Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 13 meinað að nota símann nema á dýrasta tíma, fjölda notenda á hverri línu, og mikinn viðhaldsk- ostnað gamals kerfis, og verða þau atriði ekki tíunduð frekar. En fleira kemur til. Síminn er eitt þeirra félagslegu atriða sem þyngst vega er fólk velur sér aðsetur. Aldraðir og heilsuveilir verða að flýja símalausu svæðin, eða taka áhættuna af að verða að deyja drottni sínum eins og útigöngukindur á gaddinum, vegna þess að ekki næst símasamband við lækni þegar á þarf að halda. Þegar jarðir eru boðnr til sölu eða ábúðar, er spurt um þau atriði sem mest gilda í félagslegri aðstöðu í sveitum, ástand skóla- mála, samgöngur og símakeríi. (Útvarp, rafmagn og sjónvarp eru ekki lengur álitamál sem spyrja þarf eftir.) Þá er enn ótalið það atriði sem þyngst vegur, og leggja verður höfuðáherslu á, það að handvirka kerfið í sveitunum er gjörsamlega óviðunandi sem öryggistæki í neyðartilfellum. Það hefur ítrekað komið fyrir hér, í slíkum tilfellum, að utan símatíma næst ekki samband við „handvirka miðstöð" nema með því að aka fyrst á stöðina. Þess eru líka dæmi þegar þurft hefur að ná í lækni í skyndingu utan símatima, að ekki hefur náðst samband við næstu milli- stöð, hefur þá fyrst orðið að aka 20—30 km vegalengd til að fá millistöðina opnaða, til að geta náðarsamlegast náð símasam- bandi við lækni og kallað hann 40—50 km leið. Slík „öryggisþjón- usta" er orðin harla lítils virði, eða myndu Reykvíkingar gera sér að góðu í slysatilfellum, að þurfa fyrst að aka uppá Kjalarnes, til að komast í síma og geta kallað á lækni, t.d. úr Keflavík eða Þor- lákshöfn svo hliðstæðar vega- lengdir séu teknar. Slíkt öryggis- kerfi er sem betur fer talið fjarstæða í þéttbýli, og ég vona að það verði viðurkennt í verki að slíka fjarstæðu er ekki hægt að bjóða símalausum íbúum sveit- anna öllu lengur. Mannslíf í dreifbýli er engu minna virði en mannslíf í þéttbýli. Leið til úrbóta Nú liggur tilbúin áætlun hjá Pósti og síma, sem gerir ráð fyrir að símvæðing hjá þeim 3.700 ur að um 20% hafði áberandi þunnan brjóstkassa, og þróunar- galli á bringubeini fannst hjá 7.1% þessa fólks. Við athugun á lungnasjúkdóm- um í ættum þessa 70 manna hóps, sást m.a. að rúmlega 28% voru af ættum, þar sem var að finna astma. Tólf sjúklinganna áttu nána ættingja, sem höfðu fengið ISP, og er það fjölskyldutíðni, sem svarar til 17.%, en það er hæsta fjölskyldutíðni, sem birt hefur verið, svo að vitað sé til. Enginn af þessum 70 manns dó af völdum ISP. Dr. med. Jón G. Hallgrímsson er fæddur í Reykjavík 1924, sonur Hallgríms Bachmanns, raffræð- ings og ljósameistara, og eigin- konu hans Guðrúnar Þ. Jónsdótt- ur. Stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík 1947, og cand. med. frá læknadeild Háskóla íslands 1954. Stundaði framhaldsnám í skurð- lækningum í Svíþjóð 1957-1962, starfaði'í Reykjavík 1962-1977, lengst af á handlækningadeild Landspítalans. Viðurkenndur sér- fræðingur í almennum handlækn- ingum 1962 og í brjóstholsskurð- lækningum 1971. Síðan 1. júní 1977 hefur hann starfað á hjarta- lungnaskurðdeild háskólasjúkra- hússins í Lundi, Svíþjóð. Jón hefur birt margar vísindaritgerðir um læknisfræðileg efni bæði í inn- lendum og erlendum læknisfræði- tímaritum. Eiginkona Jóns er Þórdís Þor- valdsdóttir bókasafnsfræðingur, og eiga þau 4 börn á lífi. notendum sem við forngripina búa, þurfi ekki að taka nema fimm ár — ef fjármagn er fyrir hendi. Þar stendur hnífurinn í kúnni, ríkisvaldið hefur gefist upp við að skapa Pósti og síma þau skilyrði að henn geti tekið stofnkostnað þessa verkefnis af eigin fé eða með eðlilegum lántökum. Verður þá að leita annarra leiða til að leysa verkefnið. Kemur þá fyrst í hug Byggðasjóður, sem stofnaður var til að styrkja og treysta byggð og mannlíf hringinn í kringum land, og hefur gert það með lánveitingum til svo aðskilj- anlegra