Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 27 Utgefandí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mónuói innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Fylgifiskar verðbólgunn- ar blasa við Veröbólgan undanfarin ár hefur verið fimmföld hér á landi miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Slíkt ástand hlýtur að hafa geigvænlegar afleiðingar og verka inn á öll svið þjóðlífsins. Það er ekki aðeins, að æ erfiðara hefur gengið að halda uppi heilbrigðum atvinnurekstri, heldur hefur innlendur, frjáls sparnaður dregizt svo saman, að bankakerfið hefur ekki lengur bolmagn til að standa undir eðlilegri rekstrarfjárþörf atvinnuveganna, auk þess sem allt verðmætaskyn hefur brenglazt og virðing manna fyrir almennum sparnaði beðið alvarlegan hnekki. Það kemur svo fram í aukinni eyðslu, sem aftur kallar á óeðlilega mikla eftirsókn í lánsfé. í kjölfar þess siglir spákaupmennska, svartur markaður með peninga blómstrar og menn keppast við að festa peninga sína í steinsteypu. Það er eftirtektarvert, að þó fjárfesting hafi verið hér tiltölulega mikil, skortir mikið á, að hún hafi verið að sama skapi hagkvæm. Menn hafa fyrst og fremst verið að hugsa um að festa peninga sína í húseignum eða öðru því, sem heldur verðgildi sínu í verðbólgunni, án þess þó að sá sýndargróði sé skattlagður af því opinbera. Af þessum sökum hafa almenn arðsemissjónarmið ekki verið hinn ráðandi þáttur í fjárfestingunni með þeim afleiðingum, að dregið hefur úr hagvexti og nú er gert ráð fyrir því, að hann verði orðinn það lítill á næsta ári, að lífskjör beinlínis versni. Við það er stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum miðuð. Frjáls verð- og sparifjármyndun er forsenda viðnáms Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar, Ólafur G. Einarsson og Matthías Á. Mathiesen, hafa lagt fram tillögur á Alþingi, sem fela í sér, að stórlega verði dregið úr opinberum afskiptum af verðmyndun á peningamarkaði, sem aftur leiðir til þess, að frjáls sparifjármyndun mun aukast á ný, en í greinargerð segir m.a.: „Eðli málsins samkvæmt hlýtur sú gagngera breyting, sem hér er lögð til, að krefjast margvíslegra umbóta á öðrum sviðum, einkum að því er varðar verðlagsmál, gjaldeyris- og skattamál. Frjáls verðmyndun og virk samkeppni á peningamarkaði þurfa að fylgjast að, gjaldeyrisviðskipti ættu einnig að verða greiðari og allir bankar og sparisjóðir að geta fengið leyfi til að verzla með erlenda mynt. Gengisuppfærsla birgða ætti að vega á móti gengistryggingu afurðalána." Þar segir enn fremur: „Þegar bann við verðtry^gingu fjárskuldbindinga eða viðmiðun þeirra við skráð gengi erlends gjaldmiðils er fellt úr gildi, hljóta verðtryggðar fjárskuldbindingar að ryðja sér til rúms. Innlánsstofnanir laga sig að breyttum aðstæðum, t.d. að því er varðar verðtryggingu og gengisbindingu lána til ákveðins tíma og vexti af skammtímalánum. Sparisjóðir geta sérhæft sig í innlánum og útlánum til langs tíma. Sú innlánsstofnun, sem bezt er rekin, getur boðið bezt innlánskjör." Þessi nýbreytni mun hafa margvísleg áhrif til góðs á hið sjúka efnahagslíf og enginn vafi er á, að það er rétt, að „þessi grundvallarbreyting á skipan peningamála er forsenda þess, að takast megi að vinna bug á verðbólgu, örva atvinnulíf, auka arðsemi og bæta þar með þjóðarhag. Þetta er leiðin til að treysta gjaldmiðilinn og nauðsynlegur undanfari myntbreytingar." Vörugjaldverði fellt niður af hljóðfærum - sagði Ragnar Amalds á föstudaginn RAGNAR Arnalds mennta- málaráðherra lýsti því yfir í umræðum í efri deild Alþingis á föstudaginn, að hann væri því fylgjandi, að vörugjald yrði afnumið af hljóðfærum. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins, Eyjólfur Konráð Jónsson, kvaðst þá myndu flytja tillögu þessa efnis, eftir helgina, og gerði hann það í gær, mánu- dag. Við umræður um tillögu Eyjólfs Konráðs sagði mennta- málaráðherra hins vegar að hann myndi greiða atkvæði gegn henni, enda hefði hann enga tryggingu fyrir því að tollskrárnúmer þau er Eyjólfur Konráð væri með væru rétt, og væri því eðlilegra að fela fjármálaráðherra málið til athugunar. Umræður um vörugjald hófust sem fyrr segir á föstu- daginn, er rætt var um tíma- bundið vörugjald í efri deild. Þar sagði Ragnar Arnalds, að mikil gagnrýni hefði komið fram á það, að hækkað væri vörugjald á hljóðfærum, og væri hann þessari gagnrýni sam- mála. Kvaðst hann vona að þetta mál yrði tekið til endur- skoðunar. Þau Eyjólfur Konráð Jónsson og Ragnhildur Helgadóttir kváðust ánægð með þessa yfir- lýsingu ráðherrans, og Eyjólfur Konráð kvaðst vilja biðja um frest á umræðum um málið, þannig að hann gæti útbúið tillögu er samrýmdist þessum skoðunum menntamálaráð- herra. Tillöguna flutti hann síðan á fundi efri deildar í gær, ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í deildinni. Sagði Eyjólfur tillöguna fram komna vegna ummæla ráðherra, ekki hefði verið vitað um þessa afstöðu hans fyrr, og flutnings- menn vonuðust til að fieiri stjórnarþingmenn væru sömu skoðunar og ráðherrann. Sagði flutningsmaður að þessi breytingartillaga kostaði ríkið 100 milljónir króna í lækkuðum tekjum. Ragnar Arnalds sagði hins vegar, að hann hefði enga tryggingu fyrir því að þau tollskrárnúmer sem Eyjólfur væri með væru rétt, og jafnvel þótt svo væri, þá væri eðlilegra að þetta mál yrði tekið með í þeirri endurskoðun á vörugjaldi sem fjármálaráðherra hefði heitið að láta gera eftir áramót. Kvaðst hann treysta fjármála- ráðherra fyllilega til að taka gjaldið af hljóðfærum þar með, og myndi hann því greiða atkvæði gegn því að fella gjaldið niður nú þegar. Tómas Arnason fjármálaráð- herra tók einnig ti' máls, og sagði hann það rétt vera að þessi mál yrðu tekin til endur- skoðunar, en hann kvaðst alveg neita að gefa yfirlýsingar um það hvaða vöruflokkar það yrðu sem vörugjaldið yrði fellt niður af. Eyjólfur Konráð sagði, að menntamálaráðherra þyrfti ekki að óttast að tollskrár- númerin væru röng, enda væru þau fengin hjá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar. Greinilegt væri hins vegar að fjármálaráð- herra ætlaði sér alls ekki að fella gjaldið niður af hljóð- færum, og því ætti Ragnar Arnalds að nota tækifærið og greiða breytingartillögunni atkvæði. Þess má geta, að einn þing- manna Alþýðubandalagsins, Stefán Jónsson, kom fram með þá tillögu, að þegar yrði fellt niður vörugjald af hrossabrest- um, en beðið yrði með önnur hljóðfæri. Taldi hann þingmenn þarna geta hist á miðri leið. — Enginn þingmanna svaraði þessum orðum Stefáns. Atkvæðagreiðsla um málið mun fara fram síðar, en um- ræðum var ekki að fullu lokið um málið í gær. Greiði atkvæði gegn niðurfell- ingu vörugjalds af hljóðfærum - sagði Ragnar Arnalds í gær Biðlaun þingmanna: t>ingnefnd klofn- ar í þrennt MIKLAR umræður urðu í efri deild Alþingis í gær um frum- varp um biðlaun þingmanna, þ.e. að þingmenn skuli hafa hiðlaun f 3 mánuði eftir að þingmennsku þeirra lýkur, hafi þeir setið 4 ár eða lengur á Alþingi ert 6 mánuði eftir 10 ára þingsetu eða lengri. Pjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar klofnaði í málinu. Fyrsti minnihluti, Jón Helgason (F) og Geir Gunnarsson (Abl) lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, eins og það var afgreitt frá neðri deild. Annar minnihluti, Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Ágúst Einarsson (A) og Karl Steinar Guðnason (Á) lögðu til að frumvarpið yrði fellt. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) vildi samþykkja frumvarpið með þeirri breytingu að biðlaunin miðuðust við 3 mánuði og almennar reglur um þingfarar- kaup, þ.e. kæmu ekki til viðbótar hugsanlegum öðrum launum viðkomenda. Fjöldi þingmanna tók til máls en atkvæðagreiðslu um frum- varpið var frestað. Álafoss náðist ekki áflot EKKI tókst að draga ms. Álafoss á flot af strandstað við Hornafjörð seint í gærkvöldi, þvi að taugin milli skipsins og björgunarskipsins Goðans slitnaði. Á að reyna að ná skipinu aftur út árdegis nú í dag. Álafoss var á útleið eftir að hafa tekið sfld í Höfn aðfaranótt laugardags og strandaði þá á eyrunum rétt innan við Hornafjarðarós. Álafoss átti að vera fyrr á ferðinni en seinkaði vegna strands Múlafoss í innsiglingunni í síðustu viku, því að Álafoss komst þá ekki framhjá Múlafossi. Vilmundur Gylfason: Forsætisráðherra hefur velþóknun á vinnu- brögðum Alþýðuflokks Vilmundur Gylfason sagði við aðra umræðu f járlagafrumvarpsins á laug- ardaginn, að greinilegt væri að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefði velþóknun á þeim vinnubrögðum Alþýðuflokksins að leggja fram efna- hagsmálafrumvarp milli fyrstu og annarar umræðu fjárlaga. Kvaðst Vilmundur draga þessar ályktanir af ummælum er forsætisráðherra lét falla við umræður utan dagskrár, er rætt var um á hvern hátt yrði staðið að afgreiðslu mála fyrir áramót. Vilmundur þakkaði forsætisráðherra einnig fyrir þau ummæli er hann hefði viðhaft um efni tillagna Alþýðuflokks- ins, og sagði hann að forsætisráðherra hefði mælst viturlega er hann tók á jákvæðan hátt undir tillögur Alþýðu- flokksins. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra var viðstaddur fjárlagaumræð- una er Vilmundur lét framangreind orð falla. Hló ráðherra dátt og virtist vera skemmt undir ræðu Vilmundar, en hann tók ekki til máls í umræðunum. Fjárlög verða aijgreidd f>TÍr jól — segir Ragnar Arnalds Fjárlög verði ekki afgreidd — segja Ágúst Einarsson, Karl Steinar Guðnason og Bragi Sigurjónsson ÞRÍR þingmanna Alþýðu- flokksins, _ þeir Bragi Sigur- jónsson, Ágúst Einarsson og Karl Steinar Guðnason, lýstu því yfir á fundi efri deildar í gærkvöldi, að það væri ósk Alþýðuflokksins að fjárlögin yrðu ekki afgreidd fyrr en í janúar, að loknu jólaleyfi þing- manna. Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra sagði hins vegar að ekki kæmi annað til greina en að afgreiða fjárlögin fyrir jól, annað væri fullkomið ábyrgðarleysi. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra sagði, að þingstörfum lyki fyrir jól, en tók ekki fram í ræðu sinni við umræðurnar, hvort þá yrði búið að afgreiða fjárlögin. Umræðurnar hófust á því að einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, Ragnhildur Helga- dóttir, óskaði þess að forsætis- ráðherra upplýsti á hvern hátt yrði staðið að afgreiðslu mála nú fyrir jól. Sagði Ragnhildur að þingmönnum væri haldið við storf frá morgni til kvölds dag eftir dag, án þess þó að vitað væri hvernig afgreiðslu mála yrði á endanum háttað. Þingstörfum lýkur fyrir jól r — segir Olafur Jóhannesson, forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson sagði, að „eins og er siglum við hraðbyri áfram, og gerum ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir jólin, í síðasta lagi á Þorláksmessu, kannski fyrr ef allt leikur í lyndi, sem ég vona að verði." Sagði forsætisráðherra, að ástæðulaust væri að ætla að uppstytta í stjórnarsamstarfinu væri á næsta leyti. Athygli vakti, að forsætisráðherra sagði ekkert um það, hvort fjárlög yrðu afgreidd fyrir jól, er hann ræddi um að þingstörfum lyki fyrir þann tíma. Bragi Sigurjónsson sagði, að fyrirvari þingmanna Alþýðu- flokksins um samþykkt fjárlaga, byggðist á því, hvernig yrði tekið undir tillögur þeirra um jafnvægi í efnahagsmálum. Sagði hann að Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur yrðu að segja af eða á