Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978 27 uglýsur til sölu Grein: Árni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson línumiðum vegna þess að aðkomu- bátar lögðu þau undir sig. Þessi þróun hefur átt sér stað með aukinni tækni og stærri skipum, en kallar á skynsamlegri stjórnun og nýtingu hinna ýmsu veiðisvæða, þannig að möguleikar séu á arðbærri atvinnu í hinum ýmsu byggðum. Að nýta hvern atvinnu- Þátt sem vera ber Sá bóndi, sem gengur of nærri jörð sinni, tapar nytjunum, og sama er að segja um þá þjóð sem gengur of nærri undirstöðunni í fjárhagslegu sjálfstæði landsins. Þetta hefur verið gert fyrst og fremst á kostnað sjávarútvegsins með þeim afleiðingum, að arðbær bátafloti er nú á hausnum, og að auki spila inn í dæmið ýmis sérstök vandamá! bundin við Vestmannaeyjar. Og er þar númer eitt vanskil og svik ríkissjóðs vegna eldgossins 1973. Menn hafa ýmsar hugmyndir til úrbóta. Betur skipulagða nýtingu fiskimiða, hagkvæmari lánafyrir- greiðslu, læga verð á olíu og fleira og fleira, sem stjórnvöld komast vart hjá lengur að kanna til hlítar. Útvegsbankinn í Eyjum er eins og flest önnur útibú fjarstýrður úr Reykjavík að miklu leyti, og þar kemur til áhrifa valdapólitík landshluta og duttlungar stjórn- enda. Þetta eru vinnubrögð, sem tilheyra sumum Afríkuþjóðum og við þurfum að losna við þau. Það þarf að taka upp vinnubrögð, sem sýna sjávarútvegi Islendinga þá virðingu, sem hann á skilið. Og þar er það lágmarkskrafa að þeir menn, sem skila eðlilegum afla og sýna hagsýni í rekstri sitji ekki á hakanum á meðan kerfið hossar þeim, sem aldrei þurfa að taka neina áhættu í fjáröflun fyrir rekstur þjóðarinnar. „Þó ekki væri nema upp á núllið“ Þeir útvegsbændur, sem hafa auglýst báta sína í Eyjum nú, eru tilbúnir til þess að halda baslinu áfram, þó ekki væri nema upp á núllið. En mínusinn vilja þeir ekki til lengdar á bakið, þótt þeir séu haldnir þeim „ólæknandi sjúkdómi að gera út“, eins og Oskar skipstjóri á Frá orðaði það. „Þá er mál að bretta upp ermarnar Vestmannaeyjar, sem húsa tæp- lega 2% landsmanna, hafa um áratuga skeið skilað 10—13% af þjóðartekjunum. Jafnvel á sjálfu gosárinu skiluðu þeir sínum hlut og e.vddu sínum tíma í það, en treystu á sanngirni og stjórnvizku ráðamanna landsins í sambandi við það áfali sem dundi yfir byggðina, sem var rifin upp með og án róta. Þetta traust var mistök. En staða útvegsins í Eyjum nú er meiður á því máli og meiðar af öðrum vandamálum, sem vinna verður bug á. Það þarf að endurnýja leikreglur stjórn- mála- og embættiskerfis í grunn- byggingu sjávarútvegsins. í kili skal kjörviður. Og menn eiga að fá að njóta þess, ef þeir gera vel. Hagkvæm langtímalán, lægra olíuverð og fleira getur orðið til þess að draga úr tímabundnum vanda. En til lengri tíma þarf að einfalda kerfið og tryggja rétt útvegsins. Útgerð á landinu er misvel stödd og sumar útgerðir*í Eyjum standa ágætlega, þótt ekki sé saman að jafna t.d. við ísfirzku skuttogarana, sem geta lánað frystihúsum þar hundruð milljón- ir króna. En þegar helmingur útvegsbænda í Eyjum, gullkistu landsins, þarf að leika þann leik að auglýsa báta sína til sölu, þá er mál að bretta upp ermarnar. Ikurkýr* grundvöll þeirra sem skila sínum h%ut fyllilega í þá lífsgæðatertu, sem íslenzkt þjóðfélag er í dag. Nythæsta mjólkurkýr Útvegsbankans niðurreyrð Staða Útvegsbanka Islands í Vestfnannaeyjum er mjög slæm gagnvart aðalbankanum í Reykja- vík og hefur útibúið þó um áratuga skeið verið langtraustasta og nythæsta mjólkurkýr bankans. Útvegsbanki Islands í Vestmanna- eyjum hefur um langt árabil haft umsvif, sem nema um 1/3 af öllum útibúum Útvegsbanka Islands á landinu. Enda er velta útibúsins í Eyjum 10—15 milljarðar króna á þessu ári. Það fjármagn, sem útibúið í Eyjum skilar til aðal- bankans, hefur að sjálfsögðu aldrei skilað sér allt aftur. En nú er útibúið í u.