hluta sem steypuhrærivél- ar á Hólmavík, gangnakofa á Grímstunguheiði og skuttogara fyrir Þórshöfn, svo dæmi séu nefnd. Ég fæ ekki betur séð en þetta verkefni geti fallið undir Byggða- sjóð, því það þarf fleira en uppbyggingu atvinnulífs til að mannlíf blómstri. Myndarlegur stuðningur Byggðasjóðs getur hrundið málinu aftur á hreyfingu, og kunna þá að opnast fleiri félagsleg verkefni, og nýta hvergi nærri að fullu tekjustofna sína, útsvör, aðstöðugjöld og fasteigna- skatta. Væri þeim ekki verðugt verkefni að leggja fram eða lána fé til símvæðingarinnar, sem tví- mælalaust yrði til að treysta búsetu og bæta lífsskilyrðin í sveitunum. Ég held að svar flestra skynsamra sveitarstjórnarmanna yrði jákvætt. Loks er rétt að benda á að stofngjald fyrir sjálfvirkan síma er hlægilega lágt, hvort sem miðað er við raunveruleg stofngjöld símans, eða stofnkostnað annarra lífsþæginda. Þannig er stofngjald sjálfvirks síma aðeins 36.000 kr. skv. síðustu símaskrá, en fyrir „notendasíma í sveitum" 18.500 kr.!!! í stofnkostnað annarra lífs- þæginda ver hver einstaklingur margfaldri þessari upphæð, og telur ekki eftir. Bílverð teljum við í milljónum, fyrir sjónvarp, hljóm- flutnings-, heimilistæki, jafnvel útvarpstæki, greiðum við hundr- uðir þúsunda, en fyrir símann örfáa tugi þúsunda ... Þau eru misdýr lífsgæðin í landi voru. Að endingu aðeins þetta: Sú símaþjónusta sem íbúum sveit- anna er nú boðið uppá er ekki lengur sæmandi þjóð sem í sífellu hælir sér af jöfnuði þegnanna. w <^ Á w '*&*' r '¦t^-^f.. Islenskt smjör og jólasteikinni er borgiO Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur jólauppskriftir fyrir 6. HEILSTEIKTAR NAUTALUNDIR M/SMJÖRSTEIKTUM KJÖRSVEPPUM OG BEARNAISE SÓSU. IVí kg nautalundir hreinsaðar og brúnaðar vel. Þar nœst eru nautalundirnar steiktar í heitum ofni (ca. 350°C) í 5 mín. Sveppirnir eru skolaðir upp úr létt söltuðu vatni, skornir til helminga, þerraðir og steiktir upp úr íslensku smjöri. BEARNAISE SÓSA. 6 eggjarauður/500 g mjúkt smjör (ósaltað) 2 msk. Bearnaise essens/Pipar/Estragon krydd/Sojasósa. Þeytið eggjarauðurnar ásamt salti ogpipar í skál yfir vatnsbaði. Athugið að halda vatninu ípottinum við suðumark. (Ekki sjóðá). Þeytið eggjahrœruna þar til hún verður þykk. Takið þá pottinn afhitanum og bœtið íVá af smjörinu sem þarf að vera mjúkt. Þeytið aftur. Endurtakið þar til allt smjörið er komið saman við. Bearnaise essens, estragon og sojasósan sett út í að síðustu. Þeytið sósuna i 3 mín. yfir hitanum, notið sósuna strax . Borið fram með frönskum kartöflum, kjörsveppum og rósinkáli. SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARA- HRYGGUR M/RA UÐVÍNSSÓSU OGHRÁSALATI. lVi kg hamborgarahryggur soðinn ípotti í 1 klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með: saxaðan lauk, gulrœtur og 8 stk. af heilum pipar. SYKURHJÚPURINNÁ HRYGGINN. 200 g tómatsósa/75 g súrt sinnep/1 dós sýrður rjómi/2 dl rauðvín/1 dl Coca cola. Allt er þetta hrœrt vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smj'öri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvinsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu ogpennslað- ur að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurhjúpurinn fallega. RA UÐVÍNSSÓSAN. Soðið afhryggnum sett ípott. Bragðbœtt með kjötkrafti, 3ja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: ÍOO g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. HRÁSALAT. V% stk. hvítkálshöfuð/4 stk. gulrœtur/2 stk. tómatar/1 stk. agúrka/xh dós ananas. Saxað fínt. Salatsósa: 100 g majonnes/Ananassafinn Súrt sinnep/1 tsk. karry/Nokkra dropa Tabasco sósa/H.P. sósa/Season All krydd Lemon pipar. Hrœrið sósuna vel saman og blandið út í grœnmetið. Borið fram kalt. Á jólunum hvarflar ekki að mér að nota annað en smjör við matseldinaV J&bl5k4Rvy\Ö*Arv. ifo gr&mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.