Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 19 Karvel Ösfmundsson tekur við silfurskildi úr hendi Hilmars Þórarinssonar íorseta bæjarstjórnar. Fyrsti heiöurs- borgari Njarðvíkur í tilefni 75 ára afmælis Karvcls ÖKmundssonar 30. sept. s.l. sam- þykkti bæjarstjórn Njarðvíkur einróma að >jera Karvel að fyrsta heiðursborKara Njarðvíkur íyrir áratujia störf að atvinnu- o« félaKsmálum. Karvel er fæddur á Hellu í Beruvík 30. september 1903. 1928 kvæntist hann Önnu Olgeirsdóttur og flytur búferlum til Njarðvíkur árið 1933 og hefur þá útgerð og fiskverkun ásamt Þórarni bróður sínum. Karvel var kosinn fyrsti oddviti Njarðvíkurhrepps árið 1942 og gegndi hann því starfi til ársins 1962 að hann gaf ekki kost á sér lengur. Auk þess hefur Karvel starfað i ýmsum félögum og verið í stjórn ýmissa fyrirtækja. Bæjarstjórn Njarðvíkur hélt hinn 1. desember s.l. boð til heiðurs Karvel Ögmundssyni og við það tækifæri flutti forseti bæjarstjórn^r, Hilmar Þórarins- son, ávarp, þar sem hann rakti æviferil og störf Karvels og afhenti honum síðan fagurlega gerðan silfurskjöld með þessari áletrun: „Karvel Ögmundsson odd- viti Njarðvikurhrepps 1942—1962 1. heiðursborgari Njarðvíkur — Bæjarstjórn Njarðvíkur 1. des. 1978,“ síðan undirskriftir bæjar- fulltrúa. Heiðursborgarinn flutti síðan ræðu, þakkaði sér sýndan heiður og rakti síðan atburði frá fyrstu árum Njarðvíkurhrepps. Margar fleiri ræður og kveðjur voru fluttar í hófinu. Aðventutónleikar Kirkjukór Akraness, undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, hélt aðventutónleika í Landa- kotskirkju s.i. sunnudag. Það var sannarlega mikið um að vera á tónlistarsviðinu þennan dag í henni Reykjavík. Þrennir tónleikar á sama tíma og vandi úr að velja. Viðfangsefni kórsins að þessu sinni voru aðallega jólalög og í nokkrum tilfellum stillt saman kóralforspili og sálmalagi á mjög smekklegan hátt. Xónleikarnir hófust á Kom þú, kom, vor Immanúel og lék Fríða Lárusdóttir forspil eftir P.A. Yom en sálmurinn var sunginn í raddsetningu Róberts A. Ottóssonar. Þá kom radd- setning eftir J.S. Bach á Sions dóttir, sjá, nú kemur og lauk þessum þætti tónleikanna á orgelforspili eftir J.G. Walther yfir sálminn Vakna, Sions verðir kalla, sem kórinn söng þar eftir í raddsetningu J.S.Bach. Uppi á orgelpalli söng kórinn tvö verk, fyrst Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach og þátt úr óratoríu eftir Pablo Casals, er nefnist Stjarn- an. Verk Casals er mjög hug- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON ljúft og væri það verðugt verkefni fyrir kórinn að flytja verkið í heild. Einsöng í verkinu söng Ágústa Ágústsdóttir mjög fallega. Árni Arinbjarnarson var kórnum til aðstoðar ásamt Fríðu Lárusdóttur. Árni lék In dulci jubilo, sálmforleik eftir Bach og svaraði kórinn með lagi Praetoriusar, Hin fegursta rósin er fundin. Eina íslenzka verkið á tónleikunum fyrir utan radd- setningar Róberts A. Ottóssonar er eftir Karl 0. Runólfsson, Sálmforleikur og raddsetning yfir sálminn Englasveit kom af himnum há. Það er óþarfi að telja upp efnisskrána, en hún var til enda í þessum dúr. Tvö lög skutu þarna örlítið skökku við, en