Morgunblaðið - 01.12.1978, Qupperneq 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978
Gudbjartur Finnbjörnsson:
Bensínstöð og þvotta-
plan á Ísafírði
í nokkur ár hafa olíufélönin á
ísafirði farið fram á að fá lóð
undir sameiginlega bensín- og
olíusölu ásamt þvottaplani í bæn-
um til þjónustu við bifreiðaeigend-
ur. Nokkrir staðir hafa komið til
greina. Starfshópur, sem vann til
verðlauna fyrir skipulag
Isafjarðarkaupstaðar, hafði
ákveðinn stað í huga fyrir það,
sem þeir nefndu umferðarmiðstöð
norðan til á Eyrinni. Fyrrverandi
bæjarstjórn Isafjarðar hafnaði
alveg þeirri hugmynd að hafa þar
bensínstöð.
Fyrir um tveimur árum birtist
dæluskip á Pollinum innan við
Hafnarstræti og þar tók að
myndast nýtt land.
Fyrst í stað fögnuðu ísfirðingar
þessari framkvæmd. Þeir höfðu
séð hvernig Hafnarstræti gat
orðið eins og hluti af Pollinum
nokkrum sinnum á ári þegar
saman fóru háflæði og sunnan
stormur og gatan varð ófær
yfirferðar. Sjó tók í mjóalegg og
ágjöfin gekk yfir mæni nærliggj-
andi húsa.
Það hefur verið í slíku tilfelli,
sem kviknaði á litlu perunni á
skrifstofum bæjarstjórnar ísa-
fjarðar.
Félítill kassi bæjarsjóðs, í öllu
góðærinu, réð ekki við þetta
vandamál og því þá ekki að nota
olíuauðinn til þess að reyna að
koma í veg fyrir að þetta ástand
skapaðist á aðalgötu bæjarins. Slá
tvær flugur í einu höggi.
Olíufurstarnir gátu hætt að
hrista pyngju sína. Þarna við
Pollinn á sem sagt bensínsalan að
vera með þvottaplani og tilheyr-
andi. Einhverjum fannst þó snjall-
ræði að setja það skilyrði, að þar
mætti ekki selja kók eða prinspóló,
ekkert nesti. Það var líka hótel og
veitingahús hinum megin við
þessa mestu umferðargötu og
kappakstursbraut bæjarins.
Strax komu fram mótmæli gegn
þessari ákvörðun. M.a. mótmælti
heilbrigðisnefnd bæjarins stað-
setningu stöðvarinnar.
Síðan gerist ekkert í um tvö ár
og töldu flestir, að þegar málið
hefði verið athugað betur af
réttum aðilum, svo sem ráðgjöfum
um skipulagsmál og öryggi vegfar-
enda haft í huga, þá hefði verið
hægt að sannfæra bæjarstjórnina
og olíufélögin um, að þetta væri
vægast sagt óskynsamlegt. Ekki
reyndist þó sú tilgáta rétt.
Eftir að vetur var genginn í garð
í haust var hafist handa við
fyrirtækið. Enginn verktaki á
ísafirði fékkst til þess að taka
verkiö að sér. Það varð að fá
verktaka úr Reykjavík til þess að
vinna þetta skemmdarverk á útliti
og skipulagi bæjarins.
Heilbrigðis- og umhverfisnefnd
bæjarins ályktaði aftur um málið
og ítrekaði mótmæli sín. Um-
ferðar- og öryggismálanefnd
bæjarins, þar sem situr m.a.
maður sérfróður í umferðarmál-
um, var ekki spurður álits af
bæjarstjórninni, en tók þó málið
fyrir að ósk nokkurra bæjarbúa og
var sammála um að mæla gegn
því, að bensínstöð yrði reist á
þessum stað. Einnig fannst þeiro
ástæða til þess að átelja bæjar
stjórnina fyrir að leita ekk
umsagnar þessarar nefndar un.
slíkt mál.
