Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Lárus Jónsson alþingismaður: Aðför að atvinnuvegum Ofsköttun fólks og fyrirtækja Lárus Jónsson alþingismaður var talsmaður minnihluta fjárveitinganefndar sjálfstæðismanna, við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið. Hér fer á eftir fyrri hluti fjárlagaræðu hans. Herra forseti. Önnur umræða fjárlagafrumvarpsins fer nú fram á hinu háa Alþingi á seinasta degi, sem til greina kemur, ef ljúka á afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Fjár- lagavandinn er mikill. Marga milljarða skortir á að endar nái saman. Það eitt er víst þótt upplýsingar séu óljósar enn um tekjuhliðina. Við þessar aðstæður gerðist sá qjnstæði atburður, að einn samstarfsflokkurinn í ríkis- stjórn, Alþýðuflokkurinn, setti hinum ríkisstjórnarflokkunum nánast úrslitakosti þvert ofan í samþykkt ráðherra hans í ríkis- stjórninni. Hann samþykkti að leggja fram í ríkisstjórninni ein- um degi áður en 2. umræða á að fara fram frumvarp um efnahags- mál, sem hann vissi, að mikill ágreiningur er um innan stjórnar- flokkanna og krafist þess að afstaða til þess frv. verði tekin samhliða fjárlagafrv. Þetta er enn eitt dæmið um þau lögmál frum- skógarins, sem virðast gilda í samstarfi stjórnarflokkanna. Þjóðin hefur orðið vitni að þessum átökum þar sem sá þykist hólpinn sem bezt getur vegið að samstarfs- flokki sínum. Þetta stjórnarsam- starf er því þjóðinni þeim mun meiri ráðgáta sem lengur líður á valdaferil núverandi hæstvirtrar ríkisstjórnar. Þetta tiltæki Alþýðuflokksins varð til þess að enginn vissi í gær hér á hinu háa Alþ., hvort þessi umræða færi fram í dag eða einhvern tíma síðar eða samstarf stjórnarflokkanna splundraðist. Út af þessu tilefni óskuðum við fulltrúar minni hluta fjárveitinga- nefndar eftir skyndifundi í gær- kvöldi í fjárveitinganefnd. Ætlun- in okkar var sú að fá úr því skorið hvernig stjórnarflokkarnir hyggð- ust standa að fjárlagaafgreiðsl- unni, en örugg vissa hafði borist um að fulltrúar Alþýðuflokksins höfðu neitað að skrifa undir nál. með meiri-hlutanum. Á fundinum fengust engin svör, en þegar Alþýðuflokknum varð Ijóst að Alþýðubandalagið og Framsókn myndu standa án hans að nál. og láta umræðuna fara fram engu að síður, beygði Alþýðuflokkur sig einu sinni enn í þessu stjórnar- samstarfi eins og hann gerði 1. desember og er orðinn að algeru viðundri fyrir að fylgja þveröfugri stefnu í ríkisstjórn við það sem hann lofaði í kosningum. Megineinkenni fjárlaga- frumvarpsins Við sjálfstæðismenn fulltrúar minni hluta fjárveitinganefndar erum algarlega andvígir þeirri meginstefnu, sem fram kemur í frumvarpi ti) fjárlaga og efna- hagsráðstöfunum hæstvirtrar ríkisstjórnar, sem kenndar eru við september og 1. desember. Við álítum, að gegndarlaus skatt- heimta sem er kjarni þessarar stefnu, lami framtaksþrótt einstaklinga og frjálsra félags- samtaka og dragi þannig úr þeim heildaraflafeng, sem er til skipta á þjóðarskútunni. Sérstaklega á þetta við um tekju- og eignar- skatta, en ríkisstjórnin stefnir að tvöföldun þeirra á næsta ári miðað við fjárlög í ár og hún stefnir að því að naerri 70 kr. af hverjum 100 sem launþegar vinna sér inn fari í opinber gjöld þegar hæsta skatt- þrepi er náð. Við lítum svo á, að slík ofsköttun leiði til þess að auka ópersónulegt miðstjórnarvald ríkiskerfisins á kostnaö einstakl- inganna í þjóðfélaginu og til aukinna undarbragða í framtölum til skatts. Við teljum einnig að gífurlegar niðurgreiðslur land- búnaðar- og matvara í einu eða öðru formi leysi ekki verðbólgu- vandann. Aftur á móti skekkja slíkar