Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Högni Torfason: Inngangur Undanfarnar vikur hefur skák- hreyfingin á íslandi verið sett á annan endann og harðar deiiur spunnist vegna þess ánægjulega viðburðar að Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Fide. Gerast ýmsir áttavilltir í þessu máli og það allt orðið svo flókið að taka má undir með Magnúsi Ásgeirssyni í þýð- ingu á Thurber: „Vissi orðið enginn par/út af hverju stríðið var." Taumlausar og svæsnar árásir hafa verið gerðar á forystumenn Skáksambands íslands og þeir lagðir í einelti með persónuníði og rógi. Lengst er gengið í þessu gagnvart forseta SÍ Einari S. Einarssyni, og mætti helzt halda að mannorð hans og æra skipti engu máli í þeim Ijóta leik sem hér er á ferðinni. Hvað hefur maðurinn til saka unnið? Hví allt þetta gjörninga- veður? Hví skrifar forseti Fide drjúgt á aðra síðu í helztu dagblöð landsins um þessi mál og heggur á báða bóga? Hví brjótast hin „frjálsu" síðdegisblöð, Vísir og Dagblaðið, svo fast um að ærumeiða forseta Skáksambands- ins, aðra stjórnarmenn og forystu- menn taflfélaga í landinu, sem hafa vogað sér að lýsa trausti á stjórn Skáksambandsins og forset- um þess? Þessi „frjálsa" óhróðurs- blaðamennska er síðan lesin yfir landslýðnum, sem morgunbæn, og skákað í því skjóli að þar hefur skákhreyfingin enga möguleika til andsvara. „Að leggja til málanna" Forseti Fide segir í ritgerð sinni að hann hafi „engan hlut átt" að skrifum fjölmiðla, sem teljast mættu ærumeiðandi fyrir Einar S. Einarsson. „Ég hefi þvert á móti, ... kosið að leggja sem minnst til málanna..." Forseta Fide var í lófa lagið, að þá er hann kom heim frá Suður- Ameríku, að leggja til málanna slíkt, sem hefði sett niður allar þessar deilur þegar í upphafi. Drengskapur hans hefði orðið meiri hefði hann lýst yfir því afdráttarlaust að Einar S. Einars- son hefði ekki verið með neitt „brölt" né að nein tilraun hefði verið gerð til að „keyra" kosningu Einars í gegn, eins og forsetinn orðar það svo smekklega í ritgerð sinni. „Ósk og óskhyggja" Forseti Fide eyðir löngu rúmi í að bera brigður á þá vitund stjórnar SÍ, að Friðrik Ólafsson óskaði eftir tilnefningu SÍ í embætti féhirðis. Stjórn SÍ hafði örugga vissu fyrir því að Friðrik Ólafsson vissi fullvel um sam- þykkt stjórnarinnar og framboð Einars S. Einarssonar. Var það framboð einróma samþykkt og enginn annar frambjóðandi nefnd- ur á nafn, hvað þá tilnefndur. Tilvitnanir Friðriks Ólafssonar í tveggja manna tal breyta hér engu. Stjórn SÍ hefði, að mínu mati, að öðru jöfnu stutt hvern þann annan, sem Friðrik Ólafsson hefði haft fram að færa. Forseti Fide kveðst ekki skilja hvernig stjórnarsamþykkt SÍ eigi að „binda hendur sínar". Hann kveðst líta svo á að þeirri sam- þykkt hefði hann „aldrei þurft að hlíta". Þetta er óskhyggja. „Ég, Friðrik" Nú tekur lögfræðingurinn við af stórmeistaranum og les mönnum pistilinn um lagalega hlið málsins. Lögfræðingurinn segir svo: „Til- nefning embættismanna er að forminu til í höndum skáksam- banda." „... Formið er aðeins lögbundin aðferð við að koma málum fram." Lögfræðingurinn telur að forráðamenn SI séu að skapa sér „einhvers konar vald" með því að vinna á félagslegum grundvelli og fara að lögum Fide. Hvar stendur það í lögum Fide að forseti samtakanna hafi eitthvert vald, sem veiti honum rétt til þess að brjóta lög Fide og ganga gjörsamlega á svig.við samþykktir stjórnar SÍ, sem gerðar eru eftir lagabókstafnum? Forseti Fide setur sjálfan sig á háan sess og telur sig æðri lögun Fide, Skák- sambands íslands og yfirleitt öllum öðrum, sem ekki eru honum sammála. Hann telur sig hafinn Högni Torfason. Hverju reiddust godin? Svar til Friðriks Ólafssonar, forseta