Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna: BENEDIKT Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna, staðfesti í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ekkert samráð haíi verið við hann haft eða samband hans um fyrirhugaða skattlagninu á nýbyggingar, 2% nýbyggingagjald, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um. „Eg tel að hafa eigi þetta samráð heldur meira og betra. ef hafa á það á annað borð," sagði Benedikt, sem taldi þó ekki útilokað, að haft hefði verið samráð við samráðsnefnd ASÍ, en hann á ekki sæti í henni. Einn þeirra, sem situr í samráðsnefnd ASI. sagði í gær, að ríkisstjórnin hefði ekkert samráð haft við launþegahreyfinguna um smíði frumvarpanna um tekjuöflun ríkissjóðs, sem nú liggja fyrir Alþingi. Blaðafulltrúi Alþýðusam- bands íslands, Haukur Már Haraldsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær,"að í sjálfu sér væri það ekkert launungar- mál, að Alþýðusambandið væri samráðsnefndarmenn ASÍ eru utanbæjarmenn, þeir Jón Helgason á Akureyri og Jón Eggertsson í Borgarnesi. Aðrir í nefndinni eru Snorri Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Þór- Samráð þarfað vera víðtœkara og betra óánægt með samráðið við ríkis- stjórnina að því leyti, að það væri ekki talið nógu víðtækt, hæfist ekki nógu snemma á undirbúningstíma og væri næst- um hægt að segja að verið væri að kynna fyrir mönnum fulimót- aðar tillögur og kvað hann fundi jafnvel boðaða með það stuttum fyrirvara, að erfitt væri og jafnvel útilokað að boða menn utan af landi á fundina. Tveir hallsson og Karl Steinar Guðna- son, sem býr í Keflavík, en er vegna starfa sinna sem alþingis- maður að sjálfsögðu mikið í höfuðborginni. Haukur Már kvað t.d hafa verið boðað til samráðsfundar klukkan 17.30 í fyrrakvöld og var þá tilviljun að starfsfólk á skrifstofu ASÍ var ekki farið. Var þá boðaður fundur, sem haldinn var árdegis í gær klukkan 09. Á þeim fundi voru kynnt frumvörp, sem Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra leggur fram á næstunni og munu sum þeirra að stofni til hafa verið orduð af Alþýðusam- bandinu og teljast til þeirra félagslegu réttindabóta, sem ASI gerði að skilyrði fyrir stuðningi við aðgerðirnar 1. desember. Verðj öfnunargj ald á raforku: Sá atburður gerðist á Alþingi í gær að nýr meirihluti myndaðist í iðnaðarnefnd neðri deildar Al- þingis i' afstöðu til stjórnarfrum- varps um verðjöfnunargjald á raforku. Snerist hann gegn frum- varpinu óbreyttu. Stjórnarfrum- varpið gerir ráð fyrir framleng- ingu og jafnframt hækkun verð- jöfnunargjalds á raforku — úr 13% í 19%. Þessi nýi meirihluti gcrir þá breytingartiUögu við stjórnarfrumvarpið. að gjaldið hækki ekki, heldur verði óbreytt Hestarnir fundnir HESTARNIR, sem auglýst var eftir í Mbl. í gær og höfðu horfið úr girðingu á Keldnaholti um helgina, fundust í gær í girðingu norðantil í Vatnsendahverfi. Er hvarf hestanna nú í rannsókn. Athugull lesandi Mbl. hafði veitt hestunum athygli og þegar hann sá greinina í Mbl. í gær gerði hann Árbæjarlögreglunni viðvart og eru hestarnir, fjórir að tölu, nú komnir á sinn stað. frá því sem nú er. Þennan nýja meirihluta f nefndinni skipa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen, sem verður framsögumaður hans f deildinni, og