Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 37 Hækkun fasteignaskatta: Þungbærar álögur fyrir íbúðaeigendur Eins og kunnugt er.af fréttum hefur borgarstjórnarmeirihlutinn nýlega samþykkt gífurlega hækkun á fasteignagjöldum í Reykjavík. Björgvin Guðmundsson (A) fylgdi tillögunum um hækkunina úr hlaði á síðasta fundi borgarstjórnar. Hann sagði meginorsakir þessarar hækkunar vera þrjár, fyrir utan hina almennu hækkun vegna hærra fasteignamats. Þær væru í fyrsta lagi gífurleg verðbólga, í öðru lagí minnkaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði vegna lækkunar söluskattsinn- heimtu og svo í þriðja lagi skulda- byrði borgarinnar sem væri tals- verð. Björgvin sagði, að þrátt fyrir, að reynt væri að gæta ítrustu varfærni í fjármálum borgarinnar væri ljóst, að Reykjavíkurborg myndi ekki veita af þessum tekjum ætti hún að reyna að standa við sitt. Samkvæmt áætlun um tekjur væri fjárvöntun. Þrátt fyrir þessar auknu tekjur sem fengjust við hækkun fasteignagjalda væri líka unnið að niðurskurði til að reyna láta enda ná saman. Reynt væri að auka álögur ekki um of á íbúðareig- endum en heldur meira væru þær auknar hjá atvinnufyrirtækjum. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að sjálfstæðismenn hefðu ekki treyst sér árið 1977 að fara í fulla álagningu. Hið sama hefði gilt 1978. Astæðan væri sú, að þessi tekjustofn kæmi ranglátlega niður, kæmi ekki eftir tekjum og lenti oft á eldra fólki sem sýnt hefði sparnað og getað eignast eigið húsnæði. Birgir Isleifur Gunnarsson sagðist telja hér vera um að ræða í meira lagi óskammfeilna skatt- lagningu og enginn vafi væri á því, að hinar auknu álögur yrðu þung- bærar fyrir suma íbúðareigendur. Ennþá meiri væri þó hækkunin á fasteignagjöldum ef atvinnuhús- næði ætti í hlut og væri í raun um að ræða atlögu að atvinnurekstrin- um í borginni. Taldi Birgir Isleifur Gunnarsson ekki þörf á hinum gífurlegu skattahækkunum, en þær bæru vott um, að meirihluti borgarstjórnar hefði engum tökum náð í fjármálastjórn borgarinnar. Nefndi hann síðan nokkur dæmi um hækkunina. Einbýlishús við Hlaðbæ fer úr 67.Q53 í a.m.k. 111.000. Einbýlishús við Hlyngerði fer úr 124.945 í 205.319. Raðhús við Réttarbakka fer úr 59.830 í 100.525. Meðalíbúð 3ja herb. í fjölbýlishúsi við Kóngsbakka fer úr 36.831 í 61.971. Svipuð íbúð við Alftamýri fer úr 33.209 í 55.674. Meðalíbúð (3ja herb.) við Hringbraut fer úr 31.284 í 52.342. íbúð við Grenimel fer úr 65.946 í 110.560. Gjöld á húsi Sambands ísl. samvinnufélaga að Suðurlandsbraut 32 fara úr um 2,6 milljónum í u.þ.b. 5,6 millj. Húsið að Borgartúni 7, en þar eru fjölmargar ríkisstofnanir til húsa, fer úr u.þ.b. 3,1 milljón í 6,6 milljónir. Húsið Bíldshöfði 18 fer úr u.þ.b. 1.260 millj. í u.þ.b. 2,7 millj. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði, að ekki þyrfti frekar vitnanna við. Hinar gífurlegu hækkanir sem borgarfull- írúar Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks stæðu fyrir væru ógnvekjandi. Enginn vafi væri á því, að atvinnu- starfsemin í borginni berðist í bökkum. Þessi tillaga meirihluta- flokkkanna væri því ekki til annars^ en hrekja atvinnurekstur burt- ár borginni. Það væri í raun furðúlegt, að þetta kæmi fram, þyí é’inmitt nú væri talað um efhngu atvinnu- rekstrar í borginni. Birgir Isleifur sagði þe^ei' risaskref ekki vera í neipu samræmi við skoðanir sjálf- , -stæðismanna. Þó að meirihlutinn héldi því fram, að hann þyrfti á Birgir Isleifur Gunnarsson. „Oskammfeilin skattlagning borgarstjórnarmeirihlutans er vitni um handahófskennda fjármálastjórn." miklum peningum að halda, væri engin þörf á þessum sköttum ef fyllstu aðgætni væri gætt í fjár- málum borgarinnar. Birgir Isleifur sagðist ekki geta orða bundist yfir vinnubrögðum borgarráðs með fjárhagsáætlun. Nú ætti að leggja á borgarhagfræðing að koma með tillögur um niðurskurð. Slíkt væri furðulegt, því að niðurskurður væri fyrst og fremst pólitísk ákvörðun. Augljóst væri, að alla festu og ákveðni vantaði hjá borgar- stjórnarmeirihlutanum í fjármála- stjórnun borgarinnar. Birgir ísleifur Gunnarsson sagð- ist skilja að erfitt væri að taka ákvörðun um niðurskurð, en þetta væri nú einu sinni hlutur, sem menn væru kosnir til ábyrgðar fyrir meðal annars. Þetta hefði Björgvin Guðmundssoni „Or- sakir hækkunarinnar eru verð- bólga, minnkaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði og mikil skulda- byrði.