Morgunblaðið - 20.12.1978, Page 5

Morgunblaðið - 20.12.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 5 Margeir teflir á EM- unglinga MARGEIR Pétursson alþjóðlegur skákmeistari hélt af landi brott í morgun áleiðis til Goningen í Hollandi. þar sem hann mun taka þátt í Evrópumóti unglinga í skák. sem standa mun frá 21. desember til 5. janúar. Tefldar verða 13 umferðir eftir Monrad- kerfi. Keppendur eru 28 að tölu, þeir elztu 20 ára gamlir, en þeir yngstu 18 ára og er Margeir í þeirra hópi. Tveir alþjóðlegir meistarar tefla á mótinu, Margeir og Sovétmaður- inn Dolmatov, en hann er núver- andi heimsmeistari unglinga. Ef Margeiri tekst vel upp má búast við því að hann berjist. við Dolmatov og Englendinginn Plaskett um Evrópumeistaratitil- inn, en þessir þrír eru fyrirfram taldir sterkustu menn mótsins. Ekki kosið í Geit- hellnahreppi Hreppsnefnd Geithellnahrepps hefur ekki orðið við úrskurði félagsmúlaráðuneytisins um að endurtaka hreppsnefndar- kosningarnar frá í sumar. Morgun- blaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá hreppsnefndinni um þetta máli „Eins og komið hefur fram auglýsti sýslumaður S-Múlasýslu hreppsnefndar- og sýslunefndar- kosningar í Geithellnahreppi 17. þessa mánaðar vegna þess að kosningarnar 25. júní voru úrskurðaðar ógildar. Þessar kosningar fóru þó ekki fram eins og fyrirhugað var, þar sem meirihluti kjörstjórnar taldi úrskurð félags- málaráðuneytisins ekki í samræmi við gildandi lög eftir að hafa leitað álits lögfræðinga. Það er álit lögfræðinga um lög- mæti þess að fyrirskipa nýjar kosningar, að úrskurður félagsmála- ráðuneytisins, dgs. 5. september sl., sé nefnilega rangur, þar sem ákvæði 75. greinar laga nr. 52 frá 1959, sem ógilding kosninga er byggð á, getur ekki átt við. Við sveitarstjórnar- kosningar er ekki til að dreifa yfirkjörstjórn með sams konar hlutverki og yfirkjörstjórnir til Alþingis hafa. Um þetta eru skýr ákvæði í 3. m. gr. 136. gr. laga nr. 52 frá 1959.“ Borgi Nílsson sýslumaður S-Múla- sýslu og formaður sýslunefndar kvaðst ekki hafa tekið neina ákvörðun um framhald þessa máls. Ljóst væri að félagsmálaráðuneytið túlkaði málið á þann veg að það væri algjörlega í höndum sýslunefndar en hins vegar yrði ekki fram hjá því horft að félagsmálaráðuneytið hefði kveðið upp úrskurðinn. Málið væri þess yegna í flestu tilfelli sérstætt og kvaðst Bogi efast um að það ætti sér fordæmi. Gamalt fólk gengurJ 1 hœgar Veröskrá 1. Velúr peysur 3.500 2. Velúr peysur 3.850. 3. Grófrifflaöar flauelsbuxur frá 4. Flauelsbuxur 5.650 5. Skyrtur 6.755 6. Axlabandapils 9.500 7. Blússur 7.325 8. Femilet náttföt 9.900 9. Femilet náttkjóll 6.900 10. Peysur 4.845 11. Stakir jakkar 39.200 7.100 Austurstræti Alltaf ástæða að líta inn í T orgiðgl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.