Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 annan fagnað, áð heima hjá Svönu og alltaf var þar allt hreint og fágað og ekki stóð á góðgerðum. Sérstaklega var undravert hvað hún átti margar leiðréttingar ef illa var farið með fallegan texta. Leiðréttingum læddi hún fram með blikk í augum og læddi sér síðan eins og hind fram fyrir, bíðandi eftir áhrifunum. Menn voru ekki mikið fyrir að þurfa að kyngja slíku. Svanlaug giftist vini mínum Ragnari Á. Magnússyni löggiltum endurskoðanda og fyrir utan að annast hann, annaðist hún fjórar bráðskemmtilegar dætur þeirra, fyrst Sigurbjörgu, f. 28.3. 1944, sem bar nafn tengdamóður- innar, gifta Aðalsteini Hallgríms- syni, þá Mörtu f. 15.12. 1946, gifta Þorsteini Eggertssyni, og svo Minning: Stefán Eiríksson - Baldur Stefánsson SvanlaugGunn- laugsdóttir - Kveðja Fædd 12. júlí 1920. Dáin 7. desember 1978 Ekki geta þessi kveðjuorð mín til vinkonu minnar Svanlaugar Gunnlaugsdóttur verið í höfuð- stöfum og stuðlum, heldur örfá orð í þakklæti fvrir margar og skemmtilegar stundir. Oftast var, eftir árshátíðar og Hrafnhildi f. 10.3. 1948 gifta Pétri Gunnarssyni, og síðast Ragnheiði f. 12.9. 1949, gifta Keld Jörgensen. Ég kveð hana þá að sinm og þakka henni fyrir samveruna og alla góða viðkynningu. Beztu óskir. Bárður Sigurðsson. Mig langar til að skrifa hér nokkur kveðjuorð vegna andláts frænda míns Baldurs Stefánsson- ar og föður hans Stefáns Eiríks- sonar, þó nokkuð sé umliðið frá dauða þeirra. Með þeim eru fallnar í valinn tvær af hetjum hversdagsleikans, sem lítið bar á í daglegri önn. Þeir voru ekki menn sem stóðu á kassa á torgi mannlífsins og börðu sér á brjóst, heldur stunduðu sín störf af hljóðri trúmennsku. Að vísu umgekkst ég þá feðga mest sem barn og unglingur og yfir æskuminningunni hvíiir oft viss blær óraunveruleika. I sam- skiptum við flest fólk skiptast venjulega á skin og skúrir en á minningarnar um umgengni mína viö þá feðga bregður hvergi á skugga. Frá þeim heyrðist aldrei óvarleg orð stríðni eða kerksni sem sært hefði viðkvæma litla sál. Hlýja og umhyggja var í allri þeirra umgengni við okkur syst- kinin. Þeir kunnu einnig vel að taka gamni og meinlausum hrekkjum okkar. Góðlátleg kímni einkenndi framkomu þeirra, aldrei hæðni eða illkvittni. Stefán var fæddur á Krossi á Berufjarðarströnd 26. október 1898.. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum Eiríki Árnasyni og Ingi- björgu Sigurðardóttur. Ungur fór hann að heiman til uppfræðslu. Fyrst að Skjöldólfsstöðum og síðan Eydölum. Þá voru engir barna eða unglingaskólar. Árið 1919 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Margréti Ketils- dóttur. Þau hófu búskap fyrst að Grund í Stöðvarfirði síðan að Hvalnesi sömu sveit. Árið 1930 fluttust þau norður að Krossi í Mjóafirði. Þar bjuggu þau í 6 ár, en fluttust þaðan að Minni-Dölum í sömu sveit. Árið 1944 keyptu þau Kross og fluttust þangað aftur. Þar bjuggu þau til 1952, en fluttust þá til Neskaupstaðar. Árið 1965 byrjaði Stefán að tapa sjón. Þau ákváðu þá að flytja til Grindavíkur svo styttra væri að ná til læknis. Þangað fluttust þau í júní 1966. Afburðamenn örlagavaldar Bárður Jakobsson skráði AERIIBJIANIEMII ArBUnUHifltNN ÖRLAGAVALDAR ÆVIÞÆTTIR TUTTUGU OG EINS MIKILMENNIS SÖGUNNAR AFBURÐAMENN ÖRLAGAVALDAR AFBURflAMENN ÖRLAGAVALDAR RviÞffTim iuiiugu MIKttMfHHS SÖGUmfJR EflMETTIR TUTTUGU MIKILMENNB SÖGUNNBR AFBURÐAMENN ÖRLAGAVALDAR AFBURÐAMENN ÖRLAGAVALDAR ÆVIÞATTIR TUTTU6U HIXILMENNA SðGUNNAR V og síoasta bindiö í þessum bóka- flokki er komiö út. Samtals hafa þá birst 100 æviþættir manna sem markaö hafa spor í sögunni og margir veriö örlagavaldar íýmsum efnum. Þaö er ekki ofsagt aö þetta sé eigulegt safn á hverju heimili, í senn skemmti- legt og fræöandi. Sem stendur eru öll bindin fáanleg fyrir aöeins kr. 12.000.