Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. TIL JÓLA- GJAFA Öryggisstólar Sætaáklæöi Speglar Þokuluktir Hátalarar Gólfskiptingar Útvarpsstangir Mottur Farangursgrindur Skíöafestingar Mælar Tjakkar Lóðboltar Krómaðir lofthreinsarar Verkfærasett ®naust h.t SlÐUMÚLA 7—9 - SIMI 82722 REYKJAVlK Dosaopnari og brýni í einu og sama raftækinu opnar dósirnar léttilega á svipstundu og brýnir hnífa, skæri, sporjárn o.fl. Endur skins merki Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: Útvarp kl. 22.50: Víðsjá Víðsjá þáttur í umsjá Ögmundar Jónassonar, hefst í útvarpi í kvöld kl. 22.50. „I Víðsjá ræði ég við Geir H. Haarde, hagfræðing hjá alþjóðadeild Seðlabanka íslands, um gjaldeyrissamtök Vestur-Evrópu, sem fyrirhugað er að stofna um næstu áramót," sagði Ögmundur er hann var inntur eftir efni Víðsjár í kvöld. „Stofnun bandalagsins hefur vakið miklar umræður víða um heim, en fram til þessa hafa íslenzkir fjölmiðlar lítt látið málið til sín taka. í þættinum er meðal annars rætt um það hvaða þýðingu stofnun bandalagsins hefur fyrir íslendinga." Útvarp kl. 19.45: Frelsisbarátt- an í Eritreu Eþíópía og Eritrea. síðara erindi Arnar Ólafssonar cand. mag.. hefst í útvarpi í kvöld kl. 19.45. í þættinum í kvöld verður fjallað um frelsisbaráttuna í Eritreu. Fjallað verður um þjóðfrelsisfylkingarnar ELF, Eritrean Liberation Front, frelsisfylkingu Eritrea, og EPLF, Eritrean People’s Libera- tion Front, Þjóðfrelsisfylkingu Eritreu. ELF, sem stofnuð var 1961, og EPLF, sem stofnuð var síðar, börðust innbyrðis fram til 1974. Fjallað verður um stefnumun hjá þessum fylkingum og af- stöðu erlendra ríkja og grann- ríkja Eritreu til átakanna í þessum heimshluta. Einkum og sér í lagi verður rætt um afskipti Vesturveldanna, Sovét- ríkjanna og Kúbu. Djásn hafsins hefst í sjónvarpi í kvöl kl. 20.35. Að þessu sinni er myndin aðallega um kóral- og fiðrildafiska. Fiskur, sem blæs sig í kúlu Fiðrildafiskar nefnist þáttur- inn í myndaflokknum Djásn hafsins, sem hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 20.35. Segir í myndinni meðal annars ,frá fiðrildafiskum, en það er samheiti fyrir margar tegundir af smáfiskum, sem haida sig á rifum og eru ætíð á fleygiferð. Þá eru einnig sýndir sérkennilegir, litfagrir kóral- fiskar, en það er einnig heiti yfir fjölmargar tegundir fiska, sem halda sig á kóralrifjum. Þekktastur af þeim er kóral- bassi. Þá er fjallað um tvo sérstæða fiska, annars vegar ígulfisk, sem er broddafiskur, eins og nafnið gefur til kynna, og kúlufisk, en sá fiskur hefur þann eiginleika að geta blásið sig út verði hann fyrir áreitni. Kemst hann smám saman „í lag“ aftur, en það tekur sinn tíma. Sagt er frá lifnaðarháttum og innbyrðis samskiptum þessara fiska, en erfitt hefur reynzt að mynda sumar tegundir, þar sem þær halda sig mikið í felum. Fylgst hefur verið með þeim í sjóbúrum og myndir teknar af þeim þar. amg Ögmundur Jónasson. Þá er einnig í því sambandi komið inn á söfnun fiska hjá einstaklingum og stofnunum, en til mikillar hættu horfir fyrir fiskinn á sumum stöðum vegna þessa. utvarp Reykjavík ÞRIÐJUDtkGUR 19. desember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenni Páll Ileiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ým- is lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Jónas Jónasson heldur áfram sögu sinni ,.Ja hérna. þið...