ekki til óþæginda, en það var Ave María eftir Stravinsky og negrasálmurinn Go, tell it on the Mountain. I raddsetningu Róberts A. Ottóssonar á Syng Guði sæta dýrð söng Ágúst Guðmundsson smá sóló. Tvö síðustu lögin voru I dag er glatt eftir Mozart og Heims um ból. I dag er glatt var sungið þríraddað af konunum í kórnum og var sérlega fallega flutt. Síðast var sungið Heims um ból, sem stórlega er dregið í efa að sé eftir Franz Gruber og var það flutt í þrenns konar raddsetn- ingu. Þriðja raddsetningin er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og miðað við fyrri gerðirnar stend- ur hún svolítið sér í stíl og til að finna að, þá er niðurlagið svolítið þvingandi. Hái tónninn liggur of lengi og einangrast frá samhljómi lagsins og nær ekki að samlagast því í lokin, auk þess sem athygli hlustenda beinist sérstaklega að þessum tóni og hvort söngvararnir komist skammlaust frá honum og spillir þannig jólasálminum. Kirkjukór Akraness er frábær- lega vel æfður og syngur mjög vel. Svona góður kór á sannar- lega erindi við stærri verkefni eins og t.d. óratóríuna eftir Casals. Þrátt fyrir það, að yfir tónleikunum ríkti biær fegurð- ar, vantaði eitthvað verulega bitastætt í efnisskrána, stærri og viðameiri verkefni, sem hæfir góðum kór. Reykvíkingar óska Akurnesingum til hamingju með kórinn og þakka fyrir fallega stund í Landakoti. Jón Asgeirsson. ungers 18 hátíöalög — Oh Happy Day *n 4JohnhyjVlpthis 'vturo- And> WiIJi törens Onnlppy M^The ifwin Hawkin uk Alone- Gerry andThe Pacemakers and many many more Beautiful- Ray You’ll Never' „Oh Happy Day“ er engri jólaplötu lík. Hún hefur að geyma 18 lög, sem öll búa yfir miklum hátíðlegum blæ, án þess þó aðjólunum sjálfum sé hampað. Öllu heldur er um að ræða jákvæða og trúarlega stemmningu, sem í rauninni er það sem þessi mesta hátíð kristinna manna snýst um. Þetta gefur „Oh Happy Day“ stóran kostfram yfir aðrar jólaplötur, þar sem hinn jákvæði andi, sem fylgir lögum plötunnar þarf ekki endilega að vera bundinn jólunum einum, heldur getur þú notið hennar hvenær sem er ársins, þegar þú hefur þörf á að hlýða á jákvæða og hrifandi tónlist. Auðvitað er erfitt að tjá sig um plötu eins og „Oh Happy Day“ í stuttu máli. Reyndar hefurðu aðeins einn möguleika. Þú verður að mæta í einhverja af verzlunum okkar og athuga sjálfur af hverju þú gætir misst, ef þú mættir ekki. HLIÐ 1 HLIÐ2 WHEN A CHILD IS BORN Johnny Mathis OH HAPPY DAY Edwin Hawkin Sinyers BATTLE HYMN OF THE REPUBLIC Mormon YOU’LL NEVER WALK Gerry and The Tabernacle Choir ALONE Pacemakers AVE MARIA Andy Williams PUT YOUR HAND AMAZING GRACE Niyel Brook Sinyers IN THE HAND Ocean MORE THAN JUST A MAN Vince Hill EVERYTHING IS BEAUTIFUL Ray Stevens THE LORD’S PRAYER Andy Williams A THING CALLED LOVE Johnny Cash I BELIEVE Frankie Laine CRYING IN THE CHAPEL Tammy Wynette JUST A CLOSER WALK WITH THEE Chartie Rich HOW GREAT THOU ART Wince Hill SWEET BY AND BY Anita Kerr DAY BY DAY Holly Sherwood MY SWEET LORD Johnny Mathis J HLJOMDEILD Uhn KARNABÆR ^ Laugavegi 66. s. 28155, Glæsibæ, s. 81915, Austurstræti 22, s. 28155. V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.