Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Þorvaldur G. Jónsson: Fjórar stutt- ar og ein löng Rafmagn, útvarp, sími og sjón- varp, allt eru þetta svo sjálfsagðir þættir í daglegu lífi mikils meiri hluta þjóðarinnar, að þeir sem þeirra njóta, veita varla athygli þeim þægindum, ánægju og öryggi sem þau veita. Þaðan af síður gera þeir sér grein fyrir óþægindim þeirra sem ekki búa við þau þægindi sem áðurgreind tækni veitir. I grein þessari verður nokkuð rætt um eitt þessara atriða, símann, frá sjónarhóli þess sem ekki fær notið hans, — og hefur ekki möguleika á að njóta þeirra þæginda og öryggis er hann veitir í fyrirsjáanlegri framtíð, ef svo heldur fram sem nú horfir. Urbætur í símamálum kosta peninga, — og á svo slæmum tímum sem við nú lifum, er auðvitað ábyrgðarleysi að kvabba um peninga til úrbóta á símamál- um eða hverju öðru sem bæta þarf. En það er huggun harmi gegn, að líðandi tímar eru jafnan þeir verstu sem elstu menn muna, og því verður kylfa að ráða kasti um, hvort vekja tekst vilja réttra aðila til úrbóta að þessu sinni eða ekki. Tveir hópar I landinu eru nú annars vegar símnotendur sem hafa á borðinu hjá sér símtæki sem gerir þeim kleift að ná sambandi við 90.000 aðra símanotendur í öllum þétt- býlisstöðum landsins, milliliða- laust, á hvaða tíma sólarhrings sem er, alla daga ársins. Hinn hópurinn telur aðeins 3.700 neytendur, dreifða um hið eiginlega dreifbýli, sveitir lands- ins. Þessi hópur er líka skráðir símnotendur, en „símar" þeirra eru „antik" gripir frá fyrri áratug- um aldarinnar, fornlegir trékassar með bjöllum, göfflum og rafhlöð- um, gripir sem hinir eiginlegu símnotendur landsins sjá nú helst í heimildarmyndum frá fyrri hluta aldarinnar. Opinbert nafn þessara verkfæra í gjaldskrá Pósts og síma er „notendasímar í sveitum", í daglegu tali sveitasíminn. En látum þessa „antik" gripi og nöfn þeirra liggja milli hluta að sinni, en lítum heldur á framhald- ið sem heitir handvirkar miðstöðv- ar. Þær eru yfirleitt aðeins opnar 4—6 klukkustundir á virkum dögum og aðra 2—4 daga. Á öðrum tímum er aðeins hægt að ná í gerir raunverulega notkun „not- endasíma í sveitum" ógeðfellda, að ekki sé meira sagt. í hvert skipti sem hringt er, getur maður gengið að því vísu að 5—10 aðrir „símnot- endur" geti lyft tóli og fylgst með hverju orði sem sagt er. Nú bið ég •þá sem hafa alvöru síma, fólkið við Leifsgöturnar og Laugarásvegina, að reyna að gera sér í hugarlund að í hvert skipti sem það talaði í síma, gæti allur stigagangurinn, eða hálf gatan fylgst með. Skyldi önnur númer viðkomandi stöðvar, 10—20 bæi eða svo. Skyldi þá vera hægt að ná sambandi með því einu að lyfta tóli og hringja í „handvirka miðstöð"? Því fer fjarri, vegna elli og hrörnunar þessa kerfis (en einmitt á þessum áratug eru flestar „handvirkar miðstöðvar" að ná fimmtugsaldrinum) er oft undir hælinn lagt hvort eða hvenær samband næst við stöð eða milli stöðva, því iðulega þarf að fara í gegnum fleiri en eina „handvirka miðstöð" til að komast inná sjálfvirka kerfið. Þá er ógetið eins atriðis sem ykkur, lesendur góðir, fýsa að nota fallega onyx símann í holinu, mikið við þær aðstæður? Ég held varla, og ég lái ykkur það ekki, en þetta er það sem við handhafar „notendasíma í sveitum" höfum og eigum að gera okkur að góðu um ófyrirséða framtíð. Nú eru vaxnar upp í höfuðstaðn- um tvær kynslóðir sem búið hafa við sjálfvirkan síma, og þekkja ekki annað af eigin raun. Þurfa aðrar tvær kynslóðir að vaxa úr grasi áður en við náum því marki að veita öllum þegnunum aðgang að svo sjálfsagðri og ómissandi tækni sem sjálfvirkum síma? Risaskref og hænufet Rafmagnið barst okkur fyrir svo sem 50 árum og okkur tókst að rafvæða nálega landið allt á 2—3 áratugum. Þar