Fide yfir gagnrýni og það eina sem máli skipti séu hans sjónarmið og hans einhliða túlkun á málsatvikum, lögum Fide og almennum félags- legum reglum. Hann gengur svo langt að hann lætur það verða sitt fyrsta verk eftir að hann hefur náð kjöri, sem forseti Fide að níðast á sínu eigin skáksambandi og þeim mönnum, sem dyggilegast höfðu stutt hann til þeirrar vegsemdar. Óhróður Nýkjörinn forseti Fide kemur heim til íslands og ræðir við fjölmiðla og er vitanlega spurður um þær deilur, sem upp komu í Argentínu. Hann þekkti ekki sinn vitjunartíma. Þá fékk hann í hendurnar kjörið tækifæri til að setja niður þessar deiiur, en það lét hann ganga sér úr greipum. Það hvarflaði ekki að honum að lýsa því yfir afdráttarlaust að óhróðurinn um Einar S. Einarsson hefði ekki við rök að styðjast. Þvert á móti lýsti hinn nýkjörni forseti yfir því, að hann hefði kosið að þetta mál „lægi í þagnar- gildi" og lét á þann hátt að því liggja að allur óhróður um Einar S. Einarsson ætti við rök að styðjast. Forsetinn gerir sér mat úr því og túlkar einkar smekklega þau ummæli, sem höfð eru eftir Einari S. Einarssyni í dagblaðinu Tíman- um 16. nóv. sl. á'þann veg að gæta bæri hagsmuna íslands og SÍ í sambandi við kjör féhirðis. Vitan- lega er það hagsmunamál beggja að stjórn Fide fari Islendingum sem bezt úr hendi og það hlýtur að vera stolt Skáksambands Islands að vinna þannig að málum að SÍ og íslendingar allir hafi sem fyllstan sóma af því að hafa tekizt á hendur yfirstjórn alþjóðasam- taka. Þetta er ekkert einkamál Friðriks Ólafssonar, þetta er mál skákhreyfingarinnar og íslenzku þjóðarinnar, sem án efa verður kölluð til þegar fjármagna þarf forsetaembætti Friðriks Olafsson- ar. í tilvitnuðu samtali við Tímann nefnir Einar S. Einarsson þá kosti, sem prýða mættu þann mann, sem kosinn yrði til féhirðis Fide og telur að þar þyrfti að vera „traustur maður, sem'gæti orðið til sóma fyrir land og þjóð". Hér var Einar S. Einarsson ekki að tala um sjálfan sig heldur um Svein Jónsson, sem hann bar einmitt þetta traust til. Það er svo áhorfsmál hvort féhirðisstarfið er betur komið í höndum manns, sem nýtur fyllsta trausts skákhreyf- ingarinnar, eða er orðið fjöl- skyldumál Friðriks Ólafssonar, með allri virðingu fyrir þeim ágæta manni, Sveini Jónssyni. Veisla í farangrinum Kjarni málsins er sá, að Friðrik Ólafsson fór til Argentínu með veizlu í farangrinum. Hann lýsir því sjálfur í ritgerð sinni hver sú veizla var. Hann getur þess réttilega að kosning embættis- manna Fide hafi átt að hefjast kl. 15 og segir frá því að í matarhléi „hófst ég þegar handa um ... að koma tilnefningu Gísla Árnasonar á framfæri, þar sem mér var þá orðið kunnugt um að bera ætti fram tilnefningu Einars, sendi ég strax til hans boð um að draga hana til baka..." (auðkennt HT). Miklir menn erum við, Hrólfur minn. Nú var reitt upp veizluborð- ið. Nú kom fram veizlukosturinn, sem var fólginn í því og kyrfilega falið áður en farið var að heiman, að Friðrik Ólafsson hugðist hafa að engu samþykktir stjórnar SÍ, en bjóöa fram mann, sem aldrei hafði komið til umræðu en hefði hugsan- lega náð kjöri ef Friðrik Ólafsson hefði sýnt þann manndóm að stinga upp á honum við stjórn SÍ áður en farið var að heiman. Það geröi Friðrik Ólafsson ekki og þessi stjórmeistaraleikur hans átti ekki að sjá dagsins ljós ef svo til tækist að hann næði ekki kjöri. Svo náði hann kjöri og þá var stundin runnin upp til að reiða fram veizlukostinn; níðast á sínu eigin skáksambandi og þverbrjóta lög Fide að geðþótta. 