Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 flbtgttiiÞIfifeife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. é mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Prentfrelsi Um stödu útvegs í Vestmannaeyjum: Nythæsta „mjól landsins vam Prentfrelsi er ein af forsendum þess þjóðfélags, sem við búum í. Þær takmarkanir, sem á því eru samkvæmt íslenzkum lögum, eru mjög þröngar og hafa smám saman verið að hverfa í framkvæmdinni. Það er mikilsvert að hafa einnig í huga, að þessar takmarkanir vita-ekki að því að torvelda á nokkurn hátt skoðanaskipti eða þjóðfélagslega gagnrýni, heldur er eingöngu um það að ræða að stemma stigu við guðlasti, klámi eða ærumeiðingum. Framhjá því verður ekki gengið að til eru þau öfl í þjóðfélaginu, sem ganga fram í því að misnota prentfrelsið með því að koma á framfæri hvers konar óþrifnaði ýmist undir yfirskini bókmennta eða þjóðfélagslegrar umræðu. Mest verður lágkúran, þegar þessi viðleitni bitnar á börnunum. Þau eru opin og fljót að tileinka sér hvaðeina, sem' þrýst er að þeim. Morgunblaðið leggur áherzlu á, að því fer víðs fjarri að það vilji gerast boðberi þess, að prentfrelsi og annað tjáningarfrelsi sé skert á nokkurn hátt. Þvert á móti hefur stefna þess ávallt verið sú að fordæma hvert það þjóðskipulag, sem sviptir þegna sína þeim almenr\u mannréttindum að láta í ljós skoðanir sínar og berjast fyrir þeim. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að bak við hugsjónina um tjáningarfrelsi öllum til handa býr ekki sú lágkúra, að greiða götu guðlasts, kláms og ærumeiðinga sérstaklega. Ohjákvæmilegt að velja og hafna Ragnhildur Helgadóttir vakti máls á því utan dagskrár á Alþingi fyrir skömmu, að Norræni þýðingarsjóðurinn hefði veitt styrk til þess að Félagi Jesús mætti koma út á íslenzku. Með því var greitt fyrir útgáfu þessarar bókar og hún gerð ódýrari, þannig að ætla má að útbreiðsla hennar verði meiri en ella. Norrænr þýðingarsjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norræna menningu með því að styðja við bakið á þýðingum á bókmenntaverkum og fræðiritum milli hinna smærri málsvæða Norðurlanda. Það hefur að minnsta kosti stundum verið svo að fleiri umsóknir hafa borizt frá íslenzkum útgefendum en hægt hefur verið að sinna. Þannig var það t.d., þegar styrkurinn til þýðingar á Félaga Jesú var veittur og á síðasta ári var fjórum bókum hafnað, en afgreiðslu einnar frestað. Það liggur því alveg ljóst fyrir, að þessi bók var tekin fram yfir önnur verk, væntanlega vegna þess, að stjórn Norræna þýðingarsjóðsins hefur talið hana eiga sérstakt erindi til íslendinga. Ummæli eins og þau, að fyrir Ragnhildi Helgadóttur hafi vakað að koma á ritskoðun hér á landi, eru því algjörlega út í hött. Stjórn Norræna þýðingarsjóðsins er ætlað að gera upp á milli ritverka, taka eitt fram yfir annað, vegna þess að fjármagn er takmarkað, og það á væntanlega ekkert skylt við skerðingu á prent-eða útgáfufrelsi. Að bólusetja börn við kristnum trúaráhrifum Þá hefur biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, viðhaft eftirfarandi ummæli um bókina Félagi Jesú: „Þessi bók er lágkúra, óskammfeilinn þvættingur, samansettur i þeim yfirlýsta tilgangi að koma því inn hjá börnum að guðspjöllin séu lygi, að kristin trú sé Ijót blekking og framsetningin er blygðunarlaus ögrun við allar sæmilega heilbrigðar tilfinningar. Enginn færi að brjótast í því að koma bók sem þessari í hendur íslenzkra barna ef ekki byggi annað undir en áhugi á bókmenntum eða list.