Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 45
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978
23
Sóknarnýtingin aðeins 33,3%
SÓKNARNÝTING íslenzka liösins í
gærkvöldi var mjög slök. Liðiö fékk
39 sóknir og skoraði 13 mörk, og
nýtingin er því 33,3%. Þorbjörn
Guðmundsson haföi besta nýtingu
hann skaut 10 sinnum skoraði 7
mörk og glataöi boltanum einu sinni.
Axel Axelsson skaut átta sinnum
geröi tvö mörk og glataði boltanum
þrisvar. Viggó Sigurösson skaut
fjórum sinnum skoraöi ekkert mark
glataöi boltanum einu sinni. Bjarni
Guömundsson skaut þrisvar skoraöi
tvö mörk, glataöi boltanum einu
sinni. Höröur Haröarson skaut tvisv-
ar skoraði ekkert mark glataði
boltanum tvisvar. Ólafur H. Jónsson
skaut einu sinni og skoraöi eitt mark.
Ólafur Jónsson skaut 3 og skoraði
eitt mark.
Þeir Bjarni, Árni og Ólafarnir
fiskuöu eitt vítakast hver. íslenzka
liðiö glataði boltanum 10 sinnum í
leiknum, annað hvort út af eða gefið
var beint í hendur andstæöinganna.
Ólafur Benediktsson varöi ellefu
skot í leiknum þar af tvö vítaköst.
Hann fékk á sig ellefu mörk. Gunnar
Einarsson kom inná þegar 16 mínút-
ur voru til leiksloka og varöi tvö skot
en fékk á sig fimm mörk.
þr.
Landslið í öldudal
ÍSLENZKIR handknattleiksunnendur urðu í gærkvöldi vitni að einhverri ömurlegustu frammistöðu
íslenzks landsliðs þegar landslið okkar tapaði fyrir Dönum 16<13 eftir að staðan hafði verið 8i4 í hálfleik,
Dönum í vil. Lið okkar hafði fengið góðan liðsstyrk frá fyrri leiknum, þeir félagar ólafur og Axel voru
mættir til leiks og sömuleiðis Víkingarnir þrír, Arni, ólafur og Viggó, og loks var óli Ben. aftur með og
munaði mest um hann. ólafur varði hreint stórkostlcga og kom í veg fyrir enn stærra tap fyrir þessu
danska liði, sem aðeins hafði 9 mönnum á að skipa og það flestum lítt reyndum. Þetta danska landslið er
með þeim lakari. sem Danir hafa teflt hér fram og því var kjörið tækifæri til þess að jafna aðeins hina
óhagstæðu stöðu okkar gagnvart Dönum, en það tókst ekki, því miður. Báðir leikirnir urðu mikil vonbrigði
og víst er að landsliðsþjálfarinn, Jóhann Ingi Gunnarsson, þarf að hugsa allt dæmið upp á nýtt fyrir
B keppnina á Spáni.
Höfuðorsökin fyrir tapinu í
gærkvöldi var sóknarleikurinn,
sem var nánast í molum allan
tímann. Boltinn gekk ekki nægi-
lega vel milli manna og hreyfing
var lítil á sóknarmönnunum.
Undantekning var ef boltinn
rataði inn á línuna og enn sjaldnar
tókst að opna leið fyrir horna-
mennina. Leikkerfi voru sárasjald-
an reynd og í heild má segja að
sóknarleikurinn hafi verið alveg í
molum. Villurnar, sem sumir
leikmenn gerðu í sókninni, voru
hreint ótrúlegar. Vörnin var betri
en í fyrri leiknum en hún var alltof
villt. Aðeins Ólafur Benediktsson
lék eins og hann bezt getur og
markvarzla hans var stórkostleg á
köflum. Þá er aðeins ógetið
bekkstjórnarinnar, sem var alls
ekki nógu góð hjá Jóhanni lands-
liðsþjálfara. En hans hlutverk var
erfitt með alla þessa leikmenn,
sem léku langt undir getu.