ráðstafanir alla verðmynd- un í landinu, trufla allt verðskyn fólks og skaða þannig bæði neyt- endur og framleiðendur um leið og þær fara í kringum eða falsa vísitöluna, sem er höfuðtilgangur þeirra. Þetta frumvarp og fjárlagaaf- greiðslan í heild hefur eftirfarandi megineinkenni: • 1. Hlutfall útgjalda ríkissjóðs miðað við þjóðarframleiðslu stóreykst. • 2. Fjármagnstilfærslur, eink- um í formi niðurgreiðslna fara út fyrir öll eðiileg mörk. • 3. Skattheimta eykst gífurlega. • 4. Verklegar framkvæmdir eru skornar niður. • 5. Ríkisbáknið stækkar enn og frumvarpið gerir ráð fyrir fjölmörgum nýjum stöðum hjá ríkinu. • 6. Tekjuhalli er fyrirsjáanleg- ur, nema með enn nýjum skattaálögum fram yfir þá nýju skatta sem nú rignir yfir menn hér á hinu háttvirta Alþingi. Fjárlaga- rœða tals- manns stjórnar- andstöðu Fyrri hluti Ljóst er, að þessi fjárlög verða verðbólgufjárlög, ef fram fer sem horfir. Ríkisbáknið þenst út ef tekið er mið af hlutfalli ríkisútgjalda og þjóðarframleiðslu. I riti Þjóðhags- stofnunar, Þjóðarbúskapnum, er sagt, að ríkisútgjöldin verði 29% 1978 af þjóðarframleiðslunni og 30% á árinu 1979. Það er hækkun úr 27 til 28% síðustu tvö árin. Þetta eru afleiðingar efnahags- ráðstafana ríkisstjórnarinnar í sept. og des. að sögn Þjóðhags- stofnunarinnar. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma neinum á óvart. Vinstri stefna felst einmitt í því að auka afskipti miðstjórnarvalds ríkisvaldsins og þrengja að fjár- hagslegu svigrúmi einstakling- anna í þjóðfélaginu. Óvissuþættir í fjárlagaafgreiðslu Segja má að hvorki meiri hluti né minni hluti fjárveitinganefndar hafi átt auðvelt með að leggja fram nefndarálit við núverandi aðstæður. 011 hin stærri mál frumvarpsins og ríkisfjármálanna eru í algerri óvissu.Ríkisstj. hefur ýmist lofað eða boðað margvísleg útgjöld án þess að séð sé fyrir tekjum. Ýmis dæmi má nefna þessu til áréttingar: Ríkisstjórnin ákvað að verja 2 milljörðum kr. til viðbótar til verklegra framkvæmda. Enn vant- ar a.m.k. einn milljarð til að mæta þeim útgjöldum. Ríkisstj. hefur lofað að lækka tekjuskatta um allt að 3 milljörð- um kr. Þeirri skattalækkun á að mæta með því að hækka aöra skatta til jafns við lækkunina. Ríkisstj. lofaði félagslegum um- bótum gegn því, að launþegar afsöluðu sér 3 verðbótastigum, en það jafngildir 5 milljarða kr. útgjöldum úr ríkissjóði miðað við fyrri aðferðir við útreikninga niðurgreiðslna. Þetta mun verða efnt með eins milljarðs kr. hækk- un á fjárlógum. Engar upplýsingar liggja þó fyrir um, hvernig eigi að verja þeim milljarði, að undan- skildum 130 milljónum kr. til dagvistunarheimila. Ríkisstjórninni er kunnugt um, að tekjuáætlun frumvarpsins er vanáætluð um 1,5 milljarð kr. Ekkert liggur fyrir um tekjuöflun þar á móti. Ríkisstjórninni er kunnugt um þá staðreynd, að laun opinberra starfsmanna hækka um 3% 1. mars n.k. Fjárveitingu til þess, 1300 millj. kr., er vísvitandi sleppt. Enn er óafgreidd tekjuöflun vegna ýmissa hækkana, sem orðið hafa við meðferð fjárveitinga- nefndar, sem nú þegar nema 1300—1400 milljónum kr. auk hækkana til framkvæmda. Allt er óráðið með fjárveitingar til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, ráð- stöfun jöfnunargjalds, skerðingu framlags ríkissjóðs til Byggða- sjóðs og afleiðingar tollalækkunar vegna ákvæða EFTA-aðildar og samnings við EBE. Þessi mál verða því að bíða 3. umr. Enn fremur málefni Pósts og síma, Rafmagnsveitna ríkisins, Orku- sjóðs, skipting fjárveitinga til menntaskóla, eftirlaunagreiðslur og ýmis erindi, þar á meðal ráðstöfun á olíuprósentu og ákvörðun um