Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 3 Banaslys á Hnífs- dalsvegi BANASLYS varð á veKÍnum milli ísafjarðar og Ilnífsdals aðfararnótt sl. sunnudags er bifreið fór út af veginum við svonefndan Götuhalla. Lögreglunni á ísafirði var til- kynnt um slysið ,kl. 0L05 aðfararnótt sunnudagsins ok hélt hún þegar á staðinn með sjúkrabifreið. Hafði bifreiðin farið út af veginum en í henni voru þrír farþegar auk ökumanns. Voru þeir allir fluttir í sjúkrahúsið á ísafirði og er þangað var komið var farþeginn er hafði setið í framsæti bílsins látinn. Annar farþeginn er hafði setið í aftur- sætinu var mikið slasaður og var hann um nóttina fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Ökumaður og hinn farþeginn er sat í aftursætinu slösuðust minna og fengu að fara heim síðdegis á sunnudeginum. Farþeginn sem lézt hét Gautur Ágúst Úlfarsson, Sólgötu 8, ísafirði, fæddur 2. nóv. 1961. Að sögn lögreglunnar á ísafirði hafa nú orðið 6 banaslys á þessum vegi milli ísafjarðar og Hnífsdals og taldi hún líklegt að orsök slyssins nú væri að sprungið hefði á einum hjólbarða bílsins. Nýju lögin um erfða- fjárskatt eru mistök — segir Húseigendafélag Reykjavíkur HÚSEIGENDAFÉLAG Reykjavík- ur hefur ritað félagsmálaráðuneyti bréf þar sem vakin er athygli þess „á þeim mistökum sem áttu sér stað við síðustu breytingu á lögum um erfðafjárskatt og því mikla mis- rétti sem sú lagabreyting hefur í för með sér“, eins og segir í bréfinu. Segir jafnframt, að ný lög um erfðafjárskatt er tóku gildi sl. Frumvarp lagt fram á Alþingi: Utflutnmgslán á gjaldeyrisgrundvelli LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum Seðla- banka íslands þar sem ein málsgrein bætist við gildandi lög. — Þar segir m.a., að Seðlabankanum sé heimilt að endurkaupa af innláns- stofnunum lán vegna út- flutningsframleiðslu, sem framleiðendur og út- flytjendur stofna til við þær, með þeim kjörum, að endur- greiðsla höfuðstóls og vaxta sé háð breytingum á gengi ákveðins erlends gjaldeyris, breytingu á meðalgengi íslenzkrar krónu eða höfuð- stóll greindur í ákveðnum erlendum gjaldeyri. Ennfremur segir, að sé höfuð- stóll greindur í ákveðnum erlendum gjaldeyri, skuli innláns- stofnun greiða lántaka lánsfé í íslenzkum krónum miðað við kaupgengi hins erlenda gjaldeyris á lántökudegi. Seðlabankinn ákveður vexti af lánum þessum svo og öll önnur lánskjör og skal tekið mið af lánskjörum erlendis. í athugasemdum með frum- varpinu segir að af hálfu ríkis- stjórnarinnar og framleiðenda hafi verið lögð áherzla á það að lán til útflutningsframleiðslu verði með hagstæðari vaxtakjörum, þannig að framleiðendur búi við líkan hlut í lánskjörum og erlendir sam- keppnisaðilar. Ein leið til að gera þetta kleift sé, að lán til fram- leiðslunnar verði á gjaldeyris- grundvelli og vextir sambærilegir við það, sem er á erlendum lánamarkaði. Heimild lagasetningar þessarar til Seðlabakans varðar birgðalán og útflutningslán vegna út- flutningsframleiðslu. Lántakar, framleiðendur og útflutnings- aðilar skipta í þessu tilfelli við innlánsstofnun en lánin eru síðan endurseld Seðlabanka samkvæmt afurðalánareglum hans á ábyrgð viðskiptabankans. sumar hafi átt sér þann aðdraganda, að ekki sé víst að frumvarpshöfund- ar hafi gert sér grein fyrir að fasteignamat myndi margfaldast. Nýtt mat hafði tekið gildi um áramótin 1976—1977, fimmfaldað, og enn hafi orðið 33—34% hækkun í ársbyrjun ’78 og nú hefur verið boðuð 42% meðaltalshækkun frá næstu áramótum. I bréfi Húseig- endafélagsins segir síðan: Hækkun erfðafjárskattsins af fasteignum sl. sumar voru því greinileg mistök og engan veginn ætlun löggjafans ef litið er til athugasemda við frumvarpið að lögum nr. 46/1978. Þar segir að með frumvarpinu sé ekki stefnt að neinum grunvallarbreytingum á gildándi erfðafjárskattsreglum fremur en gert var með lögum 1972. Síðan er tekið dæmi um erfðafjár- skatt og miðað við 4 herbergja íbúð sem börn erfi, en erfðafjárskattur fer hækkandi eftir því sem erfingjar eru fjarskyldari. Sú íbúð sé metin á rumar 14 milljónir í ársbyrjun 1978 og hefði erfðafjárskattur fyrir breytinguna numið kr. 170 þúsund- um en eftir breytinguna kr. 1.294.000. Eftir hið nýja fasteigna- mat um næstu áramót hækkar mat íbúðarinnar í um 20 milljónir og hækkar því erfðafjárskatturinn í rúmar 1.800 þúsund krónur. Páil S. Pálsson, formaður Húseig- endafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Mbl. að hér væri greinilega um mistök að ræða er leiðrétta þyrfti. Mannréttinda- yfirlýsing SÞ 30 ára ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna minntist í gær hátíð- iega 30. afmælis mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna. sem samþykkt var 10. desember 1948. Á fundinum flutti Benedikt Gröndal utanríkisráðherra sam- eiginlegt ávarp fyrir hönda allra Norðurlandanna og Kurt Wald- heim aðalritari SÞ afhenti friðar- verðlaun Sameinuðu þjóðanna til átta félagasamtaka og ein- staklinga. Góð loðnu- veiði í tvo daga en síð- an bræla ALLGÓÐ loðnuveiði var um helgina eftir nokkurra daga brælu. Veiðin tvo síðustu daga var 5730 tonn hjá 16 bátum. í gærkvöldi var aftur komin bræla á miðunum 70—80 sjómflur norð- ur af landinu og því óvíst hvort flotanum tekst að ná hálfrar milljón tonna markinu áður en loðnuvciðibann skellur á n.k. föstudag. Heildaraflinn er nú orðinn rúm 495 þúsund tonn á sumar og haustvertíðinni, að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd. Þessi skip tilkynntu Loðnunefnd afla á sunnudag og mánudag: Huginn 560, Hilmir 500, Hákon 750, Hrafn 500, Skírnir 340, Gísli Árni 520, Sæberg 100, Gullberg 280, Keflvíkingur 350, Magnús 300, Gígja 350, Loftur Baldvinsson 400, Óskar Halldórsson 50, Rauðsey 330, Skarðsvík 320, Ársæll 80. LJOMA jólaleikur 350.000 króna verðlaun Sendu smellið svar og reyndu að vinna til Ljóma verðlaunanna fyrir jól! Þú þarft aðeins að svara eftirfarandi spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞÚSUND KRONUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞUSUND KRONUR III. VERÐLAUN — FIMMTIU-ÞUSUND KRÓNUR Sendu svar þitt — í bundnu máli eóa óbundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, pósthólf: 5251, deild a,105 Reykjavík. Svarið verður aó hafa borist okkur þann 18. desember 1978. smjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.