Nýlega kjörin bæjarstjórn fékk
tækifæri til þess að taka málið upp
að nýju fyrir stuttu, en hræðslan
við skaðabótakröfur á fátækan
bæjarsjóð frá olíufurstunum hefur
trúlega heft málbeinið í þeim þá
stundina.
Skipulag ísafjarðar er emi í
mótun þrátt fyrir allt skipulag
sérfræðinga. Bæjarstjórnin tekur
þó málin í sínar hendur þegar
henni sýnist svo. Dæmi um
furðulegar ákvarðanir fyrrverandi
bæjarstjórna má nefna þegar stórt
og mikið frystihús, sem reist var á
hafnarbakkanum fyrir mörgum
árum, var gert að skólahúsi fyrir 4
til 5 skóla, heildsölu og pakkhúsi,
en aðeins hluti af því notaður sem
frystigeymsla. Síðan voru byggð
upp tvö gömul frystihús í íbúðar-
hverfum bæjarins og hafa heil hús
með fjölda íbúða orðið að þoka
fyrir þeirri uppbyggingu.
Það virðist líka vera stefna
bæjarstjórna á Isafirði að hrekja
sem flesta íbúa burt af Eyrinni.
Árið 1930 bjuggu rúmlega 2500
manns á Eyrinni neðan Túngötu. I
dag er þessi tala komin niður í
1100 til 1200 manns.
Um helgar og á kvöldin er líka
fátt að sækja í miðbæ Isafjarðar.
Þar er gamalt kvikmyndahús og
eina kvöldsalan eða „sjoppan" í
bænum. ísfirðingar eru líka að
eignast sitt „hallærisplan".
Fyrir mótmæli bæjarbúa var
hætt við að reisa rafstöð í
íbúðarhverfi í ísafirði og fyrir
mótmæli Hnífsdælinga var hætt
við að reisa guanóverksmiðju við
íbúðarhverfi þar, en hún átti að
þurrka rækjuskel.
Eitt vandamál, sem bæjar-
stjórnin ætlar að ráðskast með
ein, hefur skapast vegna Djúpveg-
ar eða hraðbrautar innan úr firði í
gpgnum bæinn um Sólgötu og
Hrannargötu ofarlega á Eyrinni.
Sunnan til á Eyrinni er ráðgert
hringtorg þar sem 5 götur eiga að
mætast. Við þetta „Miklatorg"
okkar Isfirðinga er verið að reisa
umrædda bensínsölu með tilheyr-
andi þvottaplani.
Öll skynsamleg rök mæla á móti
því að hafa slíka þjónustu á
þessum stað. Þetta á að vera eina
bensínsalan í bænum, að sögn
ráðamanna. Hver trúir því í 3000
manna bæ?
Fyrir framan þennan landsskika,
sem sjór gengur yfir ef eitthvað
vindar, er frárennslið frá sjúkra-
húsi bæjarins. Heilbrigðisfulltrúa
ríkisins virðist ekkert varða um
slíkt. Hann vill ekkert skipta sér
af þessu máli.
Á vetrum mun þessi staður
fyllast af snjó þegar eitthvað
snjóar að ráði. Á þessum stað er
Isfirðingum boðið að kaupa sitt
bensín og þrífa bíla sína. Það er
reyndar stutt í vatnið, því að í
fyrrahaust var ný vatnslögn graf-
in þarna niður.
Það undarlega við þessa ákvörð-
un er það, að ekkert ákveðið
skipulag er til af svæðinu. Þegar
stöðinni er í upphafi ákveðinn
staður, er aðeins talað um að gera
Sólgötu að hluta af hraðbrautinni,
en þegar menn gera sér ljóst hve
umferðin er orðin gífurleg, þá er
ákveðið, að taka Hrannr-götuna,
sem liggur neðar á Eyrinni einnig
undir hraðbraut, þannig að aka
þarf við endann á væntanlegu
þvottaplani.
