Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 23 ekki vilja verða til þess að „vanmeta" það sem unnið hefur verið að hans framboðsmálum. I öllum viðtölum, sem Friðrik Ólafs- son hefur átt við fjölmiðla hefur hvergi nokkurs staðar komið fram að Skáksanband íslands og stjórn- armenn þess hafi gert eitt eða neitt til stuðnings hans framboði, hvað þá að slíkt hafi verið þakkað. Friðrik Ólafsson hefur haft það af að ná kjöri, sem forseti Fide án þess að nefna það einu aukateknu orði að til þess studdu hann margir menn, þeirra á meðal forsetar SÍ, sem ekki töldu eftir sér að leggja dag við nótt til þess að ná sigri. Það er svo kapítuli út af fyrir sig hvernig Friðrik vann sjálfur að sínu framboði. Gíslamál Friðrik Ólafsson gagnrýnir stjórn SI mjög harkalega fyrir að hafa minnzt þáttar Gísla Árna- sonar í hans framboðsmálum. Það er gott að eiga þægan ljá í þúfu. Hafi Friðrik Ólafsson lesið grein- argerð stjórnar SÍ, hlýtur hann að sjá að hún var ekki að „vega gróflega" að GíslaÁrnasyni, yegna stuðnings hans við Friðrik Ólafs- son. Hún var að áfellast hans félagslegu vinnubrögð; að hafa staðið að ýmsum framkvæmdum í sambandi við framboð Friðriks Ólafssonar í fullkomnu heimildar- leysi og algjörlega án samráðs við stjórn SÍ, forseta þess; þessi maður þarf hvorki að tala við kóng eða prest. Virðing hans og Friðriks Ólafssonar fyrir stjórn SI var ekki meiri en svo að hvorugur þurfti að nefna það við stjórnarmenn að hann gæfi kost á sér, enda þótt slíkt hefði aldrei komið til tals hér heima, nema þeirra á milli. Forsetinn lýsir sínu hugarfari og sinni velvild til Gísla Árnasonar í ritgerð sinni á þennan veg „nokkru fyrir forsetakosningu..." ympraði Einar á því við mig „hvort ég væri búinn að gera upp minn hug um féhirðisembættið. Svaraði ég því til að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af því að svo stöddu, fyrr en úrslit forsetakosninganna lægju fyrir. (Auðkennt HT). Enn er veizlan í farangrinum. Það átti ekki að bjóða fram Gísla Arnason fyrr en sýnt væri að Friðrik hefði náð kjöri. Þá átti að leika „þrumuleiknum." En hvaða greiða heldur Friðrik Ólafsson að hann sé að gera Gísla Árnasyni, hvílíkur hollvinur er hann honum? Er það ekki ábyrgðarhluti að fara þannig að velviljuðum manni að nota hann til þess að vinna með klækjum gegn sínum samverka- mönnum? Man — Superman Forsetinn hefur mörg orð um Guðmund G. Þórarinsson og hans framlag. Sízt situr á mér, sem er að vinna sjálfboðastarf að málefn- um skákhreyfingarinnar, að van- meta störf Guðmundur G. Þórar- inssonar í þágu þeirrar hreyfing- ar. Guðmundur er velmetinn fyrir sín margháttuðu störf og á virðingu skákhreyfingarinnar skil- ið fyrir sitt framlag til þeirra mála. Þeirrar virðingar nýtur Guðmundur G. Þórarinsson þrátt fvrir vafasama liðveizlu Friðriks Olafssonar. Mér er mjög til efs að Guðmundur eða nokkur annar maður geti staðið undir þessari yfirlýsingu Fide í tilvitnaðri grein „einn maður getur fengið meiru áorkað á einum tíma en margir menn á mörgum vikum". Hér er að sjálfsögðu verið að gera sem allra minnst úr, ekki margra vikna, heldur hálfs annars árs starfi stjórnar SÍ og forseta þess. Snorri hafði einhver orð um það oflof væri háð og Guðmundi G. Þórarinssyni er enginn greiði gerður með því að halda því fram að hann hafi ráðið örlögum um framboð Friðriks á einni klukku- stund. Forsetinn kann ekki við það orðalag í grg. SÍ að fjármunum til farar Guðmundar G. Þórarinsson- ar og Gísla Árnasonar hefði getað verið betur varið. Það er sjálfsagt að rökstyðja þessa fullyrðingu. Löngu áður en farið var til Argentínu var rætt um það í stjórn SÍ að