Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 292. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Indira Gandhí fangelsuð og rekin af þingi í gær Jólin nálgast — Þessi mynd var tekin í Vest- ur-Berlín nýlega og sýnir glöggt að jólasvipur er kominn á þá gömlu stór- borg. Nýja Delhi, 19. desember. AP. Reuter. INDIRA GANDHI fyrrverandi forsætisráðherra Indlands var tekin föst í þinghúsinu í Nýju Delhi í dag og hneppt í varðhald skömmu eftir að neðri deild þingsins ákvað að svipta hana þinghelgi sinni og þingsæti. Var samþykkt í þinginu með 279 atkvæðum gegn 138 að grípa til þessara aðgerða gegn Indiru fyrir að hafa misbeitt valdi sínu á meðan hún var forsætisráðherra gegn embættismönnum, sem rannsökuðu tiltekin viðskipti Sanjays sonar hennar. Að atkvæðagreiðslunni lokinni var Indira Gandhi færð út í lögreglubifreið fyrir utan þinghús- ið og ekið með hana í fangelsi, þar sem hún verður í haldi þar til Kók selt til Kína Atlanta, Georgia, 19. des. Reuter COCA Cola verður á boðstólum í Kína frá því snemma á næsta ári, að því er talsmaður fyrir- tækisins tilkynnti í dag í höfuðstöðvum þess í Atlanta. Í fyrstu verður drykkurinn flutt- ur til landsins í flöskum og dósum og seldur í stærstu borgum Kína en síðar er ráðgert að koma á fót áfyllingarverksmiðjum þar í landi. þingi lýkur formlega en það gæti orðið á föstudag, en gæti einnig dregist í nokkrar vikur. Mikið rót kom á þingheim, þegar í ljós kom að Indira yrði fangelsuð, hrópuðu stuðningsmenn hennar „Indira lengi lifi" en andstæðingar hennar formæltu henni. Til óeirða kom í ýmsum hlutum landsins, þegar fréttist um atkvæðagreiðsl- una í þinginu og í borginni Bangalore í Suður-Indlandi notaði lögregla táragas til að dreifa mannfjölda, sem safnast hafði saman til stuðnings Indiru. Desai forsætisráðherra sagði í dag, að refsing sú, sem Indira hefði fengið nú væri smávægileg miðuð við þann glæp, sem hún hefði framið. „Enginn getur sett sjálfan sig ofar lögunum," bætti hann við. Indira virtist létt í lund, þegar hún yfirgaf þinghúsið í fylgd lögreglu í dag og sagði blaðamönn- um að bíða og sjá til, þegar þeir spurðu hana, hvaða áhrif hún teldi atkvæðagreiðsluna í dag hafa á flokk Desais, Janata-flokkinn. Sjá grein um mál þetta á bls. 14 í dag. Frakkland: Öngþveiti vegna rafmagnsMunar París, Bóm, 19. des. Beuter - AP ÞÚSUNDIR manna urðu stranda- glópar í neðanjarðarlestum og lyfhim í Frakklandi í morgun, þegar rafmagn fór af landinu iillu í rúma tvo tíma vegna mikils og óvænts álags á rafmagnskerfi landsins. Varð mikið umferðar- öngþveiti víða í borgum landsins, er rafmagnið fór af, en fjöldi fólks var þá á leið til vinnu sinnar. Rafmagn var víða komið á að nýju að tveimur tímum. liðnum, en sums staðar f landinu var þó enn rafmagnsskortur í kvöld. Iðnaðarráðherra Frakklands, André Giraud, sagði í dag að rafmagnsbilunin hefði komið upp um „grundvallarvandamál," sem varpaði ljósi á nauðsyn þess að skipuleggja betur orkuneyzlu landsmanna. í kvöld voru flestir hlutar landsins búnir að fá rafmagn að nýju, en á tveimur svæðum, þar sem Bafmagn er framleitt í kjarn- orkuverum, var þó ekki fullur straumur kominn á, þar sem lengri tíma tekur að koma slíkum orkuverum í fulla vinnslu. Upphaf- lega bilunin í dag varð skammt frá borginni Nancy í austurhluta Frakklands en síðan breiddist rafmagnsleysið út. Hluti af Sviss sem fær rafmagn frá Frakklandi varð einhig rafmagnslaus í dag vegna bilunarinnar. Stuttar rafmagnstruflanir