Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 5 Jóhann M. Kristjánsson: Ský á himni nor- rænnar menningar Hvernig má þaö ske, miðsviðs í sjálfri menningunni, að Norður- löndin þrjú Danmörk. Svíþjóð og ísland. sem um aldir hafa borið með nokkurri reisn kyndil andlegrar menningar skuli nú beina svo myrkum .skugga að helgustu og fegurstu hugsjón kristinna manna, boðskap og lífi Jesú Krists, með bók er Mál og Menning gefur út og einstæðri hneykslun veldur. Það er reynt að slökkva á lampanum, sem gefur birtu þeim sem i myrkri þjást, og boðskapn- um um það, er gerir lífið og tilveruna verðugt þess að vera til. Þess vegna er Je.sús. boðberi kærleikans, „kærleikurinn og líf- ið“. Hann er opinberun Krists og allt með honum. Þess vegna hafa þúsundir stórmenna í andanum lotið boðskaps hans í nærri tvö þúsund ár. Kristur er í Guðspeki Goethe. í himinbornum tónverkum Beet- hovens, mannkærleika og göfgi Alberts Schweizers, tilbeiðslu Hallgríms Péturssonar, marmara Einars Jónssonar, innblásnum sálmum Matthíasar og háspeki Einars. Kristur er leiftrið í skáldskap og listum, hann er eilífðin í sálum mannanna. Jólafundur Ilvatar f Átthagasal Sögu var mjög fjölsóttur. sóttu hann hátt í 300 manns. Venjan er að hafa jólapakka í happdrætti, sem jafnan vekur mikla ánægju. Má hér sjá að handagangur er í öskjunni þegar kemur að úthlutun pakkanna. Jólafundurinn var ánægjulegur og hátíðiegur. Kerti voru á borðum og jólaskreytingar. Hjalti Guðmundsson Dómkirkjuprestur flutti hugvekju. Sigri'ður Ella Magnúsdóttir skemmti með söng. og nokkrar Ilvatarkonur fluttu skemmtiefni. Brynhildur Jóhannsdóttir flutti frumsamið ljóð. Þá var fjöldasöngur og söngur barnanna. Ljósm. Rax. íslenska þjóðin þekkir gjörst hvaðan henni kom styrkur og ljós þegar myrkur, ótti, sultur og kuldi nísti merg og bein þessarar hröktu, fátæku og umkomulausu þjóðar og dauðinn knúði frostnar dyr. Athvarfið var trúin á hjálp og kærleika Jesú Krists. í ljósi hans þraukaði og þreyði lítil þjóð og þjökuð. Ljósið var Kristur kærleikurinn frumverund tilver- unnar einingarmáttur Alverunnar hjartsláttur Guðs. Án þessa bindiafls færi tilveran úr reipum, andi sem efni yrði sáldur eitt. Því er það, að engin þjóðfélags- stefna á sér lífs von, án uppistöðu og ívafs þessa einingarmáttar. Án hans rynni framvindan úr greip- um lífsins. r Asmundur og Hjalti Reykjavík- urmeistarar ÁSMUNDUR Pálsson og Iljalti Elíasson sigruðu örugglega í Reykjavíkurmótinu í bridge. tví- menningi sem lauk um helgina. Hlutu þeir 299 stig yfir meðal- skor eða að meðaltali 11 stig í hverfi umferð en þær voru alls 27. 28 pör tóku þátt í úrslitakeppn- inni en í fyrra mánuði hafði farið fram undankeppni þar sem 27 pör höfðu öðlast þátttökurétt í úrslit- um ásamt fyrrverandi Reykja- víkurmeisturum Erni Arnþórssyni og Guðlaugi R. Jóhannssyni. í öðru sæti urðu Jón Baldursson og Sverrir Ármannsson með 216 stig og Hörður Blöndal og Páll Bergsson þriðju með 167 stig. Höfðu þessi pör vermt efstu sætin mest alla keppnina og má segja að Ásmundur og Hjalti hafi tekið forystu strax í fyrstu umferðunum og haldið henni til loka. Iðja: Metur aðrar kjara- bætur en bein- ar kauphækkanir FUNDUR í trúnaðarmannaráði Iðju hefur lýst óánægju sinni vegna afskipta ríkisvaldsins af gildandi kjarasamningum og minnir á fyrri samþykktir verkalýðshrcyfingar- innar um að framlenging kjara- samninga byggist á því að núvcr- andi kaupmáttur haldist. Segir í ályktuninni að trúnaðar- mannaráðið sé sem fyrr reiðubúið að meta aðrar kjarabætur en beinar kauphækkanir og skuli verkalýðs- hreyfingin meta þær, en ekki ríkis- valdið. Lítið barn hef ur lítið sjónsviö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.