Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 285. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vance er ánægður Kaíró, 11. desember. AP. Reuter. CYRUS Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að honum og Anwar Sadat forseta hefði miðað vel áfram í viðræðum um lausn á mikilvægustu ágreiningsmálunum sem standa í vegi fyrir gerð friðarsáttmála. En Vance sagði, að meiri um- ræðna væri þörf við egypzka forsetann og sagði að enn væri ekki komið að „lokaumræðunni." Hann kom í kvöld til Tel Aviv og verður viðstaddur útför frú Goldu Meir fyrrverandi forsætisráðherra í ísrael og kemur aftur til Kaíró á morgun til frekari viðræðna. Hann sagði við komuna að hann vildi að ísraelsmenn væru sveigjanlegík Þótt Vance segði að miðað hefði áfram kom hann sér undan að svara því hvort samkomulag væri loks í augsýn. „Það er undir aðilunum komið að ákveða hvort þeir geta náð samkomulagi eða ekki," sagði Vance. Og hann kvað það út í hött að velta vóngum yfir því hvort samkomulag tækist eða ekki fyrir sunnudag eins og að var stefnt í samkomulaginu í Camp David. Vance sagði á fundi með blaða- mönnum að eitt eða tvö atriði þyrftu frekari athugunar við, en tók ekki fram hvaða atriði þau væru. Hann sagði að „nokkrar nýjar hugmyndir" hefðu komið fram. Þýzkt hús hertekið í TelAviv Tel Aviv, 11. desember — Reuter. ÞRIR vopnaðir menn lögðu undir sig vestur-þýzku menn- ingarmiðstöðina í Tel Aviv, en gáfust upp fyrir lögreglu tveimur stundum síðar. Þeir vildu mótmæla „þýzkum menningaryfirráðum í Israel". Þeir sögðu að leiðtogi þeirra væri Andre Kolcynski, lista- maður sem stóð fyrir svipuð- um mótmælum í vestur-þýzka sendiráðinu í apríl í fyrra. Hann og félagar þeirra gengu út úr menningarmiðstöðinni í kvöld og beint upp í lógreglu- bifreið sem beið þeirra. Lögreglustjórinn í hverfinu kvaðst hafa talið þá á að gefast upp í síma. Þeir tóku einn gísl, ísraelska konu, sem kennir þýzku í menningarmiðstöðinni. Þegar Kolcynski fór úr bygg- ingunni sagði hann: „Við viljum mótmæla þýzkri menningu í ísrael og niðurfellingu máls- sókna gegn nazistum ei Vestur-Þjóðverjar hyggjast lög- leiða." Hann og stuðningsmenn hans hrópuðu áður en þeir stigu upp í lögreglubílinn: „Við gleymum aldrei." ^l^A***^ , S'-<'- ÚTLAGI EN EKKI GLEYMDUR - Ungir íranir mcð krcppta hnefa lýsa yfir stuðningi við trúarleiðtogann Ayatullah Khomaini sem er í útlegð í París og bera myndir af honum í mótmælagöngu um götur Teherans. Gangan í gær var rúmlega 10 km löng. Mótmælin fóru friðsamlega fram og herinn hörfaði frá borginni. Flugvélar ráðast á skæruliða Salisbury. 11. desember. Reuter. AP. Rhódesíumenn hafa gert nokkrar fyrirbyggjandi loftárásir á liðs- safnað skæruliða blökkumanna í grannríkinu Mozambique og sprengt upp geysistórar vopna- geymslur skæruliða að því er tilkynnt var í Salisbury í dag. Þótt það sé ekki tekið fram er talið að loftárásirnar hafi verið gerðar þegar friðarfulltrúar Breta og Bandaríkjamanna voru í sunn- anverðri Afríku til þess að reyna að koma til leiðar ráðstefnu allra aðila Rhódesíudeilunnar. Yfirvöld Mozambique segja að árásirnar hafi byrjað 29. nóvember og staðið fram á laugardag í síðustu viku og að ráðizt hafi verið á herskála í Dondo aðeins 30 km. frá hafnarborginni Beira við Indlands- haf. Því er haldið fram í höfuðborg Mozambique, að 26 hafi týnt lífi í Dondo-árásinni og 73 særzt, þar^á meðal óbreyttir borgarar auk þeirra sem féllu í hinum árásunum. Rhódesíumenn eru sakaðir um að hafa beitt napalmi í árásum á Tete-hérað. Rhódesíumenn segja að allar flugvélar hafi snúið aftur heilu og höldnu en Mozambiquemenn segja að tvær herflugvélar hafi verið skotnar niður. Loftárásirnar eru taldar dæmi um þann ásetning Salisbury-stjórnarinnar að treysta hernaðarstöðu sína og halda áfram áformum sínum um takmarkaða meirihlutastjórn þrátt fyrir áætlan- ir Breta og Bandaríkjamanna um ráðstefnu allra deiluaðila. Herinn streymir, af tur til höfuðborgar Irans Teheran, 11. desember — AP-Reuter. HERLIÐ streymdi aftur til Teheran í skjóli myrkurs í kvöld og það gefur til kynna að herinn ætli að koma aftur á lögum og reglu eftir tveggja daga óeirðir. Fimm biðu bana í mótmælaaðgerðum í borginni Isfahan. Herliðið hafði verið flutt burtu