Jósep Þorgeirsson, Alþýðu- bandalagsmaðurinn Eðvarð Sig- urðsson og Alþýðuflokksmaður- inn Gunnlaugur Stefánsson. Minnihluta nefndarinnar, sem leggur til að stjórnarfrumvarpið verði samþykkt, skipa Kjartan Ólafsson (Abl), Ingvar Gíslason (P) og Árni Gunnarsson (A) — þó með fyrirvara. I fyrirvara Árna segir m.a., að „óljós sé nauðsyn þess að hækka prósentu þessa gjalds um 46% eða úr 13% í 19%, þar sem rafveitur sveitarfélaga og Landsvirkjun hafi ýmist farið fram á eða hafa í undirbúningi beiðni um miklar gjaldskrárhækk- anir frá 1. febr. nk." Ennfremur: „Verði hækkun jöfnunargjalds á raforku samþykkt, er sá fyrirvari hafður á, að frestað verði um a.m.k. eitt ár fyrirhuguðu framlagi á lánsfjáráætlun til Bessastaðaár- virkjunar. 800—900 m.kr. framlag til þeirrar virkjunar eykur eðlilega álögur á rafmagnsnotendur, þótt ekki komi þær fram þegar í stað. Þingmenn Alþýðuflokksins, eins og raunar annarra flokka, eru óbundnir í afstöðu sinni um málið, enda skoðanir mjög skiptar um ágæti þess." Það eru því aðeins 2 af 7 nefndarmönnum sem mæla með samþykkt frv. án fyrirvara en meirihluti nefndarinnar vill óbreytt verðjöfnunargjald og hafnar hækkunartillögu ríkis- stjórnarinnar. Álafoss enn á strandstaðnum EKKI hefur enn tekizt að ná skipi Eimskipafélags íslands, Álafossi, af strandstað við Hornafjörð, en björgunarskipið Goðinn gerði í gærkvöldi tilraun til að draga skipið út á háflæði. Jens Mikaelsson fréttaritari Mbl. á Höfn sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að ekki hefði tekizt að ná skipinu þegar tók að fjara út aftur, en ónnur tilraun yrði gerð nú í morgun. Bjóst hann við að reynt yrði síðan að létta á skipinu næðist það ekki á flot á flóði í morgun og yrði þá einhverju af farmi þess sem er síld skipað um borð í minni skip og þannig létt á Álafossi. Þingmenn fá biðlaun í þrjá til sex mánuði LÖG UM biðlaun alþingismanna voru afgreidd frá AÍþingi í gær, er frumvarp þessa efnis var samþykkt frá efri deild að lokinni þriðju umra'ðu um málið. Atkva'ði með frumvarpinu greiddu þingmenn Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks (nema Eyjólfur Konráð Jónsson) í efri deild, en andvígir voru þingmenn Alþýðu- flokksins í deildinni og Eyjólfur Konráð Jónsson. Samkvæmt lögunum eiga alþingismenn nú rétt á launum í þrjá mánuði eftir að þeir hætta þingmennsku, hafi þeir setið á Alþingi eitt kjörtímabil, en í sex mánuði hafi þeir verið á þingi í tíu ár eða lengur. Laun þingmanna eru nú kr. 417.000, en samkvæmt upplýsingum Friðjóns Þórðars- sonar skrifstofustjóra Alþingis verða biðlaun ekki full mánaðar- laun hjá þeim sem þegar fá eftirlaun, né heldur hjá þeim þingmönnum sem þegar hafa tekið við öðru opinberu starfi. Fjárhags- og viðskiptanefnd hafði ekki orðið sammála um málið og skilaði hún áliti í þrennu lagi. Fyrsti minnihluti, þeir Jón Helgason, Jón G. Sólnes og Geir Gunnarsson, mælti með samþykki þess. Annar minnihluti nefndar- innar, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, Ágúst Einarsson og Karl Steinar Guðnason, mælti hins vegar með því að frumvarpið yrði fellt. Þriðji minnihlutinn, Ólafur Grímsson, kom með breytingartil- lögu, þar sem aðeins var gert ráð fyrir að þingmenn sem setið hafa á Alþingi lengur en eitt kjörtímabil fái biðlaun í þrjá