Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 f Kafli úr bók IGuðrúnar Egilson „Spilað og spaugaö“ ur, því aö við höfðum fengið á leigu hjá ríkinu Bankastræti 2, á þeirri frægu torfu, sem menn þrasa nú sem mest um, hvort eigi að rífa eða ekki, og ég vil láta rífa, enda þótt fáir eigi stórkostlegri minningar þaðan. Viö vorum ekki fyrr flutt í Banka- stræti en heimilið varð eins og járnbrautarstöð, þar sem allar týpur af fólki streymdu inn frá morgni til kvölds. Á húsinu voru tvennar dyr og viö sögöum stundum í gamni, aö fólk gengi hreinlega í gegnum húsið til að forðast leiðinlega menn á götunni. En það fékk enginn að ganga í gegnum þetta hús. Fólk komst ekki undan því aö þiggja góðgerðir. Ekki var ríki- dæminu fyrir að fara, en þeim mun meira af gestrisni og hjartahlýju. í minningargrein um mömmu kemst Atli Már Árnason, vinur minn, svo að orði, að Bankastræti 2 hafi verið gullastokkur guðs og þar hefur áreiðanlega líka verið fjölbreyttara og skemmtilegra mannlíf en fólk á almennt að venjast nú. Mamma reif sig upp fyrir allar aldir HER FER á eftir kafli úr bókinni Spilaö og spaugað, sem út er komin hjá Almenna bókafélaginu. í bókinni segir Rögnvaldur Sigurjónsson frá æskuárum sínum í Reykjavík og námsferli heima og erlendis og slær hann víöa á létta strengi, eins og sjá má á kaflanum hér á eftir, sem Morgunblaöiö hefur fengiö leyfi útgefanda til aö birta. Höfundur bókarinnar er Guörún Egilson. Teikning Halldór Pétursson rátt fyrir þessar hrakfarir hjá dr. Mixa var ég stað- ráðinn í því að halda áfram í músíkinni. Bóklegt nám hafði að mestu rekið á reiðanum hjá mér. Þar var ég hinn mesti trassi og of ungur til að skilja, að almenn menntun kæmi mér til góða sem verðandi listamanni. Samt fór ég í undirbúningsdeild fyrir gagnfræöaskóla og tókst að smjúga í gegnum prófið með aðstoð Eiríks Magnússonar, kennara, sem bjó í Laugarnesi og hafði hvatt mig með ráðum og dáð og lesið með mér þau fög, sem mest stóðu í mér. Aðeins þeir 25 nemendur, sem skilað höfðu beztum árangri á prófinu, fengu inngöngu í gagnfræðadeild Mennta- skólans í Reykjavík. Ágúst H. Bjarna- son hafði stofnað Gagnfræðaskóla Reykvíkinga í Iðnaðarmannahúsinu, þar sem eftirlegukindurnar gátu haldið áfram til gagnfræðaprófs og farið þaöan upp í Menntó. í þennan skóla fór ég og það var ágætisskóli með mörgum afbragðskennurum, sem höfðu miklu að miðla. Það voru t.d. Einar Magnússon, Guðni Jónsson og Björn Bjarnason, sem var alveg einstaklega sjarmerandi maður og bráðskemmtilegur og með okkur tókst mikil vinátta. En brátt kom í Ijós, að mig vantaði alla undirstöðu, sérstaklega í stærðfræði. Sjálfsagt hefði mér tekizt að bæta úr því, ef ég hefði tekið námið alvarlega, en það var nú einmitt það, sem ég gerði ekki. Mér leiddist, hundleiddist, og svo var ég oft varla mönnum sinnandi vegna mígrenekasta. Loks pakkaði ég bara saman og hætti. Ég ákvað að stunda tungumálanám upp á eigin spýtur, því að ég þóttist viss um, að þaö kæmi mér vel í framtíðinni. Ég kunni þegar dálítið í dönsku, en ensku, þýzku og frönsku lærði ég í prívattímum. Einkum varð ég hrifinn af frönskunni, sem ég lærði hjá Meulenberg biskupi uppi í Landakoti, en hann var fínn kennari og stórskemmtilegur. Ég átti ekki heldur langt að sækja frönskuáhug- ann, því að pabbi dýrkaði franska menningu alla ævi, þótt hann kæmist aldrei til Frakklands, en skömmu áður en hann dó var hann sæmdur orðu frá franska ríkinu fyrir störf sín í þágu franskrar menningar á íslandi. Árið 1932 varð fjölskyldan fyrir því áfalli að þurfa að flytjast á brott úr Laugarnesi. Við höfðum búið þarna í spítalanum í þrjú ár og enginn haft neitt við það að athuga. Hvergi