Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 Varð fyrir mótor- hjóli og beið bana 18 ÁRA piltur, Ólafur Grímur MagnÚKSon, Hagaflöt 12, Garða- bae, lézt í umferðarslysi á Krinjílumýrarbraut í fyrrinótt. Slysið varð laust eftir klukkan hálfeitt um nóttina og voru tildrögin þau að Olafur heitinn var á leið yfir Kringlumýrarbraut á gangbraut við Sigtún þegar stórt mótorhjól kom aðvífandi á mikilli ferð og ók beint á Ólaf. Við höggið kastaðist Ólafur heitinn um 20 metra og er talið að hann hafi látizt samstundis. Ökumaður mótorhjólsins kastaðist hins vegar 40 metra með hjólinu og lenti að lokum á ljósastaur. Hann slasaðist ekki alvarlega en hlaut slæman heilahristing og var hann þó með öryggishjálm á höfði. Okumaður mótorhjólsins hafði fengið hjólið lánað skömmu áður hjá ungri stúlku við veitingahúsið Klúbbinn. Ætlaði hann að reyna hjólið með þessum hörmulegu afleiðingum. Grunur leikur á því að hann hafi neytt áfengis fyrr um kvöldið. Ólafur heitinn var sem fyrr segir 18 ára gamall, fæddur 28. október 1960. Ekki vitum við hvað þeim hefur farið á milli, jólasveininum og litlu telpunni, þarna í miðju Austurstræti í gær, en af kátínu telpunnar er greinilegt að það hefur verið eitthvað skemmtilegt. Tillaga Sjálfstæðismanna: Ólafur Grímur Magnússon Sjö skip lönduðu afla sínum ytra MIKILLI sölulotu íslenzkra fiski- skipa erlendis lauk í gær er 7 skip lönduðu afla sínum í Eng- landi og V-Þýzkalandi. Ymir seldi 78,9 tonn í Grimsby fyrir 33 milljónir króna, meðalverð 418 krónur fyrir kg. Karlsefni seldi 112 tonn í Hull fyrir 42,6 milljónir króna, meðalverð 281 króna. Hrafn Sveinbjarnarson seldi 39,8 tonn í Bremerhaven fyrir 9,6 milljónir, meðalverð 241 króna Fjölnir seldi 41,5 tonn í Bremer- haven fyrir 13 milljónir, meðal- verð 312 krónur. Víkurberg seldi 45 tonn í Bremerhaven fyrir 14,9 milljónir, meðalverð 331 króna. Bergur seldi 41,5 tonn í Cuxhaven fyrir 14,3 milljónir, meðalverð 345 krónur. Arney seldi 58,6 tonn í Cuxhaven fyrir 18,6 milljónir, meðalverð 318 krónur. Frjálsir vextir og verðtryggíng - Meira framboð lánsfjár - lengri lánstími - minni greiðslubyrði FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks- ins í fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar, þeir Ólafur G. Einarsson og Matthías Á. Mathie- sen. lögðu fram á Alþingi í gær tillög þess efnis, að • bönkum og sparisjóðum verði frjálst að ákveða kjör innlána og útlána • einstaklingar geti samið um verðtryggingu fjárskuldbind- inga án afskipta Seðlabankans • Seðlabankinn ákveði einungis vexti af eigin innlánum og útlánum auk hæstu leyfilegu vaxta af vanskilaskuldum. Tillaga þessi er flutt, sem Þannig hækka fa s teign agjöld DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignaskatts 1979 samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978. Miðað er við 42% meðalhækkun fasteignamats milli ára, þótt vitað sé að hækkun húsamats sé víða verulega miklu meiri í ýmsum hverfum. Fjölbýlishúsið: Hraunbær 60 (íbúð af minni gerð) Fasteignamat lóðar ’79: 510.000, — og íbúðar: 7.042.000. 1978 IJ°ðarleiga 919,- 1979= >S Fasteignaskattur: 20.877.— Lóðarleiga: (0,145%) 740,— F'asteignaskattur: (0,5%) 35.210. Hækkun milli ára 68,64%. breytingartillaga við frumvarp um raunvexti, sem liggur fyrir Alþingi. í greinargerð segir m.a.i Með þessu móti er stórlega dregið úr opinberum afskiptum af verðmyndun á peningamarkaði og frjáls sparifjármyndun mun auk- ast. Eðli málsins samkvæmt hlýtur sú gagngera breyting, sem hér er lögð til, að krefjast margvíslegra umbóta á öðrum sviðum, einkum að því er varðar verðlagsmál, gjaldeyris- og skattamál. Frjáls verðmyndun og virk samkeppni á peningamarkaði þurfa að fylgjast að. Gjaldeyris- viðskipti ættu einnig að verða greiðari og allir bankar og spari- sjóðir að geta fengið leýfi til að versla meö erlenda mynt. Gengis- uppfærsla birgða ætti að vega á móti gengistryggingu afurðalána. I greinargerð segir ennfremur: Þegar bann við verðtryggingu fjárskuldbindinga eða viðmiðun þeirra við skráð gengi erlends gjaldmiðils er fellt úr gildi, hljóta verðtryggðar fjárskuldbindingar að ryðja sér til rúms. Innláns- stofnanir laga