urðu í Róm og Napólí og nokkrum öðrum stöðum á ítalíu í dag, einnig vegna mikils álags sem skapaðist vegna mikils kulda er leiddi til stóraukningar rafmagns- notkunar til húshitunar. Var rafmagnslaust í Napólí í um hálfa klukkustund en skemur annars staðar. Kínverjar hlynntir viðskiptum við Taiwan Peking. Taipei, 19. desember AP - Beuter GEFIÐ VAR í skyn af opinberri hálfu í Peking í dag að stjórnvöld þar kynnu að hafa áhuga á viðskiptum við þjóðernissinna- stjórnina á Taiwan og e.t.v. öðrum efnahagslegum tengslum. Ilsín liua. hin opinbera frétta- stofa í Peking, hafði í dag eftir viðskiptaráðherra landsins, Li Chiang, að „Taiwan væri hluti af Kína og ekkert væri óeðlilegt við viðskipti milli Taiwans og megin- lands Kína." Ráðherrann mun hafa látið þessi orð falla f heimsókn í Hong Kong. Li sagði einnig á fundi með blaðamönnum í Hong Kong, að til greina kæmi að stjórn Kína tæki lán erlendis hjá öðrum ríkisstjórn- um eða einkaaðilum, en fram til þessa hafa kínverskir ráðamenn verið mjög andvígir erlendum lántökum. Staðfest var í Taipei á Taiwan í dag, að samband eyjarinnar og Bandaríkjanna á efnahagssviðinu yrði enn mjög náið og að stjórn- völd myndu halda áfram að hvetja bandarísk fyrirtæki til að fjár- festa á eynni. Albaníustjórn fordæmdi í dag mjög harðlega fyrirhugað stjórn- málasamband Kína og Bandaríkj- anna og sagði að fjármálamen« í Bandaríkjunum hygðust með þessu „læsa klónum" enn dýpra í efnahagskerfi Kína. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sakaði Kín- verja í dag um að reyna að koma á bandalagi með vestrænum ríkjum gegn Sovétríkjunum. Pravda hefur ekki áður sagt neitt um væntan- legt stjórnmálasamband Banda- ríkjanna og Kína og í grein blaðsins í dag er ekki beint gagnrýni að Bandaríkjunum fyrir þessa þróun mála heldur einungis að Kínverjum. Alþjóðadómstóllinn í Haag: Hefur ekki lögsögu í deilu Grikkja og Tyrkja Haaíf. 19. des. Eeuter - AP Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag, að hann hefði Israelsþing f ordæmir afetöðu Bandaríkjanna Jerúsalem, 19. desember. AP. Beuter. ÍSRAELSKA þingið samþykkti í kvöld ályktun, þar sem Bandarík- in eru harðlega fordæmd fyrir „einhlíða, ósanngjarna afstöðu í garð ísraéls og jafnframt er lýst yfir stuðningi við ákvörðun Beg- ins forsætisráðherra um að hafna síðustu friðartillögum Egypta. Þingið samþykkti ályktunina með 66 atkvæðum gegn 6 en 27 þingmenn sátu hjá og segir þar m.a., að mjög ósanngjarnt hafi verið af hálfu Bandaríkjamanna að kenna ísraelsmönnum einum um að samningaviðræðurnar hafi farið út um þúfur. Begin forsætisráðherra sagði í ræðu við umræður um ályktunina að öryggi landsins hefði verið hætta búin, ef gengið hefði verið að egypzku tillögunum. ekki lögsögu í deilumáli Grikkja og Tyrkja um yfirráð á Eyjahafi og var málinu þar með vísað frá. Grikkir vi'suðu málinu til dóm- stólsins árið 1976. en Tyrkir hafa jafnan neitað að fallast á að dómurinn hefði nokkra lögsögu í málinu. Tólf af f jórtán dómurum í dómstólnum stóðu að þessum úrskurði. Deila Grikkja og Tyrkja snýst um skiptingu landgrunnsins á Eyjahafi og þar með réttindi ríkjanna til olíuleitar og olíu- vinnslu á þessu svæði. Grikkir hafa gert tilkall til stórs hluta svæðisins, vegna þess að margar eyjar þeirra eru skammt undan ströndum Tyrklands, en Tyrkir hafa vísað þeim kröfum á bug. Hefur mál þetta með öðru mjög stuðlað að stirðri sambúð ríkjanna undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.