Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 Flóknir forhgaþrœdir eftir Denise Robins Óþarft er aö kynna íslenskum lesendum Denise, þar sem áöur hafa komið eftir hana á íslensku 12 bækur og notið vaxandi vinsælda. ... Var þetta draumur eöa veruleiki. Gat þaö átt sér staö, aö verið væri aö selja hana á þrælamarkaöi? ... Stór svertingi dró hana útúr bílnum og lyfti henni uppá pall. Stúlkurnar voru allar hlekkjaöar hvor viö aöra og beðið þess aö uppboöiö byrjaöi. — Góöi guö, láttu mig deyja... .... hatturinn var tekinn af henni, munnur hennar opnaöur svo hvítar tennurnar sæust... klipið í húö hennar hér og þar og þuklað á fótum hennar. Ævintýraleg og eldheit ástarsaga. Fiona eftir Denise Robins Fiona er ung, fögur og lífsglöð, dóttir auöugs skipaeiganda. Aö boöi fööur síns, trúlofast hún frænda sínum, frönskum aðalsmanni og þar sem þetta er ágætur maður, sættir hún sig mætavel viö ráöstöfun fööur síns. En höggormurinn leynist í Paradís, ungur sjómaöur veröur á vegi hennar og þorgirnar hrynja. Hún er ofurseld ástinni. Leiðin verður nú vandfarin og torsótt. Þetta er saga um eldheita ást, sem öllu býöur byrginn. Æsispennandi frá upphafi til enda. Astin sigrar eftir Dorothe Quentnti Þessi bók flytur sígildan boöskap. Ástin hefur alltaf sigraö og mun væntanlega alltaf gera. Hér er lýst baráttu ungrar hjúkrunarkonu, viö aö ná ástum draumaprinsins, sem er eftirsóttur og dáöur læknir. Þær eru margar um boöiö dömurnar og tvísýnt um úrslitin. Ýmsum brögöum er beitt, en samt lýsir þessi bók eölilegu heilbrigöu fólki og er skemmtileg tilbreyting frá hrylling og öfugsnúnu sálarlífi, sem er hugstæöasta yrkisefni nútíma höfunda. Skemmtileg og hörkuspennandi ástarsaga. Ægisútgáffan Athugasemd við grein próf. Sveins Skorra Höskulds- sonar í Morgunblaðinu 5. des. sl. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor birti grein í Morgun- blaðinu si. þriðjudag undir fyrir- sögninni „Þegar dauðir vakna“. Mér skilst á öllu að ég sé einn hinna „dauðu“, en í því felst að ég hljóti nú að vera upprisinn! Kannski er þetta yfirnáttúrulegt fyrirbrigði, ég veit það ekki, en samt ætlar „dauður" maðurinn að skrifa nokkur orð í tilefni af grein prófessorsins, þó ekki væri til annars en bæta lítilsháttar við þær upplýsingar sem hann veitir lesendum um störf Norrænu þýð- ingarmiðstöðvarinnar í Kaup- mannahöfn. Eg tel mig ekki alveg ókunnan þeirri starfsemi sem fer fram í Snaregade 10, þó að ég sé ekki þess umkominn að upplýsa Svein Skorra um smáatriði, þar sem hann hefur starfað þar árum saman, en samt hygg ég að ég geti hjálpað eilítið til að skýra málin. Talsverðar umræður hafa orðið í blöðum út af greinarkorni mínu um pólitískan áróður í skólum, þar sem ég gagnrýndi nýja bók- menntasögu og minntist um leið á þýðingarmiðstöðina, sem mér virðist vera mjög í sama anda hvað hlutdrægni snertir í mati á bókum og höfundum. Ég gagn- rýndi m.a. háa styrkveitingu til útgáfu á færeysku á „Þáttum úr sögu sósíalismans". Ekki veit ég hvort þetta er vísindarit eða kennslubók, sennilega þó hið síðara. Mér virðist kverið vera í anda Georgs Lukács, sem var menntamálaráðherra í skammlífri ógnarstjórn Bela Kuns í Ungverja- landi 1918—1919. En hvað um það, þýðingarmiðstöðin hefir ekki gert endasleppt við frændur okkar Færeyinga, því að hún gerði kleift að koma út á færeysku hinni margumtöluðu sænsku barnabók um ævi Jesú Krists. Utgefandi er stúdentafélag Færeyinga í Kaup- mannahöfn. — Annars furðar mig að finna ekki nafn Emils Thomsen, bókaútgefanda í Þórshöfn, í