011 þessi vinnubrögð minna óþyrmilega á orð skáldsins: „0, þú Guðslambið Odda frá/ 111 var þín gangan fyrsta." Ég hnaut um orðalag forsetans „mér var þá orðið kunnugt" um framboö Einars í féhirðisembætt- ið. Hér er farið all hastarlega með staðreyndir. Friðrik Ólafssyni var kunnugt um framboð Einars löngu áður en farið var til Buenos Aires og það var ekki þá, örstuttu áður en kjósa skyldi, sem Friðrik Ólafsson frétti af þessu framboði. Hugmyndin að framboði Einars var upphaflega hans. Fáleikar — féleikar Forseti Fide minnist þess að ágreiningur hafi verið með honum og Einari um ýmis atriði og þegar „nær dró kosningu varð mér æ betur ljóst að með okkur gæti aldrei tekist farsælt samstarf". Það var ekki þegar „nær dró kosningu" sem Friðrik Ólafsson fékk þessa hugljómun, hún á sér lengri sögu og lengri aðdraganda. Friðrik Ólafsson hefur orð á sér innan skákhreyfingarinnar fyrir að vera féglbggur maður. Það fengum við að reyna á sl. vetri þegar Skáksamband íslands efndi til sterkasta og glæsilegasta skák- móts, sem haldið hefur verið hér á landi. Þá setti Friðrik Ólafsson fram þá kröfu að hann og Guð- mundur Sigurjónsson, stórmeist- ari, fengju greidda fyrirfram þá upphæð, sem næmi væntanlegum kostnaði Skáksambandsins af hótelfæði erlendra keppenda á mótinu. Þessi krafa náði af Friðriks hálfu einungis til hinna tveggja ísl. stórmeistara. Þeir voru ekki launaðir atvinnumenn. Hefði verið farið að þessari kröfu stórmeistarans, hefði það bakað SÍ stórfelld útgjöld, því vitanlega hefði stjórn SÍ ekki verið stætt á því að inna slíkar greiðslur af hendi einungis til tveggja manna, þar hefðu að sjálfsögðu allir ísl. keppendurnir átt að sitja við sama borð. Slíkt hefði kostað eitthvað á aðra milljón og var sambandinu gjörsamlega ofviða. Stjórn SÍ hafðí lagt mikla vinnu í að skipuleggja þetta mót og tryggja fjárhagslegan grundvöll þess. Það kom því eins og reiðar- slag þegar stórmeistarinn setti fram kröfu sína og kollvarpaði hugmyndum stjórnar SÍ um móts- haldið og fjárhagslegan grundvöll þess. Stjórn Skáksambands íslands stóð fast að þeirri ákvörðun sinni að þátttaka ísl. stórmeistaranna bakaði ekki sambandinu sömu útgjöld og það hafði vegna erlendra gesta. Það treysti á þegnskap þessara mætu manna. Hér er að finna upphafið að fáleikunum milli Friðriks Ólafs- sonar og núverandi forystu SÍ. Þetta er fyrsta og eina Skáksam- bandsstjórnin, sem hefur leyft sér þá ósvinnu að fara ekki að öllum fékröfum Friðriks Ólafssonar. Þakkirnar fyrir að hafa staðið að þessu móti og viljað að það yrði haldið, án þess að búa Skáksam- bandinu þunga bagga, fengum við síðan í langri grein í Morgunblað- inu, þar sem stórmeistarinn tekur okkur skáksambandsstjórnar- menn til bæna og sakar okkur um „vanþekkingu eða vísvitandi rang- færslu" fyrir það eitt að fara ekki að fékröfum hans. Látum liggja á milli hluta í bili aðrar fékröfur, sem Friðrik Ólafs- son hefur haft uppi við Skáksam- band íslands og skákhreyfinguna, en af nógu er að taka. Afstaða Friðriks Olafssonar til Einars S. Einarssonar og okkar annarra stjórnarmanna SÍ mótast fyrst og fremst af því að við höfum ekki verið þær læpur að samþykkja allar hans kröfur, sem aðallega hafa verið peningalegar. Með slíkum mönnum getur „aldrei tekist farsælt samstarf". Mitt er valdið Friðrik Ólafsson gerir mikið úr því valdi, sem hann telur sig hafa, sem forseti Fide. Hann gefur sér þær forsendur að hann eigi að ráða vali embættismanna Fide og það sé á hans valdi að tilnefna þennan eða hinn í trúnaðarstöður sambandsins. Lögfræðingnum Friðrik Ólafssyni vil ég segja þetta: Fyrir slíku finnst enginn stafkrókur í lögum Fide. Við, sem höfum unnið að hans framboði, höfum ævinlega haft lög Fide að leiðarljósi og unnið samkvæmt þeim. Það er ekki sæmandi há- skólagengnum lögfræðingi að bjóða upp á „soforklaring" á lögum og reglum Fide og Skák- sambands íslands