Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Geir Gunnarsson, form. fjárveitinganefndar: Aukin áher zla á hag- ræðingu og eftirlit i rikisbúskapnum 12% hækkun á raungildi framkvæmdafjár 1979 Geir Gunnarsson (Abl), formað- ur fjárveitinganefndar, mælti sl. laugardag fyrir nefndaráliti mcirihlutans um frumvarp til fjárlaga og breytingartillögum við það. Nefndarálitið undirrita fulitrúar stjórnarflokkanna í fjárveitinganefnd, fulltrúar Alþýðuflokksins þó með fyrir- vara. Viðmikið starf í máli Geirs Gunnarssonar kom fram að fjárveitinganefnd hefur haldið 38 fundi, auk fjölmargra funda í undirnefndum, er sinnt hafa einstökum málaflokkum. Nefndinni bárust erindi í hundr- aðatali og fjölmargir aðilar hafa fengið áheyrn hjá nefndinni. Þó nefndin skili nú sem áður tveimur nefndarálitum sagði Geir að sam- starf í nefndinni hefði verið gott, sem þakka bæri, og næði það álit sitt ekkert síður til fulltrúa stjórnarandstöðunnar, er unnið hefðu störf sín af alúð og dreng- skap. Þá þakkaði Geir og starfsliði fjárlaga- og hagsýslustofnunar og starfsmanni nefndarinnar. Þá vék Geir Gunnarsson að starfsaðstöðu nefndarinnar, viðræðum við forstöðumenn ríkis- stofnana, sveitarstjórnarmenn og aðra aðila, er láta sig fjárlög varða. Þessi viðtöl, þó nauðsynleg væru, tækju upp mikið af tíma nefndarinnar, og væri það skoðun sín að tímasetja þyrfti þessi viðtöl öll fyrir þingsetningu, a.m.k. viðtöl við sveitarstjórnarmenn, til að nýta tímann betur. Þá þyrftu og erindi send fjárveitinganefnd að berast mun fyrr en nú væri. Koma þyrfti á hliðstæðum umsóknar- fresti varðandi fjárlög og gilti um störf annarra aðila er úthluta fjármagni, t.d. Húsnæðismála- stjórnar. Akvaröanir í tíma teknar Geir Gunnarsson sagði að ríkis- stjórnir, sem hverju sinni móta stefnuna í ríkisfjármálunum, þyrftu að taka þær ákvarðanir í tíma, sem varða fjárlagagerðina, þann veg að önnur umræða geti farið fram fyrr og tímanlegar en nú væri og verið hefði hin síðari ár. Nokkur afsökun væri í því fólgin að stutt sé síðan stjórnar- skipti urðu en samt sem áður hefði hann gert sér vonir um að umræðan yrði fyrr á ferð. Hann benti á að frumvörp, sem vera ættu grundvöllur tekjuhliðar fjár- laganna, hefðu verið lögð fram á Alþingi degi fyrir aðra umræðu frumvarpsins, sem væri að vísu skárra en stundum áður. Að því ber að stefna, sagði Geir Gunnars- son, að breyting verði á til batnaðar í þessu efni í framtíð- inni. Hagræöing og eftirlit Geir Gunnarsson sagði nauðsyn- legt að fjárveitinganefnd, eða undirnefnd hennar, starfaði meir en verið hefði milli þinga, ekki sízt að ýmsum hagræðingarmálum í ríkisbúskapnum og eftirliti með ráðstöfun fjárveitinga. Til greina kæmi verkaskipting í nefndinni á þeim vettvangi og njóta þyrfti hún fulltingis sérhæfðra aðila í því efni. Taka þyrfti ýmsa þætti ríkisrekstrar til gagngerrar skoð- unar, s.s. heilbrigðismálaþáttinn, fræðsluþáttinn, löggæzluna, land- helgisgæzluna og annan skipa- rekstur ríkisins, Póst og síma, Rafmagnsveitur ríkisins, Orku- stofnun, Framleiðslueftirlit sjávarafurða og rannsóknar- stofnanir ýmsar. Við það verður fHÞIÍiGI Gleðileg jólagjöf Nú gefur Happdrætti Há- skólans pér kost á skemmti- legri og óvenjulegri jólagjöf.' handa vinum og vanda.