Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 Tillögur iðnrekenda rétta leiðin til bættra lífskjara — segir Davíð Scheving Thorsteinsson, formaðurFélags íslenzkra iðnrekenda Davið Scheving Thorsteinsson tekna og gjalda náð með skráningu gengisins. Ef vantar inn í kostn- aðarhlið rekstursreiknings sjávar- útvegsins þá er það aftur tekið af honum, þegar verið er að finna jafnvægi tekna og gjalda með gengisskráningunni, þ.e.a.s. ís- lenzka krónan er skráð á hærra verði en verðgildi hennar í raun er. Þannig koma þessi forréttindi sjávarútveginum á engan hátt til góða, en þau hafa hins vegar mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. I fyrsta lagi eykur röng gengisskráning innflutning til landsins og þar með erlenda skuldasöfnun og í öðru lagi hamlar þetta eðlilegri framþróun í iðnaði og heldur þannig niðri lífskjörum á Islandi." „Hvað viljið þið þá gera?“ „Við leggjum til,“ sagði formað- „TILLÖGUR okkar miða að því að jafna starfsaðstöðu þeirra innlendu atvinnuvega, sem keppa við útlcndinga hérlendis og erlendis á nýjan hátt,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Morgunblaðið í gær. „I stað þess að krefjast breytinga á starfsskilyrðum sjávarútvegs — en eftir honum er gengi íslenzkrar krónu skráð, svo sem alkunna er — þá fórum við þá leið að biðja um að - jöfnunargjald yrði hækkað um 6,1 prósentustig. Ef hins vegar ætti að breyta þessum aðstöðumun með nýrri gengisskráningu, þýddi það gengisfellingu, sem næmi a.m.k. þessu 6,1 prósentustigi.“ jöfnun starfsskilyrða þessara tveggja höfuðatvinnuvega þjóðar- innar algjör forsenda þess að þetta væri hægt. Svo slysalega hefur hins vegar tekizt, að þessi aðstöðu- munur hefur fremur aukizt en minnkað, þótt tekinn hafi verið alllangur aðlögunartími. Forsenda þess, að einhver mögu- leiki sé á að skrá gengið „rétt“, er að sjálfsögðu sá, að byrjað sé á réttum grunni að reikna út gengið. Svo er ekki í dag og nemur skekkjan eftir því, sem hagdeild okkar hefur reiknað út, 6,1 prósentustigi. Ég vil taka það fram, að hér er á engan hátt verið að ívilna sjávarútveginum. Hann nýtur einskis góðs af þessum hagstæðari starfsskilyrðum sín- um. Öll þessi hagstæðari rekstrar- skilyrði eru tekin af honum aftur í gengisskráningunni." „Hvernig þá?“ „Þegar gengið er reiknað út, er tekið tillit til helztu þátta í rekstrarreikningi sjávarútvegsins, svo sem vinnulauna, olíuverðs, afskrifta, fiskverðs o.s.frv. annars vegar og hins vegar aflamagns og aflaverðs. Þessir þættir eru síðan vegnir saman og jafnvægi milli En hvers vegna miða iðnrekend- ur við sjávarútveg og bera sig saman við þann atvinnuveg? Morgunblaðið bar spurninguna fram við Davíð, sem sagði: ,’Astæðan er sú, að gengið er skráð eftir sjávarútveginum. Það má segja að gengið og skráning þess sé eins konar súrefni bæði sjávarút- vegs og iðnaðar. Því má líkja rangri gengisskráningu við það að verið sé að kyrkja þessa atvinnu- vegi og hefur það margoft komið fyrir með afleiðingum, sem við þekkjum." „Þegar við tókum ákvörðun um það að opna hagkerfið 1970 með aðild að EFTA,“ sagði Davíð, „var Frá plastiðnaðarframleiðslu ur Félags íslenzkra iðnrekenda, „að þessu uppsafnaða óhagræði vegna rangrar gengisskráningar verði mætt með því að hækka jöfnunargjald um 6,1 prósentustig. Við völdum þessa leið m.a. vegna þess að jöfnunargjald á ekki að leggja á nein eða neins konar aðföng atvinnuvega. Það á ekki að leggja það á skip, veiðarfæri, umbúðir um útflutningsfram- leiðslu og fóðurbæti, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Ahrif á rekstrar- stöðu sjávarútvegs eru því engin. Vísitöluáhrif eru og engin, þar sem tollar af þessum sömu vörum, sem jöfnunargjaldið leggst á, lækka um sömu upphæð hinn 1. janúar næstkomandi. Hér er ekki unnt að tala um mismunun gagnvart erlendum iðnaði, heldur er með þessu aðeins verið að leiðrétta gengisskráningu á þennan hátt og því er heldur ekki um að ræða brot á neinum samningum við Efnahagsbandalag Evrópu eða Fríverzlunarbandalag- ið, EFTA. Finnar hafa haft slíkt jöfnunargjald frá 1971, þannig að nægjanlegt ætti að vera að vitna í það fordæmi, þegar málið verður skýrt í Genf og Brússel fyrir samstarfsþjóðum okkar þar.