“ Sjálfstæðisflokkurinn þurft að gera og þetta þyrftu núverandi meiri- hlutaflokkar að hafa kjark til að gera þó svo nú virtist sem þeir ekki hefðu þennan kjark. Auðvitað ætti að sveigja útgjöld að tekjum. Hann lýsti síðan yfir, að sjálfstæðismenn myndu greiða atkvæði gegn hækk- unartillögunum Björgvin Guðmundsson sagðist viss um, að ef sjálfstæðismenn hefðu verið við völd hefðu þeir staðið fyrir hækkunum. Þá hefðu fasteignagjöld hækkað meira í Kópavogi en hér. Hann sagði slæmt að þurfa að hækka fasteignagjöld- in. Björgvin sagðist vilja fá að sjá tillögur sjálfstæðismanna um niðurskurð við afgreiðslu fjárhags- áætlunar. Björgvin sagði, að núver- andi meirihluti gæti ekki notað Páll Gíslasoni „Skattpíningin skapar atvinnuleysi og óróa í þjóðfélaginu. — Hún er hættu- leg lýðræðinu". sömu aðferðir og sjálfstæðismenn hefðu gert; að kokka bak við tjöldin. Nú væri unnið að niður- skurði en meirihlutinn vildi ekki stofna til atvinnuleysis. Ekki vildu þeir vera eins og sjálfstæðismenn að reka borgina á erlendum víxlum. Páll Gíslason (S) tók næst til máls. Hann sagði það vekja sér- staka athygli hve sundraðir og ósammála þríflokkarnir í ríkis- stjórn væru; í öllum málum nema einu. Þetta eina mál væri að auka skattpíningu, — hækka alla skatta sem fyrir eru upp í topp, samfara því að finna upp nýja skatta og skerða um leið laun þeirra sem greiða eiga þessi gjöld. Ríkisstjórn Islands sú er nú sæti væri því að fá á sig nafnið skattpíningarstjórn hjá almenningi. Samstarfsflokkarnir hér í borgarstjórnarmeirihlutanum vildu nú ekki minni vera og hefðu nú lagt á sömu mið. Nú ætti að leggja á borgarbúa nýja skatta og hækka þá gömlu upp fyrir allt velsæmi. Björgvin Guðmundsson hefði talið 280 milljón króna hækkun á íbúðarhúsnæði litla, það væri ef til vill svo í hans augum en ekki allra. Björgvin hefði síðan afsakað þetta með því, að meira skyldi lagt á atvinnureksturinn eins og það létti byrði eigenda íbúðarhúsnæðis. Þetta ætti trúlega að vera fyrsta framlag borgarstjórnarmeirihlut- ans til stuðnings við atvinnuvegina í borginni. Þó ylli sennilega fátt mönnum meiri áhyggjum en erfið-" leikar atvinnurekstrarins, þó öng- þveiti sé mikið þá fari ringulreið í stjórnmálum vaxandi. Stefna ríkis- stjórnarinnar — skattpíning — stefni beint á samdrátt í atvinnulíf- inu og þá mest hér á höfuðborgar- svæðinu. Slíkt gæti þýtt atvinnu- leysi, sem væri mikið ólán fyrir hvern þann sem fyrir því yrði. Páll Gíslason sagði, að á næsta fundi mætti líklega vænta hækkun- ar aðstöðugjalds á atvinnurekstri upp í topp eins og þessir núverandi meirihlutaflokkar hefðu alltaf vilja gera á hverju ári. Páll Gíslason varpaði fram þeirri spurningu hvort menn héldu virki- lega, að atvinnureksturinn yrði betur búinn að greiða verðbætur á laun þegar ríki og borg hefðu kreist nær hverja krónu þar út. Auknar álögur þýddu aðeins samdrátt og atvinnuleysi vofði þá yfir. Páll Gíslason sagði, að þetta væri ef til vill það sem öflin lengst til vinstri í Alþýðubandalaginu vildu. Það að skapa óróa og ringulreið í þjóðfélaginu, svo að hinu sanna lýðræði yrði ekki framfylgt í landinu. Þetta hefði gerst erlendis og gæti alveg eins gerst hér og væri í raun og veru að færast í það horf á sumum sviðum þjóðmála. Páll sagði, að það vekti svo aftur furðu, hve Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn létu Al- þýðubandalagið teyma sig langt í þessum málum bæði á Alþingi og hér í borgarstjórn. Eins og fyrr segir samþykkti meirihlutinn síðan hinar gífurlegu hækkanir með 8 atkvæðum gegn 7 atkvæðum sjálfstæðismanna. Þá er hún komin Bókin um JOHN TRAVOLTA /Evi og leikferill JOHN TRAVOLTA í máii og nærri eitt , hundraó myndum L Stórt litprentaó plakat fylgir bókinni Bókin um JOHN TRAVÖUA - Bók unga fólksins í ár SETBERG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.