“ Sá einstæði kirkjusögulegi atburður hefur gerzt vegna útgáfu bókarinnar Féla|;i Jesú að hinir kristnu trúarleiðtogar hér á landi, biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, Hinrik Frehen biskup kaþólskra manna, Sigurður Bjarnason forstöðumaður aðventista og Einar J. Gíslason forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu, sem Morgunblaðið vill vekja sérstaka athygli á, en hún er svohljóðandi: „Bókin „Félagi Jesús", gefin út af Máli og menningu og mikið auglýst sem barnabók, er skrifuð í þeim tilgangi að bólusetja börnin fyrir kristnum trúaráhrifum. Sú mynd af Jesú, sem hún dregur upp, er alger afskræming á þeim heimildum um hann, sem samtíðarmenn hans létu eftir sig og eru undirstaða kristinnar trúar og menningar. Hún gengur í berhögg við vísindalegar niðurstöður um ævi Jesú. Hún er blygðunarlaus storkun við helgustu tilfinningar kristinna manna. Vér viljum eindregið vara grandalaust fólk við þeirri óhollustu, sem þessi bók hefur að geyma og hvetja alla heilbrigða menn, einkum foreldra og kennara, til samstöðu um að verja börnin fyrir þessari og annarri ólyfjan, sem bókaútgefendur láta sér sæma að bjóða þeim.“ Þegar svo er komið, að nær helmingur Vestmannaeyjaflotans í stærstu verstöð landsins er auglýstur á einu bretti til sölu, eða 33 fiskiskip, 25—250 tonn að stærð, eins og fram kemur í Mbl. í dag, þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum, að eitthvað mjög alvarlegt er að hjá útgerðinni. Þessir útvegsbændur, sem nú hafa auglýst skip sín, eru þekktir af öðru en að berja lóminn. Þeir eru þekktari fyrir vilja og þor til þess að bjarga sér sjálfir. En hins vegar eru nú uppi svo margar vondar ástæður gegn slíkum möguleikum, að ekki er möguleiki, að endar nái saman í útgerðinni, ef menn hafa ekki verið þeim mun heppnari í endurnýjun báta og búnaðar ásamt aflasæld. Með því að auglýsa þessa 33 báta til sölu vilja útvegsbændur hefna baráttu fyrir því, að sjávarútvegurinn verði ekki lengur sú hornreka, sem hann hefur verið um árabil í atvinnulífi landsmanna, þótt allt byggist á honum. Siglt í vitlausa átt í launaviðmiðun Það er ekki hægt að horfa fram hjá því endalaust, að allar launa- hækkanir í landinu og fjárfesting; ar margar eru úr vitlausri átt. I staðinn fyrir, að hinir ýmsu hópar heimta og nær ákveða laun sín sjálfir ætti það að vera grund- vallarsjónarmið að miða launa- möguleika við fiskverð og afkomu sjávarútvegsins. Skriðan er í vitlausa átt. Launafólk fær hærri laun, sjómenn koma síðastir á eftir til þess að halda í horfinu, og fara gjarnan fram á hærra fisk- verð. En það er erfitt um hnífinn í kúnni vegna þess að markaðsverð- ið hefur lokaorðið. Um Iangt árabil hefur verið gengið svo að rekstri sjávarútvegs- • ins, að það þykir næstum orðin hefð, að hann sé á horriminni og rekinn með 4—5% tapi. En hvað skeður, ef slík staða kemur upp, t.d. í verzluninni? Jú, það verður allt vitlaust og dæmið er leiðrétt. og að sjálfsögðu á kostnað sjávar- útvegsins í landinu. Stjórnmála- menn og embættismenn þessa þjóðfélags ættu að skera, þótt ekki væri nema odd af sýndarmennsk- unni og taka til höndum um skynsamleg vinnubrögð sem mið- ast hvorki við að vera sífellt í fínum fötum eða úrslit á kjördegi. Þá þyrfti ekki sí og æ að leggja á fleiri skatta, auka erlend lán og prenta fleiri verðminni seðla, sem