Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Guðný H. Guðmunds- dóttír — In memoriam Fædd 9. ágúst 1895 Dáin 12. descmber 1978 I dag verður til moldar borin frænka mín Guöný Helga Guðjónsdóttir. Guðný var dóttir Guðjóns Jóns- sonar og Kristínar Ólafsdóttur, sem bæði voru ættuð frá Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum. Þau fluttust á mölina þegar Guðný var 5 ára, nánar tiltekið til Reykja- víkur og síðar til Hafnarfjarðar. Hér syðra fæddust fjógur yngri systkini Guðnýjar. A þessu heimili ólust upp 5 systkini ásamt tveimur uppeldis- systkinum. Á heimili verkamanns á þessum tíma var oft þröngt í búi og kom sér þá vel að systkinin voru einstaklega samstillt hjálp- söm og örlát. Þeim eiginleikum kynntist ég hjá Guðnýju síðar. Guðný fór strax að loknu námi í Flensborgarskólanum að vinna fyrir sér. Hún var listhneigð að eðlisfari, lás kynstrin öll af bókum og hafði frá upphafi sérstakan áhuga á tónlist. Hún notaði því fyrsta tækifæri sem gafst til að kaupa orgel. Á það lærði hún að spila af eigin rammleik og var fyrsti tónlistarkennari yngri systur sinnar, móður minnar. Síðar stundaði Guðný nám í Kennaraskólanum en hóf árið 1917 stöf hjá H. Benediktsson og Co. þar sem hún starfaði óslitið í 55 ár. Eftir að faðir hennar lést árið 1923 hjálpuðust systkinin öll að , því að halda heimilinu uppi og lét Guðný ekki sitt eftir liggja þótt hún væri þá flutt að heiman. Með stuðningi Guðnýjar hlotnaðist móður minni forkunnargott píanó sem ekki var áhlaupáverk að eignast í þá daga. Einmitt þannig birtist Guðný okkur systkinunum, sígefandi og hjálpandi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Nú þegar jólahátíð nálgast verður mér hugsað til jólaboðanna á Sjafnargötu 12 hjá Guðnýju og Guðrúnu, en þær Guðný og Guðrún Jónsdóttir héldu heimili saman í áratugi. Jólaboðin hjá þeim voru ætíð hápunktur jóla- hátíðarinnar hjá okkur börnunum. Þar voru framreiddar kræsingar sem ekki voru á hverju strái, eplin: rauð og rjúkandi súkkulaði. Eg hitti Guðnýju síðast í sumar. Við gengum eins og oft áður um Sjafnargötugarðinn og röbbuðum saman. Guðný var hin hressasta. Dagurinn var góður og hlýr — eins og hún var sjálf. I ljósi þessa dags vil ég minnast frænku minnar, Guðnýjar. Fjölnir Stefánsson. í dag verður til moldar borin Guðný Helga Guðjónsdóttir, en hún lézt í Landspítalanum hinn 12. þ.m. Guðný var fædd að Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum, hinn 9. ágúst 1895, dóttir hjónanna Kristínar Ólafsdóttur og Guðjóns Jónssonar, sem bæði voru ættuð frá Stóru- Mörk, af traustum rangæskum og skaftfellskum ættum. Hún var ein af 9 systkinum, en eitt þeirra dó í barnæsku og 8 komust til fullorðinsára. Af þessu systkinahópi eru nú eftirlifandi þrjú: Hanna, Kristinn og Vilborg. Um aldamótin fluttist Guðný með foreldrum sínum og systkin- um til Reykjavíkur og skömmu síðar til Hafnarfjarðar og bjuggu þau þar til ársins 1911 að aftur var flust til Reykjavíkur og var þar búið æ síðan. Guðný stundaði nám í Flens- borgarskóla en settist síðan í Kennaraskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi árið 1917. Það sama ár hóf hún störf hjá