brýna nauðsyn bæri til að fastafulltrúi SÍ hjá Fide færi ekki einn á þingið til að vinna að framboði Friðriks Ólafssonar, ásamt með þeim mörgu störfum, sem vitað var að hann myndi verða að sinna þar syðra. Stjórn SÍ leitaði allra ráða til að gera það kleift að fleiri færu. Þáttur Friðriks Ólafssonar í því máli er slíkur að ég kýs að nefna hann ekki. Á síðustu stundu uppgötvar Friðrik Ólafsson að hann stendur höllum fæti í væntanlegum kosn- ingum og rekur þá upp ramakvein og leitar sér fulltingis Guðmundar G. Þórarinssonar. Gott og vel. En hefði ekki mátt hvarfla að stór- meistaranum að fjármunum, sem veittir voru Skáksambandi íslands til að vinna að framboðsmálum hans, hefði verið betur varið til þess að fá Guðmund til að leggja fram sína krafta allt frá upphafi. Hefði okkur öllum ekki orðið meira lið 'v því að hafa okkur til ráðuneytis og samstarfs þennan frábæra mann þegar í upphafi? Guðmundur G. Þórarinsson lítur ekki á sig sem neinn „superman", hann er maður. Vitni að samsæri Forsetinn sproksetur 5 stjórnar- menn SÍ fyrir að „votta um atburði, sem skeðu þeim víðsfjarri..." og talar um að það geti komið fyrir „beztu menn að hlaupa á sig í fljótfærni". Hvað er forsetinn að segja með þessu? Er hann enn að lesa mönnum lexí- una? Er þetta sá góði vilji, sem hann vill hafa í samskiptum við sig? Þurfa menn að vera viðstadd- ir landhelgisbrot til að geta dæmt um brotið? Er forsetinn að gera því skóna að samstjórnarmenn okkar séu það skyni skroppnir að þeir láti ekki sína eigin dómgreind ráða? Þeir urðu áskynja um „samsæri" og drógu sínar ályktan- ir af atburðarásinni, hlutdrægnis- laust og eins og þeir voru menn til. Köpuryrði Friðriks Ólafssonar um þá menn, gerir ekki minna úr þeim, en máske úr einhverjum öðrum. Friðarboðinn Friðrik Ólafsson segir í síbylju að hann vilji fá „starfsfrið". Hann ætlar okkur að gefa sér sinn frið. Hann ætlar að höggva á báðar hendur og vega að okkur, sem allra manna mest höfum unnið fyrir hann, að slíðra sverðin og láta eins og ekkert hafi gerzt. Til þess vorum við reiðubúnir. Eftir að dagblaðið Vísir hafði birt rit- stjórnargrein vegna greinargerðar stjórnar SÍ, þar sem sjónarmið SÍ voru hraklega rangfærð og rang- túlkuð, án þess að blaðið hefði birt greinargerðina, tók ég saman greinarkorn til andsvara. Skilvísir menn tjáðu mér að mitt andsvar ætti fyllsta rétt á sér, en höfðuðu til þess að ísleszkum skákmálum væri enginn greiði gerður með frekari skrifum um þessi leiðu deilumál. Ég fór að þeirra ráðum og var allra manna sáttfúsastur. Er ekki að orðlengja það að ég ræddi við Friðrik Ólafsson og óskaði eftir því að hann kæmi til fundar með mér og tveimur valinkunnum sómamönnum, sem gætu orðið báðum okkur til trausts og halds. Þar lagði ég fram eftirfarandi tillögu, sem drög að samkomulagi, þannig að allir mættu vel við una. Tillagan var á þessa leið: Friðrik Ólafsson, stórmeistari, forseti FIDE, og stjórn Skáksam- bands íslands hafa komið sér saman um eftirfarandi: Skáksamband íslands fagnar kjöri Friðriks Ólafssonar til embættis forseta FIDE og óskar honum velfarnaðar í starfi. Jafn- framt óskar Skáksamband íslands góðrar samvinnu við forsetann og alþjóðasamtókin um ókomna framtíð. Friðrik Ólafsson vill flytja Skáksambandi íslands þakkir fyr- ir mikið starf að framboði og kjöri hans og þakkar sérstaklega forset- umSÍ. Báðir aðilar harma þau skrif, sem orðið hafa í fjölmiðlum í sambandi við Argentínuförina og FIDE-þingið, og telja þar ómak- lega að vegið, sérstaklega Einari S. Einarssyni og Gísla Árnasyni. Lýsa aðilar yfir því, að þeir telji slíkar blaðadeilur lítt fallnar til að efla gengi