á erlendum vettvangi eru ekki meira virði en matadorpeningar. Sjávarútvegurinn er grundvöllur þeirra lífsgæða, sem þjóðin býr við og þó halda margir, að aðrar atvinnugreinar haldi útgerðinni uppi. 14,3% taprekstur á 35 bátum í haust var gerð úttekt á stöðum 35 fiskiskipa í Eyjaflotanum, sem telur alls 73 skip auk trillubáta. Þessi úttekt leiddi í ljós, að 6 skip af 35 sýndu hagnað á árinu 1977, en tapið í heild á þessum 35 bátum nam 228 milljónum króna, eða 14,3% tap. Heildartekjur af þess- um bátum voru 1591 milljón kr., en það vantaði 228 millj. til þess að endar næðu saman. Það er margt sem spilar inn í þetta, breytt aflahlutfall, aukinn kostnaður í viðhaldi og endurnýjun, hærri trygginga- og vaxtagjöld, ofsótt fiskimið og margt fleira. Má þar t.d. nefna, að veiðarfærakostnaður var 12,3% miðað við 8,8% yfir landið allt. Lokað hjá Þjónustu- fyrirtækjum og vertíð í nánd Staða fjölmargra báta í Eyja- flotanum er nú þannig, að það er lokað fyrir þá hjá þjónustufyrir- tækjum í bænum og þar af leiðandi geta þeir ekki gert klárt ti% þess að hefja vetrarvertíð. Og þessi staða er einmitt hjá flestum þerra báta, sem auglýstir hafa verið til sölu. Þessir útvegsbændur verða að keyra á fullum lánum í Útvegsbanka íslands í Eyjum og aukin lán eru því engin langtíma- lausn, þótt lengri lánamöguleikar myndu dæta úr. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Guðfinnssonar, bankastjóra Útvegsbanka íslands í Vest- mannaeyjum, hefur verið 227% útlánaaukning hjá bankanum til útgerðarinnar á sl. 3 árum. 30/10 1975 voru 365 millj. kr. í útlánum, 487 millj, á sama tíma 1976, 804 millj. kr. 1977 og um 1100 millj. kr. 30/10 sl. Á þessu tímabili hefur útlánahlutfall bankans til út- gerðarinnar aukizt. úr 25% af útlánum bankans í 36% af útlán- um, þannig að útgerðin þarf meira og meira fjármagn hlutfallslega til að halda í horfinu. Eyjar stærsta verstöö landsins Vestmannaesjar eru stærsta verstöð landsins með fiskiskip upp á 9.000 rúmlestir, síðan kemur Reykjavík með 7.000 rúmlestir, auk stóru skuttogaranna, og Akra- nes er með liðlega 4.000 rúmlesta flota. Vestfirðir allir eru með samtals 10.000 rúmlestir, jsuður- nesin öll með 11.000 rúmlestir, Norðurland með 11.400 rúmlestir og Austfirðir með 9.000 rúmlestir. Það er mjög misjafnt, hvernig útgerð stendur á hinum ýmsu stöðum landsins og taphlutfall hjá fyrrgreindum 35 Eyjabátum 1977 var mjög misjafnt, þannig að margir áttu aðeins við tíma- bundna erfiðleika að etja, en taphlutfallið í heild var bæði ískyggilegt og óvenjulegt viðað við afköst og styrk flotans. Útgerðin í landinu í heild kom út með 5,2% tap á heildartekjum, en tapið hjá Eyjabátunum 35, sem valdir voru af handahófi, nam 14,3% eins og fyrr getur, eða 9,1% meira. Að stjórnmálamenn og embættismenn vakni af svefninum Þegar svo er komið að lokað er fyrir þjónustu við báta hjá flestum slíkum fyrirtækjum og banki bátanna getur ekki veitt þeim fyrirgreiðslu til að brúa tapbilið og e.t.v. auka vandræði þeirra um leið, þá er ekki um annað að ræða en stokka upp spilin. Og þegar menn gera sér grein fyrir því, að það er ofbeitt á sjávarútveginn úr öllum áttum, þá geta útvegsbænd- ur með rétti krafizt þess af stjórnmálamönnum og embættis- mönnum, að þeir vakni af svefnin- um og hagi seglum eftir vindum raunveruleikans, tryggi rekstrar- Hvers vegna helmingur Eyjaflotans er ai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.