olíustyrk. Lánsfjáráætlun, sem átti að leggja fram í nóv. hefur ekki séð dagsins ljós. Ovissuþættir þessarar fjárlaga- afgreiðslu eru því mýmargir. Við fulltrúar minni hl. í fjvn. teljum fjölmargt fleira aðfinnsluvert og gagnstætt okkar stefnu í ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar við þessa fjárlagaafgreiðslu og mun ég ræða sumt af því síðar nokkru nánar. Samstarfið í fjárveitinganefnd Allt um það höfum við í minni hl. fjvn. lagt okkur fram um að hafa jákvæð áhrif á þá þætti fjárlagagerðarinnar, sem við höf- um haft möguleika til og í samræmi við það flytjum við sameiginlega breytingartillögur á þskj. nr. 168 með meiri hl., en áskiljum okkur rétt til að flytja eða fylgja brtt. ef fram kunna að koma. I þessu starfi höfum við haft ágæta samvinnu við fulltrúa meiri hl. Ég vil fyrir hönd okkar þakka þessa samvinnu, sem er ánægjuleg, og í þessu sambandi vil ég sérstaklega þakka formanni nefndarinnar, hv. þm. Geir Gunnarssyni fyrir lipurð, um- burðarlyndi og réttsýna verk- stjórn í nefndinni. Sannnleikurinn er sá, að samvinna þm. í nefndum er Alþingi, að ég hygg, til mikils sóma. Þetta á ekki sízt við um fjvn., þótt stundum hlaupi snurða á þráðinn, svo sem eðlilegt er í mannlegum samskiptum. Hvað sem því líður gera fjár- veitinganefndarmenn sér ljóst, Lárus Jónsson hvort sem þeir eru í meiri- eða minni hluta hverju sinni, að þeir eru að fjalla um fjármuni almenn- ings, þegar ákvarðanir eru teknar um útgjöld úr ríkissjóði. Peningar í ríkiskassanum eru komnir frá fólkinu í landinu, þegar öllu er á botninn hvolft. Auðvitað ber að fara að með fullri gát, þegar þessum takmörkuðu fjármunum er ráðstafað. Um þetta er sam- staða og samvinna meðal fulltrúa allra pólitískra flokka í fjárveit- inganefnd á mikilvægum sviðum ríkisbúskaparins. Td. á þetta við um rekstur ráðuneyta og ríkis- stofnana. Þótt pólitískur ágrein- ingur sé mikill um hversu langt eigi að ganga í ríkisrekstri og afskiptum ríkisins af athöfnum einstaklinga og félaga. Ég fullyrði, að það er vilji allra fjárveitinga- nefndarmanna óháð pólitískum skoðunum, að í þeim ríkisrekstri sem til er stofnað, sé alls sparnað- ar og hagsýni gætt. Um þetta er og hefur verið ágæt samvinna bæði í undirnefnd fjárveitinganefndar, sem annast mikilvægt eftirlit með því að fjárlögum sé fylgt í ríkisrekstrinum ogframkvæmdum og einnig í fjárveitinganefnd. Mér er raunar ekki grunlaust um, að almenningur á íslandi mundi Iíta störf þingmanna og Alþingi öðrum augum en nú virðist vera, ef fólk fengi gleggri fréttir og upplýsingar um gífurlegt starf og heiðarlega samvinnu þingmanna á mikilvægum sviðum löggjafar, þrátt fyrir pólitískan ágreining að öðru leyti. Breyttir starfshættir Á síðasta kjörtímabili hafði þáverandi fjármálaráðherra, hv. þm. Matthías Á. Mathiesen, for- göngu um að bæta ríkisbókhaldið og skrá mannafla hjá ríkinu o.s.frv. Ég fullyrði, að þetta starf hefur gerbreytt allri fjármála- stjórn í ríkiskerfinu til hins betra og að traustari tök eru nú á mannahaldi og fjárreiðum ríkis- sjóðs og ríkisstofnana en áður. Þetta hefur sparað hundruð milljóna króna af almannafé. Mér er engu að síður ljóst, að þessi nýju tæki, greiðsluáætlanir og starfsmannaskráningu má hag- nýta enn betur en gert er. Undirnefnd fjárveitinganefndar, sem starfað hefur yfir sumartím- ann að eftirliti með framkvæmd fjárlaga síðan Magnús Jónsson var fjmrh., ef ég man, veitir mikið aðhald. Meiri árangri mætti ná, ef fjvn. væri öll kosin til kjörtímabils hverju sinni og undirnefndum fjölgað, þannig að allir fjárveit- inganefndarmenn hefðu eftirlit meö fjárreiðum ríkisstofnana. Einnig