Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 21 Matthías Á Mathiesen: Skipuleg aðför að atvinnuvegunum — Sveitarfélög mótmæla skattleiðum ríkisstjórnar Mcginefni þeirra tekjuöflunarfrumvarpa, sem hér eru til umræðu og eru afleiðinR og framhald september og nóvember aðgeröa hæstvirtrar ríkisstjórnar, eru stórauknar skattaálögur á almenning og atvinnuvegi. Ef ráðgerð tekjuöflun ríkis- og sveitarfélaga er tekin saman geta jaðarskattar farið í 70% á næsta ári. — Þessi skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar eru talin þýða um 6‘/2 milljarð króna í tekjuauka. sem sennilega er vanáætlað. Viðbótarskattar vinstri meirihlutans í Reykjavík, aðstöðugjöld, fasteignaskattar og lóöaleigur, þýða aðra 2 milljarða. Þessir viðhótarskattar liggja því á bilinu milli 8 og 10 miiljarðar króna. Þessari skattastefnu er ekki sízt beint gegn atvinnuvegunum sem berjast rekstrarlega í bökkum — og er sýnt, að Alþýðubandalagið ræður ferð. Alþýðuflokkurinn bókar hins vegar sérsjónarmið með einum eða öðrum hætti. Matthías vakti athygli á því að í áliti fjárveitinganefndar kæmi fram að tekjuhlið fjárlagafrum- varpsins væri ofáætluð um 1 '/2 -milljarð króna. Hækkunartillögur nefndarinnar væru að fjárhæð tæplega 3‘/2 milljarður króna. Tekjufrumvörpin gerðu hins vegar ráð fyrir 2 milljarða króna tekju- auka. Þá er tekjuafgangur frum- varpsins orðinn næsta lítill, raun- ar stefnir í sýnilegan hallarekstur ríkisbúskaparins, þegar allt er tekið inn í dæmið. Ekkert hefur verið gert til að draga úr rekstrar- útgjöldum ríkisins en heildarút- gjöld stefna í aukningu um 2—3% af þjóðarframleiðslu, sem er í tölum talið milli 15 og 20 milljarð- ar króna. Öllu á síðan að mæta með aukinni skattheimtu og þá fyrst og fremst í formi beinna skatta, sem ekki koma inn í vísitölu. Samstarf stjórnarflokkanna kemur m.a. fram í fyrirvara Alþýðuflokksins. Spyrja má, hvort þingmenn Alþýðuflokksins ætli að samþykkja fjárlögin með fyrir- vara. Þá gerði Matthías Á. Mathiesen grein fyrir samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, þar sem m.a. segir: „Stjórnin mælir eindregið gegn pví að ríkisvaidið seilist til tekjuöflunar meö álög- um á Þá tekjustofna, sem sveitar- félögum eru ætlaðir samkv. lög- um nr. 8/1972, en fram hefur komið í fjölmiðlum að undan- förnu, að í athugun sé m.a. aö ríkissjóður teggi á sérstaka fasteignaskatta, veltuskatta og brúttóskatta á tekjur. í Þessu sambandi bendir stjórn sam- bandsins á, aö tekjustofnar sveitarfélaga eru ekki verö- tryggðir nema að óverulegu leyti, en Því er ólíkt farið með tekju- stofna ríkissjóðs. Af Þessum sökum og af völdum verðbólg- unnar er fjárhagur flestra sveitar- félaga nú mjög erfiður og tekju- öflun Þeirra pröngur stakkur sniðin. Stjórnin leggur Því áherzlu á að sveitarfélögum verði veitt aukið svigrúm til tekjuöflunar og að skerðing á tekjum Jöfnunar- sjóðs verið bætt en skattaálögur til ríkissjóðs af sömu tekjustofn- um verði auknar.