Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 íkveikjurnar að undanförnu hafa vakið óhug fólks og áhyggjur lögregluyfirvalda • Óvonju mikið hofur vorið um íkvoikjur í höfuðhorKÍnni að undanförnu ok hofur það vakið óhu(í fólks ok miklar áhyKKjur löííroKluyfirvalda. okki síst vcsna þoss að það þvkir nokkurn vesinn sannað að oldur hafi tvívcKÍs vorið kveiktur í hoil- hrijíðisstofnunum. þar sem fjöldi sjúklinga lá. LöKrosluyfirvöld lojíKja allt kapp á að hafa hendur í hári bronnuvarKanna því að on(finn vcit hvar þoir kunna að reyna íkvoikjur næst. Eru það oindroKÍn tilmæli lögreglunnar að fólk láti vita af því ef það hefur minnsta Krun um að einhver. sem það þokkir til, sé haldinn þoirri áráttu að bcra eld að húsum. Slíkar upplýsinjíar Kætu komið lögregluyfirvöldum að miklu Kagni við rannsókn þessara erfiðu mála. Mbl. ræddi þessi mál í vikunni við þá Arnar Guðmundsson deild- arstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og Helga Daníelsson lögreglufulltrúa, sem öðrum frem- ur hefur annast rannsóknir bruna. Þeir upplýstu að allar líkur bentu til þess að orsakir a.m.k. fjögurra bruna mætti rekja til íkveikju. í fyrsta lagi væri um að ræða íkveikju í fæðingadeild Landspít- alans 18. nóvember s.l. Þar var kveikt í eldri álmu deildarinnar, sem er í endurbyggingu og vildi svo heppilega til að engar sængur- konur né kornabörn voru í þessari álmu. Samt þótti rétt að flytja alla af fæðingadeildinni á meðan unnið var að slökkvistörfum. Mikil hætta var á því að reykur bærist um loftræstikerfi hússins inn á aðrar deildir en sem betur fer höfðu iðnaðarmenn límt fyrir op loft- ræstikerfisins í gömlu álmunni svo að ryk bærist ekki í aðrar deildir og kom það í veg fyrir að reykur bærist um bygginguna. Skömmu áður eða 10. nóvember var kveikt ú kaffiskúr sem stendur hjá gamla flugturninum á Reykja- víkurflugvelli. Þar skammt frá var einnig næsta íkveikja því aðfarar- nótt 17. nóvember var kveikt í verkstæði, sem stendur við Mikla- torg. Loks var íkveikja í Bergiðjunni við Kleppsspítala 4. deesember s.l. en þar er vinnustofa sjúklinga á Kleppi. Mátti ráða af vegsum- merkjum að brotizt hefði verið inn í vinnustofuna og eldur kveiktir þar. Ekki liggúr fyrir hve mikið tjón varð á þessum fjórum stöðum en það skiptir mörgum milljónum króna. Þá hafa fleiri brunar verið upp á síðkastið í Reykjavík og nágrenni, þar sem líklegt má telja að kveikt hafi verið í. Eldur kom upp í geymslu nýs íbúðarhúss við Stelk- hóla í Breiðholti en þar er talið að börn hafi óvart kveikt í. Sömuleið- ist er talið að börn eða unglingar hafi kveikt í skúr, sem stendur á bak við hið umdeilda hús Skóla- vörðustígur 14. Reynt var að kveikja í húsinu Njálsgata 16 en sá sem þar var að verki var handtek- inn og slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en um- talsvert tjón varð. Loks brann sumarhús ,við Rauðavatn og var talið að unglingar hefðu kveikt í húsinu. Það brann til grunna. Þeir Arnar og Helgi tóku sérstaklega fram að umtal um brennuvarga gæti verið tvíbent því það gæti „kveikt í“ brennuvörgum og orðið til þess aö þeir færu á stjá. Hitt væri staðreynd að óvenju mikið hefði borið á íkveikj- um upp á síðkastið og væri nauðsynlegt fyrir Rannsóknarlög- regluna að njóta allrar hugsan- legrar hjálpar almennings við að upplýsa þessi mál. Verkstæðið við Miklatorg. Skemmdirnar í Bergiðjunni við Kleppsspítala. Skólavörðustígur. Þarna var kveikt í skúr að húsabaki. Talið er að börn eða unglingar hafi verið þar að verki. Slökkviliðsmenn að störfum í fæðingadeild Landspitalans. Ljósm. rax. Njálsgata 16. Hér var gerð tilraun til að kveikja í en húsið sviðnaði aðeins að utan eins og sjá má. Stelkhólar. Þar kviknaði í geymslu í kjallara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.