Sérfræðingur bæjarstjórnarinn-
ar í skipulagsmálum segist hafa
verið tregur til þess að samþykkja
þennan stað fyrir bensínsölu.
Hverjir skyldu hafa talað um fyrir
sérfræðingnum, bæjarstjórnin eða
olíufélögin?
Af hverju er vegagerð ríkisins
ekki spurð álits á málinu þar sem
bensínsala stendur við þjóðveg í
þéttbýli?
Af hverju er lögreglan á ísafirði
ekki beðin um álit vegna umferð-
arinnar um þetta svæði?
í júlí árið 1971 var áætlað að
seint á þessum áratug ættu um
1000 ökutæki leið um bæinn innan
úr firði og út í Hnífsdal. Vitað er í
dag að þessi tala er of lág.
í júlí árið 1971 fór einnig fram
talning ökutækja, sem fóru um
Seljalandsveg innan úr firði og út í
bæ. Reyndist fjöldi ökutækja vera
1573 á dag að meðaltali. Þessi
umferð mun að miklu leyti færast
niður á hinn nýja þjóðveg með-
fram fjörunni. Einnig er yitað, að
þessi tala er alltof lág í dag. Á sex
árum frá 1965 til 1971 tvöfaldaðist
umferð um Seljalandsveg og á
sama tíma fjölgaði ökutækjum um
35%. Þessar tölur eru teknar úr
„Handbók sveitarstjórna 10“, sem
skipulagshópurinn samdi á sínum
tíma.
Eftir það peningaflóð, sem verið
hefur síðan, geta menn gert sér
hugmynd um hve aukningin hefur
orðið hvað varðar bifreiðafjölda
bæjarbúa.
Við sem búum í næsta nágrenni
við þessa umræddu bensínsölu
höfum reynt að hafa áhrif á
bæjarstjórnina í þá átt að finna
hentugri stað fyrir þessa þjónustu
olíufélaganna. Við teljum að þarna
sé verið að setja upp slysagildru og
jafnvel dauðagildru fyrir vegfar-
endur við mikla umferðargötu og
fyrirhugað umferðartorg á miðri
Eyrinni.
Það er ekki nóg að hugsa bara
um að bifreiðaeigendur geti fengið
keypt bensín einhvers staðar. Það
verður að taka tillit til annarra
vegfarenda líka. Sjúkrahúsið og
kirkjan eru fyrir ofan þessi
væntanlegu vegamót. Mikið af
börnum, sem sækja skóla bæjar-
ins, þurfa að fara yfir þessi
vegamót niður i bæ til þess að
komast í skólana. Þetta verður
óhjákvæmilegt, en að auka slysa-
hættuna með því að beina allri
bílamergðinni á þennan stað til
þess að fá sér eldsneyti, það er eitt
af því sem ég skil ekki.
Ég hef orðið fyrir því tvisvar, að
bílar hafa ekið uppá tröppur hjá
mér og brotið tröppurnar og
handriðið. Ég hef því fengið
smjörþefinn af því, sem búast má
við. Lái mér einhver þó að ég vilji
vara við hættunni. Ekki veldur sá
er varar.
Ég get kannski sofið rólegur
þegar 1000 ökutæki fara .að þjóta
daglega um hlaðið hjá mér og
nágrönnunum, eða þegar fólk fer
að þvo bíla sína nótt og dag hinum
megin við götuna.
Allt tal um að ég og aðrir séu á
móti framförum og uppbyggingu
er ekki svaravert. Ég vil að
olíufélögin fái góða lóð undir þessa
þjónustu og bent á stað við
hraðbrautina innan úr firði mitt á
milli bæjarkjarnanna. Ég vil að
olíufélögin fái að byggja myndar-
legt „Nesti" eins og maður sér
annars staðar, þar sem ökumenn
geta fengið góða þjónustu fyrir
sína bíla og einnig sitt kók og
prins póló.
