Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 03.12.1978, Síða 1
Sunnudagur 3. desember Bls. 49 — 80 Claudíus sögumaður og síðar keisari. Þennan bæklaða mann leikur Derek Jacobi allt frá því hann er 17 ára gamall og til 64 ára. Ágústus keisari, leik- inn af Brian Blessed. „Ég Tiberíus Claudius Örúsus Nero Germanicus, ásamt ýmsu öðru (ég ætla nú ekki að þreyta ykkur með því að telja upp alla titla mína), sem fyrir skömmu var nefndur þessum nöfnum af vinum mínum, félögum og ættingjum: „Fíflið Claudius", „Þessi Claudíus", „Hinn stamandi Claudíus", „Clau-Clau-Claudíus“ eða, þegar best lét: „Veslings Claudíus frændi" er nú í þann veg(nn að byrja á því að rita hina merkilegu ævisögu mína. Ég hef þá sögu með því að segja frá fyrstu árum ævi minnar, en fikra mig svo áfram ár eftir ár, unz sá örlagaríki atburður bar við í lífi mínu, fyrir átta árum, er ég var fimmtugur og einu ári betur, að ég komst í hið „gullna ástand“, er ég svo vil nefna, og síðan hefi ég aldrei úr því komist." Þannig lætur brezka skáldið Robert Graves keisara Rómaveldis Claudíus fyrsta hefja frásögn sína af Rómverjum á dögum keisar- anna Ágústusar, (sem var kjörson- ur Cesars og kom til valda eftir að hafa sigrað Markús Antóníus), Tíberíusar, Caligúlu og Claudíusar eða á tímabilinu frá því 50 fyrir Krist og aftur til 50 eftir Krist. Bók Roberts Graves, kom út árið 1934, og varð mjög vinsæl í íslenzkri þýðingu Magnúsar Magnússonar undir nafninu „Ég, Claudíus" eftir 1947. Og nú endurnýja Islendingar kynni við Claudíus og líf og siði hinna fornu Rómverja á þessum tíma í 13 sjónvarpsþáttum, sem byggðir eru á sögu Roberts Graves, þar sem fer saman leikandi léttur frásagnarstíll, frábær kímni og geysilegur sögu- fróðleikur á þeim tíma, er Róma- veldi stóð með mestum blóma. Hver þáttur tekur um klukkutíma á sunnudagskvöldum og eru 4 þegar búnir af 13. Líklega eiga sjónvarpsáhorfendur efritt með að átta sig á öllum þessum fjölmörgu sögupersónum, sem þar koma fram, og skyldleika þeirra eða tengslum, sem eru kjarninn í atburðarásinni og hinni grimmi- legu baráttu um völdin, þar sem leiðin upp í keisarastólinn liggur yfir lík allra annarra ættmenna, sem líka geta átt tilkall til stólsins. En allir eru þeir af- komendur annars hvors keisara- hjónanna, þegar sagan hefst, Ágústusar eða Livíu, sem ætlar sér að ríkja sjálf — fyrst egn um keisarann eiginmann. sinn og síðan son sinn Tiberíus. Livia spinnur örlagapræðina Livia sem leikin er af Sian Philllips er í sögu Roberts Graves og í sjónvarpsþáttunum hin illa og undirförula drottning, sem býr öllum örlög. Hún fær meira rúm í sögu Graves en í mannkyns- sögunni. Ef flett er upp í alfræði- orðabók Brittannicu segir að hún hafi verið uppi frá 55 fyrir Krist og til ársins 29 eftir Krist, upphaflega kona Tiberíusar Claudiusar Nero, sem hún átti með tvo syni Drusus og Tiberíus (síðar keisara). Þegar hún var 17 ára gömul neyddi Ágústus eiginmann hennar til að skilja við hana og giftist henni sjálfur, eftir að hafa fyrst losað sig við Scriboniu konu sína. Ágústus tók að sér syni hennar tvo, en þau áttu engin börn saman. Livia var grunuð um að fremja margvíslega glæpi til að tryggja Tiberíusi syni sínum keisarastólinn. Hún var grunuð um að vera völd að ótímabærum dauða Marcellusar, kjörsonar og tengdasonar Ágústusar og sonar- sona hans, Gayusar og Luciusar Caesars, útlegð dóttursonar hans Postumusar, og jafnvel dauða sjálfs keisarans. Ágústus útnefndi í e'rfðaskrá sinni hana og Tiberíus (sem hann hafði gert að kjörsyni sínum árið 4) erfingja sína og Livia fékk þriðjung eigna hans. Hún hafði nú náð marki sínu og ríkti í fyrsta skipti opinberlega með Tiberíusi. Tiberíus varð þó brátt þreyttur á stjórnsemi hennar og var sagt að ástæðan til þess að hann dró sig í hlé út í Capreae hafi verið til að sleppa undan henni. Livia lifði áfram rólegu lífi í Róm og naut valdanna, til hárrar elli og dauðadags. Þannig er„ sagt frá Liviu í alfræðibókum, en Graves gæðir hana í sögu sinni meira lífi. Og brezka leikkonan Sian Phillips, sem fræg er fyrir margar brezkar myndir, — lék nú síðast Beth í sjónvarpsmynd BBC „Grænn varstu dalur" — gerir hana eftirminnilega. Livia er amma sögumannsins Ciaudiusar. En Ágústus keisari er ömmubróðir hans. Hlynur keisara- ættarinnar hefur ótal greinar Áður en lengra er haldið, er rétt að reyna að gera ofurlitla grein fyrir þeim sögupersónum, sem að jafnaði koma fyrir í þáttunum frá því þeir eru börn, enda allir af Claudíusar ættinni, einni af elztu ættum Rómaborgar og afkomend- ur Liviu eða Ágústusar, og þurfa því í valdabaráttunni að hverfa. En Graves segir, að Claudíusarnir Livia, leikin af Sian Phillips. Livia er ákveðin í að ríkja sjálf, fyrst gegn um mann sinn Ágústus keisara og síðan gegn um son sinn Tíberíus — og tekst það með því að ryðja öllum öðrum úr vegi. hafi skipst í tvö horn, séu góðir eða „villtir“, þ.e. illir og hinir villtu séu fleiri. Ungu mennirnir, afkomendur Ágústusar, sem þegar hafa komið við sögu, eru þrír s.vnir Júlíu dóttur hans, sem átti þrjá menn Marcellus, Agrippu og loks Tiberí- us. Af miðhjónabandi eru bræð- Sjá nœstu I síðu_^ „Eins og sýning skugga-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.