Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
5
Gunnar Thoroddsen;
Meðferð fjárlaga-
frumvarps með
óvenjulegum hætti
- þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá
*"*'"'** *
Hestar hurfu úr girðingu
FJÓRIR hcstar hurfu úr girð-
ingu við Keldnaholt á sunnu-
dagsmorguninn eða aðfarar-
nótt sunnudagsins og er helst
haldið að hestarnir hafi verið
teknir í misgripum.
Af þessum fjórum hestum
voru fjögur tryppi, eitt jarpt
merartryppi, 2 vetra, tveir
brúnir hestar, annar 2 vetra en
hinn 3 vetra og loks 6 vetra
reiðhestur, ljósrauður, glófext-
ur, vindóttur á fótum og lærum
og með blésu. Mark hestsins er
vaglskorið framan vinstra og
stýft og biti aftan hægra.
Þeir, sem veitt geta upplýs-
ingar um hestana eru beðnir að
snúa sér til lögreglunnar í
Arbæjarhverfi.
Ritgerð um þróun
kristindóms á íslandi
— Gefin út á mikrófilmum
Fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar var í gær vísað til 3ju
umræðu í Sameinuðu þingi, að
viðhöfðu nafnakalli, með 39 at-
kvæðum Alþýðuflokksins. Þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, 20 að
tölu, sátu hjá. Einn þingmaður var
fjarverandi. Áður höfðu atkvæði
fallið um rúmlega 130 breytingar-
tillögur við fjárlagafrumvarpið,
sem flestar vóru fluttar sameigin-
lega af fjárveitinganefnd og sam-
þykktar. Breytingartillögur frá
einstökum þingmönnum vóru örfá-
ar og yfirleitt teknar aftur til 3ju
umræðu.
Áður en atkvæði vóru greidd um
að vísa fjárlagafrumvarpinu til
annarrar umræðu kvaddi Gunnar
Thoroddsen, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, sér hljóðs og
sagði m.a.: „Mcðferð frumvarps
til fjárlaga fyrir árið 1979 er á
margan hátt með alveg óvenjuleg-
um hætti. Fulltrúar eins stjórnar-
flokksins, Alþýðuflokksins, í f jár-
veitinganefnd skrifa undir nefnd-
arálitið með fyrirvara. Alþýðu-
flokkurinn hefur lýst því yfir að
þingmenn hans vilji ekki að
Flugumferðar-
stjórar tefja
Danmerkurflug
TAFIR hafa orðið á Norðurlanda-
fluginu undanfarna daga vegna
seinagangs í störfum flugumferð-
arstjóra í Kaupmannahöfn, sem
tefja störf vegna launabaráttu
sem þeir standa í. Hefur SAS m.a.
orðið að fella niður flug til Óslóar
og Hamborgar og tafir hafa orðið
á flugi Flugleiða milli íslands og
Norðurlanda, samkvæmt upplýs-
ingum Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa Flugleiða.
fjáriagafrumvarpið og tekjuöfl-
unarfrumvörp, sem eru því ná-
tengd, verði afgreidd fyrr en
Alþýðubandalagið og Framsókn-
arflokkur hafi tckið afstöðu til
tillagna Alþýðuflokksins um
jafnvægisstefnu o.fl. Það liggur
því ekki fyrir á þessari stundu,
hvort fjárlagafrumvarpið nýtur
stuðnings meirihluta alþingis-
manna. Þingmenn Sjalfstæðis-
flokksins telja skylt að vekja
athygli á þessum einstæðu vinnu-
brögðum stjórnarflokkanna og
munu ekki taka þátt í atkvæða-
greiðslu um að visa frumvarpinu
til 3ju umræðu“.
Þá var og nafnakall um 4. gr.
fjárlagafrumvarpsins, sem samþ.
var með 39 atkv. gegn 1, 18 sátu
hjá og 2 vóru fjarverandi. Enn-
fremur um þá till. fjárveitinga-
nefndar að fella niður fjárveitingu
úr fjárlagafrumvarpi til bænda-
skóla í Odda. Tillagan var sam-
þykkt með 37 atkv. gegn 6, 15 sátu
hjá og 2 vóru fjarverandi.
Sighvatur Björgvinsson, form.
