Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 41
45 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 19. DESEMBER 1978 Flest af því fólki sem ferðast daglega með þeim, eru námsmenn, eldra fólk og lágtekjufólk sem ekki hefur efni á að hafa bíla. Á daginn þarf maður að bíða korter eftir vögnunum og er það í sjálfu sér ekkert athugavert. En eftir klukkan sjö á kvöldin og um helgar þarf maður að bíða í hálftíma eftir vagni. Þannig að ef þú þarft að fara það langt að þú þarft að skipta um vagn þá getur það tekið þig hátt á annan tíma að komast leiðar þinnar. Þú hefðir getað komist þessa leið á 10 mínútum í einkabíl'eða leigubíl. Tíminn er dýrmætur, hefur verið sagt og ritað, og því er það sem margir forðast svo mjög að nota strætisvagna af þeim sökum sem að framan eru skráðar, það tekur allt of langan tíma og það getur verið hálf napurlegt að standa úti á veturna og bíða eftir vögnunum. Því finnst mér að sjálfsagt að SVR taki það til athugunar hvort ekki mundi borga sig að þétta net strætisvagnaferða þar sem fleiri mýndu efalaust notfæra sér þjón- ustu þeirra en nú gera. Einnig finnst mér það sjálfsögð skylda borgar og ríkis að stuðla að því að námsmenn, styrkþegar og aðrir sem ekki eiga þess kost að hafa einkabíla geti komist leiðar sinnar án verulegra trafala. I Danmörku þar sem ástandið í peningamálum er lítið betra en hér á Islandi ganga strætisvagnar með 2—4 mínútna fresti. Það á að vísu um höfuðborgina sjálfa en það ætti ekki að vera erfiðara í Reykjavík þar sem hún er ekki eins stór og Kaupmannahöfn en fólkið þarf eins að komast leiðar sinnar hvort heldur borgin er stærri eða minni. Guðrún Sveinsdóttir Þessir hringdu . . . • Skemmtileg tilbreyting Sífellt má heyra kvartanir yfir ýmislegu og slíkt má oft á tíðum sjá hér í þessum dálki. Mig langar til að breyta út af venju hér og koma á framfæri þökkum og lýsa ánægju minni yfir þeirri breytingu sem orðin er á mið- bæjarlífi í Reykjavík. Úti- markaðurinn lífgar mjög skemmtilega upp á Lækjartorgið og allt það sém í kringum hann er. Sérstaklega núna á laugardaginn var mjög ánægjulegt að koma niður í bæinn. Þótt allan snjó hafi vantað var ekki annað hægt en að komast í verulegt hátíðarskap við að koma niður á torgið. Allt ferðafólkið sem þar var, tónlistin, jólasveinarnir og margt annað sem kom fullorðnu fólki til að gleðjasf jafnt og börnum. Það er því einlæg von mín að þessi nýbreytni verði til langframa því annað eins hefur ekki sést í miðbæ Reykjavíkur fyrir jólin-svo að ég muni eftir og ég held ég geti játað það sjálfur að „jólaskapið" svokallaða rauk í mig á laugardag- inn. Vegfarandi. SKÁK • Ölfusárbrú Ö.Á. hafði samband við Vel- vakanda og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Selfossbúar ætla nú að beina allri umferð frá bænum. Ég tel það alveg nauðsynlegt að beina allri umferð þaðan þar sem Ölfusárbrú- in er orðin léleg og einnig á umferöin ekki að liggja um byggðarkjarna. Það var rangt í vegaáætlun um Austurland að sá vegur skyldi ekki liggja meðfram sjó. Nú á að brúa Ölfusárósa og er ég hjartanlega sammála því og finnst mér það einnig að brúa ætti Þjórsárósa með beinni vegalögn i huga allt.að Markarfljóti. Ölfusárbrú mun skapa b.vggðar- iögum þar í kring mikla vinnu og eins ættu íbúar Þykkvabæjar að njóta góðs af. Umsjón: Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires kom þessi staða upp í skák þeirra Coopers frá Wales og v-þýzka stórmeistarans Roberts HUbners, sem hafði svart og átti leik. 28. ..Bxd4! og hvítur gafst upp. 29. Hxd4 yrði einfaldlega svarað með 29... c5 og hvítur tapar heilum hrók. Walesbúar stóðu sig með ágætum í fyrstu umferð, töpuðu aðeins l’A— 2'/2 fyrir Rúss- um, en gegn V-Þjóðverjum biðu þeir mikið afhroð, töpuðu á öllum fjórum borðunum. HÖGNI HREKKVÍSI ££ bÚIHH m Fk ótd OF MlklÐ!" .... © 1978 *■ 5 McNauf ht Synd., Inc urval af peysum, blúss- um, skyrtum, jökk- um, bolum og mesta buxna-úrval landsins. Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 28155. m ' ifii m uBM iSy’ k ¥9flRu MHmY 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.