þ.b. 1500 millj. kr. skuld við aðalbankann og það veldur því m.a., að aðalbankinn stendur mjög illa gagnvart Seðla- bankanum. Og hefur það ekki bætt úr skák fyrir bankann í því bankastríði, sem fram fer á bak við tjöldin. Fjárhagsgrundvöllur sjávarút- vegsins í landinu er nú slíkur, að enginn banki vill raunverulega skipta sér af þeim höfuðverk, því það kostar ekkert nema vandræði. Bankar útvegsins eru hornrekur í kerfinu á meðan ekki er tekin pólitísk ákvörðun um samræmdar aðgerðir og úrbætur. Útlánahlut- fall Útvegsbanka íslands til sjávarútvegs nemur allt að 60% og síðan kemur Landsbankinn með 35—40%. Umsvif Útvegsbanka Islands í Vestmannaeyjum í starfi aðalbankans eru svo mikil, að rétt er að tala um þau sem stóran hluta af bankanum. Heildarútlán útibúa bankans á landinu voru liðlega 6 milljarðar króna í október sl. og þar af voru 27% frá bankanum í Eyjum, samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum. Til marks um verri stöðu útibús- ins og útvegs í Eyjum nú má þó benda á, að fyrir nokkrum árum var þetta hlutfall 33—35% Eldgosið er bak- grunnur vandamála Eldgosið á Heimaey árið 1973 er að mörgu leyti upphaf þeirra fjárhagsvandræða, sem við er að glíma í Eyjum nú. Vanefndir og svik stjórnvalda í bótagreiðslum végna tjóns af völdum eldgossins hafa verið slíkar, að einsdæmi er og vandræðin hafa magnazt vegna þeirrar blússverðbólgu, sem geisað hefur. Það er skýlaus krafa Vestmannaeyinga, að stjórnvöld þessa lands taki við þessum málum með alvöru og geri hreint fyrir sínum dyrum, þannig að sú byggð sem verið hefur og er mesta aflaskip landsins fái lagfærð þau mistök, sem stjórnvöldum hefur orðið á. Ekkert samræmi í aðgerðum stjórnvalda Það hefur aldrei verið gengið frá peningauppgjöri á öllu því tjóni, sem eldgosið olli. Og það hefur verið treyst á það, að menn gæfu sér ekki tíma til þess að kanna afstöðu sína ofan í kjölinn. Það hefur verið treyst á það, að athafnamenn eyddu öllum sínum tíma í að afla sér, sínum og þjóðarbúinu eins og þeir hafa mátt, og það hefur verið treyst á það, að útvegsmenn og aðrir framkvæmdamenn gerðu sér ekki grein fyrir sínu hlutfalli í heildar- dæminu. Ef þeir hins vegar kanna málin og bera saman bækur sínar, kemur berlega í ljós, að ekkert samræmi er í aðgerðum stjórn- valda gagnvart þeim og öðrum. Ekkert samræmi í möguleikum, rekstrarkostnaði og tekjum, og úrbætur í þeim efnum eru lykill- inn að vandamálinu. Klemmdir í kerfinu Þeir u.þ.b. 40 útvegsbændur í Vestmannaeyjum, sem nú hafa auglýst skip sín til sölu og hyggja á framhald aðgerða til þess að fá mál skynsamlega unnin, vilja allflestir starfa áfram að útgerð. En sumir eru þannig klemmdir í kerfinu, að þeir eiga vart nokkurra kosta völ. Einn af Eyjabátunum, sem smíðaðir voru innanlands fyrir 2 árum, kostaði 175 millj. kr., en hann er 150 tonn að stærð. Hann var fyrsti báturinn, sem lenti í nýja lánafyrirkomulaginu með gengistryggð lán. Og nú skulda eigendur hans 300 millj. króna í bátnum, sem segja má að hækki um 100 millj. kr. á ári. Þó er þetta skip í hópi þeirra Eyjabáta, sem skila einna mestum aflaverð- mætum, og á þessu ári eru þau um 100 millj. kr. en t.d. aðeins gjöld af tryggingum á þessu tímabili eru 10 millj. kr. Það sjá allir, að þetta er engin glóra. Eyjamiöin eini „al- menningurinn“ ffyrir bátaflota landsmanna Þeir útvegsbændur, sem hafa kannað þessi mál að undanförnu á löngum umræðufundum í Eyjum eru nú að vinna að greinargerð og rökum fyrir máli sínu, þar sem þeir fjalla m.a. um uppbyggingu útvegs í Eyjum og þróun hans, fjárhagsstöðu, kostnað, breytingar á liðnum árum, lánafyrirgreiðslu, mið Eyjabáta, bæði hefðbur\din og önnur. Þá munu þeir gera grein fyrir aflahlutfalli á Eyjamiðum og leggja fram tillögu til úrbóta. Sú sérstaða er á miðum Vest- mannaeyja, að þau eru eini raunverulegi almenningurinn fyrir bátaflota landsmanna. Um árabil hafa þau verið ofsótt, því að þau verja sig ekki sjálf, eins og flest mið annarra landshluta gera vegna legu og örðugleika á að sækja á þau. Þetta hefur þýtt mun færri tonn á hvern róður fyrir Eyjabátana, og er einn liðurinn í vandanum. Þá eru þess t.d. dæmi, að sumar veiðiaðferðir, sem lands- flotinn svokallaður stundar, hafa sópað upp humar með skítfiski í bræðslu á miðum Eyjanna. Og þegar komið hefur verið að humar- bátunum að veiða, þá er búið að bræða humarinn. Engin veiði. Þega ákveðin svæði á Eyjamiðum hafa verið opnuð hefur svo brugðið við, að tugir aðkomubáta hafa verið tilbúnir á þrcskuldinum og aðkomubátar hafa lagt undir sig fyrir vertíðarbyrjun hefðbundin mið, bæði neta- og línumið. A síðustu vertíð gátu línubátar t.d. ekki stundað línu á rótgrónum Upplýsíngar hjá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, milli kl. 2—5 e.h., sími 98-1330, eða útgerðarmönnum viðkomandi skipa. Gandi VE 171,131 amál. Ver VE 200,70 amét. Dan«ki-Pét«r VE 423,103 »mál. Fiskiskip til sölu ■afcú' ' 4’K 8urBt«teII VE 35,48 *mál. Árntýr VE 115 51. #mél. trltngur VE 295,23 smál. Glöfaxi. VE 300,105 Óiefur Vestmwm VE180,63 *mél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.