Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 íslandsmet í limbódansi SJÖTTI bekkur X í Mennta- skólanum í Reykjavík og verzlunarbústaðurinn Guðjón, eins og nemendur sjálfir kalla fyrirbærið, efndu til keppni í limbódansi í gær. Þótt limbódans sé tiltölulega ný íþróttagrein hér á landi náðist þarna ágætur árangur og Guðmundur Gíslason nemandi í 3. bekk MR setti íslandsmet, er hann fór undir rá sem var í 57 sm hæð frá gólfi. Afrek Guðmundar er enn glæsilegra ef þess er gætt að pilturinn er yfir 1,80 m á hæð. I úrslitunum tóku þátt sjö manns en fyrir hana fór fram forkeppni í hverjum bekk skólans og síðan undanúrslit. Engin tímamörk — var svar forsætisráðherra við fyrirspurn Geirs Hallgrímssonar I UMRÆÐUM utan dagskrár á Alþingi í gær gerði Geir Hall- grímsson að umtalsefni það efna- hagsmálafrumvarp, sem forsætis- ráðherra lagði fram í ríkisstjórn- inni sl. mánudag. Þingmaðurinn sagði, að miðað við öll þau tímamörk, sem klingt hefðu í eyrum ekki eingöngu þing- manna heldur allra landsmanna í sambandi við lausn efnahagsmál- anna, væri ekki að ófyrirsynju að spurt væri, hver væri fyrirætlun forsætisráðherra og ríkisstjórnar- innar varðandi málsmeðferð þessa frumvarps, hvenær það yrði lagt fram á Alþingi og hversu langur tími væri ætlaður Alþingi til að fjalla um það. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að engin tímamörk hefðu verið sett varðandi fram- lagningu frumvarpsins né hvenær það yrði afgreitt frá Alþingi. Geir Hallgrímsson vakti athygli á, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fyrst fengið frumvarpið afhent, Formaður Alþýðubandalagsins: Styðjum ekki efnahags- frumvarp forsætisráðherra sem trúnaðarmál eftir að ýmsir aðilar utan þings hefðu haft það til umfjöllunar og það verið orðið að umræðuefni á almennum vett- vangi. Spurði hann, hvort ekki væri tími til þess kominn að rjúfa þennan trúnað, sem enginn væri, og birta frumvarpið opinberlega. Forsætisráðherra tók undir það og sagði tíma til þess kominn að birta frumvarpið ásamt greinar- gerð, svo að almenningi gæfist kostur á að kynna sér það óbrengl- að. Korchnoi kannar viðbrögð FIDE - við taflmennsku hans í S-Afríku „EINKARITARI Korchnois hafði samband við mig í morgun og spurði, hvort Fide svipti Korchnoi rétti til þátttöku í skákmótum á vegum sambandsins, ef hann tefldi á skákmótinu í S-Afríku,“ sagði Friðrik Ólafsson forseti Alþjóða- skáksambandsins í samtali við Mbl. í gær. „Ég svaraði því til, að menn réðu því auðvitað sjálfir, hvar þeir tefldu og að þetta yrði Korchnoi að gera upp við sjálfan sig siðferðislega. Mín skoðun er sú, að menn eigi ekki að vera bundnir af skáksamböndum eða Alþjóða- skáksambandinu í báða skó. Því er hins vegar ekki að neita, að innan Fide eru sterkar raddir gegn öllum samskiptum við skáksamband S-Afríku.“ Skáksambandi S-Afríku var vikið úr Fide 1977 og hefur skáksamband Sovét- ríkjanna nú mótmælt fyrir- hugaðri þátttöku Korchnois í skákmóti í S-Afríku. 600 hundruð milljónir til Bessastaðaárvirkjunar: Framkvæmdir hefjast þegar virkjunin telst hagkvæm! Það er algjörlega þýðingar- laust, raunar tímasóun, að gera því skóna að Alþýðubandalagið fylgi þeim frumvarpsdrögum um Bragi Sigurjónsson, þing- maður Aljtýðuflokks, minnti á það í umræðu utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær, að hann hefði barið í borðið með eftir- minnilegum hætti fyrir skömmu til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. Ifér á þingmaðurinn við að hann sagði af sér forsetaembætti í efri deild Alþingis. — Nú er kominn tími til að berja í borðið að nýju, sagði hann. Skortur á samstöðu stjórnarflokkanna minnir mig á aðgerðir í efnahagsmálum. sem forsætisráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórn, sagði Lúðvík Jóseps- son, formaður Alþýðubandalags- ævintýri H.C. Andersen um keisarann, sem ekki var í neinum fötum. Annaðhvort er að leggja frum- varpið fram, þó einn stjórnar- flokkanna gangi úr skaftinu eða hjakka áfram í sama aðgerða- leysinu. Ég vil að við leggjum frumvarpið fram og vinnum að samþykki þess. Þann veg sýnum við að okkur er alvara í að takast á við þann vanda, sem þjóðinni er á höndum. (Sjá efnisatriði úr um- ræðunum á þingsíðu blaðsins). ins, í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Hann lét að því liggja að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gætu