Morgunblaðið - 14.02.1979, Page 30

Morgunblaðið - 14.02.1979, Page 30
30 MORGtíNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 Smjörsteiktur fiskur! (t.d. skötusetur) ----------------- i i Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur súper uppskriftir í dag fyrir fjóra. 250 gá mann). Ýsuflöhin eru skorin í hœfilegar sneiðar og velt upp úr hveiti. Kryddað með: Season all og engiferi. Steikt upp úr íslensku 8mjöri. Látið 2 epli, afhýdd og sneidd, með á pönnuna. Að síðustu er 1/2-1 dl afhvítvíni hellt yfir. Karrýhrísgrjón: Brœðið smjör á pönnu og stráið karrý yfir. Blandið síðan soðnum hrísgrjónum vel saman við. 2. Smjörsteiktir humarhalar í skel með ristuðu brauði og smjöri. (U.þ. b. 1 kg. halar í skel). Humarinn er þýddur og hver hali klofinn í tvennt. Steikt í íslensku smjöri. Kryddað með: Hvítlaukssalti. Þegar humarinn er tilbúinn er saxaðri steinselju stráð yfir. Berið fram með sneiddum sítrónum, rÍ8tuðu brauði og smjöri. 3. Smjörsteiktur skötuselur með rækjum. (U.þ.b. 1 kg. nýr skötuselur). Skerið skötuselinn í 100 g sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti. Kryddað með: Salti, pipar og hvítlaukssalti. Steikt í íslensku smjöri. Látið rœkjurnar krauma með ofurlitía stund. Þegar fiskurinn er tilbúinn er gott að kreista sítrónu yfir. Borið fram með soðnum kartöflum og agúrkusalati. 4. Pönnusteikt smálúðuflök með tómötum og lcuik. (U.þ.b. 250 g á mann). Smálúðan er skorin í þunnar sneiðar. Þeim er síðan velt upp úr hveiti og kryddaðar með salti, pipar og papriku. Steikt upp úr íslensku smjöri. Skerið niður 4 tómata og 2 lauka og látið krauma með. Að síðustu er safi úr sitrónu kreistur yfir og auðvitað nýjar soðruxr kartöflur og hrásalat borið með. Smjör er hrein náttúruafurÖ. Framleidd úr nýjum rjóma og örlitlu af salti. Viö bjóöum líka ósaltaÖ og sérsaltaö smjör. Hitaeiningar eru jafnmargar og í 8mjörlíki. 110 grömmum eru 74 hitaeiningar. TitiHinn til Völsunga Völsungar tryggðu sér endanlega íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í blaki. þegar liðið fékk UBK í heimsókn norður á Húsavik. Fyrir leikinn var sigurinn næstum í höfn, það var þó enn tölfræðilegur möguleiki á því að Völsungar myndu glopra titlinum. En ekkert varð úr því, Völsungar unnu öruggan sigur á UBK og gulltryggðu titilinn. Völsungur vann 3—1, hrinurnar enduðu 15—3, 15—4, 14—16 og 15—3. Breiðabliksstúlkurnar notuðu tækifærið og léku við IMA. Töpuðu Blikarnir þeim leik einnig 1—3, en hrinurnar enduðu 15—9, 3-15,5-15 og 8—15. Einn leikur fór fram í 1. deild karla og þar saumuðu stúdentar enn að Þrótturum með því að vinna öruggan sigur á UMSE. ÍS vann 3—0, hrinurnar enduðu 15—6,15—5 og 15—10. Staðan í 1. deild karla er nú þessi: Þróttur 11 9 2 29:12 18 ÍS 11 8 3 28:14 16 Laugdælir 10 7 3 22:17 14 UMSE 9 1 8 9:26 2 Mímir 9 0 9 8:27 0 Tveir leikir fóru og fram í 2. deild karla og var þar um að ræða litla frægðarför ÍBV á vit KA og ÍMA. Eyjamenn töpuðu báðum leikjunum 1-3. Samkvæmt leikskránni, áttu Laugdælir og Mímir að leika í 1. deild karla um helgina, en leiknum var frestað. Fer hann fram eystra í kvöld og hefst klukkan 20.00. GA/— gg. Styrktar- maraþon 8 piltar, Mosfellingar 14—15 ára gamlir ætla að hefja maraþon- knattspyrnuleik í hinu nýja iþróttahúsi að Varmá í Mosfellssveit á sunnudaginn klukkan 14.00. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að reyna að vega að gildandi Islandsmeti og hins vegar til að styrkja hið nýja íþróttahús, en allur ágóði af maraþoninu mun renna óskiptur til kaupa á íþróttaáhöldum fyrir húsið. Aðgangur á sunnudaginn verður ókeypis og seld verða áheit sem hljóða upp á 200 krónur fyrir hverja klukkustund meðan strákarnir halda út. Kissinger bjartsynn EINS og kunnugt er, er knattspyrnan frekar ný af nálinni meðal Bandaríkjamanna, en vinsæidir hennar hafa aukist gífurlega á síðustu misserum. Bandarískum knattspyrnumönnum hefur og farið mikið fram þó að stoðir bandarisku liðanna hafi ávailt verið aidnir kappar frá Evrópu og Suður-Ameríku, leikmenn sem eru um og rétt yfir þrítugt og eru álitnir útbrunnir í heimalöndum sínum og því auðveldir i samningum. En eins og fyrr segir, hefur bandarískum leikmönnum bæði fjölgað og farið mikið fram, þannig að miðað við fólksfjöida ættu Bandaríkin hæglcga að geta orðið stórveldi í knattspyrnu ef rétt er á spilunum haldið. Þó að þróun í þá átt gerist ekki á einni nóttu, er a.m.k. einn náungi mjög bjartsýnn. Það er enginn annar en Henry nokkur Kissinger, betur þekktur sem nánasti ráðgjafi hins ólánssama forseta Richard Milhouse Nixon. Kissinger er nú framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Norður- -Ameríku og nýlega var hann inntur eftir því í viðtali hvort hann teldi knattspyrnuna vera á réttri leið þar í landi. Hann sagði hress í bragði: — Þetta er allt að koma, árið 1982 ættum við að geta tryggt okkur sæti í lokakeppni HM. Árið 1986 ættum við hins vegar að vera meðal 10 bestu landsliða í heimi og eiga sama möguleika á úrslitaleiknum og önnur topplið. • Henry Kissinger heilsar sovéskum lsndslidsmönnum sem voru á keppnisferðalagi í Bandaríkjunum fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.