H. Benediktsson & Co. og starfaði hún hjá því fyrirtæki óslitið til ársins 1972 eða samfellt í 55 ár, lengst af sem aðalbókari. Hún helgaði þessu fyrirtæki alla sína löngu starfsævi. Guðný var mikill og taustur starfsmaður. Þau mörgu og mikilvægu störf sem hún hafði á hendi, rækti hún af einstakri nákvæmni og samvisku- semi. Oftlega voru störfin það mikil, að ekki entist hinn venjulegi starfsdagur til að ljúka þeim. Þá tók Guðný verkefnin heim með sér og lauk þar því, sem henni fannst á liggja. Hugur Guðnýjar var ekki opinn öllum, því hún var dul og flíkaði lítt skoðunum sínum. Gagnvart samstarfsfólki sínu duldi hún þó ekki þá vináttu og hlýhug, sem hún bar til þess. Þeirra góðu kosta nutu margir af samstarfsmönnum hennar — hennar hlýja handtaks og góðra leiðbeininga. Við, sem um allmórg ár störfuðum með henni, minnumst hennar sem slíkrar. Hin síðari starfsárin gekk hún ekki heil til skógar, og mun hún oftlega hafa komið lasnari til vinnu en maður gerði sér grein fyrir. Árið 1930 réðst Guðný ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, í það stór- virki að byggja veglegt íbúðarhús að Sjafnargötu 12 og bjuggu þær þar alla tíð síðan. Þær ólu þar upp tvær fósturdætur: Halldóru Sigur- jónsdóttur, frænku Guðrúnar, og Helgu Sigríði Ólafsdóttur, bróður- dóttur Guðnýjar. Sambúð þeirra allra mun hafa verið hin bezta og kærleikur og vinátta réðu þar ríkjum. Nú hefur Guðný hlotið hvíld að lokinni langri ævi. Henni fylgja góðar minningar og kveðjur okkar, sem með henni störfuðum. Eftir- lifandi ættingjum og ástvinum vottum við innilega samúð. Gamlir starfsfélagar. í kyrrð jólaföstu kvaddi Guðný H. Guðjónsdóttir þessa jörð. Hávaðalaust hafði hún um hana gengið — hreinum sporum. Sú staðreynd, að hún er horfin sjónum, er jafn eðlileg sem hún er tómleg. Guðný fæddist að Stóru Mörk undir Eyjafjöllum 9. ágúst 1895. Foreidrar hennar voru Guðjón Jónsson og kona hans Kristín Ólafsdóttir. Guðný ólst upp í stórum, elskulegum systkinahópi, börnin voru níu talsins, eitt lézt kornungt. Eru nú aðeins þrjú þeirra á lífi: Jóhanna, Vilborg og Kristinn. Náið og mjög kært samband var alla tíð systkinanna milli. Um aldamót fluttust foreldrar Guðnýjar burt úr sinni undurfögru sveit, en þeirri sveit unni Guðný mjög, íslenzk náttúra var henni hjartfólgin. Þau settust að í Hafnarfirði, þar sem þau dvöldu um árabil, en fluttust síðan alfarin til Reykjavíkur. Guðný stundaði nám í Flens- borgarskóla og lauk þaðan prófi. Settist í Kennaraskóla íslands, en fékkst aldrei við kennslu. Mun því hafa ráðið heyrnarskerðing, sem hrjáði hana æ síðan. Hún vann því við skrifstofustörf, alla tíð hjá sama fyrirtæki, H. Benediktsson hf., eða rösk 55 ár. Þótti hún afburða vel verki farin, samvizku- söm og dugleg í þeim ábyrgðar- störfum sem henni voru þar falin. Faðir Guðnýjar lézt þegar hún var ung stúlka, en móðir hennar náði hárri elli, og bar hana vel. Umhyggja Guðnýjar fyrir móður sinni, systkinum og systkinabörn- um var aðdáunarverð. . Sú um- hyggja náði reyndar langt út fyrir fjölskylduhringinn. Góðverk sín öll vann hún í kyrrþey og þögn eru þau hjúpuð. Guðný var ljóssækin og listelsk sál. Hugsunin