um hug sinn til þessara tillagna, áður en fjárlög yrðu afgreidd. Sagði Bragi að þessi mál ætti að skoða fram í janúarmánuð, og þá yrði kannað hvort grundvöllur væri fyrir því að grípa til röggsamra og ákveðinna aðgerða í efnahags- málum. Sagði hann að mun betri árangur næðist með þess- um hætti, heldur en ef hespa ætti því af fyrir jól. Ekkert kappsmál væri að afgreiða fjárlög fyrir jól, það mætti alveg bíða fram yfir áramótin, líkt og tíðkaðist við afgreiðslu fjár- hagsáætlana hjá sveitarfélög- um. Ágúst Einarsson tók í sama streng, og sagði að engin loforð hefðu verið gefin um að afgreiða fjárlögin fyrir jól, enda væru þau ekkert aðalatriði, heldur hitt, að mótuð verði heildar- stefna í efnahagsmálum. Sagði Ágúst það von Alþýðuflokksins, að viðræður stjórnarflokkanna um tillögur þeirra gætu hafist innan skamms. Það gæti svo vel beðið í þrjár til fjórar vikur að taka afstöðu til þeirra, en æskilegt væri að jólaleyfið yrði notað til þessara athugana og viðræðna. Karl Steinar Guðna- són tók í sama streng og þeir Ágúst og Bragi. Ragnar Arnalds sagði hins vegar, að ekki kæmi annað til greina heldur en að afgreiða fjárlögin fyrir jól, enda kvaðst hann ekki trúa því að nokkur þingmaður sýndi slíkt ábyrgðar- leysi, að láta það dragast fram á næsta fjárhagsár. Ragnar ræddi einnig um tillögur Alþýðu- flokksins, og sagði hann þær vera nokkurs konar fjölmiðlapólitík. sem væru sniðnar fyrir fjölmiðla ekki síður en fyrir samstarfs- flokkana. En sumt í tillögunum sagði Ragnar vera ágætt, annað í andstöðu við Alþýðubandalag- ið, og annað væri þar hvorki jákvætt né neikvætt, heldur gersamlega óskiljanlegt. Að lokum sagði menntamálaráð- herra, að til greina kæmi að bíða með samþykkt lánsfjár- áætlunarinnar þar til eftir áramót, og ættu Alþýðuflokks- menn þá að geta vel við unað, en útilokað væri annað en að afgreiða fjárlögin fyrir jólaleyfi. Ágúst Einarsson og Karl Steinar tóku aftur til máls, og ítrekuðu afstöðu Alþýðuflokks- ins. Sagði Ágúst að það hefði oft gerst að fjárlög hlytu ekki afgreiðslu fyrir jól, jafnvel hefði það dregist fram í apríl. Karl Steinar sagði, að ekki væri unnt að taka orð Ragnars Arnalds öðru vísi en sem hótun, og yrðu þau skoðuð sem slík. fyrr en í janúar Friðrik Qlafsson forseti Alþjóðaskáksambandsins: Nú er að þoka kosninga- loforðunum áleiðis í höfn „Það fylgir kosningasigri að standa við kosningaloforðin svo auk allra annarra verkefna sem forsetaembættinu fylgja, þá verð ég nú að taka til höndunum við að þoka áleiðis þeim stefnumálum, sem ég setti fram í kosningabaráttunni,“ sagði Friðrik ólafsson forseti Alþjóðaskáksambandsins, er Mbl. ræddi við hann fyrir helgina, en þá var hann nýkominn heim úr sinni fyrstu heimsókn sem forseta Fide á skrifstofu sambandsins í Amsterdam. „Ég sendi því út eins konar dreifibréf til allra skáksambandanna og fleiri aðila, sem eru tengdir skákinni, þar sem ég áréttaði hugmyndir mínar varðandi uppbyggingu skákarinnar og gerði grein fyrir því, hver yrðu mín fyrstu skref við að hrinda þeim í framkvæmd.“ í september sendi Friðrik Ólafsson út stefnuskrá, þar sem hann gerði í meginatriðum grein fyrir sjónarmiðum sínum varð- andi málefni Fide og fyrir kosningarnar í Buenos Aires gaf hann út sérstakt plagg þar sem hann lagði fram hugmyndir sínar um útbreiðslu skákarinnar í heiminum.