“ „En hvað um sérstakt gjald á „valdar vörutegundir", „selektífa tolla" eins og svo mjög hefur verið rætt um að undanförnu?" „Við höfum alltaf barizt gegn og varað við öllum slíkum hugsunum. Mismunandi tollar á „valdar" vörur valda því að í raun er verið að hegna þeim sem betur hafa staðið sig í samkeppninni. Fjár- magnið, sem af þeim yrði tekið með slíkum ráðstöfunum, er fært til þeirra, sem geta ekki ávaxtað það takmarkaða fjármagn, sem til er á íslandi á hagkvæman hátt. Þetta er hin bitra reynsla allra þeirra þjóða, sem farið hafa inn á hina hálu braut sérstakra vernd- ar- og stuðningsaðgerða og hefur t.d. Kurt Nicolin, sá er frægur varð fyrir að rífa SAS upp úr öldudal taps og óráðssíu, líkt öllum slíkum aðgerðum við eiturlyf, þar sem Greinargerð Félags Loftleiðaflugmanna: Nafn Loftleiða þurrkað út Loftleiðafiugmenn mótmæla harðlega vorið 1978, að í ljós kom, að nú Það hefur áreiðanlega vakið athygli fjölmargra, er í síðustu viku birtust fréttir um það í blöðum, að nú skyldi lagt niður hið erlenda nafn Loftleiða, en upp tekið þess í stað það erlenda nafn, sem F'lugfélag íslands áður notaöi, Icelandair, og á nú að nota það erlendis fyrir bæði félögin. A stjórnarfundi Félags Loft- leiðaflugmanna, sem haldinn var síðastliðinn laugardag, voru sam- þykkt harðorð mótmæli gegn þessu og er það skoðun stjórnar- innar, að ekki sé lengur unnt að horfa upp á það í aðgerðaleysi, að sameining fiugfélaganna verði til þess, að nafn Loftleiða verði hreinlega máð af korti íslenzkra samgöngumála. Félagið mótmælir þessari nafnbreytingu harðlega, og bendir á að svo virðist sem ekki hafi verið leitast við að finna nýtt sameiginlegt nafn, heldur eigi hið gamla nafn Flugfélagsins einfald- lega að ryðja nafni Loftleiða út. Þetta stríð milli félaganna er ekki að hefjast þessa desem- berdaga, — það er orðið nokkuð gamalt. Þegar fyrsta Fokk- er-skrúfuþotan kom til Flugfélags íslands í maí 1965 flutti Örn O. Johnson þáverandi forstjóri Flug- félagsins fræga ræðu, sem dag- blöðin skýrðu ítarlega frá. Þá sagði Örn Ó. Johnson: „Það vekur því bæði ugg og gremju, þegar þess verður vart, að aðilar, sem vegna algerrar sérstöðu og sérréttinda, sem þeim hafa verið fengin í hendur ,nna. fyrir. tilstjlji „ráða^ manna þjóðarinnar, í þeirri trú, að slíkt leiddi til góðs fyrir þjóðar- heildina, og hafa aflað meiri stórgróða á skömmum tíma, en dæmi munu um með þjóðinni til þessa, skuli nú hyggjast nota þann gróða til að knésetja og gleypa þetta félag okkar, Flugfélag Is- lands, sem í öllu starfi hefur fyrst og fremst haft hagsmuni þjóðar- heildarinnar í huga.“ Örn Ó. Johnson var þungorður í garð Loftleiða því hann sagði líka: „Þessir stórgróðamenn neyta nú allra ráða til að kaupa upp hlutabréf Flugfélags íslands." Hvatti hann sína menn til að standa vörð um félagið. En hvað skyldi hafa gerst síðan þessi orð voru mælt? Arið 1973 var ákveðið að sameina flugfélögin, þannig að nýr eignaraðili Flugleið- ir h.f. tæki við. Þá var einnig ákveðið að sjálfur flugreksturinn skyldi vera aðskilinn, sem fyrr, af augljósum ástæðum, og að félögin héldu áfram sínum gömlu nöfnum. Þessi nöfn var búið að auglýsa erlendis og kynna um víða veröld með ærnum tilkostnaði, og þótti því ekki fært að láta nöfnin fyrir róða og kasta þannig á glæ gífurlegum fjármunum, sem varið hafði verið til aö festa þessi nöfn í hugum fólks hér heima og erlend- is. Eftir Sameininguna gekk rekst- ur félaganna óvenju vel. Trl dæmis hafa deilur við stéttarfélög flug- manna vart áður verið minni, en á þessu tímabili. Það var svo við gerð kjarasamn- : Loftlejð^fl^^i^npa, voru sameiningarmálin að taka algjörlega nýja stefnu. Um sama leyti var barist af mikilli hörku við atkvæðasmölun f.vrir aðalfund Flugleiða h.f. til að knýja fram lagabreytingu þess efnis, að