Byrjun leiksins var herfileg hjá
íslenzka liðinu. Kay Jörgensen
varði víti frá Axel á upphafsmín-
útunum og fimm fyrstu sóknirnar
fóru til spillis. Danir komust í 3:0
og það var ekki fyrr en á 8. mínútu
að Ólafur Jónsson fann leiðina í
danska markið. I fyrri hálfleik átti
íslenzka liðið 21 sóknarlotu og þær
gáfu aðeins af sér 4 mörk, herfileg
útkoma það. Tvö markanna voru
úr vítaköstum og aðeins eitt
markið var verulega fallegt, fall-
egasta mark leiksins. Það mark
skoraði Ólafur H. Jónsson af línu
eftir glæsisendingu Axels.
I upphafi seinni hálfleiksins
tókst Islendingum að jafna nokkuð
leikinn en herfilegur kafli um
miðbik seinni hálfleiks gerði út um
leikinn, þá skoruðu Danir þrjú
mörk í röð, breyttu stöðunni í 14:9
og leikurinn var tapaður.
Sem fyrr segir var Ólafur
Benediktsson langbeztur á meðan
hans naut við en Ólafur meiddist í
seinni hálfleik og varð að fara af
velli. Meðal annars varði Ólafur
tvö vítaköst. Þorbjörn Guðmunds-
son átti beztan leik í sókninni hjá
íslenzka liðinu og hann var mjög
öruggur í vítaköstunum. Axel gekk
ekki heill til skógar enda varð
árangurinn eftir því hjá honum.
Hann átti þó góðan kafla í s.h. og
skoraði 2 mörk í röð. Arni
Indriðason og Ólafur Jónsson voru
sterkir í vörninni en atkvæðalitlir
í sókninni. Þeir komu svo til beint
úr flugvélinni og voru greinilega
þreyttir. Flugferðin virtist þó hafa
meiri áhrif á Viggó Sigurðsson,
sem var eitthvað miður sín allan
leikinn. Lítið bar á Bjarna Guð-
mundssyni enda lítið gert til þess
að reyna að opna fyrir hann
hornið. Hörður Harðarson átti
afleitan dag. Stefán Gunnarsson
var nokkuð frá sínu bezta í báðum
landsleikjunum og Ólafur Jónsson
var ekki eins góður og maður hefur
séð hann áður. Reyndar var hann
sterkur í vörninni, kannski full-
sterkur í bókstaflegri merkingu,
en í sókninni var hann látinn leika
fyrir utan, staða sem hann kann
ekki við sig í og því naut hann sín
ekki. Loks er að nefna Steindór
Gunnarsson, sem aðallega lék í
Jóhann Ingi landsliðsþjálfari:
„Ég er ánægður með leikinn"
Morgunblaðið ræddi við þjálfara
liðanna eftir leikinn og nokkra
leikmenn og fer spjallið hér á eftir.
Leif Mikkaelssen Þjálfari danska
liðsins.
— Ég er ánægöur meö leikinn í
kvöld. Það er erfitt að leika svona tvö
kvöld í röð og þurfa að tefla fram
aðeins 9 mönnum og hafa engan
varamarkmann. Okkur vantar fjóra
lykilmenn í lið okkar, og það hefur
sitt aö segja. Hér er erfitt að leika,
íslenskir áhorfendur eru vel með á
nótunum. Mér fannst lið ykkar vera
mun betra í síðari leiknum, en
sýnilega vantar meiri samæfingu.
Bestu menn í íslenska liðinu voru
markvörðurinn Ólafur Benediktsson
og Þorbjörn Guðmundsson.
Jóhann Ingi Gunnarsson Þjálfari og
einvaldur íslenska liðsins
— Ég er ánægður með leikinn í
kvöld, hann var betri en sá fyrri.
Sóknarleikurinn var slakur og er
höfuðverkur okkar. Hins vegar er ég
ánægður með markvörsluna og
varnarleikinn. Ég átti ekki von á
meiru. Við stefnum að því að bæta
okkur. Það verður æft samfellt fram
aö Baltic keppninni í Danmörku.
Liðið þarf meiri samæfingu.
Ólafur H. Jónsson.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum
meö sóknarleikinn, en þess ber aö
gæta að samæfing okkar er lítil.
Þetta á eftir að koma.
Axel Axelsson.