mánuði, eftir að þeir láta- af þingmennsku. Þessi breytingartillaga var felld, eins og sést á því sem segir hér að framan. Smjör má geyma í allt að tvö ár sé það í miklu frosti Meirihluti iðnaðar- nefiidar hafiiar hækkun SEM KUNNUGT er eru nú til í landinu 1300—1400 tonna smjör- birgðir, en það samsvarar næst- um þvi ársneyzlu Iandsmanna. Mbl. spurðist fyri um það hjá Oskari Gunnarsyni framkvæmda- stjóra Osta- og smjörsölunnar hversu lengi hægt væri að geyma smjörið og selja þaði — Þegar smjörið er haft í miklu frosti er óhætt að geyma það mjög lengi, allt að tveimur árum, og hér á landi eru ekki til reglur um hversu lengi má geyma smjör. Það er fylgst með birgðunum og sérstakir eftirlistmenn kanna hvort þær eru í lagi, og við heyrum það einnig fljótt ef eitthvert bragð *er komið í smjörið, sem ekki á þar heima. Oskar Gunnarsson sagði, að smjör það er nú væri á markaði Þingmenn í jóla- í 22. des? væri 6—8 mánaða gamalt og væri það geymt við 26—30 gráða frost enda væri það talin örugg geymsla. Þá sagði Óskar, að smjörpakkarnir væru merktir þann dag sem þeim væri pakkað, en ekki væri víst að fólk hefði áttað sig á þeim merkingum og einnig væri hver kassi merktur. Að lokum sagðist Óskar Gunn- arsson ekki kannast við að ein- hverjar reglur væru til um það á Norðurlöndunum hversu lengi mætti geyma smjör áður en það væri sett á markað. leyfi FORSÆTISRAÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunari Alþingi ályktar að leita sam- þykkis til þess að fundum þingsins verði frestað frá 22. desember eða síðar ef henta þykir enda verði það kvatt saman eigi síðar en 21. janúar 1979. Stal bíl og lenti í tveim- ur árekstrum HÖRKUÁREKSTUR varð milli tveggja fólksbíla skammt norðan við Álverið í Straumsvík á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en mikil hálka var á veginum. Ökumaður annars bílsins slasað- ist lítils háttar en tveir menn, sem voru í hinum bílnum, sluppu án meiðsla. Sá sem slasaðist hafði stolið bílnum í Reykjavík. Þar hafði hann lent í árekstri en stungið af og rétt á eftir lenti hann aftur í árekstri, í þetta skipti við Straumsvík eins og áður er getið. Grunur leikur á því að hann hafi verið ólvaður. Magnús sjávarútvegs- ráðherra í veikinda- forföllum Kjartans MAGNÚS H. Magnússon ráð- herra hefur tekið við störfum sjávarútvegsráðherra í veikinda- forföllum Kjartans Jóhannsson- ar, sem liggur í sjúkrahúsi. Kjartan lagðist veikur sl. fimmtudag og var fluttur í St. Jósefsspítalann í Hafnarfirði til meðferðar og rannsóknar. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær, er búist við ráðherranum aftur til starfa um áramótin. í gær tók varamaður Kjartans, Ólafur Björnsson, Keflavík, sæti á Alþingi. Þannig hækka fa s teign agjöld DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignaskatts 1979 samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978. Miðað er við 42% meðalhækkun fasteignamats milli ára, þótt vitað sé að hækkun húsamats sé víða verulega miklu meiri í ýmsum hverfum. Raðhúsið: Kjalarland 27 Fasteignamat lóðar '79i 2.993.000 og húss 1978. 1979. 23.272- Lóðarleiga: 3.057.- Fasteignaskattur: 68.997.- Lóöarleiga: (0,145%) 4.240.- Fasteignaskattur: (0,5%) 116.360. Hækkun milli ára 68,64%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.