarkinu á 67. mínútu leiks-
ins. Þá lék hann upp hægri
kantinn og sendi mjög góða
sendingu fyrir tékkneska markið.
Jurkemik reyndi að bægja hætt-
unni frá en stýrði þess í stað
boltanum í eigið mark.
Greinilegt var að enska liðið
saknaði Trevor Brooking, sem var
meiddur, og það hafði líka sitt að
segja að Kevin Keegan var í mjög
strangri gæzlu allan leikinn.
Lið EnKlands. Shilton. Anderson. Cherry,
Thompsons. Watson. Wilkins. KeeKan.
Coppeli. Woodcock (varam. Latchford — 7.
mín.). Currie. Barnes.
Wales vann Tyrki
WALES hefur tekið örugga for-
ystu í 7-riðli Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu eftir sigur yfir
Tyrklandi í gærkvöldi. L0. Leikið
var í Wrexham að viðstöddum
11.791 áhorfendum.
Nick Deacy, leikmaður belgíska
liðsins Beringen, skoraði eina
mark teiksins með skalla á 70.
mínútu eftir að hafa fengið góða
sendingu frá Brian Flynn. Sigur
Wales var aldrei í hættu enda þótt
Tyrkirnir hafi komið á óvart með
góðum leik.
Wales. Davies, Stevenson. Jones, Phillips,
Yourath. Thomas. Harris. Fiynn. Deacy,
Dwyer. Leighton James.
StaAan í 7-riðli er þessi.
Wales 2 2 0 0 8,0 4
Tyrkland 10 0 1 0,1 0
Malta 10 0 1 0,8 0
V-hýzkaland 0 0 0 0 0,0 0
Víkingur
AÐALFUNDUR handknattleiks-
deildar Víkings verður haldinn í
kvöld, fimmtudaginn 30. nóvem-
ber, og hefst klukkan 20,30 í
Víkingsheimilinu. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Félagar eru hvattir
til þess að mæta á fundinn.
Stjórnin.
Enn tapa Skotar
/CAH