- (2). 9.20 Leikfimi. 9.30. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fróttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ým- is lögt frh. 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingari Jónas Haraldsson ræðir við Jóhann Guðmunds- son um framleiðslueftirlit sjávarafurða. 11.15 Lestur úr nýþýddum bókum. Kynnin Dóra Ingva- dóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.40 Kynlíf í fslenzkum bók- menntum. Bárður Jakobsson lögfræð- ingur lýkur flutningi erinda sinna í framhaldi af grein eftir Stefán Einarsson próíessort — sjöundi hluti. 15.00 Miðdegistónleikari Tékk- nesk blásarasveit Ieikur Partítu í Fdúr eftir Frantisek Xaver Dusekt Líbor Pesek stj./ Kammer- sveitin í Prag leikur Noktúrnu í D-dúr eftir Franticek Antonfn Rössl- er-Rossettii Líbor Pesek stj./ Konungl. hljómsveitin í Stokkhólmi leikur þætti úr ..Drottningarhólmssvítunni" eftir Johan Ilelmich Romant Charles Francombe stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartími harnanna. Egill Friðleifsson stjórnar timanum. 17.35 Þjóðsögur frá ýmsum löndum. Guðrún Guðlaugs- dóttir tekur saman þáttinn. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVOLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.45 Eþíópía og Eritrea. Örn Ólafsson menntaskóla- kennari flytur siðara erindi sitt._ 20.05 ítölsk tónlist. Flytjenduri Barry Tuckwell hornleikari, Kenneth Heath sellóleikari, Roger Lord óbólcikari og St. Martin- in-the- Fields-hljómsveitin. Stjórnandii Neville Marriner. a. Etýða nr. 2 fyrir horn og strengjahljóðfæri eftir Chcrubini. b. Konsert í c-moll fyrir selló og strengjahljóðfæri eftir Vivaldi. c. Konsert í Es dúr fyrir óbó og strengjahljóðfæri eftir Bellini. 20.30 Útvarpssagani „Fljótt fljótt. sagði fuglinn" eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund- ur les (24). 21.00 Kvöldvaka. a. Einsönguri Jón Sigur- björnsson syngur fslcnzk lög. Ólafur Vignir Alberts- son leikur á píanó. b. Vandasamt er valdsmanni að þjóna. Jón Gíslason póst- fulltrúi segir frá Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni í Hjálmholti.^ c. Tíbrá. Árni Helgason í Stykkishólmi les fimm kvæði eftir Pétur Sigurðsson fyrr- um ritstjóra. d. „Verst að þú varzt ekki strákur". Pétur Sumarliða- son les frásöguþátt eftir Valgerði Gísladóttur. e. Fyrsta kennsluárið mitt. Ágúst Vigfússon les frum- samda smásögu. f. Kórsöngurt Kór Mennta- skólans við Ilamrahlfð syng- ur íslenzk lög. Söngstjóri, Þorgerður Ingólfsdóttir. Orð kvöldsins á jólaföstu. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Viðsját Ögmundur Jónas- • son sér um þáttinn. 23.05 Á hljóðbergi. „Sesar og Kleópatra" eftir Bernard Shawt síðari hluti. Með aðalhlutverkin farat Clairc Bloom, Max Adrian og Judith Anderson. Leik- stjórii Anthony Quayle. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 19. desember 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Djásn hafsins. Fiðriídafiskar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.15 Ný landbúnaðarstefna — ný lausn eða nýr hnútur? Umræður í beinni útsend- ingu undir stjórn Magnús- ar Bjarnfreðssonar. 22.15 Keppinautar Shcrlocks Holmes. Tugthúslimirnir. Þýðandi Jón Thor Ilaralds- son. 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.