Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978
38
Helga Hannes-
dóttir læknir:
Þegar illa árar og ráðamenn
standa ráðvilltir frammi fyrir
mörgum torleystum vanda, er
stundum eins og þeir finni fróun
í að ráðast á minni máttar.
Breiðu bökin hrukku skammt,
svo að nú hafa kapparnir með
sjálfan lögreglustjóra í broddi
fylkingar sagt vinsælasta mál-
leysingjanum, hundinum stríð á
hendur. Manni dettur ósjálfrátt
í hug bófahasar. Lögreglumenn
hafa nýlega fengið dreifibréf frá
lögreglustjóra þess efnis,
hvernig þeir skuli bregðast við,
ef þeir verði varir við hund í
borginni. Þeim ber að taka
skýrslu af eiganda, sem síðan
verður kallaður fyrir og
sektaður um eitt þúsund krónur
og málinu framfylgt í sakadómi.
Hundur, sem sloppið hefur úr
húsr og finnst á flækingi, skal
aflífaður m.a. af heilbrigðis-
ástæðum, ef hann á heima
austan Nesvegar eða innan
lögsagnarumdæmis Reykja-
víkur. Eigi hann hins vegar
heima vestan Nesvegar telst
ekki ástæða til að aflífa hann.
Hvorki hundur né maður skilur
þetta, en þannig hljóðar vald-
boðið. Borgaryfirvöldum tekst
ekki að koma í veg fyrir
hundahald eða að hundum fjölgi
á höfuðborgarsvæðinu vegna
mannlegra tilfinnina borgarbúa.
Hundurinn er trúr og tryggur
fylgisveinn sinnar fjölskyldu og
hefur þýðingarmiklu hlutverki
að gegna á því heimili, þar sem
Vanda,
Yanda,
gættn
þinna
handa
hann dvelur. Hundar hafa
ótrauðir fylgt manninum í
gegnum aldirnar. Hundum var
meinaður aðgangur að höfuð-
borginni með lögum árið 1924,
og hefur það líkast til ekki verið
óskynsamleg ákvörðun eins og
ástatt var þá. En síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar.
Heilbrigðisástæður borgarinnar
hafa batnað til mikilla muna, en
í kjölfarið hafa siglt margvísleg
önnur vandamál. Börnin eru í
dag víða á hrakhólum. Önnum
kafnir skattborgararnir hafa
lítinn tíma aflögu til að sinna
tilfinningalífi barna sinna.
Vinnutími foreldra er langur og
fjarvera foreldra frá börnum,
ýmist hálfan eða heilan dag, er
orðin óhjákvæmileg staðreynd á
flestum heimilum. Börn eru víða
ein heima. Hundar koma þá til
skjalanna og draga úr einveru
og einmanaleika barna, svo að
um munar. Hundar laða gjarn-
an fram það góða í manninum.
Þeir vekja jákvæðar tilfinningar
í brjósti ungra sem aldinna.
Þegar þreyta og streita foreldra
eftir langan vinnudag kemur í
veg fyrir tilfinningalega nær-
gætni gagnvart börnunum,
bregst hundurinn ekki sem
vinur í nauð. Hundar stuðla að
ábyrgðartilfinningu hjá þeim
börnum, sem þeir alast upp með.
Börnin kenna hundinum sínum,
og hann hlíðir þeim. Eykur það
á sjálfsálit þeirra og vekur hjá
þeim sjálfsvirðingu og traust.
Tveir félagar.
Hundar eru óþrjótandi umræðu-
efni innan um sundurslitna
fjölskyldumeðlimi og stuðla að
sameiginlegu áhugamáli og
samræðum innan húss sem utan
milli foreldra og barna, einnig
nágranna. Hundar geta einnig
stuðlað að bættri líkamshirðu
barna í sambandi við daglegar
þarfir líkamans. Það krefst
aukins hreinlætis að hafa hund
á heimilum. Það þarf að baða
hunda reglulega, bursta þá
reglulega. Hundar þurfa hollan
mat og útivist. Með öðrum
orðum hundar stuðla að reglu-
semi í lífi barnsins. Hundar
fræða börn einnig um kynlíf,
hvernig afkvæmi verða til,
fæðast og þroskast. Hundar lifa
skemur en menn. Það er því
síðast en ekki sízt þýðingarmikil
lífsreynsla fyrir börn að upplifa
dauða hundsins síns, áður en
þau missa foreldra eða aðra
nána ástvini seinna meir á
ævinni. Og þannig mætti lengi
telja. Eins og ástatt er í
þjóðfélagi ökkar í dag, gera
hundar mikið gagn.
Þess ber að lokum að geta, að
Reykjavík er eina höfuðborg
meðal menningarþjóða í vest-
rænum heimi, sem bannar
hundahald. Stuðla ber að því að
uppræta þann leiða þjóðarsið,
að borgarbúar þurfi sífellt að
vera lögbrjótar. Hægur vandi
væri að koma góðu skipulagi á
hundahald í Reykjavík, en það
er efni í aðra grein.