-' mönnum. Þú getur fengið sérstakt. gjafakort hjá næsta umboðsmanni HHÍ. Gjáfá-i kortið er gefið út á náfn;,eft eigandi pess getur svbiVáft sér miða í HHI' '79 stráx*eitfjy hátíðar hjá hvaða urtlbö'ðisíf^ g manni sem er! ¦'i.V*' Gjafakort HHÍ getur óvæn^;; orðió að gleðilegri jólágjif ef vinningur fellur á .V^ miðann, sem valinn er. ; Vinningur er alls ekki ólfk- legur — vinningshlutfall ' HHÍ er pað hæsta í heimi! ekki unað til frambúðar að fjár- veitingar til þessarra stofnana eða annarra hækka einfaldlega með hverju nýju fjárlagafrumvarpi í samræmi við verðlagsbreytingar, ef þá er ekki um frekari útþenslu hjá þeim að ræða, heldur verður að grandskoða útgjaldaþörfina frá grunni. En til þess þarf tíma og aðra starfsaðstöðu. Geir Gunnarsson sagði enn- fremur að koma þyrfti á meiri festu í framgang fjárlagaákvarð- ana og tryggja betur að eftir þeim sé farið. Óheimilaðar stödur — utanlandsferöir Geir Gunnarsson sagði fjárveit- inganefnd, að beiðni fjármála- ráðuneytis, hafa fjallað um svo- kallaðar óheimilaðar stöður í ríkisgeiranum. Nefndin hafi unnið þetta verk af gaumgæfni og gert tillögur um, hvaða stöður skyldu leyfðar og hverjar ekki. Gallinn væri hins vegar sá að „síðan virðist lítið hafa verið gert með þessar niðurstöður". Nefndi hann dæmi um ríkisstofnun, sem verið hefði með 3 óheimilaðar stöður, er fjárveitinganefnd gerði tillögur um að leggja niður. Þegar viðkom- andi forstöðumaður kom til viðtals við nefndina í haust, hafi hinar óheimiluðu stöður verið orðnar 4, og erindi hans hefði verið að sækja um frekari fjölgun starfsmanna. Þetta sýnir að það er ekki nóg að fjárveitinganefnd geri tillögur um sparnað í ríkiskerfinu, heldur verður líka að sjá svo um að eitthvert tillit sé til þeirra tekið en ekki farið þveröfugt að. Geir kom víðar við í ábending- um um það, sem hann taldi betur mega fara, vék m.a. að utanlands- ferðum ríkisstarfsmanna, sem kostað hefðu nær 300 m. kr. 1977. Hjá 2 bönkum væri um að ræða um 50 utanlandsferðir — hjá hvorum um sig — og hjá öðrum þeirra hefði verið að ræða um nær 200 dvalardaga erlendis. Hjá enn öðrum banka hefði ekki verið um eina einustu utanlandsferð að ræða. „Forstöðumenn veigamikilla ríkisstofnana geta dvalist erlendis samtals í 2—3 mánuði ársins," sagði hann. „Ég er þeirrar skoðun- ar að takmarka eigi þennan kostnað með þeim hætti að sækja þurfi fyrirfram og sérstaklega til fjármálaráðuneytis um greiðslur og kostnaður við utanlandsferðir verði greiddur af sérstökum lið hjá ráðuneytinu." Geir Gunnarsson, form. fjárveit- inganef ndar Alþingis. Frumvarpiö og breytingartillögur Geir Gunnarsson gerði í ítarlegu máli grein fyrir störfum fjárveit- inganefndar varðandi fjárlaga- frumvarp 1979. Breytingartillögur nefndarinnar á þingskjali 168 gerðu ráð fyrir 200 m. kr. hækkun framkvæmdafjár, sem svaraði til 12% hækkunar á