Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 Anker Jörgensen kom öllum á óvart þegar hann útnefndi Bjerregaard í embætti mennta- málaráðherra í september 1973. Þessi mynd var tekin af Bjerregaard og Jörgensen eftir móttöku hjá Danadrottningu eftir útnefninguna. að Bjerregaard yrði í Kfna og Thailandi fram yfir næstkom- andi áramót, en hún kom til Hong Kong í dag á leið sinni til Kaupmannahafnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Bjerregaard forðaðist frétta- menn við komuna til Hong Kong. Anker Jörgensen boðaði fyrir skömmu að efnt yrði til opin- berrar rannsóknar á því hvers vegna gistikostnaður ráðherr- ans, í 13 daga heimsókn til Parísar, hljóðaði upp á tæplega 49 þúsund danskar krónur, eða um 3 milljónir íslenzkra króna. Annar kostnaður við ferðalagið er talin hafa verið rúmar 10 þúsund krónur danskar. Hefur mikið verið ritað og fjallað um þetta mál í dönskum fjölmiðl- um, en Ritt Bjerregaard hefur áður valdið hneysklan innan þings sem utan með framferði sínu á ferðalögum. Bjerregaard bjó í lúxus-íbúð á Ritz-hótelinu í París, sem er eitt hið allra dýrasta í Evrópu, og samkvæmt tölunum að ofan hefur hótelkostnaður hennar á sólarhring verið rúmlega 3.700 krónur danskar, eða um 230.000 íslenzkar. Upplýsingar þessar ollu miklu fjaðrafoki í Kristjánsborgarhöll, en þar eru ýmsar helztu stjórnstofnanir Dana hýstar, þ. á m. danska þjóðþingið og segja danskir að drottning þeirra leyfi sér ekki slíkan munað á ferðalögum sínum. Ritt Bjerregaard. hyggni. Sagðist Jörgensen ætla að kanna málavöxtu og ræða við ráðherrann þegar hún kæmi úr ferðalagi frá Kína og Thailandi. Jörgensen sagði að eðlilegt væri að ráðherrar lifðu ekki sem túristar á ferðum sínum, en svo virtist sem flottræfilsháttur Bjerregaard gengi fram úr öllu hófi, og eðlilegt væri að ráðherr- ann borgaði eitthvað af kostnaðinum úr eigin vasa. Það var danska blaðið Ekstra Bladet sem skýrði frá dvalar- kostnaði ráðherrans. Upplýsing- ar hafa ekki verið staðfestar af hálfu menntamálaráðuneytis- ins, og ráðherrann hefur ekki látið neitt frá sér fara varðandi fregnirnar. Þá hefur hótelið Dvalarkostnaður dansks ráðherra veldur fjaðrafoki Anker Jörgensen forsætis- ráðherra Danmerkur hefur nú kallað Ritt Bjerregaard menntamálaráðherra heim úr opinberri heimsókn til Kina og Thaiiands til að gefa skýringar á óheyrilega miklum kostnaði vegna ferðar ráðherrans til Frakklands í sambandi við fundi UNESCO og OECO. Upp- haflega var gert ráð fyrir því Á Ritz-hótelinu er hægt að fá eins manns herbergi með baði fyrir rúmlega 36.000 íslenzkar krónur á sólarhring, og þykir Dönum því ráðherra sinn hafa lifað nokkuð flott. Jörgensen hefur látið svo um mælt að reynist orðrómurinn um dvalar- kostnað ráðherrans réttur hafi Bjerregaard borið sig heimsku- lega að og sýnt mikla grunn- ekki viljað skýra frá dvalar- kostnaði ráðherrans, og í opin- berum verðlistum hótelsins er ekki að finna hvað lúxus-íbúð á hótelinu kostar á sólarhring. Talið er að Ritt Bjereegaard kunni að verða vísað