Fyrir hönd fjölda hundaeig-
enda,
Ilelga Hannesdóttir, læknir.
r
Steinar Berg Isleifsson:
„Pétur og úlfurinn”
Vegna ummæla félaga starfs-
njannafélags Sinfóníuhljómsveitar
íslands sem fram hefur komið í
fjölmiðlum að annarlega hafi verið
staðið að umræðum varðandi
upptöku á „tónlistarævintýrinu
Pétur og Úlfurinn" og að hljóm-
plötuútgáfan Steinar hafi fyrir-
varalaust hætt öllum umræðum
um málið, tel ég rétt að skýra frá
málinu eins og ég gekk í gegnum
það stig af stigi.
Forsaga málsins er sú að ég
hafði nokkuð lengi gengið með þá
hugmynd að gefa þetta frábæra
verk út á hljómplötu, en rak mig
alltaf á að það var næsta ófram-
kvæmanlegt fjárhagslega ef öllum
þátttakendum ætti að greiðast full
laun skv. taxta F.Í.H. Samt eftir
að hafa stungið hugmyndinni að
einum meðlima Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, sem kvað góða mögu-
leika á samkomulagi við hljóm-
sveitina, hafði ég samband við
Sigurð Björnsson, sem tók mjög
vel í hugmyndina og kom á fundi
okkar og Andrésar Björnssonar
útvarpsstjóra. Þar rak ég mig
strax á vegg. Andrés var í meira
lagi neikvæður og hummaði málið
fram af sér. Var honum greinilega
mjög í nöp við að leigja hljóm-
sveitina einkaaðila, sem hugsan-
lega gæti grætt stórfé þar á.
Næst mætti ég á æfingu hjá
Sinfóníuhljómsveitinni og átti
fund með stjórn starfsmannafé-
lagsins. Tjáðu þau mér að þó þau
væru á kaupi hjá Ríkisútvarpinu,
þá ættu þeir háu herrar ekkert
með að láta þau spila inn á plötur
fyrir einkaaðila, þar sem ráðning
þeirra fæli einungis í sér æfingar
með hljómsveitinni og upptökur
fyrir Ríkisútvarpið, og ef þau ættu
að vinna að upptöku við verk þetta
í vinnutíma sínum fyrir Sinfóníu-
hljómsveitina, þá færu þau fram á
að fá greidd full laun skv. taxta
F.Í.H. Fannst mér nú öll sund
lokuð. Skal það tekið fram að
þegar þessi staða var uppkomin
voru liðnar nokkrar vikur síðan ég
fór af stað í þeirri von að fá að
gefa út „Pétur og Úlfurinn" með
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Jæja, enn var boðið til fundar og
nú varð það hugmyndin að Steinar
h.f. og starfsmannafélag Sinfóníu-
hljómsveitar Islands stæðu saman
að gerð þessarar plötu. Myndi
Steinar h.f. fjármagna fyrirtækið
og leggja mikinn kostnað í gerð
umslags, auglýsingar og gera
plötuna sem allra best úr garði.
Félagar í Sinfóníuhljómsveitinni
myndu aftur á móti sjá um allan
hljóðfæraleik án endurgjalds, eða
gegn vægu kaupi. Yrði ágóða síðan
skipt milli Steinar h.f. og starfs-
mannafélagsins, sem ætlaði að
láta sinn hluta renna í Menningar-
sjóð hljómsveitarinnar. Myndi
upptakan fara fram utan vinnu-
tíma hljómsveitarinnar hjá Ríkis-
útvarpinu.
Nú eftir að ég hafði útlistað
hugmyndir mínar fyrir stjórn
starfsmannafélagsins, var ákveðið
að bera þær undir fund innan
hljómsveitarinnar.
Viku til tíu dögum síðar fékk ég
hringingu frá Helgu Hauksdóttur,
sem sagði mér að samþykkt hefði
verið að standa svona að málum.
Var nú kominn miður október,
þannig að vonlaust var að hefja
upptökur með fyrirhugaðri útgáfu
á jólamarkað eins og dæmið var
upphaflega hugsað, en reyndar
hafði þesssi skoðun mín komið
fram áður, er ég sá hvernig þróun
mála var að verða. Sagði ég Helgu
þetta og vorum við sammála um að
leggja málið í salt fram á næsta ár
og stefna að útgáfu fyrir jólin
1978.
Nú, síðan segir ekki meir af
þessu máli þar til Karl Sighvats-
son hittir Pál P. Pálssoa í júní. Ég
hafði ráðið Karl til að hafa umsjón
með gerð þessarar plötu fyrir hönd
Steina h.f. Karl segir Páli hvaða
verk sér hefði verið falið og vilji
hann hefja upptökur bráðlega. Nú,
Páll svarar Karli og segir að hann
haldi að Sinfóníuhljómsveitin ætli
sér sjálf að gefa verkið út á eigin
spýtur og að útvarpsstjóri hafi
samþykkt að leyfa meðlimum
hljómsveitarinnar að æfa og taka
verkið upp í vinnutíma hljómsveit-
armanna hjá Ríkisútvarpinu.