til að villa um fyrir okkur leikmönnum, ef honum býður svo við að horfa. Hann leyfir sér að fræða okkur á því að lög Fide séu aðeins „formsatriði". Eru lög sem Alþingi samþykkir aðeins „formsatriði"? Eigum við í stjórn Sí að fara eftir lögum Fide og okkar eigin sambands eða eigum við að líta á málin, sem einhver „formsatriði" eftir því hvernig vindurinn blæs hjá Friðrik Ólafs- syni. „Sértu í vaf a, segðu satt" Þessi orð eru höfð eftir bandar- íska skáldinu Mark Twain. Eftir þeirri reglu væri öllum hollt að lifa mér og Friðrik Ólafssyni. Hann fullyrðir í ritgerð sinni að það, sem kemur fram í greinargerð stjórnar SÍ, sé „ekki ... sannleik- anum samkvæmt". Það er alvöru- mál þegar menn eru bornir þeim sökum að þeir gangi á snið við sannleikann. Það er líka alvörumál ef menn hneigjast til þess að hagræða sannleikanum sér í vil. Af slíku eru ótal dæmi í ritgerð Friðriks Ólafssonar. Látum nægja að taka tvö dæmi. Forsetinn segir um framboð Einars „ég tók aldrei af skarið um það, að hann væri sá er ég ætlaði embættið". (Auðkennt HT). Hver er þessi ég? Hér talar sá sem valdið hefur, eða telur sig hafa valdið. Átti hann skarið? Hafði hann vald til þess að taka eitthvert „skar" af? Svo mikið er steigurlæti hins nýkjörna forseta að hann segir orðrétt. „Leikur nokkur vafi á því, að óskir nýkjörins forseta um samstarfsmenn sína hefðu verið metnar..., og á þær fallist, þrátt fyrir andstöðu skáksambands hans? Ég spyr. Friðrik Ólafsson, hefur tekið við ábyrgðarmiklu embætti í alþjóða- samtökum þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Hann á eftir að fást við fjöldann allan af mönnum, sem eru honum gjörsam- lega ósammála um eitt og annað. Hann á til dæmis eftir að fást við lögsókn svissneska skáksambands- ins og Viktors Kortsnojs vegna úrslita heimsmeistaraeinvígisins í Baguio. Hann á eftir að skera þá refi, sem stóðu gegn honum í Buenos Aires, hann á eftir að ná „starfsfriði" við þá menn innan Fide sem studdu aðra frambjóð- endur og voru ekkert yfir sig hressir yfir misnotkun Friðriks Ólafssonar og Ineku Bakker á þessum alþjóðasamtökum, eins og berlega kemur fram í ummælum hins júgóslavneska stórmeistara Svezotar Gligoric, sem lesa mátti í Morgunblaðinu í viðtali, sem undirritaður átti við hann úti í Buenos Ainps. Við þetta má aðeins bæta einu. Alþjóðaskáksambandið Fide er byggt upp á félagslegum grund- velli, skáksamband skáksam- banda, og viðurkennir enga ein- ræðisherra. Stjórn SÍ fór að lögum Fide og gerði sínar samþykktir samkvæmt þeim. Forsetinn ný- kjörni leitaði á náðir útlendinga til að koma sínum „þrumuleik" á framfæri. Nefnum nú til sögunnar einn af virtustu forustumönnum í finnsku skákhreyfingunni, Eero Helme, sem á sæti í miðstjórn Fide og hefur verið fastafulltrúi síns lands hjá Fide á annan áratug. Hann sagði beinum orðum: „Hefði þurft að kjósa á milli frambjóðanda Skáksambands ís- lands og frambjóðanda studdum af öðru landi en íslandi, var málið mjög einfalt. Fide-þingið hefði aldrei gengið gegn tillögum Skák- sambands íslands." Svo einfalt er þetta, bæði okkur, hr. Helme, og öðrum sem sækja þing Fide. Síðan má Friðrik Ólafsson spyrja sjálfan sig hverjar hefðu orðið málalyktir ef við hefðum haldið til streitu lögformlegri samþykkt stjórnar SI. „Lastaranum líkar ei neitt..." Forseti Fide telur orðrétt „Eftirtektarvert er að lesa það í ritsmíð SÍ, hversu mikill er sagður (auðkenni HT) hlutur forseta SI..." Síðar í greininni er farið háðulegum orðum um hlut forseta SÍ í framboðsvinnu fyrir Friðrik Ólafsson. Eðlileg og mannleg viðhorf til þess starfs, sem stjórn Sí hefur lagt af hendi eru gerð að háðungarefni. Forsetinn kveðst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.