hafði okkur liðir betur, en svo fara menn allt í einu aö tala um, aö þaö sé hættulegt fyrir fólk að vera í svona nánu sambýli við holdsveikisjúklinga. Það endaði með því, að við urðum að hafa okkur á brott, enda þótt okkur væri það sárnauðugt. Mér fannst ég mundu aldrei aftur líta glaðan dag, en sem betur fer eru sárin fljót að gróa, sérstaklega á uriglingsárunum. Nú varð aldeilis breyting á högum okkar. Við vorum allt í einu komin úr friösælli sveit beint í hjarta Reykjavík- á morgnana, tók til í húsinu og var yfirleitt ekki fyrr búin að því en fólk tók að koma. Það voru embættis- menn og fínar frúr, vinnukonur úr sveit, uppflosnaðir bændur og bók- staflega allar manntegundir. Þar fengu menn að gista, sem hvergi áttu athvarf, enda þótt mamma heföi kannski aldrei séö þá áöur. Eina nótt gat ég ekki sofið fyrir einhverjum, sem hóstaöi og hóstaöi í næsta herbergi. Daginn eftir kom það upp úr Hvammstanga- hreppur 40 ára Grunnskóli IIvammstani;a ok kirkja staóarins. IIVAMMSTANGA laujrardas 9. dcs. — í daK hafói hreppsncfnd IIvammstanKahrcpps hoð inni í FclaKshcimilinu. til aó minnast þcss. að á þcssu ári cru 10 ár liðin síðan hinum forna Kirkju- hvammshreppi var skipt í tvo hrcppa ob varð þá til Ilvamms- tanuahrcppur. Nær Hvamms- tantrahrcppur yfir þorpið scm myndast hcfir á Tanuanum ok nokkur allra na'stu hýli. Verslunarstaðurinn Hvamms- tanui er hinsvetfar 82 ára nú í desemher. Strax á árunum 1936—1937 fóru að berast áskoranir um að skipta Kirkjuhvammshreppi 0« stofna út úr honum HvammstanKahrepp. Fór svo þessi skiptinn fram árið 1939. Þegar hún fór fram var ei>;num ok sjóðum skipt þann veg, að hinn nýji Hvammstangahrepp- ur fékk 54% en móðurhreppurinn, Kirkjuhvammshreppur fékk 46%. Það var svo hinn 10. júlí 1938, að fyrstu hreppsnefndarkosningar fóru fram í hinum nýja hreppi. A kjörskrá voru 180, en 122 neyttu atkvæðisréttar síns. Til hrepps- nefndar voru bornir fram 3 listar: A listi af Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki, hlaut hann 70 at- kvæði og tvo menn kjörna. B listi, Sjálfstæðisflokks, sem hlaut einn mann kjörinn. C listinn, sem vinstri menn stóðu að hlaut 24 atkvæði og engan mann kjörinn. I f.vrstu hreppsnefnd áttu þannig sæti: Eðvald Halldórsson, Björn Kr. Guðmundsson og Björn G. Björnsson. í sýslunefnd var kjörinn Sigurður Gíslason. A þessum degi var einnig kosið í skólanefnd, en þar sem aðeins kom fram einn listi, var sjálfkjörið í hana. Fyrsti oddviti hreppsnefndar varð svo Eðvald Halldórsson, en hann hafði áður verið oddviti Kirkjuhvammshrepps. Ibúar hins nýja hrepps voru 277 þegar hann var stofnaður, en eru nú þann 1. desember 1978 500, sem er tæplega helmings aukning á þessum 40 árum. Barnaskóli, sem hafði verið sameiginlegur með báðum hrepp- um, var í Þinghúsi staðarins allt til áramóta 1961—1962. Þá var hann fluttur í nýtt hús, með kennslustofum fyrir eldri og yngri deild í suðvesturhluta, en handa vinnustofu og snyrti- og böðunar- aðstöðu fyrir leikfimi í suðaustur- hluta. Geymslur og kennarastofa í norðurhluta. Við þetta húsnæði verður að búa enn, þótt nú starfi 7 bekkjardeildir við skólann, í stað eldri og yngri deildar eins og áður var. Kirkja hefir verið reist í Hvammstangahreppi, en þá lagð- ist af til daglegs brúks, kirkjan í Kirkjuhvammi, rétt ofan þorpsins. Má segja að sífellt sé að fjölga stofnunum í hreppsfélaginu, sem hreppsbúar þurfa að leita til og því smám saman að fækka þeim langferðum er áður þurfti til að leita hverskonar þjónustu. Þannig er útibú frá sýsluskrifstofunni risið hér og opið einu sinni í viku, skoðunarmaður bifreiða kemur hér stöku sinnum o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.