Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Margeir leffiráEM- unglinga MARGEIR Pétursson alþjóðlegur skákmcistari hélt af landi brott í morgun áleiðis til Goningen í Hollandi. þar sem hann mun taka þátt í Evrópumóti unglinga í skák. sem standa mun frá 21. desember til 5. janúar. Tefldar verða 13 umferðir eftir Monrad- kerfi. Keppendur eru 28 að tölu, þeir elztu 20 ára gamlir, en þeir yngstu 18 ára og er Margeir í þeirra hópi. Tveir alþjóðlegir meistarar tefla á mótinu, Margeir og Sovétmaður- inn Dolmatov, en hann er núver- andi heimsmeistari unglinga. Ef Margeiri tekst vel upp má búast við því að hann berjist við Dolmatov og Englendinginn Plaskett um Evrópumeistaratitil- inn, en þessir þrír eru fyrirfram taldir sterkustu menn mótsins. Ekki kosið i Geit- hellnahreppi Hreppsnefnd Geithellnahrepps hefur ekki orðið við úrskurði félagsmálaráðuneytisins um að endurtaka hreppsnefndar- kosningarnar frá í' sumar. Morgun- blaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá hreppsnefndinni um þetta máh „Eins og komið hefur fram auglýsti sýslumaður S-Múlasýslu hreppsnefndar- og sýslunefndar- kosningar í Geithellnahreppi 17. þessa mánaðar vegna þess að kosningarnar , 25. júní voru úrskurðaðar ógildar. Þessar kosningar fóru þó ekki fram eins og fyrirhugað var, þar sem meirihluti kjörstjórnar taldi úrskurð félags- málaráðuneytisins ekki í samræmi viö gildandi lög eftir að hafa leitað álits lögfræðinga. Það er álit lögfræðinga um lög- mæti þess að fyrirskipa nýjar kosningar, að úrskurður félagsmála- ráðuneytisins, dgs. 5. september sl., sé nefnilega rangur, þar sem ákvæði 75. greinar laga nr. 52 frá 1959, sem ógilding kosninga er byggð á, getur ekki átt við. Við sveitarstjórnar- kosningar er ekki til að dreifa yfirkjörstjórn með sams konar hlutverki og yfirkjörstjórnir til Alþingis hafa. Um þetta eru skýr ákvæði í 3. m. gr. 136. gr. laga nr. 52 frá 1959." Borgi Nílsson sýslumaður S-Múla- sýslu og formaður sýslunefndar kvaðst ekki hafa tekið neina ákvörðun um framhald þessa máls. Ljóst væri að félagsmálaráðuneytið túlkaði málið á þann veg að það væri algjörlega í höndum sýslunefndar en hins vegar yrði ekki fram hjá því horft að félagsmálaráðuneytið hefði kveðið upp úrskurðinn. Málið væri þess yegna í flestu tilfelli sérstætt og kvaðst Bogi efast um að það ætti sér fordæmi. Velúr peysur 3.500 Velúr peysur 3.850. Grófrifflaöar flauelsbuxur frá 7.100 r^~ Flauelsbuxur 5.650 IfpO, Skyrtur 6.755 «-J 6. Axlabandapils 9.500 7. Blússur 7.325 8. Femilet náttföt 9.900 9. Femilet náttkjóll 6.900 1. 2. 3. 4. 5. 10. 11. Peysur 4.845 Stakir jakkar 39.200 Austurstræti K)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.