úr embætti vegna þessa framferðis síns, og öruggt er talið að hún sér búin að spilla verulega fyrir sér á stjórnmálasviðinu. fp í ■ ■ . ’! Si 1 ‘ %i 1 3' Setustofan í lúxus íbúðinni sem Bjerregaard bjó í Ritz-hótelinu í París ásamt ritara sfnum. Að auki er í íbúðinni stórt svefnherbergi og baðherbergi. Danska konungsfjölskyldan leyfir sér ekki slíkan munað á ferðum sfnum. Má ekki skipta í kauphöllinni Singapore, 18. desember. — Reuter SEXTÁN ára skólapilti sem grætt hefur á viðskipt- um sínum í kauphöllinni í Singapore hefur verið bannað að stunda slík viðskipti. Skólastjóri skóla þess sem pilturinn, Andr- ew Kirk, er nemandi við, hefur bannað Andrew að stunda þessi viðskipti. Skólastjórinn hefur gert Andrew að afturkalla allar viðskiptapantanir sínar og ganga frá úmsömdum samningum. Andrew, sem verzlaði í kauphöllinni fyrir allt að 150.000 Bandaríkjadali í einu, eða um 48 milljónir króna, brást hinn versti við ákvörðum skólastjórans. Hann sagði að yfirstjórn skólans einkenndist af ein- valdskennd og valdboði, og væri breytinga þörf. And- rew er mjög góðum gáfum gæddur og af sumum sagð- ur ofviti. Mikið snætt á ráðstefnu OPEC Abu Dhabi. Sameinaða furstadæminu, 18. desember AP MEÐ sanni má segja að fulltrúar á ráðstefnu olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafi í sig látið mörg tonn af mat á meðan þeir þinguðu um hækkun olíuverðs. Samkvæmt upplýsingum yfir- matreiðslumannsins á Hilton-hótelinu, þar sem ráðstefn- an var haldin, hesthúsuðu olíu- furstarnir og liðsmenn þeirra um tvær smálestir af marlaxi, 200 kílógrömm af humri sem flogið var sérstaklega með frá Skotlandi, 96 kassa af belgískum vínberjum á dag, 400 kílógrömm af risarækju, sem var pöntuð sérstaklega frá Indlandshafi, eina smálest af ferskum ávöxtum, sem sóttir voru til Lundúna, yfir 100 kílógrömm af jarðarberjum, krabbafætur frá Alaska og þrjú kílógrömm af kavíar á dag. Símareikningur ráðstefnunnar sem stóð í átta daga, hljóðaði upp á rúmlega 230.000 Bandaríkjadali, eða um 73 milljónir króna. Blaða- menn frá Kuwait töluðu allt upp í sjö klukkustundir í síma í einu, og bandarískur blaðamaður talaði í fjórar klukkustundir til New York eitt sinn, og kostaði það samtals um 3.000 dollara. Fyrrverandi framkvæmdastjóri OPEC sagði að það væri venja í þriðja heiminum að gestgjafi bæri kostnað sem væri samfara sltkum ráðstefnum, og kæmi því ekkert af kostnaðinum í hlut samtakanna. Stjórn furstadæmisins hafði áætlað að kostnaður hins opinbera af ráðstefnunni yrði um 1,7 milljónir Bandaríkjadala, eða um 540 milljónir íslenzkra króna. Það jafngildir 110 mínútna olíufram- leiðslu furstadæmisins, samkvæmt nýja verðinu. Rændu bónusnum Napólí. ftali'u. 18. desember. — AP. ÞRIR vopnaðir menn réðust inn á skrifstofur hreinsunardeildar Napólí í dag og höfðu á brott með sér andvirði 15,2 milljóna króna. Peninga þessa, sem þjófarnir höfðu á brott með sér í tómum ruslapokum, átti að afhenda starfsmönnum hreinsunardeildar- innar, sorphirðumönnum og götu- sópurum, sem jólaglaðning