skýrslum þýðingarmiðstöðvarinn- ar. Hann er afkastamesti bókaút- gefandinn þar í landi, og var sl. sumar sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við háskólann í Lundi fyrir ómetanlegt menningarstarf í þágu þjóðar sinnar. Sveinn Skorri veitir ýmsar gagnlegar upplýsingar um starf- semi þýðingarmiðstöðvarinnar, t.d. „að styrkupphæð er venjulega miðuð við þýðingarlaun". I því sambandi neyðist ég til að skýra frá eigin reynslu. Þegar skáldsaga mín „Valtýr á grænni treyju" var tekin til útgáfu af dönsku forlagi sótti það um útgáfustyrk. I fyrstu var umsókninni synjað, en næst þegar útgefandi minn sótti voru honum veittar 2000 dkr. Það er alveg fráleitt að halda því fram að hér sé um að ræða fullgild þýðingarlaun. Bók mín er á þriðja hundrað síður þéttprentaðar og þýðinguna annaðist ég sjálfur. Kannske átti að refsa mér fyrir það! Ég minntist í grein minni á að styrkveitingarnar væru mjög mis- munandi. Svo virðist sem ákveðin forlög njóti forréttinda. Af ísl. útgáfufyrirtækjum er Mál og Menning langsamlega efst á blaði. Hvaða önnur forlög hafa sótt um styrk? Það er sjálfsögð krafa að birtar verði opinberar skýrslur um allt viðvíkjandi styrkveitingum þýðingarmiðstöðvarinnar, svo og synjun umsókna. Vænti ég þess fastlega að viðkomandi aðilar geri gangskör að því. — Annars ætla ég ekki að ræða frekar um þessi mál nú. Það hefur verið gert eftir- minnilega af Svarthöfða í Vísi og Sigurði Pálssyni námsstjóra í Mbl. auk mikilvægrar umræðu á Al- þingi og yfirlýsingar frá biskupi Islands, kaþólska biskupinum og tveim forstöðumönnum kristinna safnaða hér í borginni. Ég tel að tilgangi mínum með skrifum þessum sé nú náð, en hann var sá — og sá einn — að vckja athygli á einhliða pólitísk- um áróðri í skólunum og hlut- drægri úthlutun bókmennta- styrkja, auk þess að styðja baráttuna gegn þeirri ólyfjan sem því miður hefur verið drcift meðal æskulýðsins, eins og barna- bókin „Félagi Jesús“ ber ljósast- an vott um. 10.12. ‘78. Jón Björnsson Sófokles: Þebuleikirn- ir komnir út Bók þessi flytur leikritin „Oidípús konung“, „Odípús í Kólonos" og „Antígonu" eftir forngríska skáldsnillinginn Sófokles í þýðingu dr. Jóns Gísla- sonar skólastjóra. Þýðandi ritar og ítarlegan inngang um ævi Sófoklesar og skáldskap hans. Ennfremur rekur hann gerð leik- ritanna þriggja og gerir grein fyrir sögu textans, svo og helstu útgáfum og erlendum þýðingum. Loks eru í bókinni skýringar og eftirmáli. Sófokles (496—406 f. Kr.) samdi fjölmörg leikrit, en sjö þeirra hafa varðveist. Hann sigraði alls 24 sinnum í leiklistarsamkeppni þeirra sem fram fór árlega á hátíð Díonýsosar, og voru þó meðal keppinauta hans slíkir skáldjöfrar sem Aiskýlos og Evrípídes. Sófo- kles var uppi á hámenningarskeiði Aþenuborgar og kom mjög við sögu samtíðar sinnar. Yngra samtímaskáld sagði um hann látinn: „Sæll er Sófokles sem varð maður langlífur og hamingjusam- ur, miklum og góðum gáfum gæddur, höfundur margra harm- leikja. Og ævi sinni lauk hann án þess að hafa nokkrú sinni orðið fyrir barðinu á ógæfunni.“ Setningu, prentun og bókband Þebuleikjanna hefur Prentsmiðja Hafnarfjarðar annast. Bókin er 287 blaðsíður að stærð. Áður hefur Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs gefið út eftirtalin forngrísk skáldrit í þýðingu dr. Jóns Gíslasonar: Oresteia eftir Aiskýlos og Þrjú leikrit um ástir og hjónaband eftir Evrípídes. Er útgáfa þeirra með sama sniði og Þebuleikjanna. '«‘M « • «> . m 4 A.nr.* . # * i % f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.