skákhreyfingarinnar á íslandi og hvetja til að þær deilur verði látnar niður falla, en unnið verði saman í sátt og samlyndi með velferð skákhreyfingarinnar allrar að leiðarljósi.". Viðbrögð forsetans við þessu vöktu. nánast furðu viðstaddra. Hann fleygði frá sér þessum drögum, hann vildi ekki ræða þau efnislega né gera að heldur neinar tillögur um orðalags- eða efnis- breytingar. Hann stóð upp, greip frakka sinn og skrýddist honum og lét orð falla á þá lund að hann hefði ekkert lengur að gera á þessum fundi. Skömmu síðar vék hann af vettvangi og eftir sátu þrír vonsviknir menn. Ég dró til baka mína ádeilugrein vegna skrifa Vísis í þeirri von, . að greinargerð Friðriks Ólafssonar yrði það stórmannleg, að hún gæfi ekki tilefni til andsvara. Friðrik Ólafsson hlýtur að verða að gera sér grein fyrir því að hann er ekki hafinn yfir gagnrýni, að hann verður að semja sig að siðum félagshyggjunnar og lögum og „formsatriðum" sem samfélag okkar byggist á. Hann hefur engan rétt til að níða niður skóinn af einum eða öðrum, hann hefur engan rétt til að setja sig ofar lögunum. Daglegt líf Alberts Thorvaldsens THORVALDSEN VIÐ KÓNGS- INS NÝJATORG. Endurminningar um daglegt líf Alberts Thorvaldsens eftir einka- þjón hans. Carl Frederik Wilckens. Umsjón og þýðing. Björn Th. Björnsson. Setberg 1978. Minningar Carls Frederiks Wilckens hefjast 1838, en þá sneri Albert Thorvaldsen heim frá Róm og var fagnað eins og þjóðhöfð- ingja. Wilckens var til þess skipaður af krónprinsinum (sem síðar varð Kristján konungur 8.) að vera einkaþjónn Thorvaldsens. Það starf rækti hann af mikilli trúmennsku og eru minningar hans fagur vitnisburður um sam- band og samvinnu tveggja manna sem voru um margt ólíkir en virtu hvor annan. Albert Thorvaldsen birtist okk- ur í. bókinni sem litrík persóna, heillyndur maður sem var flestum góður, en umfram allt þeim sem minna máttu sín eða voru í fjárhagsvandræðum. Fyrir kónga- fólki bar hann tilhlýðilega virð- ingu, en lét það síst af öllu stjórna sér. Hinum vel upp alda og siðavanda þjóni mun oft hafa blöskrað framkoma Thorvaldsens eins og til dæmis þegr hann þáði ekki boð drottningar vegna þess að hann hafði lofað að hitta vin sinn. Athyglisvert er hve Thorvaldsen lét sér annt um aðra listamenn, einkum þá sem voru ungir og óráðnir. Þeim stóðu allar dyr opnar á heimili hans og hann styrkti þá eftir megni og talaði máli þeirra við áhrifamenn. Danir munu ekki vera almennt sáttir við þá staðreynd að Albert Thorvaldsen var íslenskur í föður- ætt. Faðir hans var Gottskálk Þorvaldsson, skagfirskur hagleiks- maður sem sigldi til Danmerkur til steinsmíðar — og síðar tré- skurðarnáms árið 1757 ásamt tveim systkinum sínum. I inngangi Björns Th. Björnssonar sem er að vonum greinargóður er þessi saga rakin og raddir efasemda um uppruna Thorvaldsens hraktar. Björn sýnir fram á að hinn „drykkfelldi og skapstóri" Gott- skálk Þorvaldsson (hnjóðsyrði danskra listfræðinga) hafi verið snjall listamaður sem m.a. hjó út stafnmyndir á skip. Það var líka Gottskálk sem beindi hinum unga Thorvaldsen inn á listabrautina með fordæmi sínu. Þegar Thorvaldsen kemur til Kaupmannahafnar og kynni þeirra Wilckens hefjast er hann orðinn nær sjötugur að aldri. Það er því hinn aldni listamaður sem við lesum um í endurminningum, en margt hafði á daga hins unga Thorvaldsens drifið eins og kunn- ugt er. I Róm var hann tákn glæsimennsku, maður sem naut lífsins, en beitti um leið sjálfan sig hórðum aga í list sinni. A eldri árum kunni Thorvaldsen vel að meta hvers kyns mannfagnað. Hann fór til dæmis oft í leikhús og lauk ævi sinni