Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 29 Dræmur afli Ólafs- víkurbáta Olaísvík 11. dcscmhor ÁTTA bátar róa héóan mcð línu. en afli þeirra hefur verið fremur dræmur, íjórar til sjö lestir í róðri. Tveir bátar eru á netum og hefur fiskast treglesa í þau. Einn bátur er svo nýbyrjaður með troll. Gæftir hafa verið góðar og atvinna jöfn. Togarinn Lárus Sveinsson er nú á veiðum, en brælur á Vestfjarðamiðum hafa dregið úr afla. Þeir Ólafsvíkurbát- ar sem voru á reknetum í haust fiskuðu yfirleitt vel. / llolKÍ AIÞJOÐLEG . VÖRUSÝNING INTERNATIONAL iBMR=T=1979 Alþjóðleg vöru- sýning haldin hér næsta sumar KAUPSTEFNAN í Reykjavík mun gangast fyrir alþjóðlegri vöru- sýningu í Laugardalshöll næsta sumar eða nánar tiltekið dagana 24. ágúst til 9. september. Kaupstefnan hefur áður haldið fimm slíkar sýningar, þá fyrstu 1970 og hafa gestir orðið flestir 80 þúsund að tölu en það var sumarið 1977 þegar sýningin Heimilið ’77 var í Laugardalshöll. Auk almennrar vörusýningar verða sérsýningar á vörum tengdum sjávarútvegi, heimilisrekstri, skrifstofutækni, heilsurækt og fatatízku. Fært eins og á sumardegi í Mývatnssveit \l>\atiismoit 11. dosomhor. HER hefur verið einstök veðurblíða síðast liðinn hálfan mánuð miðað við árstíma. Varla orðið úrkomu vart og allir vegir nánast eins og á sumar- degi. Fyrir nokkru var nýja hráefnis- þróin Kísiliðjunnar tekin í notkun. Þró þessi var byggð á sl. sumri í svokallaðri Kringlu nokkurn spöl norðvestur af gömlu þrónum. Nýja þróin er geysimikið mannvirki svo og allur búnaður í sambandi við hana. Margir unnu við þessa framkvæmd sem viröist hafa heppnast vel. Hún er vestan aðalsprungusvæðisins í Bjarnarflagi og er vonast til að hún standist allar náttúruhamfarir sem geta orðið hér í náinni framtíð. Leiðrétting I Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag var haft eftir Sir Andrew Gil- christ, að íslendingar hefðu stutt bandarísku sáttatillöguna á Genfarráðstefnunni í apríl 1958. Þetta er misminni hjá honum, en hitt stendur eftir, að ef hún hefði fengið % atkvæða í stað einfalds meirihluta, hefði landhelgismálið orðið okkur þyngra í skauti en ella. Það sáu Bretar ekki fyrir. Aftur á móti studdum við kanadísku til- löguna í Genf. En þetta sýnir, að nauðsynlegt er að treysta varlega á heimildir. Skýzt, þó að skýr sé. ihnii'íhið^J /"Sn 27750 27150 ij< Ingólfsstrsti 18. Sölustjóri Benedikt Halldórsson Vélbátur til sölu 3,6 smálestir með stýrishúsi og lúkar, vel búinn. Smíðaöur 1975. Hjalti Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl. Petter bátavélar Eigum enn óráöstafaö á gamla veröinu: 1 stk Petter bátavél 16.5 hestöfl. 1 stk. Petter bátavél 6 hestöfl. Einnig eigum viö fyrirliggjandi nýjar og notaöar landvélar. Vélar og skip h.f. Grandagarði 1B, sími 27644. Kaupmenn — Innkaupastjórar Vorum aö taka upp síöustu sendingar af leikföngum fyrir jól. Vinsamlega lítiö inn. S. Óskarsson og Co. h.f. Sundaborg 35. Sími 81822. Stefán Aóalsteinsson KlemenZ á SálTISStÖðum Esbjorn Hiort og Helge Finsen Svarfdælingar sigiaugurBrynieifsson skráði Steinhúsin gömlu á íslandi Þetta er seinna bindi mikils ritverks um Svarf- dælinga, þar sem gerð er grein fyrir bændum og búaliði sem setið hefur Svarfaöardal, svo og niðjum þeirra, eins