“ Þessum hugmynd- um var sérstaklega ætlað að skírskota til þjóða, þar sem skákin er skammt á veg komin, og skáksamböndin eru fjárhags- lega óburðug og þurfa þess vegr.a á aðstoð Fide að halda við uppbyggingu skákarinnar. Það er fjöldi nýrra aðildarsambanda í þessari aðstöðu og reyndar einnig nokkur eldri." — Ilverjar eru þessar hug- myndir? „Ég hef lagt til að komið verði á laggirnar samræmdu skák- fræðslukerfi, sem nota mætti til að kenna skák á öllum stigum, í skólum, og jafnt ungum sem gömlum. Það eru til ótal kennslubækur í skák en það vantar alla samræmingu í þetta til að hægt sé að vinna eftir einhverju ákveðnu kerfi. Þarna þyrfti Fide að hafa forystu og gefa út kennslubækur, sem byggðar yrðu á því bezta, sem til er. Á sama hátt yrði Fide að sjá til þess að til væru hentugar hand- og leiðbeiningabækur fyrir skák- kennara. Svo eru það skákmótin. í fyrsta lagi eru það skákmót, sem veita réttindi til stiga og í öðru lagi mót sem veita réttindi til titla. I fyrrnefndu mótunum þurfa að vera níu þátttakendur með stig til að mótin veiti réttindi til stiga, þannig að það gefur auga leið að án utanað- komandi aðstoðar eiga mörg skáksambönd í erfiðleikum með að koma á hjá sér mótum til að veita heimamönnum tækifæri til að að öðlast skákstig. Sama er að segja um titilmótin, en til þess að mót sé gilt til titla verður ákveðið hlutfall keppenda að vera titilhafar. Til að leysa þennan vanda hef ég lagt til að unnið verði að því að gera ferðalög skákmanna ódýrari, til dæmis með því að fá flugfélög og önnur fyrirtæki til að veita skákmönnum afslætti. Staðreyndin er sú, að þeir skákmenn, sem eru lágt á stigatöflunni hafa ekki mikla möguleika á þátttöku í skákmót- um, þannig að minnkandi kostnaður ætti að auðvelda þeim ferðalög til móta í löndum, sem nauðsynlega þurfa slíka kepp- endur til að skapa heimamönn- um tækifæri á stigum. Þannig ætti að vera unnt að vinna að því að gera mótshaldið sem ódýrast á þessu sviði. Varðandi titilmótin hef ég lagt til að á vegum Fide verði skipulagðar ferðir þekktra skák- meistara, 3—4 í hóp, sem myndu þá keppa á mótum, þar sem heimamenn hefðu möguleika á að öðlast titla. Á vegum Fide er til sérstakur sjóður sem verja á til aðstoðar við lönd, sem eru skammt á veg komin, og ég hef hugsað málið þannig að þessi sjóður yrði notaður til að kosta slíkar ferðir þekktra skákmeist- ara. Með slíkum skipulögðum Friðrik ólafsson ferðum yrði í raun hægt að slá margar flugur í einu höggi, því að þessir skákmeistarar yrðu um leið tæki til að útbreiða skáklist- ina og afla henni vinsælda. Við þekkjum sjálfir af reynslunni hér heima, hvernig koma þekktra skákmeistara hefur smitað út frá sér og þeir eflt skákáhugann ekki bara með þátttöku í skákmótum, heldur einnig með fjölteflum, fyrirlestr- um og stuttum námskeiðum. Loks er svo þess að geta varðandi mótin, að það er ekki nóg að hafa bara keppendurna, því að einnig þarf dómara með réttindi til að halda alþjóðleg skákmót. Til þess að leysa þann vanda hef ég lagt til að Fide gangist fyrir sérstökum nám- skeiðum þannig að menn í þessum löndum fái réttindi til að hafa slíka mótsstjórn með hönd- um. — Nú má segja sem svo að þessar hugmyndir þínar snerti einkum þá, sem skemmra eru á veg komnir í skákinni. Hins vegar ræddir þú einnig fyrir kjörið um hag atvinnuskák- mannanna og að Fide gæti orðið þeim að liði. „Það er rétt, að margir at- vinnuskákmenn hafa gagnrýnt Fide fyrir afskiptaleysi af þeirra högum, og ég hef lýst yfir að Fide ætli að láta sig hag þeirra meira varða. Það er ýmislegt sem Fide getur gert til að bæta hag beztu skákmannanna eins og til dæmis að setja ákveðnari reglur um ýmislegt, sem víkur að móts- haldi. Ég hef mikinn áhuga á að koma á betri samvinnu milli Fide og atvinnuskákmanna held- ur en verið hefur. í því sambandi hef ég mikinn hug á að hvetja atvinnuskákmenn til að taka virkari þátt í starfsemi Fide, til dæmis þeim þáttum, þar sem reynsla þeirra og þekking hljóta að vega þungt á metaskálunum, eins og fyrirkomulagi heims- meistarakeppninnar. Ákjósanlegt væri að atvinnu- skákmenn gætu sett á laggirnar einhvers konar samtök, sem yrðu málsvari þeirra og í nánum tengslum við Fide.“ — f j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.