Ég ætlaöi ekki aö leika þennan leik
þar sem ég er meiddur í fæti og þaö
háir mér töluvert. Þrátt fyrir úrslitin í
kvöld er ég bjartsýnn á meiri getu hjá
liðinu. Við stefnum að því að verða í
fyrstu sex sætunum í B-keppninni á
Spáni og það ætti að takast.
Geir Hallsteinsson sagði eftir fyrri
leikinn:
— Þetta er ekki sterkt danskt lið,
og því er frammistaða okkar slök. Við
lékum óyfirvegað í leiknum og gáfum
okkur ekki nægilegan tíma.
pr.
vörninni og réð ekki vel við það
hlutverk.
Dómarar voru sænskir, Aström
og Dahlström, og voru þeir léleg-
ustu menn vallarins. Segir það
mest um gæði þeirra, því að
leikurinn var með lakari lands-
leikjum, sem sést hafa á fjölum
Laugardalshallarinnar.
í STUTTU MÁLIt
(sland — Danmörk 13.16 (4.8), Laugar
dalshóll 18. des.
MÖRK ÍSLANDSi Þorbjörn Guðmundsson 7
(4 víti). Axel Axelsson 2, Bjarni Guðmunds-
son 2, Olafur H. Jónsson 1, ólafur Jónsson 1
mark.
MÖRK DANAi Morten Stig Christiansen 4,
Per Sk&rup 4. Lars Bock 4, Mikael Kold 3,
Carsten Haurum 1.
VARIN VÍTAKÖSTi ólafur Benediktsson
varði vítaköst Bjarne Jeppesen og Per
Sk&rup og Kay Jörgensen varði vítakast
BROTTVÍSANIRi Steindór Gunnarsson,
Árni Indriðason, ólafur H. Jónsson og
Morten S. Christiansen útaf í 2 mínútur
hver. — SS.
• Ólafur Jónsson opnar markareikning íslands í leiknum í gærkvöldi
með glæsilegu marki úr horninu. Ljósm. KHstján.
Víkingar einir eftir
af Norðurlandaliðunum
ÞAU ERU ekki árennileg liðin,
sem komist hafa í 8-liða úrslit
Evrópukeppni bikarmeistara og
• .ÞAÐ bregst aldrei að mitt lið vinni
þegar pabbi horflr á." sagöi Bodan
Kowalzyk þjálfari Víkinga viö sænsku
blööln eftir sigurleik Víkings við Ystad á
sunnudaginn. Foreldrar Bodans komu yfir
til Svíþjóöar til þess aö horfa og þessi
pólsku hjón glöddust ákaflega yfir sigri
Víkings, rétt eins og Víkingarnir. Myndin
sýnir Bodan. Kristján Sigmundsson og
Ólaf Einarsson fagna í leikslok. Sænsku
blööin sögöu eftir leikinn aö Víkingsliöiö
helöi leikiö góöan handknattleik og
veröskuldað sigurinn.
róðurinn verður pungur fyrir
Víkingana, sama hvaóa liói peir
lenda gegn. Dregið verður í
Evrópumótunum í lok pessarar
viku.
Liðin, sem komust í 8-liða
úrslitin, eru pessi:
Víkingur, íslandi, Hatin Krakow,
Póllandi, TV HUttenberg,
V.-Þýzkalandi, Baia Mare, Rú-
meníu, Sportklub Magdeburg,
A.-Þýzkalandi, Mai Moskvu, Sov-
étríkjunum, Tatabanyai Banyasz,
Ungverjalandi, VFL Gummers-
bach, V.-Þýzkalandi.
i Evrópukeppni meistaralióa
hafa pessi lió komizt áfram:
Dynamo Bukarest, Rúmeníu,
Honved Budapest, Ungverjalandi,
Clapisa Alicante, Spáni, Empor
Rostock, Póllandi, TV Grosswall-
stadt, V.-Þýzkalandi, ZSKA
Moskvu, Sovétríkjunum, Stella
Sport, Frakklandi, VSC Koscice,
Sovétríkjunum.
Eins og sjá má er Víkingur eina
liöió frá Norðurlöndum, sem
tryggt hefur sér áframhald í
Evrópumótunum.
- SS.
IXtftl
. I
Oelitri .Diitg ii)):i í/i) :irty.t -ia/
‘.iBSfiiLiJM.tiiíni