skörp, ýmist eldsnör eða blækyrr. Eðlið opið og spurult. Því leitaði hún með sííiu kristilega hugarfari í dulfræðilindir Austur- landa, indverskar og egypzkar — og þar fékk hún þau svör er henni nægðu, að mestu. Tónlist veitti henni unað og yndi og sótti hún hljómleika meðan heilsa og heyrn leyfði. Sjálf lék hún á orgel, með ; . .: ; MAN EC ÞANN MANN m BÖKINUM JONAAKRI SKUGGSJÁ Vinir Jóns Pálmasonar fyrrum alþingismanns og ráðherra,. pólitísk- ir andstæðingar jafnt og samherjar, lýsa eðliskostum hans vel í þessari bók. Þeir minnast glaðværðar hans á góðri stund, drengilegrar fram- gbngu hans er þjóðarsómi krafðist, trygglyndis hans og vinsælda, sem voru með eindæmum. Veigamesti þáttur bókarinnar er viðtal, sem Matthías Johannessen átti við Jón, drög að ævisögu hans, en aðrir, sem efni eiga í bókinni, eru> Ágúst Þorvaldsson, Bjb'rn Bergmann Brynhildur H. Jóhannsdóttir, Hjörtur Kristmundsson, Emi! Jóns- son, Guðmundur Jónsson, Guðrún P. Helgadóttir, Gunnar Thoroddsen, Halldór Jónsson, Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson, Jónas B. Jónsson, Magnús Þorgeirsson, Pétur Þ. Ingjaldsson, Sigurður Bjarnason og Þorsteinn Bernharðsson. Jón á Akri var óefað í hópi svipmestu og merkustu manna sinnar samtíðar og þessi fagra og myndskreytta bók mun verða aufúsugestur þeirra, er muna þennan glaðbeitta þingskör ung og héraðshöfðingja. Saga Einars Guðfinnssonar er tvímælalaust ein merkasta ævi- saga síðari tíma. Saga hans er þróunarsaga sjómennsku, allt frá smáfleytum til stærstu vél- báta og skuttogara og saga uppbyggingar og atvinnulífs í elztii verstöð landsins. Einar Guðfinnsson er sjómaður í eðli sínu, öðlaðist þrek við árina og vandist glímunni við Ægi á smáfleytum. Af óbilandi kjarki og áræði sótti hann sjóinn og af sama kappi hefur hann stýrt fyrirtækjum sínum, sem til fyrir- myndar eru, hvernig sem á er litið. Saga Einars Guðfinnssonar á vart sinn líka. Hún er sjór af fróðleik um allt, er að fisk- veiðum, útgerð og fiskverkun lýtur, hún er saga afreksmanns, sem erfði ekki fé en erfði dyggðir í því ríkari mæli. Jón Eiriksson Einrt virtast! sfetpBtjún tsíeríska ísrsftipfi- !v Uotin* s*g|r tr* sigtmgur" ra *n Hélttar alðn- ífMiim * tlt -.|c*. Hann or opinakár og fckorkVHOurog tMtð «r rt*nubrsg& »t rrésógnum hans. Hinn landskunni skipstjóri og sævíkingur, Jón Eiríksson, rekur hér minningar sínar í rabbformi við skip sitt Lagarfoss. Þeir rabba um siglingar hans og líf á sjónum í meira en hálfa öld, ó'ryggismál sjómanna, siglingar í ís og björgun manna úr sjávar- háska, um sprenginguna ógur- legu í Halifax og slysið mikla við Vestmannaeyjar. Skipalestir stríðsáranna og sprengjukast þýzkra flugvéla koma við sögu og að sjálfsögðu rabba þeir um menn og málefni líðandi stundart sæfara, framámenn í íslenzku þjóðlífi, háttsetta foringja í her Breta og Banda- ríkjamanna, en þó öðru fremur félagana um borð, skipshöfnina, sem með honum vann og hann bar ábyrgð á. Það er seltubragð af frásögnum Jóns Eiríkssonar, enda ekki hciglum hent að sigla með ströndum fram fyrr á tíð eða ferðast í skipalestum stríðsár- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.