sig að breyttum aðstæðum, t.d. að því er varðar verðtryggingu eða gengisbindingu lána til ákveðins tíma og vexti af skammtímalánum. Sparisjóðir geta sérhæft sig í innlánum og útlánum til langs tíma. Sú inn- lánsstofnun, sem best er rekin, getur boðið best innlánskjör. • Þá segir ennfremur í gréinar- gerð: Með nýbreytni þessari getur lánstími lengst og árleg greiðslu- byrði orðið minni í upphafi og jafnari en nú er, en lánsfjár- skorturinn hefur einmitt lýst sér í stuttum lánstíma og þungum afborgunum í upphafi. Þetta gildir einnig um vaxtaaukalán, eins og framkvæmd er nú háttað. Telja má víst, að fasteignir iækki í verði, þar sem verðtryggð skuldbinding er meira virði í verðbólgunni en krafa með föstu nafnverði. Hyrfi þar með úr sögunni hin fráleita regla sem bannar að semja um kjör fjárskuldbindinga, er miðist við verðbólgustig á hverjum tíma, en síðan má kaupa og selja kröfurnar með afföllum, jafngild- um vöxtum, sem óheimilir eru samkvæmt okurlögum. Lán til íbúðabygginga hækka með meira framboði lánsfjár. Eðlilegt er að veita sérstök lánakjör þeim, sem eru að eignast húsnæði í fyrsta sinn. Atvinnuvegirnir fá aðgang að meira lánsfé en áður og greiðslu- byrði verður léttari í upphafi og jafnari. Eðlilegt er, að afurðalán út- flutningsatvinnuvega miðist við gengisskráningu á hverjum tíma, en fyrirtækin haldi jafnframt gengisuppfærslu birgða. Með þeirri eflingu frjáls sparnaðar, sem verður, er unnt að veita afurðalán, og önnur birgðalán af innlendu sparifé, sem væri gengis- tryggt, í stað þess að taka erlend lán í því skyni. Með tímanum yrði hægt að tengja gengistryggða reikninga að hluta eða öllu leyti innlausn í gjaldeyri og skipan gjaldeyrismála kæmist þannig í eðlilegt horf. Þessi grundvallarbreyting á skipan peningamála er forsenda þess, að takast megi að vinna bug á verðbólgu, örva atvinnulíf, auka arðsemi og bæta þar með þjóðar- hag. Þetta er leiðin til að treysta gjaldmiðilinn og nauðsynlegur undanfari myntbreytingar. Laugavegurinn lokað- ur bílaumferð í dag Umferðarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að fara þess á leit við lögreglustjóra að hann láti loka Laugavegi milli Snorra- brautar og Skólavörðustígs fyrir umferð annarra bíla en strætis- vagna á tímabilinu frá kl. 13—19 í' dag, laugardag. Gefist þessi tilraun vel samþykkir nefndin fyrir sitt leyti að sama tilhögun verði höfð n.k. laugardag, á Þorláksmessu á sama tíma. Lög- reglustjóri hefur orðið við þess- um tilmælum. Þessi tilhögun er m.a. gerð vegna þess að ákveðið hefur verið að fjölga mjög ferðum strætis- vagna niður Laugaveg og upp Hverfisgötu en vera síðan með aukavagna út í hverfin eftir þörfum frá Hlemmi. Athygli ökumanna er vakinn á því að töluvert á að vera af bílastæðum aukalega meðfram þessum aðalumferðaræðum mið- borgarinnar, þar sem bankar eru lokaðir þennan dag og nokkur einkabifreiðastæði þar koma til afnota fyrir almenning, svo og verður unnt að leggja á þaki tollstöðvarinnar án sérstakrar gjaldtöku. Scotice loks tengdur LOKS tókst í gær að tengja sæsímakapalinn Scotice, sem bil- aður hefur verið frá því 5. nóvember sl. og valdið miklum erfiðleikum varðandi talsamband við útlönd. Seint í gærkvöldi var verið að prófa hvernig tekizt hcfði til með tenginguna, fyrst við Færeyjar og síðan í Vest- mannaeyjum, og allar horfur voru á því að eðlilegt samband yrði komið á í dag. Að sögn Jóns Kr. Valdimarsson- ar, tæknifræðings hjá Pósti og síma, var ráðist í viðgerðina snemma í gærmorgun, þrátt fyrir að um 5 vindstig væru á bilunar- svæðinu og unnið af kappi í allan dag þrátt fyrir að skilyrðin væru svona erfið. Tengingin hefði tekizt og kvaðst Jón vonast til að eðlilegt símasamband yrði komið á séint í gærkvöldi. Kveikt á jólatré í Kópavoginum í da KVEIKT verður á jólatrénu vi Félagsheimilið í Kópavogi í da kl. 16. I tilefni af því verðu athöfn í biosalnum, þar sei Hornaflokkur Kópavogs leikui Samkor Kopavogs syngur o jólasveinn kemur í heimsókn. Jólatréð er gjöf frá vinab: Kópavogs, Norrköping í Svíþjói Sænski sendiherrann frú Etht Wiklund mun afhenda Kópavogí búum tréð og tendra ljós þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.