Morgunblaðið - 14.02.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 14.02.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. PEBRUAR 1979 Gunnar Guðbjartsson formað- ur Stéttarsambands bænda: Færri lánaumsóknir vegna bygginga úti- húsa og húsin minni AÐ SÖGN Gunnars GuðbjartSsonar íormanns Stéttarsambands bænda er ljóst að nýbyggingargjaldið kemur víða illa við bændur, sem höfðu hugsað sér að hefja framkvæmdir á þessu ári. Sagði Gunnar í spjalli við Morgunblaðið í vikunni að fjárráð bænda væru ekki mikil og því væri þessi ákvörðun stjórnvalda ekki til að bæta stöðuna. Gunnar sagði að bændur, sem ætluðu sér að byggja á árinu, hefðu þurft að skila inn teikningum fyrir 15. september, en nýbyggingargjaldið og reglur samfara því hefðu verið ákveðnar síðar. Aðspurður sagði Gunnar Guð- bjartsson að á síðasta ári hefðu bændur yfirleitt ekki fengið lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins nema til að ljúka verkefnum, sem þeir voru byrjaðir á. Þó sagði Gunnar að bændum hefði verið gefinn kostur á að sækja um lán að nýju og umbeðnar viðbótar- upplýsingar hefðu í allmörgum tilvikum orðið til þess að lán til nýrra bygginga voru veitt. Alls sagði Gunnar að lánað hefði verið til á milli 300 og 400 nýrra fram- kvæmda, en reynt hefði verið að takmarka þær að stærðinni til, þannig að ekki hefði eins mikið fé farið í lán til byggingafram- kvæmda og áður. Um áramót tóku gildi ný byggingalög og sagði Gunnar að í þeim fælist veruleg uppstokkun á því kerfi, sem notað hefði verið. Gunnar sagði að ekki væri ljóst hvernig lögin yrðu framkvæmd víða og m.a. kæmu nú ný starfs- Varaforsæt- isráðherra Kína hingað I BOÐI ríkisstjðrnarinnar kem- ur Geng Biao varaforsætisráð- herra Alþýðulýðveldisins Kína í opinbera heimsókn til íslands dagana 4.-7. júní n.k. Með komu sinni hingað lýkur hann ferð til Norðurlanda. Forsætisráðuneytið, 13. febrúar 1979. svæði byggingafulltrúa, sem hefðu m.a. það hlutverk að gefa út byggingaleyfi. Varðandi árið í ár sagði Gunnar að ekki væri farið að fjalla um lánamálin, en þar væri beðið eftir lánsfjáráætlun. Hins vegar hefðu umsóknir, sem borist hefðu, verið reiknaðar út og komið hefði í ljós að þær væru 20% færri en í fyrra og einnig minni að umfangi. Stofn- lánadeildin lánar eingöngu til bygginga útihúsa, en íbúðarhús í sveitum eru komin inn í hið al- menna húsnæðíslánakerfi. Sagði Gunnar að nýbyggingargjaldið kynni að verða til þess að bændur hættu við framkvæmdir, sem þeir hefðu ákveðið síðastliðið haust. Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði í fyrra 2Vi milljarð, en þá voru íbúðarhúsin inni í dæminu. Til vinnslustöðva voru lánuð hátt í 400 milljónir og þær eru áfram í lánakerfi Stofnlánadeildarinnar. I fyrra var af fé deildarinnar lánað til kaupa á um 400 dráttarvélum af um 600, sem fluttar voru inn. Gunnar sagði að ekki hefði verið ákveðið hvernig lánum til véla- kaupa yrði háttað í ár. - — Almennt má segja að bænd- ur treysta sér ekki út í fram- kvæmdir af fjárhagsaðstæðum og vegur þessi umræða um offram- leiðslu eitthvað í þeim efnum, sagði Gunnar Guðbjartsson. Bændur telja ekki heppilegt að fara út í byggingar þegar erfið- leikar eru við að selja fram- leiðsluna og fjárhagsleg óvissa er framundan. Menn hugsa frekar sem svo að betra sé að bíða ef þeir geta komist af með það, sem þeir eru með, sagði Gunnar að lokum. Aukatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar: Flytja Sköpun Haydns ásamt Fílharmóníunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur aukatónleika í Há- skólabiói n.k. fimmtudag og hefj- ast tónleikarnir kl. 20.30. Verkefni á þessum tónleikum er aðeins eitt, óratorían SKÖPUNIN eftir Joseph Haydn. Flytjendur eru Söngsveitin Fíl- harmonía og einsöngvararnir Ólöf K. Harðardóttir, Halldór Vil- helmsson og Sigurður Björnsson. Stjórnandi er Marteinn H. Frið- riksson. Óratórían SKÖPUNIN var fyrst flutt árið 1798 í Vín og síðan hefur hún farið sigurför um Sáttafundur í flugmannadeilu SÁTTAFUNDUR var í fyrradag haldinn í deilu flugmanna F.Í.A. og Flugleiða. Hófst fundurinn kl. 16 og ræddust aðilar þar við, en ékkert nýtt kom fram að sögn Arnar Ó. Johnson forstjóra Flug- leiða. allan heim. Hún var flutt hér síðast í febrúar 1973 fyrir réttum 6 árum undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. SKÖPUNIN er fyrra verkefni Söngsveitarinnar Fílharmoníu á þessu starfsári en 7. og 9. júní n.k. flytur Söngsveitin ásamt Sinfóníu- hljómsveit Islands 9. hljómkviðu Beethovens. Söngsveitina skipa nú um 100 manns. Myndin er tekin á einum fundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sl. mánudagskvöld þar sem rætt var um skattamál. Ljósm. Emilía. Fjörugar umræður á skatta- málafundum sjálfstæðisfélaganna Sjálfstæðisfélögin í Reykja- vík efndu til fimm funda um skattamáiin undir heitinu „Hvað þýða skattarnir fyrir þig“ og voru þeir allir haldnir samtímis sl. mánudagskvöld. Að sögn Sveins Skúlasonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins tókust fundarnir vel og voru sóttir af á fjórða hundrað manns eða milli 50 og 70 á hverjum stað. — Flutt voru tvö framsöguer- indi á hverjum fundi, sagði Sveinn og fjallaði annað um faglegu hlið skattamálanna, en um hana ræddu sérfræðingar á sviði skattamála. Síðan ræddu stjórnmálamenn um skatta- málastefnu Sjálfstæðisflokksins og voru á fundunum bornir saman skattar áranna 1978 og 1979 og gefin dæmi um skatta einstaklinga og fyrirtækja. Á öllum fundunum urðu fjörugar umræður og kom greinilega í ljós andstaða manna gegn skatt- heimtu ríkis og Reykjavíkur- borgar. Þá sagði Sveinn að næstkom- andi mánudagskvöld yrði fund- ur í Valhöll þar sem Ellert Schram og Birgir ísl. Gunnars- son myndu kynna stefnu sjálf- stæðismanna í skattamálum og væri sá fundur eins konar fram- hald hinna fundanna. Alþýduflokkurinn ein- dregið fylgjandi meg- inefni frumvarpsins RAÐHERRAR Alþýðuflokksins létu bóka eftirfarandi umsögn á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun, þar sem frumvarp Olafs Jóhannessonar um stefnumörkun í efnahagsmálum var til umræðu: Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur haft til skoðunar frv. til 1. um stjórn efnahagsmála ög ráð- stafanir til þess að draga úr verðbólgu og stuðla að framförum í þjóðarbúskapnum, sem forsætis- ráðherra hefur lagt fram í ríkis- stjórninni. Þingflokkurinn telur, að í öllum meginatriðum sé mörk- uð í frv. þessu sú samræmda stefna um jafnvægi í efnahags- málum og viðnám gegn verðbólgu, sem frv. þingflokksins frá því í desembermánuði s.l. byggist á, enda mjög mörg mikilvæg efnis- atriði hin sömu í frumvörpunum báðum. Enda þótt þingflokkur Alþýðu- flokksins hefði kosið að hafa nokk- ur atriði frv. með öðrum hætti en ráð er fyrir gert, er flokkurinn eindregið fylgjandi meginefni frumvarpsins og leggur höfuð- áherzlu á brýna nauðsyn þess, að lög um samhæfðar efnahagsað- gerðir til viðnáms gegn verðbólgu og fyrir verndun atvinnuöryggis verði sett án frekari tafa. Því felur