Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ny (ijjamoc'aa'u ir • Hvenær á að leika jólalögin í einum af óskalagaþáttum útvarpsins í síðustu viku var beðið um jólalag með einni kveðjunni. Stjórnandi þáttarins kvaðst ekki vilja leika tiltekið lag þar sem enn væri oft langt til hátíðarinnar. Þá voru tvær vikur til jólaifna. í byrjun desember fara kaup- menn að koma jólaskreytingum fyrir í gluggum sínum til að minna fólkið á að hátíðin sé í nánd og tími til kominn að fara að huga að jólainnkaupum. Það þarf ekki meira til að koma okkur íslending- um í jólaskap í svartasta skamm- deginu en að sjá uppljómaða búðarglugga. Það kemur því af sjálfu sér að við förum að leika jólalög af okkar eigin hljómplöt- um. Hvers vegna má þá ekki eins leika þau í útvarpinu? Hvenær á að leika jólalögin ef ekki einmitt fyrir jólin? Það er kannski hin síðasta aðventuvika sem ætluð er til slíks flutnings. En reynslan hefur sýnt að það gengur ekki. í síðustu vikunni fyrir jólin hefur sjaldan verið hægt að leika nokkur jólalög að ráði vegna auglýsinga. Því þá ekki að læra af reynslunni og leyfa okkur sem hlustum á útvrp við verkin allan daginn að njóta góðrar tónlistar því það er satt að jólalög eru þannig að flestir geta notið þeirra vegna þess eins að þau minna á hátíð ljóssins. Um leið og ég set botninn í bréfið vil ég bera stjórnendum Gleðistundar þakkir mínar fyrir síðasta þátt þeirra en þar voru þeir iðnir við flutning jólalaga og mörg þeirra voru af því tagi sem ekki heyrast oft í útvarpinu. Vil ég benda fleiri stjórnendum útvarps- þátta á að fara að dæmi þeirra því jólin eru ekki nema einu sinni á ári. Ilúsmóðir í vesturbænum. • Stefnt að ... Öðru hvoru skjóta upp kollin- um í hinu frjóa máli okkar íslendinga orð og orð sem ná þeim feikna vinsældum að þau eru notuð í tíma og ótíma. Hefur þetta verið áberandi í ríkisfjölmiðlum. Fyrir nokkrum mánuðum var það orðið í stakk búinn. Allir voru eða voru ekki í stakk búnir til að gera þetta eða voru ekki í stakk búnir til að gera hitt. Nú er það: Stefnt að. Það er búið að veltast nokkuð um í flæðarmál- inu. Nú er vart til það málefni sem ekki er stefnt að. Flugleiðir eru komnir í þennan geisla stefnuvit- ans, þar er nú stefnt að 160 sæta þotu ... Ég vil eindregið leggja það til að stefnt verði að því að dregið verði úr ofnotkun þess að stefna að. Jón á Klapparstígnum. Þessir hringdu . . . • Góðar kvikmyndir „Mig langar til að bera sjónvarpinu þakkir mínar fyrir óvenjugóðar myndir núna um helgina. Það voru margir sem í fyrsta skipti í langan tíma sátu fyrir framan skerminn og horfðu með mestu ánægju á báðar myndir helgarinnar. Vonandi verður þetta upphafið að meiri gæðum sjón- varpskvikmyndanna sem að undanförnu hafa ekki verið góðar svo ekki sé meira sagt. Sjónvarpsáhorfandi." • Kímnigáfa morgunpóstsins Morgunpóstmenn Útvarpsins reyna auðvitaö að gera þátt sinn Hálir lifandi og færa hann inn á svið hins daglega lífs. — Stundum tekst þeim þetta að nokkru. — En svo mikil er tilhneiging þeirra í þá átt að vera ofsalega sniðugir, að rétt er að benda þeim á, að lokaspurningin þeirra: Er gaman að vera þetta og er gaman að vera hitt, er svo fáránleg, að engu tali tekur. — Það er óhætt að segja þeim það báðum, að það þykir engum gaman að þessari bjána- legu spurningu þeirra, nema ef til vill þeim sjálfum. Ef þeir ætla að reyna að komast í „stórhúmoristaklassann," þá eiga þeir mikið ólært. Árrisull." Nú er leitinni áö loftnetum lokiö Sjónvarpsloftnet Meö tilkomu litsjónvarpstækjanna þarf nú enn betri og stærri loftnet en áöur. .h] Hirsthmann ] ÉHgim Hirsihmann I loftnetin eru sérlega hönnuö fyrir litsjónvörp. loftnetin eru mest seldu loftnet í Evrópu og á íslandi hafa þau veriö P * notuö í 20 ár og sannaö ágæti sitt viö hin sérstæöu veöurskilyröi sem hér VTTSMnHHHHHi eru r|kjandi. BJUUJJLiJjLiláJJLlÉJi bjóöum viö einnig mesta úrval landsins af alls konar innstungum í sjónvörp, útvörp og radíótæki. Útvarpsloftnet — Bílloftnet — Inniloftnet. TÝSGOTU 1 SÍMI-10450 PQSTHÓLF-1071 Reykjavík - ísland Einstök bók — ekki aðeins á íslandi, því hliðstæða er vandfundin \>cssa oá aniwts j Og þjóötrú ErlendurHaraldsson Stórmerk heimild um lífsviðhorf íslendinga. byggð á umfangsmiklum rannsóknum Erlends Haraldssonar við Háskóla íslands. Efni bókarinnar skiptist í eftirtalda meginkafla: Hverju trúum við? Hversu trúaðir erum við? Hver eru kynni landsmanna af dulrænni starfsemi? Hver er reynzla af huglækningum? Hver er hin dulræna reynzla af fyrirbærum þessa heims? Hver er reynzlan af látnum? Hvað er dulsálarfræði? Málefni, sem varða alla íslendinga. Líka þá, sem ekki trúa á önnur tilverusvið. BÓKAFORLAGIÐ SAGA Sími 27622, Hverfisgötu 54, Reykjavík. LAPPONIA skartgripir frá Finnlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.