í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn á frumsýningu Gríshildar góðu. Áður hafði hann snætt miðdegis- verð með Oehlenschláger, H.C. Andersen, Ernst Meyer og fleiri vinum. Endurminningar Carls Freder- iks Wilckens eru af þeim toga minningabóka sem unun er að Björn Th. Björnsson. Búkmenntir eftirJÓHANN HJÁLMARSSON lesa. Þetta eru mjög persónulegir þættir sem í Iátleysi sínu segja allt sem máli skiptir um daglegt líf Thorvaldsens. Bókin kom fyrst út 1874 og nefndist þá Træk af Thorvaldsens Konstner- og Om- gangslif, samlet til Familielæsn- ing af Carl F. Wilckens, hans fordums Kammertjenar. Hún kom út í annarri útgáfu hjá Politiken 1973. Wilckens mun hafa notið aðstoðar Thomas Overskou (1798—1873) við skráningu bókar- innar. Útgáfa Setbergs sem hér um ræðir er hin vandaðasta, skreytt mörgum myndum. Er það ekki síst skýringartexti Björns Th. Björns- sonar við myndirnar sem eykur gildi bókarinnar. I rauninni er hér á ferð listasaga þar sem persónu- saga er í mestum hávegum höfð. Þýðingin er dægileg svo stuðst sé við orð sem minnir á móðurmál Alberts Thorvaldsens. Leikhúsmorðið LEIKHUSMORÐIÐ. Höfundur. Svein Wernström. Þýðing. Þórarinn Eldjárn. Prentun. Offsettækni sf. Útgefandi. Iðunn. Höfundur er bráðsnjall sögu- maður, sem kann þá list að bjóða lesandanum inn á sviðið til persónanna, bjóða honum þar til glímu við lausn gátu sögunnar. Tveim unglingum er falið, af Bðkmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON kennara sínum, að kynna sér leikhús og skýra síðan fyrir bekkjarsystkinum sínum í hverju starf þess er fólgið. Barbro og Tommi eru líflegustu krakkar, og fyrr en varir hafa þau talið sjálfum sér trú um, að þau séu í nálægð refsiverðs verknaðar, — morðs. Ekki vefst það fyrir þeim, hver myrtur var, erfiðlegar gengur að finna sönnunargagnið, og er það loks tekst, þá gengur „líkið" um og ræðir við þau með líf í augum og bros á vör. Snilli krakkanna beið hnekki við þessi hrekkjabrógð höfundar, en þá gengur hann í lið með þeim, svíkur þau ekki um morðið, lætur mola starf leikflokksins alls. Pólitískt vondu mennirnir ráðast gegn góðu mönnunum. Ekki ósnoturlega gert en einhæft. Þýðing Þórrins er mjög góð, og verður prýðileg, er hann hefir áttað sig á, að hann þarf ekki að líkja eftir máli barna t.þ.a. nálgast þau. Dæmi: „... ég er alveg klár á því" (45); „Ekki fer fólk að starta óeirðum ..." (43); „... stóð alveg heilt lið af mönnum..." (53); „... reyna að finna út úr því..." (72). Slíkar setningar eru undan- tekningar, en mér finnast þær hortittir hjá slíkum afburða ís- lenzkumanni sem Þórarinn vissu- lega er. Hann á mál, sem engar hækjur þarf. Bókin er vel prófarkalesin, öll hennar gerð útgáfunni til sóma. Góð bók — fjörlega skrifuð. Sprengju- faraldur í Aþenu Aþonu. 18. desember. Beuter - AP. HEIMATILBÚIN sprengja sprakk í dag í miðborg Aþenu. en 50 slíkar sprengjur sprungu í borginni í gærkvö'ldi. Engan sakaði í sprengingunni í dag. en sjö inanns slösuðust í sprenging- unum í gærkvöldi. þar af einn alvarlega. Fyrirskipuð hefur ver- ið opinber rannsókn á sprenging- uiuiiii. Lögreglan hefur handtek- ið 20 nýfasista í sambandi við sprengingarnar. Timman og Miles áfram Amsterdam, 18. desember. Reuter. STÓRMEISTARARNIR Jan Tim- man frá Hollandi og Anthony Miles frá Bretlandi urðu efstir á svæðamótinu í skák í Amsterdam og halda áfram í næstu umferð undankeppninnar fyrir næsta heimsmeistaraeinvígi í skák. Eftir 10 umferðir á svæðamóti kvenna í Travnik í Júgóslavíu er Lazarevic frá Júgóslavíu í efsta sæti með 9,5 vinninga. Landa hennar Markovic er í öðru sæti með 8,5 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.