“ Um skattalagningu atvinnuvega sagði Matthías m.a.: „Síðan ríkisstjórnin tók við völdum hafa orðið mikil umskipti á sviði skattamála. Þau umskipti eru fólgin í stóraukinni skatt- heimtu á öllum sviðum, fyrst með bráðabirgðalögunum í haust og nú með hverju frumvarpinu á fætur öðru um nýja skatta og hærri skatta en nokkru sinni fyrr. Það sem sérstaka athygli vekur er sú aðför sem ríkisstjórnin gerir nú að atvinnurekstrinum í land- inu. Á sama tima og atvinnurekst- urinn berst í bökkum og liggur við stöðvun í sumum greinum eru lagðir á nýir skattar sem hljóta að auka enn á erfiðleikana. Á sama tíma og ríkisstjórnir nágranna- þjóðanna reyna að styðja atvinnu- reksturinn með öllum tiltækum ráðum til að auka atvinnutækifær- in og bæta lífskjörin, ræðst íslenska ríkisstjórnin að atvinnu- rekstrinum eins og hann sé af hinu illa. Menn verða að gera sér grein fyrir því að heilbrigður arðbær atvinnurekstur í landinu er for- senda þess að við lifum hér menningarlífi, hann er forsenda þeirra iífskjara sem við búum við í nútíð og framtíð. Með þeirri stefnu ríkisstjórnar- innar í skattamálum sem felst í þessu frumvarpi er veist harka- lega að atvinnurekstrinum. Stefnt er að stórhækkun tekjuskatts, hækkun eignarskatts um 100%, auk álagningar sérstaks eignar- skatts, sem er í raun fasteigna- skattur og álagningar sérstaks nýbyggingargjalds. Á sama tíma hefur borgarstjórn Reykjavíkur boðað hækkun fasteignaskatta og stórhækkun aðstöðugjalds. Hér er um skipulagða aðför að ræða sem undirbúin er í herbúðum Alþýðubandalagsmanna í öllum atriðum enda gengur þessi stefna þvert á áður yfirlýsta stefnu bæði BLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksinsi Fundur Verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins haldinn 9. desember 1978 lýsir stuðningi við aðgerðir ríkisstjóarinnar til viðnáms gegn verðbólgu, þar sem ljóst er að kjör launafólks verða nú best treyst með hjöðnun verðbólgu og félagslegum umbótum. Fundurinn vill þó benda á að í aðgerðum ríkisstjórnar er ekki enn að finna meiriháttar stefnubreyt- ingu frá fyrri stjórnarháttum. Þar sem tekið sé af röggsemi og festu á þeim margvíslegu meinum sem eru undirrót þesss vanda sem nú er við að glíma. Verkalýðsmálanefndin hvetur því ríkisstjórnina til þess að nýta það lag, sem nú gefst til þess að koma varanlegum breytingum í efnahags- Matthías Á Mathiesen. Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks í skattamálum. Ég vil hvetja þingmenn lýðræðisflokk- anna, sem standa að ríkisstjórn- inni, til að íhuga vandlega hvað hér er í raun og veru að gerast, 1 hvaða hættu atvinnulífinu go rekstri fyrirtækja er stefnt. Sem betur fer eigum við íslend- ingar fjölmarga framtaksama og dugandi menn sem sett hafa á fót og standa fyrir margvíslegum atvinnurekstri. Slíka menn þarf að styðja til aukinna átaka en með þvi leggjum við grundvöll að fjölbreyttara atvinnulífi og betri lífskjörum. í frv. ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt er m.a. gert ráð fyrir verulegri lækkun á fyrningaheim- ildum atvinnufyrirtækja. Gert er ráð fyrir niðurfellingu verðstuð- ulsfyrninga og verulegri lækkun flýtifyrninga. Það er athyglisvert hve vel ráðherrum Alþýðubandalagsins hefur gengið að koma því inn hjá samstarfsmönnum sínum í ríkis- stjórn að fyrningar séu einhver sérstök hlunnindi sem atvinnu- reksturinn hefur og þurfi helst að fella alveg niður. Það var raunar gert við álagningu hins sértstaka tekjuskatts skv. bráðb.l. í laust og nú er stefnt í sömu átt. Það er hins vegar