Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1978 5 Guðmundur Björgvinsson myndlistarmaður sýnir um þessar mundir í Norræna húsinu og lýkur sýningu hans á sunnudagskvöld, 17. desember. Á sýningu Guðmundar eru 50 pastelmyndir og kvað hann nokkrar þeirra þegar seldar og aðsókn ágæta. Sýningunni lýkur kl. 22 á sunnudags- kvöld. Jólatréssala í Hafnarfirði IIJÁLPARSVEIT skáta í Ilafnar- firði selur jólatró til styrktar starfsemi sinni og eru þau fáan- lcg f félansheimili sveitarinnar við Hraunvang. Býður sveitin kaupendum þá þjónustu að trén eru merkt og (?eymd og þeim síðan ekið til kaupenda skömmu fyrir jól. Á sunnudaginn kl. 17 verða jólasveinar við félagsheimilið og munu þeir hafa í frammi glens og gaman segir í frétt frá sveitinni, en jólatréssalan er opin virka daga kl. 13—22 og um helgar kl. 10—22. Laugavegi 20. Sími um skiptiborð 28155 Undarlegt að fá erlendar áhafnir ef við sitjum svo aðgerðarlausir •* — segja Loftleiðaflugmenn — MÉR fannst þcir ckki taka okkur neitt sérlega vel forstjórar Flugleiða er við ræddum við þá í morgun, sagði einn úr hópi stjórnarmanna Félags Loftleiða- í TILEFNI 50 ára afmælis Slysa- varnaféiags Islands á þcssu ári lét félagið gera sérstakan minn- ingaplatta hjá Bing & Gröndal og er fyrirmyndin á plattanum sótt í þann þátt starfs SVFÍ sem fyrirferðarmestur hefur verið á liðnum árum — björgun manna úr sjávarháska. Eggert Guð- mundsson listmálari hefur gert teikninguna. Slysavarnafélagið hefur óskað eftir því að koma því á framfæri við velunnara sína, að þessi platti Kveikt á jólatré í Hafnarfirði SUNNUDAGINN 17. des. kl. 16.00 verður kveikt á jólatré því sem Frederiksberg, vinabær Hafnar- fjarðar í Danmörku, hefur gefið Haf narfj arðarbæ. Jólatréð er á Thorsplani v/Strandgötu. Athöfnin hefst með leik Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar. Sendiráðsfulltrúi, frú Anna Madden, afhendir tréð og Helena H. Pedersen, nemandi í Hafnar- firði, tendrar ljósin. Bæjarstjóri, Kristinn Ó. Guðmundsson, veitir trénu við- töku. Að lokum syngur Karlakórinn Þrestir. flugmanna í samtali við Mbl. í gær. — Ef útlendingar eiga að koma hingað til vinnu verða þeir að semja við okkur með 20 daga fyrirvara. er tilvalinn til jólagjafa og ann- arra tækifærisgjafa, því að allur ágóði af sölu hans mun renna til starfsemi félagsins. Kostar platt- inn 5 þúsund krónur. Hann er til sölu hjá björgunarsveitunum og slysavarnadeildunum víða um land svo og á skrifstofu félagsins við Grandagarð alla virka daga. Plattinn er í hentugum umbúðum af hálfu framleiðenda, svo að auðvelt er að senda hann. — Fundurinn var stuttur og kváðust forstjórarnir myndu hafa samband við okkur og ég er hræddur um að erfiðleikar verði sífellt í þessum rekstri ef alltaf á að vera hægt að brjóta á okkur samninga. Við sjáum vel að hagsmunir okkar og fyrirtækisins fara saman og það er undarlegur rekstur að leggja út í þann kostnað að fá hingað rándýrar áhafnir með tvöföld og þreföld okkar laun meðan við sitjum kannski aðgerð- arlausir. Við munum heldur ekki fara í þjálfun nema farið sé að okkar kröfum um að samningar séu virtir, því að okkar menn missa jafnvel stöður ef taka á inn menn úr öðrum félögum til að fljúga á DC-10 og um það stöndum við algjörlega saman og látum sverfa til stáls verði gengið á bak samninga. Örn Ó. Johnson, einn af forstjór- um Flugleiða, kvaðst ekkert vilja tjá sig um þessi mál er Mbl. hafði samband við hann í gærkvöldi. Fullbúð afnýjum buxum frá Bulbtt n Minningaplatti SVFI víða til sölu fyrir jól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.