var markvisst unnið og séð fyrir því fjármagni sem þurfti. Sama má segja um útvarpið, okkur tókst að koma því á hvert heimili á t.t.l. skömmum tíma, og á hverju ári er unnið að því að bæta og tryggja hlustunar- skilyrðin. Sjónvarpið barst okkur fyrir áratug og nær nú til 97—98% þjóðarinnar, og er fyrirsjáanlega til allra innan örfárra ára. í dreifingu þess hafa verið tekin risaskref, enda hefur ekki skort orð eða vilja til að sjá fyrir fjármagni og drífa verkefnið af. Stjórnmálamennirnir hafa enda verið sammála um, að þeim veitti ekki af aðstöðu til að sýna sig á hvers manns gafli. I sjónvarpi er nefnilega hægt að auglýsa menn, engu síður en svaladrykki eða sáputegundir, eins og dæmin sanna. En símanum hefur hefur okkur ekki tekist að koma í viðunandi horf, þótt liðin séu yfir 70 ár síðan hann barst okkur, og meir en 40 ár síðan sjálfvirka stöðin í Reykjavík var tekin í notkun. Hefðum við tekið sjónvarpsdreifinguna jafn rólega og símann, þýddi það að t.d. Austfirðingar og Vestfirðingar hefðu mátt vænta sjónvarps um 1990, aðrir um næstu aldamót, — eða alls ekki, og hefðu þá trúlega einhverjum þótt báglega rekin tryppin með slíkum gangi. Orðaflóð um símamál hefur þó ekki skort á Alþingi, en þær umræður hafa fyrst og fremst snúist um hvernig hægt væri að jafna símakostnað innan sjálf- virka kerfisins, og hvernig unnt væri að hafa breytilega gjaldskrá eftir því hvenær sólarhrings talað væri. Það hefur raunar náðst fram, til ótvíræðra hagsbóta fyrir níutíu þúsundin, en okkur, hand- höfum „notendasíma í sveitum", hefur það að litlu gagni orðið, „handvirkar miðstöðvar í sveit- um", eru ekki opnar á þeim tíma sólarhrings. Við höfum orðið að láta okkur nægja reykinn af þeim rétti. Vilji og geta Það væri ósanngjarnt af okkur óhreinu börnunum 3.700 að skella skuldinni á stofnunina Póst og Þurvaldur G. Jónsson síma sem slíka. Hún hefur viljann og yfirmenn hennar gera sér fyllilega Ijóst hversu þjónustan við notendur í sveitum er hörmuleg og dýr að auki. Það kostar sitt, að þurfa í sífellu að halda við áratuga gömlum og ónýtum símalínum sem ekki standa lengur undir sjálfum sér. Meinið liggur fyrst og fremst í því að sími er eitt þeirra atriða sem mæla blessaða vísitöluna okkar. Því þurfa allar stjórnir að vera með puttann í gjaldskrám símans. Biðji stofnunin um gjald- skráhækkun til að mæta þörfum sínum, má ganga að því vísu, að slík beiðni sé skorin niður við trog. Afleiðingin er, að síminn getur varla haldið í horfinu hvað þá meir. Á svæði hreinu barnanna er margra mánaða eða missera bið eftir síma, og samkvæmt síðustu fregnum er nú beinlínis strikað yfir alla frekari dreifingu sjálf- virka kerfisins um sveitir lands- ins. Hve lengi veit enginn, en meðan svo er, eru ekki einu sinni tekin hænufet í framfaraátt í símamálum, hvert ár sem þannig líður skilar okkur afturábak með eldra og ónýtara „handvirku kerfi. Hvers vegna sjálfvirkan síma Ekki þarf að eyða löngu máli í að rókstyðja þörfina fyrir að koma þessum 4—5% þjóðarinnar sem símalaus eru í samband við aðra landsmenn. Hér að framan hefur verið drepið á stuttan og óhentug- an símatíma, það að okkur er Varði doktorsritgerð um lof t í br jóstholi Jón G. Hallgrímsson læknir varði doktorsritgerð við Lækna- deild Háskóla íslands laugardag- inn 16. desember. Ritgerð þessi heitir á ensku: Spontaneous pneumothorax in Iceland with special reference to the Idiopathic Type. A clinical and epidemiolog- ical investigation. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á svonefndum spontaneous pneumothorax íslandi og nær hún yfir tímabilið frá upphafi 19. aldar og út árið 1974. Aðalrannsóknirnar beinast þó að tímabilinu 1950—1974, og meg- intilgangurinn var að kanna „idjo- pathic spontaneous pneumothor- ax" frá klínisku og einnig epid- emiologisku sjónarmiði, þ.e. með tillití til byrjunareinkenna og gangs, dreifingar í sambandi við upphaf einkenna, búsetu, aldurs, kyns og umhverfisaðstæðna. Pneumothorax er það nefrit, þegar loft safnast fyrir í brjóst- holi, og í þessu sambandi verður það vegna þess, að gat kemur á yfirborð lungans vegna sjúklegra breytinga af af ýmsum orsökum. Lekur þá loft út í brjóstholið og þrýstir viðkomandi lunga saman, en það verður þannig meira eða minna óstarfhæft. Jón flokkar spontaneous pneumothorax (SP) niður í tvo meginflokka, sem á ensku kallast annars vegar secondary spontaneous pneu- mothorax (SSP) og kemur fyrir hjá fólki með þekkta eða greini- lega lungnasjúkdóma — þar undir flokkast fjöldi lungnasjúkdóma alls óskylds uppruna — og hins vegar idiopathic spontaneous pneumothorax (ISO), sem kemur fyrir hjá að því er virðist frísku fólki með enga þekkta eða grein- anlega lungnasjúkdóma. Rannsóknin leiddi í ljós, að sögn Jóns að fyrsta tilfelli SP er frá árinu 1922, og var þar um að ræða berklasjúkling, og á tímabilinu 1920—1949 voru lungnaberklar langalgengasta orsök SP, en 1950—1974 kemur lungnaþemba fram sem næst algengasta orsök, og síðan aðrar mun sjaldgæfari orsakir eins og m.a. krabbamein í Jón G. Hallgrímsson ver doktorsritgerð sína í llátíðasal Háskóla íslands. Til hægri sitja aðalandmælandi TryggviÁsmundsson, læknir' og andmælandi Hrafn Tulinius, prófessor. Doktorsvörninni stjórnaði Vfkingur H. Arnórsson læknir, sem situr lengst til hægri. lungum. Lang algengasta tegundin af SP er þó ISP, sem kemur fram hjá ungu, að öðru leyti frísku fólki og þessi tegund pneumothorax er meginviðfangsefni rannsóknar- innar. Vaxandi tíðni Samtals eru ISP tilfellin 70 á þessu tímabili, en hið fyrsta kemur fram 1948. Rannsóknir leiða m.a. í ljós, að marktæk aukning hefur orðið á tíðni (incidence) nýrra tilfella síðustu fimm ár rannsóknartímabilsins og er þetta að hluta álitið stafa af aukinni heilbrigðisþjónustu og þar með bættri aðstöðu til greiningar á sjúkdómnum, og einnig vegna aukinnar tóbaksneyzlu, en 90% þessara sjúklinga voru tóbaks- neytendur. 80% sjúklinganna voru karlmenn. Flestir voru á aldrinum 16—29 ára. Fleiri tilfelli koma fyrir á kaldari tíma ársins en yfir sumar- tímann, og flestir fá fyrstu einkenni á morgnana, en aðalein- kenni voru verkir í brjóstholi og mæði. Næstum fimmti hver sjúklingur fékk ISP oftar en einu sinni og þá venjulega sömu megin í brjósthol, og í langflestum tilvikum komu einkennin aftur fram innan eins árs. Lengsti tími milli endurkomu ISP hjá sama einstaklingi voru hálft ár, en flest tilfelli hjá sama einstaklingi voru fimm. Ættgengi Langalgengasti fylgikvilli ISP var dálítil vökvamyndun í brjóst- holinu, en alvarlegir fylgikvillar voru mun sjaldgæfari, að því er Jón upplýsir. í flestum tilvikum fékkst full- nægjandi árangur með því að setja slöngu inn í brjóstholið og soga út loftið og halda lunganu útþöndu, þar til er loftlekinn frá því hætti, en í 19 tilfellum var skurðaðgerð framkvæmd. Við skurðaðgerð kom í ljós, að hjá næstum öllum þeirra sjúklinga var á yfirborði lungans blaðra, sem komið hafði gat á og út um það síðan lekið loft inn i brjóstholið. Um orsakir þessafar blöðru- myndunar er ekki vitað, og er því m.a. haldið fram, að hér sé um meðfæddar blöðrur að ræða. Það sem styður þá tilgátu er, að ISP hefur komið fyrir hjá fleiri en einum í sömu ætt. Sjúklingar háir og grannir Athuganir á líkamsbyggingu þessa hóps leiddi í ljós, að rúmlega 70% hafði svokallaða astheniska líkamsbyggingu, og karlmennirnir voru yfirleitt hærri og grennri en sambærilegur hópur karla úr íslenzka þjóðfélaginu, og ennfrem-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.