Auðvitað var ég óstjórnlega
hissa á að heyra um þessa þróun
mála. Hringdi ég strax í Gunnar
Egilsson og innti hann eftir hvort
satt væri. Staðfesti hann það. Ég
hélt síðan fund með honum, síðan
annan fund með honum, Helgu
Hauksdóttur og þriðja manni,
hvers nafn ég man ekki. Spurði ég
þau hvort þau ætluðu að rifta þeim
samningum sem ég taldi að í gildi
FIMMTA þing Rafiðnaðarsam-
hands íslands fór fram í Reykjavík
dagana 24.-27. nóvember s.l. og
sátu þingið 60 fulltrúar frá öllum
aðildarfélögum sambandsins, en
þau cru 8 með rösklega 1000
félagsmenn.
Helstu mál þingsins voru kjara-
mál, atvinnumál, menntamál og
skipulagsmál rafiðna. Þá var og
fjallað ítarlega um lífeyrissjóðsmál
og flutti Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða, erindi um þau mál á
þinginu.
Þingið gerði ályktanir í öllum
málaflokkum sem á dagskrá voru.
í mjög ítarlegri ályktun þingsins
um kjaramál er m.a. rakin þróun
hefðu verið. Auðvitað sögðu þau að
engir samningar hefðu verið í
gildi. Sögðust þau samt ætla að
bera fram mína hlið málsins á
aðalfundi hljómsveitarinnar. —
Nú, þar var hafnað allri samvinnu
við Steina h.f., jafnframt sem mér
var ekki einu sinni kleift að leigja
einstaka meðlimi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar á taxta F.Í.H., ef ég
færi fram á að þeir spiluðu „Pétur
og Úlfinn“, því það tiltekna verk
spiluðu þau aðeins fyrir sína eigin
útgáfu.
Þar með var endanlega búið að
setja mig út í kuldann og Sinfóníu-
hljómsveitin búin að tryggja sér
einokun á „Pétri og Úlfinum" á
íslandsmarkaði.
Lok sögunnar eru svo þau að ég
fékk keypta einhverja bestu út-
gáfu, sem út hefur komið í
heiminum með þessu frábæra
tónlistarævintýri, þar sem Phila-
delphiu hljómsveitin ásamt
Euguene Ormandy sjá um flutn-
inginn. Bessi Bjarnason las síðan
textann inn, þessi útgáfa kom út
seinni.hluta september, þrátt fyrir
tilraunir til að stoppa útgáfuna.
Ég er stoltur af þessari útgáfu,
og satt að segja datt mér aldrei í
hug að gefa Sinfóníuhljómsveit-
inni eftir að sitja einir að útgáf-
unni, þrátt fyrir að þeir með
stuðningi Ríkisútvarpssins hefðu
að mínu mati beitt mig hreinum
svikum.
Varðandi það atriði að fram
hefði komið í fjölmiðlum að
hljómsveitin hefði staðið annar-
lega að samningum við hljóm-
plötuútgáfuna Steinar h.f., hef ég
þetta að segja: Ég hef aldrei látið
neitt frá mér fara í fjölmiðla þar
sem eitthvað um viðskipti mín við
Sinfóníuhljómsveitina hefur kom-
ið fram. En þar sem þau brydduðu
upp á þessu fyrst, finnst mér rétt
að öll sagan komi fram. Auðvitað
hefði ég getað sagt þeim þá að
plötuiðnaðurinn væri harður iðn-
aður, þar sem menn búa við mikla
samkeppni og enginn hefur einok-
unaraðstöðu. Með því að neita
samvinnu við mig og ætla að sitja
ein að kökunni, færðu þau sig
austur fyrir járntjald í hugsun-
arhætti.
Að lokum vona ég bara að
samvinna Steina h.f. og meðlima
Sinfóníuhljómsveitarinnar verði
góð eftir sem áður, ef undan er
skilið þetta atvik, og að þau hafi
lært jafn mikið á frumhlaupi sínu
og ég.
þeirra undanfarin ár og m.a. bent á
hve laun rafiðnaðarmanna hafa
skerst miðað við ýmsa aðra iðnaðar-
menn og opinbera starfsmenn. Er
einnig vikið sérstaklega að því
ástandi, sem er í kjaramálunum í
dag og hefur sá kafli ályktunarinn-
ar þegar verið birtur í Mbl.
í miðstjórn Rafiðnaðarsambands
íslands voru kjörnir: Formaður
Magnús Geirsson, varaformaður
Óskar Hallgrímsson, ritari
Sigurður Sigmundsson, gjaldkeri
Sigurður Hallvarðsson, með-
stjórnendur Ásgeir Guðnason,
Guðmundur Gunnarsson, Helgi Þ.
Guðmundsson, Hilmar Pétursson,
Rúnar Bachmann, Sigurbergur
Hávarðsson, Sigurður Magnússon.
Magnús Geirsson endurkjörinn for-
maður Rafiðnaðarsambands Islands