þingflokks Alþýðuflokksins, gerði
munnlega grein fyrir afstöðu
þingmanna Alþýðuflokks. Sagði
hann þingmenn Alþýðuflokks telja
að ýmislegt af því, sem hér væri
nú verið að samþykkja, þyrfti e.t.v.
endurskoðunar síðar með hliðsjón
af tillögum Alþýðuflokks í frum-
varpsformi um efnahagsmál, sem
nú væri til athugunar hjá ríkis-
stjórninni. Þeir hefðu þó ekki
viljað tefja þinglega meðferð
fjárlagafrumvarpsins við aðra
umræðu, né breytingartillögur frá
fjárveitingarnefnd. Þeir væntu
þess hins vegar að samstarfsflokk-
ar Alþýðuflokks í ríkisstjórn taki
afstöðu til tillagna hans í efna-
hagsmálum áður en fjárlagafrum-
varpið og hliðarfrumvörp um
ríkissjóðstekjur verði endanlega
afgreidd í þinginu.
KOMIN cr út hókin „Útstöðvar
kristindóms og menningar“, sem
á ensku ber heitið „Outposts of
Christianity and Civilization“
eftir John M. J. Langelyth
fyrrum fulltrúa í alþjóðadeild
danska menntamálaráðuneytis-
ins. Bókin er gefin út í sérstakri
tækni, sem kallast Microfiche, og
er þá handrit höfundarins ljós-
myndað í míkrótækni. Bækur,
sem gefnar eru út með þessum
hætti, eru ætlaðar þröngum hópi
sérfræðinga á því sviði, sem
bókin fjallar um, og þarf að lesa
handritið með sérstökum stækk-
urum, sem fáanlegir eru í bóka-
söfnum.
Langelyth, sem er sérfræðingur
í sögu og trúarbragðafræðum
Gyðinga og hefur auk þess lagt
stund á fornaldar- og miðalda-
sögu, fékk áhuga á kristnitöku
íslendinga á árunum 1960 til 1970,
er hann dvaldist á íslandi. í fyrstu
rannsakaði hann þróun kristin-
dóms frá árinu 1000, en rannsókn-
ir hans tóku síðar einnig til
tímabilsins áður en kristni var
lögleidd á íslandi. Sýnir hann
fram á að kirkjuleg þróun í
Norður-Evrópu skýrði þá þróun,
sem varð hérlendis á sama tíma.
Ritgerð Langelyth er skipt í tvo
kafla. í fyrri kaflanum er fjallað
um keltnesk áhrif frá írskum
munkum, undirbúningsrannsóknir
og í síðari kaflanum er fjallað um
upphaf og þróun kristindóms á
Islandi.
Langelyth var kvæntur íslenzkri
konu, Dagbjörtu Jónsdóttur, sem
lézt í desember 1974. Hann býr nú
í Kaupmannahöfn.
Jólatónleikar
í Landakirkju:
Sigríður
Ella og
Simon með
heima-
mönnum
Söngvararnir Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Simon Vaughan
halda tónleika í Landakirkju í
Vestmannaeyjum miðvikudaginn
20. des. kl. 20.30 ásamt Guðmundi
H. Guðjónssyni organleikara og
kirkjukór Landakirkju. Á efnis-
skránni eru þekkt jólalög eftir
innlenda og erlenda höfunda.
446 króna meðal-
verð í Grimsby
STÁLVÍK frá Siglufirði fékk
að meðaltali 446 krónur fyrir
kólóið er skipið landaði 108,5
tonnum í Grimsby í gær.
Samtals seldi skipið fyrir
48,4 milljónir króna. Tvö
önnur íslenzk skip lönduðu
erlendis í gær, í Hull og í
Cuxhaven á laugardag.
Helga RE seldi 38 tonn í
Hull fyrir 13,7 milljónir,
meðalverð 362 krónur.
Erlingur GK seldi 92 tonn í
Hull fyrir 39,4 milljónir,
meðalverð 430 krónur. Loks
seldi Sandafellið í Cuxhaven
á laugardaginn 57,5 tonn
fyrir 15,2 milljónir króna,
meðalverð 264 krónur.
FALLEGUi
Aufturstræti 22
't
•N ! /
( 1 ■
£