hætt að sýna fram á að fyrningar eru alltof lágar við þær verðbólguaðstæður sem við búum við og höfum búið við á undanförn- um árum og af þeim sökum hafa fyrirtæki orðið að greiða skatt af of háum tekjum, tækjum sem í raun og veru voru ekki tekjur, heldur tölulegur útreikningur á niðurstöðum sem ekkert tekur mið af verðbólgunni. Afleiðing þessa er m.a. sú að eigið fé fyrirtækja hefur rýrnað og býr nú mikill fjöldi fyrirtækja við alvarlegan fjár- magnsskort. En lítum nánar á fyrningarnar. Með fyrningum er verið að færa til gjalda hjá fyrirtækjum útgjöld sem þau verða að leggja út og standa undir en fá ekki að færa til frádráttar tekjum á því ári sem til útgjaldanna er stofnað heídur er frádrættinum dreift á nokkur ár. I verðbólgunni rýrnar gildi fyrning- anna og fyrirtækin fá ekki að draga þessi útgjöld frá á réttu verði á hverjum tíma. Afleiðingin verður of há skattlagning á „tekj ur“ sem ekki eru raunveruleg- ar tekjur. I hinum nýju skattalögum nr. 40/1978 sem fyrrverandi ríkis- stjórn beitti sér fyrir er tekið á þessu máli m.a. með fyrningum af endurmatsverði atvinnurekstrar- tækja. Þar er mótuð heilsteypt og heilbrigð stefna um skattlagningu atvinnurekstrarins sem er af allt öðrum toga en þær óraunhæfu skattálögur sem núverandi ríkis- stjórn er að boða þessa daga á reksturinn. Við sjálfstæðismenn erum and- vígir þessari stefnu. Við viljum efla atvinnulíf landsmanna og verðmætasköpun í þjóðarbúskapn- um, sem lífskjör þjóðarinnar byggjast á. Við viljum hvetja einstaklinga og samtök þeirra til framtaks en ekki draga úr þrótti þeirra með skattaáþján sem þess- ari. Við viljum efla sveitarfélögin en ekki veikja í sjálfsstjórn þeirra og þjónustu við íbúa sína. Þess vegna greiðum við sjálfstæðis- menn atkvæði gegn þessum auknu og nýju skattaálögum, sem ríkis- stjórnin leggur nú til, í anda sjónarmiða Alþvðubandalatrsins MARANTZ ALLTÁ EINUM STAÐ -EN ÞÓ AÐSKILIÐ Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins: Hvetur til varanlegra breytinga í efnahagsmálum málum er miði að auknu atvinnuör- yggi, kjarajöfnuði og rýmri kaup- mætti lægstu launa. Nefndin bendir á, að skerðing kaupmáttar, felur ekki í sér neina lausn verðbólguvandans og varar eindregið við öllum tilraunum til frekari kjaraskerðingar. Lausn verðbólguvandans felst fyrst og fremst í samvirkum aðgerð- um m.a. á sviði verðlags og fjárfest- ingarmála, er stuðla að hagkvæmari rekstri atvinnuveganna, jafnhliða baráttu gegn hverskonar misrétti og spillingu í þjóðfélaginu. Verkalýðsmálanefndin minnir á að því aðeins verður komið á betra og réttlátara þjóðfélagi að stefna og aðgerðir stjórnvalda, séu í samræmi við vilja launafólks og að fullt samráð og samvinna sé milli sam- taka launafólksins og ríkisstjórnar á hverjum tíma. „HIFI-Racks", eöa hljómtækjaskápar, ryðja sér nú mjög til rúms. Hér sýnum vió eina slíka lausn'frá MARANTZ. MR-500 skápurinn er fyrir útvarps- magnarasamstæður og MR-600 fyrir magnarasamstæóur. Svört áferð. Verð kr. 47.100. Og, ef þú kaupir full- komna samstæðu (magnara, plötu- spilara, kassettutæki og hátalara) gegn staðgreiðslu, færðu skápinn ókeypis. Væri ekki rétt að athuga máliö fyrir jólin, eóa þá áramótin? Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.