fyrir vel unnin störf. Amin kvænist Nairobi, 18. desember. — AP BLÖÐ í Uganda skýrðu frá því í dag að Idi Amin Ugandaforseti hefði fyrir skömmu gengið í hjónaband. Hin nýja eiginkona Amins er sögð vera 20—25 ára gömul dóttir kaupsýslumanns. Amin hefur áður kvænst fimm sinnum. Um hríð hefur hann búið með tveimur eiginkonum, en hann hefur fengið skilnað frá þremur. Amin er sagður vera 34 barna faðir. Sértrúarsöfnuður Jim Jones: Anafnaði milljarði á kommúnistaflokk Georgetown, Guyana, 18. desember. Reuter. AP. Embættismaður í Guyana skýrði frá því við rannsókn á sjálfsmorðum yfir 900 manna í sértrúarsöfnuði Jim Jones fyrir skömmu, að leiðtogar safnaðarins hefðu skömmu fyrir sjálfsmorðin fyrirskipað yfirfærslu á yfir sjö milljónum Bandaríkjadala, eða um 2,2 milljörðum króna, á reikning sovéska sendifulltrúans í Georgetown. Peningana ánafnaði Musteris- reglan, sértrúarflokkur Jim Jones, Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Skjölin undirritaði Maria Katsaris, en þau fundust í tösku fullri af peningum sem þremur eftirlifandi meðlimum safnaðarins var ætlað að afhenda sendiráði Sovétríkjanna í Georgetown. Peningana átti að yfirfæra úr svissneskum bönkum í Panama og Venezuela og var dagsetning og upphæð hverrar yfirfærslu nákvæmlega tilgreind í áheitun- um. Þetta gerðist 19. desember 1977 — PLO hafnar friðartil- lögum ísraelsmanna. 1972 — Mannaferðum Banda- ríkjanna til tunglsins lýkur með lendingu Apollo 17 á Kyrrahafi. 1971 — Yahya Khan segir af sér eftir ósigur Pakistana fyrir Indverjum*. 1970 — Thalidomide-réttar- höldum lýkur í Þýzkalandi. 1965 — De Gaulle sigrar í forsetakosningum. 1961 — Goa fellur. 1946 — Stríð brýzt út í Indókína með árásum hersveita Ho Chi Minhs á Frakka. 1942 — Sókn Breta og Indverja í Burma hefst. 1941 — Bretar hörfa frá Pen- ang, Malaya — Hitler tekur við yfirstjórn þýzka hersins í kjöl- far ósigra. 1934 — Japanir fordæma Washington-samningana frá 1922 og 1930. 1913 — Brottflutningur Breta frá Sulva og Anzac á Gallipoli hefst. 1902 — Þjóðverjar, Bretar og ítalir setja hafnbann á Venezú- ela. 1885 — Deila Þjóðverja við Spánverja um Karólínueyjar leyst Spánverjum í vil. 1795 — Austurríkismenn semja vopnahlé við Frakka. 1793 — Napoleon tekur Toulon. 1668 — Innreið Vilhjálms af Óraníu í London. Afmæli dagsinsi Karl Wilhelm Scheele, sænskur efnafræðingur (1742-1786) = Leonid I. Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins (1906 —) = Sir Ralph Richardsson, brezkur leikari (1902 —). Innlenti Eldgos í Eyjafjallajökli 1822 = 12 hús brenna á Akureyri 1901 = Snjóflóð á Siglufirði 1973 = Magnús Guðmundsson fv. ráðherra sýknaður í Hæstarétti 1932 = Víðtæk kjaradeila leyst 1952 = F. Þórarinn Björnsson skólameistari 1905 = D. Björn Halldórsson prófastur 1882 = F. Kjartan Jóhannsson 1939. Orð dagsinsi Ég hef aldrei fengið meltingartruflanir af því að éta ofan í mig það sem ég hef sagt — Sir Winston Churchill, brezkur stjórnskörungur (1874-1965).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.