Það er annars furðulegt að
olíufélögin skuli ráðast í slíkar
framkvæmdir án þess, að láta sjálf
kanna betur allar aðstæður, en
láta stjórnast af auralítilli bæjar-
stjórn. Ollufélögin munu hafa
kostað uppfyllinguna og greiða
m.a. um 9 milljónir króna í
gatnagerðargj ald.
Bæjarstjórnin er að tala um
skaðabætur til olíufélaganna, ef
hætt er við framkvæmdir, en það
er hlægileg afsökun þeirra manna,
em eru að reyna að afsaka gerðir
sínar. Sá sem vill reisa mannvirki
á óhæfum stað að óathuguðu máli
í óþökk annarra, hann tekur líka
sína áhættu.
Ég og aðrir, sem erum að
mótmæla bensínstöð á þessum
stað, værum ekki að mótmæla ef
málið hefði fengið eðlilega af-
greiðslu í bæjarstjórn og nefndum
hennar, sem fjalla eiga um stað
fyrir m.a. bensínstöð. Ef sérfróðir
menn sem eiga að fjalla um svona
mál hefðu verið sammála um að
mæla með þessum stað, þá væri
ekki verið að mótmæla. Það er Iíka
verið að mótmæla einræðisbrölti
nokkurra manna í fyrrverandi og
núverandi bæjarstjórn.
„Nesti“ við hraðbrautina innan
úr firði væri laust við ágjöf af
Pollinum, laust við þann mikla
snjó, sem safnast mun á núverandi
stað. Snjóflóðahætta er ekki telj-
andi niðri í fjöru enda hægur
vandi að verja húsin slíkri hættu.
Það er ekki meiri hætta fyrir
bensínstöðina heldur en öll íbúðar-
húsin, sem reist hafa verið upp um
allar hlíðar og stendur til að
byggja.
Að reisa bensínstöð á þeim stað,
sem verið er að gera, er líka
tilfinningamál fyrir Isfirðinga.
Það er svipað og ef byggð væri
bensínstöð við Tjörnina í Reykja-
vík. Hafnarstrætið með útsýni yfir
Pollinn er okkar „Tjarnargata“.
Nokkrir íbúar Isafjarðar hafa
tekið sig saman um undirskriftar-
söfnun til þess að mótmæla því aö
bensínstöð verði reist á þessum
stað og einnig að mótmæla vinnu-
brögðum bæjarstjórnarinnar bæði
fyrrverandi og núverandi.
Við vorum búin að bjóðast til
þess að kanna hug bæjarbúa til
þessa máls áður en framkvæmdir
voru hafnar, en því var ekki
svarað.
Fyrir nokkru stöðvuðu Austur-
ríkismenn starfrækslu fullbúins
kjarnorkuvers með atkvæða-
greiðslu. Með þá sem fyrirmynd
væri það lítilræði fyrir Isfirðinga
að stöðva byggingu smá bensín-
stöðvar sem verið er að burðast við
að reisa í snjókomu og frosti.
Ég vil að lokum spyrja. Hvar eru
nú öll félögin í bænum? Klúbbur-
inn öruggur akstur, slysavarna-
félagið, kvenfélögin og allir fínu
klúbbarnir.
Við ísfirðingar höfum verið
blessunarlega lausir við mikil
umferðarslys í bænum, en aukinni
umferð fylgja slys. Það er stað-
reynd.
Þá hefjum við bara upp harma-
grát og söfnum fyrir sjúkrabíl eða
götuvitum. Nú stendur yfir um-
ferðarvika um allt land. Eigum við
ekki að nota hana til þess að íhuga
málið?
Isafirði, 21. nóv.
Guðbjartur Finnbjörnsson
Hrannargötu 1, ísafirði.
Séð upp eftir Hafnarstræti. Umferðartorgið mun eiga að vera þar sem
húsið stendur vinstra megin á myndinni.
Ljósmyndi Jón Hermannsson.