raungildi miðað við núv. fjárlög. Fulltr. stjórnar- andstöðunnar tóku ekki þátt í þessari breytingu, þar eð þeir töldu að ekki hefði verið sýnt fram á, hvern veg þessum útgjaldaliðum yrði mætt'. Geir sagði að í fjárlagafrv. væri miðað við verðlagsgrundvöll desembermánaðar, og þá gert ráð fyrir 7'/2% hækkun verðbótavísi- tölu 1.12. Sú hækkun næmi í reynd 6.12%. Launaliðir frv. væru því um 700 m. kr. og almannatrygginga um 100 m. kr. hærri en verðlags- grundvöllurinn í desember. Miðað við óbreytta tekjustofna er talið að tekjuliðir frv. séu ofmetnir um 1500 m. kr., að mestu vegna þess að reiknað er með lægri tekjumaf ÁTVR. Til að mæta útgjaldaaukningu skv. tillögum nefndarinnar þarf um 3300 m. kr. Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram tekjuöflunarfrum- vörp sem miða að því að sjá fyrir þessum útgjaldaþörfum. Þau eiga jafnframt að tryggja að ríkissjóð- ur verði rekinn hallalaust. Loks rakti Geir Gunnarsson einstakar breytingartillögur fjár- veitinganefndar en ekki er rúm til að rekja þær hér að sinni. Haukur Morthens með breiðskífu DÆGURLAGASÖNGVARINN Haukur Morthens, sem skemmt hefur hér í Reykjavík með söng sínum í mbrg mörg ár, var á þönum í miðbænum á mánudaginn. — Ég er að bardúsa í því að koma nýrri plötu minnfá markaðinn í jólaösinni. sagði Haukur. — Það er stífasta trimm, skal ég segja þér, bætti hann við. Það eru mörg ár síðan Haukur er sá sami Jón sem á sínum tíma gerði hið vinsæla lag Lóa litla á Brún, sem ég er líka með á þessari plötu, sagði Haukur. Upptaka plötunnar fór fram í Metronome-stúdíói og stjórnaði góðkunningi Hauks útsetningu og upptöku, en sá góði maður heitir Poul Godski og er píanóleikari. Hljómsveit annast undirleik fyrir Hauk, nema í titillaginu um Gyðu á gula kjólnum. HAPPDRÆTTI HASKÖLA ISLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna gaf sjálfur út plötu. — En þessi plata, sem var tekin upp í Kaupmannahöfn í nóvember síðástl. er 14 laga breiðskífa og er plötutitillinn: „Nú er Gyða á gulum kjól". Þetta er kvæði eftir Þorstein Gíslason við lag Friðriks Bjarnasonar. I þessu lagi aðstoðar Hauk kór 20 stúlkna 8—13 ára úr Snælandsskóla í Kópavogi. — Ég fór með söng þeirra á segulbandi í stúdíóið, — sagði Haukur. Hann sagði að lögin á plötunni væru dægurlög mörg klassísk sem hann hefði sungið hér á árum fyrr í Sjálfstæðishúsinu, í „Bláu Stjörn- unni." Síðan koma lög sem hann söng ýmist á Hótel Sögu eða Hótel Borg. Það má nefna það að þar er t.d. að finnna Prinsessan mín og Fjórlaufa smári. — Lög frá árunum 1950—55, t.d. Mona Lísa og lag sem heitir Þú ert yndisleg og ítalska iagið Volare. — Af nýrri lögum er t.d. lagið Manstu (Feelings). Ég fór eiginlega beint úr bað- herberginu mínu í upptökustúdíóið í Kaupmannahöfn með topplagið í dag; Love is in the air — sem Jón Sigurðssqn hefur íslenzkað undir nafninu Ást er allsstaðar. — Þetta Unga stúlkan á forsíðu albúmsins er Verzlunarskólamær, Sigrún Kristjánsdóttir, — trompetleik- ara Jónssonar og Guðrúnar konu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.