Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 11 Misskilningur Rangæinga leiðréttur BLAÐINU hefur borizt eítirfar- andi frá Rafmagnsveitu Reykja- víkur Rangæingar hafa gengiö á fund iðnaðarráðherra og afhent honum mótmælaskjal vegna „óhæfilegs mismunar á orkuverði milli ein- stakra byggðarlaga". Sérstaklega er vikið að saman- burði milli meðalverðs Rafmagns- veitu Reykjavíkurog RARIK. Þessi samanburður er svo vill- andi, að óhjákvæmilegt er að leiðrétta hann, þannig að hinn almenni raforkunotandi Raf- magnsveitu Reykjavíkur geti sjálf- ur um dæmt. Tölur hér að neðan eru skv. greinargerð Rangæinga meðalverð árið 1977: 1. Lýsingartaxtit RARIK .............. 43,17 kr/kWh RR ...................... 21,79 kr/kWh Þessi taxti er svo til ekkert notaður hjá RARIK og er tæplega 1% af orkusölu, en allmikið notaður taxti hjá RR, er 24% af orkusölu. Því virðist ástæðulaust að slá upp saman- burði á verði, enda verðlagning RARIK á þessum taxta gersam- lega óraunhæf, alltof há. 2. Húshitunartaxtan RARIK ................ 3,64 kr/kWh RR ........................ 2,62 kr/kWh Þegar borin er saman raf- orkusala RARIK og RR til hitunar, verður að taka tillit til þess, að sala RR er rofin hitun (utan toppa), en það er sala RARIK ekki — hún er því forgangsorkusala og ætti að verðleggjast samkvæmt því. Á þessu er mikill munur. 3. Iðnaðartaxtar Hér er um einhvern misskiln- ing að ræða, og samanburður er erfiður. Ýmsir mjög ólíkir Skipstjór- inn okkar er kona Ný bók eftir Ragnar Þorsteinsson MORGUNBLAÐINU HEFUR borizt sjómannasagan Skipstjórinn okkar er kona eftir Ragnar Þor- steinsson. Það er Bókaforlag Odds Björnssonar sem gefur út þessa sjómannasögu Ragnars. Sögunni er skipt í 9 kafla, hún er 143 bls. að stærð. Á bókarkápu segir^svo um bókina: „Hér kemur hressileg íslenzk sjómannasaga eftir hinn ágæta rithöfund Ragnar Þorsteinsson, sem kunnur er fyrir sínar raunsönnu lýsingar af sjómennsku hér við land, en Guðmundur G. Hagalín segir m.a. „að siglinga- og sjávarlýsingar Ragnars eiga eki marga sína líka á islenzku máli". Hér segir frá svaðil- förum og mannraunum og björgun úr sjávarháska, en jafnframt er þetta hugljúf ástarsaga, sögð án tæpitungu." Bókin er unnin í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. taxtar gilda um iðnað — en Rangæingar virðast annað- hvort slá þeim saman eða ekki gera sér grein fyrir því, hve nýting afls skiptir miklu máli, þegar um afltaxta er að ræða. Taxtinn, sem Rangæingar gleymdu Þá verður að víkja að mark- taxta, en af 862 mælum í Rangárvallasýslu eru 293 á þessum taxta. Marktaxtinn er, eins og hitunartaxtar, mjög lágur, og með öllu óskiljanlegt, hvers vegna Rangæingar sleppa hon- um, þegar hann er tvímælalaust einn aðaltaxti RARIK. Meðal- verð hans árið 1977 var 5,63 kr/kWh, en áætla má að hitunarþátturinn, samkvæmt útreikningum Orkustofnunar og RARIK, hafi verið seldur á 2,60-3,00 kr/kWh. Lægra for- gangsorkuverð þekkist ekki á landinu. Samkvæmt söluskýrslu RARIK (1977) er meðalverð til Rangæinga sem hér segir: kr/kWh Rangárvallaveita (440) .......... 7,37 Hvolsvöllur ............................... 8,51 Rangárvallaveita (444) .......... 7,88 Hella .......................................... 8,43 Tölurnar „88% hærra rafhitun- arverð en hjá RR" og „175% hærra verð til iðnaðar en hjá RR" eru fáránlegar, ef forsendur þeirra eru skoðaðar. Fyrri talan grundvallast á gersamlega ósambærilegum töxtum, þ.e. forgangsorku hjá RARIK, en rofinni orku hjá RR. Síðari talan virðist byggð á þeim úrelta lýsingartaxta, sem áður er lýst, en sú sala RARIK er minna en 1% af heildarsölu og hefur nánast ekkert aukizt s.l. 10 ár. Hún gæti þó einnig verið byggð á afbrigðilegri skammtíma iðnaðar- notkun, þar sem fastagjöld hús- næðis vega þungt. Rangæingar, jafnt sem Reykvík- ingar, hljóta að vilja hafa það, er sannara reynist. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri Eitt bezta fataúrval landsins Herraföt m/og án vesti, buxur, skyrt- ur, bolir, peysur, pils, kjólar, kápur o.fl. o-fl. o.fi. o.fl. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Laugavegi 66. Sími frá skiptiboröi 28155. Raftnar Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.