þarf að veita til þess fé á fjárlögum að gera upskurð á ákveðnum þáttum eftir ábending- um fjárveitinganefndarmanna í samráði við ríkisendurskoðun og fjárlaga- og hagsýslustofnun. Slík fjárveiting verður e.t.v. tekin í fjárlög í ár og ég vona að það geti orðið upphaf að því að störfum fjárveitinganefndar verði breytt á þann hátt, sem ég hef lagt til hér að framan þannig að þetta eftirlit verði eflt og hagræðing aukin í ríkisrekstrinum eftir því sem unnt er. Aðgerðir ríkisstjórnar Núv. hæstv. ríkisstj., sem tók við völdum að loknum kosningum eftir mikið og langt samningaþóf í sumar og ákall Verkamannasam- bands íslands hóf feril sinn með 15% gengisfellingu, álagningu ýmissa skatta m.a. eignaskatts- og tekjuskattsauka og hækkun sér- staks vörugjalds úr 16% í 30% á „lúxusvarningi" í gæsalöppum eins og t.d. sápu og hreinlætisvörum. Þá stórhækkaði hún skatta á atvinnuvegina. Þetta var ekki beinlínis það sem þeir stjórnar- flokkar sem sigruðu í kosningun- um, Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið, lofuðu kjósendum sínum fyrir kosningar. Kosninga- loforð Krata um nýja gerbreytta efnahagsstefnu bjuggust fáir við að yrði þannig í framkvæmd. Alþb. hafði lofað því að skapa svigrúm fyrir atvinnuvegina svo að gengislækkunarleiðin yrði óþörf. Báðir þessir flokkar lofuðu launafólki að sólstöðusamningarn- ir frá 1977 skyldu ganga að fullu í gildi. Þetta var eins og menn muna krafa og kosningaloforð, sem yfirskyggði öll önnur landsmál, jafnvel sjálfstæðismál þjóðarinn- ar, sigra í landhelgismálinu og öryggismál landsins. Þetta loforð var svikið. I riti Þjóðhagsstofnun- ar, Þjóðarbúskapnum, segir að laun allra launþega á árinu 1978 hafi hækkað um 33% í sept. eftir ráðstafanir ríkisstj., en hefðu átt að hækka um 43%, ef samningarn- ir væru að fullu í gildi. Þótt gífurlegum fjárhæðum hafi verið varið í niðurgreiðslur og lækkun vísitölu úr ríkissjóði 1. sept. eða svo mjög, að hallarekstur verður á árinu 1978 af þeim sökum, sennilega 4—5 milljarðar kr., þurfti enn að grípa til nýrra og nýstárlegri aðferða til þess að eyða umsömdum vísitölustigum hinn 1. des. s.l. Þrem prósentum í kaupi var þá eytt með loforði um félagslegar aðgerðir, sem eiga að kosta ríkissjóð einn milljarð kr. eða fimm sinnum minna en kostar að greiða vísitöluna niður eftir gamla laginu. Þá skyldu launþegar gefa eftir 2% í kauphækkun vegna lækkunar tekjuskatta. Þetta er ennþá frumlegri aðferð til eyðing- ar vísitölustiga og lækkunar kaups. Tekjuskattar hafa ekki áhrif á vísitöluna. Þess vegna hækkar ekki vísitalan neitt þótt frv. til fjárl. fyrir árið 1979 geri ráð fyrir työföldum tekjuskatti á næsta ári. I stuttu máli á vísitala að standa í stað, þegar tekjuskatt- ar hækka en lækka þegar örlítið er gefið til baka af skattaálögunum. Sannast sagna eru þessir hring- leikar með vísitöluna af hálfu núverandi ríkisstj. með ólíkindum, enda sagði einn stjórnarsinna í umræðum á Alþingi, að auðvitað væri hér um að ræða hliðstæðar aðgerðir sem í vor hefðu verið nefndar „kauprán." Verðlagsþróunin Hversu haldgóðar eru svo þessar aðgerðir? Það er athyglisvert að þrátt fyrir að varið yrði 20 milljörðum kr. í aukningu niður- geiðslna vöruverðs á einu eða öðru formi á árinu 1979 og þar að auki eytt 5% kauphækkun 1. des. s.I. . með hæpnum ráöum, tvöfaldaðir séu eigna- og tekjuskattar og stóraukin skattheimta á öllum sviðum í ríkissjóð, niðurskurður framkvæmda sé verulegur o.s.frv. o.s.frv., er þó samt svo að verð- bólgan fer naumast niður úr 40% á næsta ári nema með lögþvingun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.