Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 32
4 tfnill & miuv Laugavegi 35 -,-M Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki f Skipholti 19, BUDIN sími - 29800 i^V i»^ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Mikil ver ðhækkun þorskflaka á Bandaríkjamarkaði í gær ÞORSKFLÖK HÆKKUÐU í gær á Bandaríkjamarkaði allverulega eða um 11,5% og allt upp í 14,3%, stærstu flök. Einnig varð hækkun á ýsuflö'kum, en hún var ekki eins mikil eða frá 6,7% í 10,7%. Mikilvægasta hækkunin er 11,5%, þar sem um er að ræða 5 punda pakkningar þorskflaka en þar fór verðið úr 130 sentum í 145 sent. Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihusanna, tilkynnti þessar hækkanir á flökum í gær. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Þorstein Gíslason, for- stjóra Coldwater Seafood Corpor- ation, sem staðfesti þessar hækk- anir. Þorsteinn kvað fyrirtækið hafa tilkynnt 15 senta hækkun á þorskflökum í 5 punda pakkningu, í 145 sent, en 20 senta hækkun varð á stærstu þorskflökum, sem nú fóru í 160 sent hvert pund. Hækkunin þar nemur 14,3%. 18 milljarða kr. aukaútgjöld á atvinnurekstur SAMKVÆMT áætlun vinnuveit- enda hafa þau frumvörp, sem ríkisstjórnin er að undirbúa og lögð verða fram á Alþingi á næstunni, í för með sér 18 milljarða króna viðbótarútgjöld fyrir atvinnuvegina á ári. Hér er um að ræða 6 frumvörp um vinnutímastyttingu, þ.e.a.s. breytingu á eftirvinnu í nætur- vinnu, breytingar á uppsagnar- fresti og veikindarétti o.fl. Frá þessu er skýrt í frétt, sem birt er á miðsíðu Morgunblaðsins í dag. Þorsteinn Gíslason sagði, að því miður væri ekki mjög mikil framleiðsla á slíkum þorskflökum, þar sem fiskurinn væri oft of smár til þess. Þá hækkaði þorsk- flaka-hnakkastykki úr 160 sentum í 180 sent eða um 12,5%. Einnig varð hækkun á ýsuflök- um. Ýsuflök í 5 punda pakkningu hækka úr 140 sentum í 155 sent eða um 10,7% og ýsuflók í tólfpunda öskjum úr 150 sentum í i60 senteðaum 6,7%. Þorsteinn Gíslason sagði, að nokkur óvissa væri framundan um það, hvort tækist að halda uppi nægilegum sölum á þessu nýja verði og enginn vafi væri á því, að margir viðskiptavina Coldwater yrðu að draga verulega úr kaup- um, „en það reynir á það á næstu mánuðum og getur auðvitað verið í samræmi við hugsanlegan sam- drátt í framleiðslu fiskflaka á næsta ári. Vissulega þarf enginn að efast um nauðsyn þess að reyna að hækka söluverð afurðanna frá Islandi, en það er því miður ekki hægt að ákveða verðið frá því sjónarmiði eingöngu," sagði Þor- steinn Gíslason. Óvissa um útborg- un húsnæðislána — ÞAÐ ER skemmst frá því að segja, að óvissa ríkir um greiðslu á 550 milljón króna fjárframlagi ríkissjóðs sem við höfðum samið um við fjármálaráðuneytið að kæmi nú í desember, sagði Sigurður E. Guðmundsson frantkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnanar ríkisins f samtali við Mbl. — Af þessum sökum höfum við orðið að halda nokkuð að okkur höndum um útborgun lána sem lofað hafði verið og kemur það aðallega niður á húsbyggjendum, en einnig þeim sem fengið höfðu lán til kaupa á eldri íbúðum. Þessi óvissa kann að valda því að við verðum að fella niður greiðslu lána, en félagsmála- ráðherra hefur unnið að lausn málsins og stend ég persónulega í þeirri meiningu að úr rætist. Eg hefi miklar áhyggjur, ef ekki rætist úr þessu, að þetta muni koma niður á fjölda húsbyggjenda og öðrum íbúðarkaupendum vegna skuld- bindinga þeirra, sagði Sigurður að lokum. Tillaga Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra: Ráðherranefnd semji efnahagsmálafrum- varp til tveggja ára ÓLAFUR Jóhannesson forsætisráðhcrra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun tillögu tim skipan 3ja manna ráðherranef ndar. sem á að kanna rækilega tillögur Alþýðuflokksins f ef nahagsmálum, og semja síðan með hliðsjón af þeim og greinargerðinni með 1. desemberlögunum um ráðstafanir í efnahagsmálum frumvarp um efnahagsmálastefnu til tveggja ára, sem lagt verði fram á Alþingi eigi síðar en í febrúar n.k. I tillögu forsætisráðherra er lögð áherzla á samráð við aðila vinnumarkaðarins. Alþýðubandalagsmenn hafa lýst sig jákvæða gagnvart slíkri ráð- herranefnd, en eru hins vegar óánægðir með að nafn Alþýðu- flokksins eins skuli nefnt í henni. Benedikt Gröndal formaður Al- þýðuflokksins hefur kvatt flokk- stjórn flokksins til fundar í kvöld, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort þessi tillaga Ólafs og þær breytingar, sem Tómas Árnason hefur gert á fjárlagafrumvarpinu, eru nægjanlegar til að Alþýðu- flokkurinn standi að afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin. Á fundi neðri deildar Alþingis í gærkvöldi fengu Alþýðuflokksmenn frestað loka- atkvæðagreiðslu um tekjuöflunar- Seðlabankinn: Óskar upplýsinga um nafn- lausa sparisjóðsreikninga frumvörp og mun þessum málum því frestað fram yfir flokks- stjórnarfundinn í kvöld. Þær breytingar, sem orðið hafa á niðurstöðutölum í fjárlagadæm- inu eru annars vegar, að sölu- skattstekjur ríkisins voru í frum- varpinu vanáætlaður um 1500 milljónir króna og hafa bæði Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur fallizt á þá útreikninga. Þá kallaði fjármálaráðherra eftir sparnaðar- tillögum hjá ráðuneytisstjórum og hljóða þær samtals upp á 5—600 milljónir króna. I þriðja lagi hefur Tómas Árnason gert tillögu um eins milljarðar króna niðurskurð, sem verði tekinn af rekstri, framkvæmdum og niðurgreiðslum í þessari forgangsröð. BANKAEFTIRLIT Seðlabanka íslands hefur sent viðskiptabönkunum og öðrum innlánsstofnunum bréf þar sem beðíð er um upplýsingar um fjölda og heildarinnstæðu svonefndra nafnlausra sparisjóðsbóka. Þórður Ólaf sson forstöðumaður bankaeftirlitsins staðfesti í samtali við Mbl. að bankinn hefði farið fram á að þessar upplýsingar yrðu teknar saman, þessi mál hefðu annað veifið borið á góma og menn vildu vita hversu stór hluti innlána þetta væri. Fyrirspurn kom fram á Alþingi um þessi mál, en nafnlausar bækur eru þær þar sem ekki getið er fullnægjandi upplýsinga um lögaðila. Mbl. ræddi við bankastjóra í tilefni af þessu og sagðist Helgi Bergs bankastjóri Landsbanka íslands ekki vita til að bréf þetta hefði borizt bankanum, en hann taldi að hjá Landsbankanum væri um óverulegar upphæðir að ræða og þessir reikningar væru ekki vandamál t.d. í sambandi við skattsvikamál. Hann sagðist vera heldur andvígur þessum reikning- um, en að hann væri þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að breyta þessum reikningum nema samfara öðrum breytingum á bankalögunum og sagðist hann vera meðmæltur því að allir sparisjóðsreikningar yrðu skráðir á nafn og nafnnúmer. Jónas Rafnar bankastjóri Út- vegsbanka íslands sagði að hann hefði beðið deildarstjóra í spari- sjóðsdeildum Útvegsbankans að hefja umrædda könnun, þar sem bréf Seðlabankans hefði borizt nýlega. Jónas áleit upphæðir og fjölda þessara reikninga ekki vera svo miklar sem menn héldu, en upplýsingarnar eiga að hafa borizt til Seðlabankans eigi síðar en 15. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.