þegar sorgarhátíð múhameðstrúar- manna stóð sem hæst svo að komizt yrði hjá árekstrum við andstæðinga keisarans á götunum. Til að vega upp á móti sögusögnum um að efnt yrði til annarrar fjölmennrar mótmælagöngu á morgun, þriðjudag, tilkynnti ríkisstjórnin á klukkustundar fresti í útvarpi að herlög yrðu aftur í gildi frá 9 e.h. til 5 f.h. og að opinberar mótmælaaðgerðir væru bannaðar. Stjórnin hafði áður stytt útgöngubannið um tvo tíma til að liðka fyrir syrgjendum þá tvo daga sem trúarhátíðahöldin stóðu. Hundruð þúsunda gengu um götur Teheran í dag, annan daginn í röð, og hrópuðu vígorð fjandsam^ leg keisaranum en mótmælin fóru friðsamlega fram og án afskipta hersins. Þátttakendurnir báru stórar myndir af trúarleiðtogan- um Ayatullah Khomaini og borða með vígorðum fjandsamlegum vestrænum ríkjum eins og „Bandarísku glæpamenn farið heim" og „íran verður annað Bardagar svæðum í á stórum Kambódíu Bangkok, 11. desember — Reuter. KAMBÓDÍUMENN staðfestu í dag að þeir ættu f bardögum við Vfetnama á ýmsum landamæra- svæðum og héldu því fram að her þeirra hefði orðið mikið ágengt. (Itvarpið í Phnom Penh sagði, að kambódískir hermenn veittu Víet- nömum viðnám f suðvestur- og austurhlutum landsins og að auki í fylkjunum Kratie og Mondulkiri í norðausturhluta landsins. Útvarpið sagði að hermennirnir hefðu hrundið ö'llum „útþensluað- gerðum" Víetnama og dreift víet- namska hernum sem væri á flótta. Vestrænir diplómatar segjast telja, að bardagar geisi á ýmsum stöðum í Kambódíu, einkum nálægt bæjunum Snuol og Mimot á svæðinu Öngullinn sem er í austurhluta landsins og skagar inn í Víetnam. Samkvæmt heimildunum hafa Víetnamar sótt um 20 km norðvestur af Snuol í átt til Kratie, hafnarbæjar við Mekongfljót þar sem ráða má samgöngum í norðaustur. Talið er að þeir ætli að taka Kratie sem er 95 km frá landamærunum og ráða þar með lögum og lofuri í norðaustur- hlutanum. Víetnam". Krafizt var myndunar múhameðskrar stjórnar undir forystu Khomainis og því lýst yfir að baráttunni yrði haldið áfram unz sigur ynnist. Mótmælin í dag voru háværari og æsingakenndari en mótmælin sem fóru fram í gær undir forystu múhameðskra presta. Fréttir frá landsbyggðinni herma hins vegar að andstæðingar stjórnarinnar hafi velt um koll styttum af keisaranum í að minnsta kosti fjórum borgum. Fimm biðu bana í skotbardögum þegar lögregla skaut á andstæð- inga keisarans í borginni Isfahan í miðhluta landsins, tugir særðust. í gær skaut óbreyttur hermaður landstjórann í Hamadan-héraði þrisvar sinnum. Hann var fluttur til Teheran og er sagður í lífs- hættu eftir skurðaðgerð. Árásir voru gerðar á tvö hótel í hinni helgu borg Mashhad og kveikt var í nokkrum byggingum í annarri borg í miðhluta landsins, Yazd. Synir tveggja trúarleiðtoga sem reyndu að koma í veg fyrir annan hótelbrunann í Mashhad sættu barsmíðum. Skotbardaginn í Isfahan hófst þegar mannfjöldi réðst á skrifstofur leynilögregl- unnar. í Teheran var mótmælagangan í dag óskipulegri en gangan í gær og ríkisstjórnin sakaði æsingamenn kommúnista um að snúa henni upp í pólitískar mótmælaaðgerðir í stað þess að hún átti að vera sorgarganga. Khomaini trúarleiðtogi skoraði í dag á unga foringja í hernum að berjast fyrir því að keisaranum yrði steypt og hét þeim sæti í ríkisstjórn sem yrði mynduð. „Þið eruð ungir. Þið eigið framtíðina fyrir ykkur," sagði Khomaini. „Gamlir liðsforingjar hafa gerzt svikarar og vinna í þágu erlendra hagsmuna. Við hófum enga von um að þeir muni taka þátt í baráttunni," sagði Khomaini. Norðmenn utan EMS Ósló, 11. desember. Reuter NORÐMENN tilkynntu í kvöld að þeir ætiuðu ekki að gerast aðilar að hinu nýja Gengiskerfi Evrópu (EMS) sem var sett á laggirnar á leiðtogafundi F.fna- hagsbandalagsins f Briissel í' síðustu vikn. Þeir ákváðu ennfremur að draga sig út úr hinu sameigin- lega „fljótandi" gengiskerfi Vestur-Evrópuríkja (Snákn- um), að því er segir í til- kynningu frá Odvar Nordli forsætisráðherra. Þetta er enn eitt áfallið fyrir tilraunir til að treysta gengi vestur-evrópskra gjaldmiðla. Stofnun EMS var talin nauðsyn- leg í því skyni en auk Norð- manna hafa Bretar, ítalir og írar ákveðið að taka ekki þátt í þessari samvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.