þingflokkurinn ráðherrum flokks- ins að ganga mjög eindregið eftir því, að umrætt frv. til 1. um stjórn efnahagsmála o.s.frv. verði lagt fram á Alþingi á allra næstu dögum. Þar sem tími er orðinn naumur en málið mikilvægt mun þingflokkur Alþýðuflokksins því ekki óska eftir að neinar breyting- ar verði á frumvarpinu gerðar áður en það verður lagt fram en styðja, að það verði flutt af ríkis- stjórninni eins og það nú liggur fyrir. Þingflokkurinn telur hins vegar að sérstaklcga verði leitað eftir aðstöðu verkalýðssamtak- anna til þeirra efnisatriða frv., sem sérstaklega lúta að kaup- og kjaramálum, áður en frv. verður endanlega afgreitt. Vaka: Bókhaldsóreiða og óstjórn á Félagsstofnun stúdenta Alþýðubandalagið gjörningaveður eða hundslappadrífa? Við umræður í fyrirspurna- tíma sameinaðs Alþingis í gær, þar sem verið var að ræða fyrirspurn Stefáns Valgeirs- sonar um snjómokstur, sagði Jónas Árnason að ekki væri ástæða til að fjölyrða mjög um það mál. — Nær væri að spyrja frétta af veginum yfir Olafs- skarð, eða öllu heldur að fá að heyra éitthvað frá veghefils- stjóra þeim er heitir ólafur! — Taldi Jónas að þjóðin hefði mikinn hug á að vita hvað væri af Ólafi þessum að frétta. Sighvatur Björgvinsson for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins tók einnig þátt í umræðun- um, og sagði hann það vissulega forvitnilegt að frétta af færð- inni um Olafsskarð. Færðin þar yfir hlyti hins vegar mjög að fara eftir því hvernig veður það væri sem nefnt væri Alþýðu- bandalag, hvort það væri gjörn- ingaveður eða aðeins hund- slappadrífa! „Komið hefur í Ijós að mikil bókhaldsóreiða og óstjórn er á rekstri Félagsstofnunar stúdenta og er Ijóst að það hefur haft mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins,“ segir í Vöku, blaði félags lýðræðissinn- aðra stúdenta. Segir í grein blaðsins um meinta bókhaldsóreiðu að fulltrúar Vöku hafi árum saman gagnrýnt „rót- tæklingameirihlutann í stjórn F.S. fyrir slælegan rekstur fyrirtækisins. Flestum tillögum Vökumanna og fyrirspurrtum hefur verið svarað með skætingi einum. Vökumenn hafa viðurkennt að vandi F.S. væri að hluta vanefndum ríkisvaldsins að kenna, en hafa auk þess lagt ríka áherzlu á góða stjórnun og að innra skipulag verði bætt.“ Þá er í greininni vikið að því að ársreikningar 1976 hafi verið tilbún- ir sl. haust, og séu þeir lítt vandaðir og lítt á þeim byggjandi, en árs- reikningar eigi skv. lógum að vera tilbúnir eigi síðar en 5 mánuðum eftir að reikningsári ljúki. Segir síðan að á fundi í október sl. sem fulltrúar Vöku í stúdentaráði hafi farið fram á að haldinn yrði hafi uppistaðan í málflutningi vinstri manna verið sú að einungis vantaði meiri peninga frá ríkinu og að aðspurðir um bókhald áranna 1977 og 1978 hafi því verið svarað að dregist hefði að ljúka tölvuvinnslu Leikskólinn opnaður á ný Garði, 12. febrúar. Um mánaðamótin var leikskólinn opnaður að nýju eftir nokkurt hlé sem varð á rekstrinum eftir fjár- hagsörðugleika. Það er kvenfélagið Gefn sem hefir yfirumsjón með rekstrinum. Núverandi forstöðukona er Mar- grét Jóhannsdóttir og eru yfir 20 börn í skólanum sem er opinn kl. 13-17. Eins og áður hefir komið fram í fréttum voru 836 íbúar skráðir í hreppnum 1. des. sl. Karlmenn eru í meirihluta eða 434 á móti 402 kon- um. Skv. könnun sem hreppurinn hefur staðið fyrir er meðalaldur íbúanna mjög lágur og er yfir helmingur íbúanna undir 25 ára aldri eða 51.2%. Fréttaritarl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.