-, aö viöbættum söluskatti, innbundin ísnoturt band. Ægisútgáfan. Því rtiiður var það til einskis barist, því Stefán varð algjörlega blindur í september sama ár. Stefán og Margrét eignuðust fimm börn. Þau fyrsta, andvana fæddan dreng, 1/1 1921, Baldur 13/4 1922, Egil 23/1 1924, Ragn- heiði 6/10 1926 og Jón 2/2 1933. Móður mína Astu Ketilsdóttur ólu þau hjónin upp frá tólf ára aldri. Stefán reyndist henni sem besti faðir, hlýr og umhyggjusam- ur. Stefán stundaði búskap mestan part ævi sinnar. Hann var sérlega natinn við skepnur, mikill hirðu- maður og duglegur að afla sér og sínum lífsviðurværis. Með bú- skapnum stundaði Stefán sjó á smábátum bæði til að afla heimil- inu matar og drýgja tekjurnar. Þótti hann góður sjómaður og aflasæll, gætinn en þó áræðinn. Eftir að hann fluttist til Nes- kaupstaðar stundaði hann sjó- mennsku og daglaunavinnu, en hafði jafnframt fáeinar kindur sér til gamans, einnig fyrstu árin í Grindavík. Stefán tók nærri sér að missa sjónina þó að hann æðraðist ekki, sáu þeir sem þekktu hann vel að honum var illa brugðið. Hann var eins og vængstýfður fugl. Nú var mesta ánægjan frá honum tekin, að nota hug og hönd til nytsamra verka. Þó hirti hann sjálfur um kindur sínar í myrkr- inu og skar af netum sér til afþreyingar. Stefán dó saddur h'fdaga 17. janúar 1976 á Sjúkrahúsi Kefla- víkur eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var sárþjáður en æðraðist ekki, reyndi jafnvel að gera að gamni sínu til hinstu stundar. Baldur var elsta barn Stefáns og Margrétar, fæddur 13/4 1922 aö Grund í Stöðvarfirði. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og fylgdi þeim. Hann hjálpaði til við búskapinn á sumrin en stundaði sjó á vetrarvertíðum. Eftir að þau fluttust til Neskaupstaðar og síðar til Grindavíkur stundaði hann eingöngu sjómennsku, aðallega sem matsveinn. Hann var góður sjómaður, handlaginn og verk- hygginn. Sem matsveinn var hann hagsýnn og hirðusamur. Hann var skyldurækinn og lét sig aldrei vanta í vinnu. Baldur var góðgjarn og rausnarlegur. Hann mátti ekkert aumt sjá og vildi allra vanda leysa. Aldrei tróð hann illsakir við fólk, frekar lét hann hlut sinn en hann stæði í illdeilum við aðra. Foreldrum sínum var hann sérstaklega góður og umhyggjusamur, sérlega móður sinni eftir að hún stóð ein uppi. Hún á nú um sárt að binda eftir að hafa misst ' þá báða hann og Stefán. Seinustu ár ævi sinnar bjó Baldur með Karólínu Jónsdóttur Sjólyst Grindavík og hefur hún nú mikils misst. Aðfaranótt 24/4 1978 fór Baldur að heiman frá sér á leið til vinnu sinnar, um borð í bátinn sem hann var matsveinn á. Hann kom aldrei aftur. Enginn veit nákvæmlega hvað skeði, en hann fannst drukknaður í Grindavíkurhöfn. Baldur fékk oft svimaköst, sem rekja mátti til mikils höfuðhöggs er hann hlaut um borð í bát fyrir nokkrum árum. Þar yfirgaf góður drengur þessa jarðvist. Að öllu venjulegu hefði hann átt eftir að eiga hér mörg góð ár sér og sínum til ánægju. Við þökkum honum samvistirn- ar á árunum sem hann fékk að vera á meðal okkar. Nanna Gunnarsdóttir Litið barn hefur lítid sjónsvió

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.