langt aftur í aldirnar og heimildir hrökkva til með sæmilegu móti. Svarfdælingar I—II er mikiö ri.t að vöxtum, um eitt þúsund bls., og mannamyndir rúmlega sex hundruð talsins. Eftir lát höfundarins hlaut að koma í annarra hlut að ganga að fullu frá verki hans. Ýmsir góðir menn hafa lagt því máli lið í samstarfi við dr. Kristján Eldjárn, sem i öllum greinum hafði forystu um að búa ritiö til prent- unar. Endurminningar eins helsta brautryðjanda og frumherja í íslenskum ræktunarmálum á þess- ari öld sem hefur margs að minnast frá ævi- starfi sínu og kynnum af miklum fjölda sam- tíöarmanna. Auk þess segir hér frá bernsku- árunum í Grunnavíkurhreppi, Reykjavíkurár- unum á öndveröri öldinni, vinnumennsku hjá Guómundi bónda á Stóra-Hofi og Einari Bene- diktssyni skáldi. Og síöast en ekki sist minn- ist hann á eftirminnilegan hátt bróður slns, Sverris sagnfræðings, en með þeim bræðrum var ávallt mjög kært, þótt ólikir væru um margt. Tveir arkitektar segja hér í stuttu og læsilegu máli hina merkilegu sögu sem liggur að baki elstu húsa á íslandi, steinhúsanna gömlu sem reist voru á seinni htuta 18. aldar og eru Iðngu oröin hiuti af íslenskri menningararfleifö. Enn á vorum dögum eru þetta veglegar byggingar og tvær þeirra hýsa æðstu stjórn landsins: Stjórn- arráðshúsið í Reykjavík og forsetasetriö að Bessastöðum. Bókin er prýdd myndum og upp- dráttum, sem auka mjög gildi hennar og hún er grundvölluö á nákvæmri heimildakönnun og rannsókn á húsunum. — Dr. Kristján Eldjárn íslenskaöi. Jón Espólín og Einar Bjarnason Saga frá Skagfirðingum Þetta er þriðja og næst síðasta bindi viðamikils heimildarrits i árbókarformi um tiðindi, menn og aldarhátt í Skagafiröi 1685—1847, en jafn- framt nær frásögnin í og með til annarra héraða. í þessu bindi ritsins hefur sögunni miöað fram til ársins 1842. Einar Bjarnason heldur á penna mjög í þeim anda sem Espólín haföi gert og segir margt frá nafnkunnum mönnum og minn- isverðum tíðindum í Skagafirði.— Útgáfuna annast Hannes Pétursson, Kristmundur Bjarnason og Ögmundur Helgason. Jóhann Hjálmarsson Lífið er skáldlegt Lifið er skáldlegt — tífið í kringum okkur, fólkið sem okkur þykir vænt um, árstiðirnar, stundir dags og nætur, hversdagslegar athafnir. Skáld- ið sér hversdagslífið sínum augum — fyrir okkur hin sem erum að týna okkur í amstri dægranna og gefum okkur ekki tíma til að sjá að lífið er skáldlegt! Þetta er ellefta Ijóðabók Jóhanns og er hún mjög í anda síöustu Ijóða- bókar hans. Bræðraborgarstig 16 Sími 12923-19156 Haraldur Jóhannsson Pétur G. Guömundsson og upphaf samtaka alþýðu Á fyrsta skeiði verkaiýöshreyfingarinnar vann Pétur G. Guðmundsson bókbindari manna ötul- legast að stofnun landssambands verkalýðs- félaga og stjórnmálasamtaka þeirra. Hann var einn stofnenda Verkamannafélagsins Dags- brúnar 1906 og formaður þess nokkur ár. Fyrsti bæjarfulltrúi verkamanna í Reykjavík var hann kjörinn 1910, ritstjóri Atþýðublaösins gamla var hann 1906—1907 og Verkamannablaðs 1913— 1914. í bókinni er fylgt frásögn sonar Péturs, Þorsteins, sem í hálfan sjötta áratug hefur unnið í þágu verkalýðshreyfingarinnar. -rm»i\í .íiJífi tJiííá • öiavuiúvurl .ilp/í .If.jíJsjIí! i'rXiíí eibrroLi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.