Flug- leiðir h.f. yfirtækju flugrekstur beggja flugfélaganna. Þetta tókst, en með naumindum þó. Þetta tókst með aðstoð Eimskipafélags Is- lands, sem nú virðist vera að verða ráðandi aðili innan F'lugleiða h.f. og til þess að keyra þessa breyt- ingu í gegn voru líka notuð hlutabréf ríkissjóðs í Flugleiðum og þau atkvæði, sem þeim fylgja. Mjög hlýtur það að orka tvímælis er hlutafé og atkvæðum ríkissjóðs er beitt á þennan veg í þágu annars aðilans. Þessi hlutabréf eru eign þjóðarinnar, líka minni- hlutans, og hefði því verið eðlileg- ast að þeim atkvæðum er þeim fylgja hefði ekki verið beitt undir þessum kringumstæðum. Síðan þetta gerðist hafa öll samskipti stjórnar Flugleiða h.f. og Loftleiðaflugmanna gengið heldur stirðlega, samanber blaða- skrif um þotukaup nú nýlega og verður nánar vikið að því máli hér á eftir. Hér að ofan var vikið að árás forstjóra Flugfélagsins á Loftleið- ir og ótta hans við að Löftleiðir hygðust yfirtaka Flugfélagið. En nú hefur forstjórinn snúið dæminu við. Hann hyggst nú reka enda- þnútinn á yfirtöku Loftleiða með því að afmá nafn félagsins, þurrka það út, þannig að þess sjáist ekki merki, að Loftleiðir hafi nokkru sinni starfað. Þessu erum við sem fyrr segir algjörlega mótfallnir og lýsum harðri andstöðu gegn. Ekki er ólíklegt í ljósi þess sem verið hefur að gerast, að nú verði næsta skref forstjóra Flugfélags- ins, að beita sér fyrir því að öllum flugmönnum Loftleiða verði sagt upp störfum, og þeim síðan boðið að ráða sig til Flugleiða — Icelandair, og er þá nafn Loftleiða endanlega úr sögunni. Sjálfsagt gæti þá líka verið stutt í það, að nauðsynlegt teldist að breyta nafni Flugleiða, þannig að félagið yrði kennt við Iandið og látið heita Flugfélag Islands. Þar með væri endanlega búið að koma nafni Loftleiða fyrir kattarnef, en sá mun vera tilgangurinn. Við viljum því gera orð Flug- félagsforstjórans að okkar og hvetja hluthafa Loftleiða til þess að standa vörð um félagið, hags- muni þess og nafn, — nafn sem er merkur þáttur í samgöngusögu íslenzku þjóðarinnar. Að lokum teljum við óhjákvæmilegt vegna blaðaskrifa að undanförnu að benda á nokkur atriði, sem vert er að menn hafi í huga þegar rætt er um kaup á DC-10 þotu og þjálfun og mann- ráðningar þar að lútandi, Þessi atriði skipta öll meginmáli í því sambandi, en hefur lítið sem ekki borið á góma í umræðum um málið. 1. Loftleiðir h.f. og Flugfélag íslands h.f. eru flugfélög og starfs sem slík. F’lugleiðir h.f. er ekki ÍÍDJÍii ílftTOl tfOÚ'- flugfélag, heldur aðeins rekstrar- aðili. 2. Flugmen eru ýmist ráðnir hjá Flugfélagi íslands eða Loftleiðum, en ekki hjá Flugleiðum. Flugleiðir hafa engan flugmann í vinnu. 3. Kjarasamningur Félags Loft- leiðaflugmanna er við Loftleiðir h.f. Hluti kjarasamnings er starfs- aldurslisti. 4. Flugleiðir h.f. hafa engin flugrekstrarleyfi. Samningurinn við stjórn Bandaríkjanna um flugið þangað er á nafni Loftleiða h.f. og því verður ekki breytt með einhliða ákvörðun Islendinga. 5. Ekkert hfur verið rætt um kaúp og kjör flugmanna við störf á þotúm af gerðinni DC-10. Tillaga stjórnar Flugleiða um þjálfun flugmanna á DC-10 hefur í hvorugu flugmannafélaginu verið samþykkt, enda er hún ekki í samræmi við neinar gildandi reglur eða samninga milli flug- manna og flugfélaganna. 6. Enn má svo benda á að um þessar mundir starfa 32 flug- áhafnir hjá Loftleiðum. Ahafna- þörfin eftir tilkomu DC-10 verður samtals 26 áhafnir. Það er að segja, þá verður 10—12 mönnum ofaukið, án þess að til komi liðsauki frá Flugfélagi íslands. Hér er því um atvinnuspursmál að ræða. 7. Þá hefur komið fram að leysa eigi deiluna um þetta efni með stöðuveitingum hjá Arnarflugi. Það mál liggur í augum uppi að Loftleiðaflugmenn hafa ekkert með að gera og breytinr það engu um þann ágreining, sem nú er uppi. Þessar staðreyndir teljum við rétt að menn hafi í huga þegar rætt er um ágreining flugmanna og F'lugleiða h.f. Stjórn Félags Loftleiðaflugmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.