Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 r Arnór skoraði Lubanski farinn heim ARNÓR Guðjohnsen hefur sannarlega komið ár sinni vel fyrir borð hjá Lokeren. Um helgina lék liðið við FC Liege, liðið sem vann stór- sigur (4—0) á Anderlecht í síðustu viku. Lokeren vann Örugglega og Arnór skoraði fyrstu mörkin sín fyrir félagið. Ekki aðeins eitt, h'eldur tvö, en lokatölur leiksins urðu 3—1 Lokeren f vil. Lokeren skaust upp í 5. sætið í deildinni með sigri sínum og er ekki langt undan efstu liðunum. Þess má geta, að félagi Arnórs í framlínunni hjá Lokeren, Vlodi Lubanski, pólski landsliðsmaður- inn, er farinn heim til Póllands. Hann varð fyrir morðtilræði fyrir skömmu og setti það í samband við landamæradeilu sem upp kom eigi alls fyrir löngu. Þá gerðist það, að tveir Belgar voru handteknir í Póllaadi, er þeir ætluðu að smygla úr landi ungri konu og dóttur hennar. Öðrum Belganum var sleppt, en hinn afplánar enn dóm í Póllandi. Sá sem laus gengur mun hafa svarið að hefna fyrir félaga sinn með líkamsmeiðingum á þekktum Austur-Evrópubúum í Vestur-Evrópu. Hans er nú ákaft leitað af lögreglunni í Belgíu, en talið er að hann hafi hleypt af skoti á mann sem hann taldi vera Sá særðist lítillega, en Lubanski lýsti yfir að hann vildi ekki hætta á neitt og fluttist heim til Póllands ásamt konu sinni og dóttur um óákveðinn tíma. Arnór Guðjohnsen 17 með 11 rétta I 17. leikviku getrauna komu fram 17 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja kr. 86.500.- Einnig voru 10 réttir í 156 röðum og vinningur fyrir hverja kr. 4.000.- Út hafa verið gefnir seðlar, sem gilda í 10 leikvikur, til hagræðis fyrir þau íþróttafélög, sem búa við strjálar samgöngur. Eru seðlarnir með 4 röðum, 8 röðum og 16 röðum. Selfyssingur með 16 raða seðil var svo óheppinn, að fá 11 rétta á 16 raða seðil og hafa eina tví-trygginguna ranga. Hann fær þó þær sárabætur, að vera með 11 rétta í 2 röðum og 10 rétta í 6 röðum, eða vinningsupphæð alls 197.000 kr. Nýlega voru gefnir út reikningar Dönsku getraunanna fyrir starfs- árið 1977—1978 og kemur þar fram að heildarsalan var í 52 leikvikum 38.1 milljarður ísl. kr. og skattar til ríkisins 8,4 milljarð- ar ísl. króna. Hagnaður varð 6.1 milljarður og af þessari upphæð fékk danska íþróttasambandið 2.7 milljarða, og danska knattspyrnu- sambandið 121 milljón. ísl. kr. Úrslit í jólamóti TBR Sunnudaginn 17. desember var haldið jólamót unglinga í einliða- leik í T.B.R-húsinu. Margt var um skemmtilega og spennandi leiki, en þó sérstaklega í flokki pilta þar sem Guðmundur Adólfsson T.B.R. sigraði Brodda Kristjánsson T.B.R. 17-16, 16-18 og 15-9. Annars urðu úrslit sem hér segir: TÁTUR: Þórdís Edwald T.B.R. sigraði Karítas Jónsdóttur Í.A. 11-2 og 11-0. HNOKKAR: Árni Þór Hallgríms- son Í.A. sigraði Harald Sigurðsson T.B.R. 3-11,11-3 og 11-3. MEYJAR: Inga Kjartansdóttir T.B.R. sigraði Elísabetu Þórðar- dóttur T.B.R. 11-1 og 12-10. SVEINAR: Þorsteinn Páll Hængs- son T.B.R. sigraði Hauk Birgisson T.B.R. 11-9 og 11-0. TELPUR: Kristín Magnúsdóttir T.B.R. sigraði Ragnheiði Jónas- dóttur Í.A. 11—7 og 11—1. DRENGIR: Skarphéðinn Garðars- son T.B.R. sigraði Gunnar Tómas- son T.B.R. 11-7 og 11-6. PILTAR: Guðmundur Adolfsson T.B.R. sigraði Brodda Kristjáns- son T.B.R. 17-16,16-18 og 15-9. Fjölmenn fyrirtækja- keppni Laugardaginn 2. desember s.l. fór fram fyrirtækjakeppni í bad- minton, tvíliðaleik á vegum Bad- mintondeildar Víkings. Fimmtán fyrirtæki sendu sautján lið til keppninnar. í undanúrslitum sigr- aði Egill Vilhjálmsson h/f lið A.burðarverksmiðju ríkisins og Endurskoðunarskrifstofa Svavars Pálssonar s/f B-lið sigraði Heild- verzlunina Standberg h/f. í hörku- spennandi úrslitaleik sigraði síðan Svavar Pálsson s/f 17—14 og 15—7 eftir að hafa ve.rið undir í fyrstu lotunni 9—14. Sigurliðið er skipað endurskoðendunum Stefáni Svav- arssyni og Jóhannesi Guðjónssyni en ryrir Egil Vilhjálmsson kepptu Matthías Guðmundsson^ skrif- stofustj. og Halldór Þórðarson sölustj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.