staðið einir að slíkum frumvarps- flutningi og látið á það reyna, hvort þingmeirihluti væri fyrir hendi. Sá þingmeirihluti, ef fyrir hendi reyndist, yrði þá að standa að stjórn um framkvæmd þeirrar stefnu, er í frv. fælist. Hann tók undir gagnrýni stjórnarandstöðu þess efnis, að senda hefði átt frumvarpsdrögin til allra þingflokka, samhliða sendingu til aðila utan þings. Sú gagnrýni hefði verið við það mið- uð, að hér væri alvörufrumvarp á ferð. Svo væri hins vegar ekki, heldur vinnuplagg, sem þó hefði verið komið á framfæri með heil- miklu auglýsingabrölti. Eðlilegt væri því að stjórnarandstaðan hefði misskilið mikilvægi þess sem var að gerast. SEX hundruð milljóna króna erlent lán vcrður tekið á þessu ári til áætlanagerðar og undirbún- ings vegna Bessastaðaárvirkjun- ar samkvæmt skýrslu ríkisstjórn- arinnar um fjárfestingar- og láns- fjáráætlun ársins 1979. I skýrslu ríkisstjórnarinnar seg- ir að gert sé ráð fyrir því að áætlanagerð og undirbúningi vegna virkjunarinnar ljúki á þessu ári. Hvenær ráðist verði í fram- kvæmdir ráðist hins vegar af því hvenær virkjunin teljist hagkvæm í heildarskipulagi orkumála lands- ins, og þar með séu talin öryggis- sjónarmið. Á blaðamannafundi í gær sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra, að hann teldi virkjunina hag- kvæma, meðal annars vegna hinn- ar auknu orkuþarfar á Austur- landi vegna húsahitunar með olíu og starfrækslu loðnubræðsluverk- smiðjanna. Kvað fjármálaráðherra það vera sennilegt að sérfræðingar teldu þessa leið hagkvæmari til að leysa orkuþörf þessa landshluta heldur en að leggja línu frá Sigöldu um Skriðdal eins og einnig hefur komið til tals. Bragi Sigurjónsson, alþ.m.: Nakin ríkisstjórn Frumvarp Ólafs Jóhannessonar: Eignakönnun til að undirbúa skattlagningu eignamyndunar FRUMVARP Ólafs Jóhannes- sonar, sem hann hefur lagt íram í ríkisstjórn og dreift meðal aðila vinnumarkaðarins, gerir í 13. grein þess ráð fyrir því að ríkisskattstjóri skuli á árinu 1979 og 1980 láta fara fram eignakönnun og skulda- könnun allra skattþegna, bæði einstaklinga og félaga. Nota á þessa könnun og niðurstöður hennar til endurskoðunar á skattlagningu eigna og við tillögugerð um skattlagningu eignamyndunar, sem stafar af verðhækkunum sérstaklega. I frumvarpinu segir að könn- un þessi skuli ná til, allra, einnig þeirra aðila, sem undan- þegnir eru framtalsskyldu, og er þar átt við alla þá aðila, sem ekki eru skattskyldir samkvæmt sérstökum lögum, félög, sjóði og stofnanir, sem verja hagnaði sínum einungis til almennings- heilla og hafa það einasta að markmiði samkvæmt sam- þykktum sínum. Eignakönnun hefur áður verið framkvæmd á Islandi. Það var árið 1947, er Alþingi samþykkti sérstök lög þessa efnis. Var þá skipt um alla mynt, sem í gildi hafði verið, lit breytt á peninga- seðlum og hinir gömlu ógiltir, svo að mönnum var nauðugur einn kostur að telja þá fram í bönkum, ef þeir vildu ekki tapa fénu. Urðu menn þá að framvísa öllum verðbréfum og bankabók- um í banka, sem útfylltu skýrslur um eignir manna. Var stimplað á verðbréf og banka- bækur að sýniskyldu væri full- nægt. Þá var mönnum og gert að tilkynna til sérstakrar skrán- ingar öll handhafaskuldabréf. Ákveðinn var sérstakur fram- talsdagur, sem telja skyldi fram eignir og skuldir skattþegns. Var bönkum og sparisjóðum bannað að greiða út fé af þess- um bókum eftir framtalsdag, nema þeir hefðu fengið í hendur innstæðuyfirlýsingu reiknings- eiganda áður. Brot við lögunum varaði sektum allt að 200.000 krónum, sem voru miklir pen- ingar árið 1947. Um næstu áramót er gert ráð fyrir að tvö núll verði skorin af krónunni, en þá er nauðsynlegt að gefa út nýja mynt. Talið er líklegt að eignakönnunin verði — nái hún fram að ganga — framkvæmd í sambandi við myntbreytinguna. Ekki minnst á efnahags- frumvarpið í ríkisstjórn RÍKISSTJÓRNIN sat á fundi í gær og voru ýmis mál á dagskrá. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið fékk í gær, var ekki einu einasta orði á fundinum vikið að frumvarpi Ólafs Jóhannessonar, sem á næstu tveimur fundum áður hafði valdið miklu fjaðrafoki í ríkisstjórninni. Ekkert var í gær að gerast í stjórnarherbúðunum að því er varðar efnahagsmál — aðeins var rætt um þau í umræðum utan dagskrár á Alþingi. Eins og áður hefur komið fram, hafa öll fjöl- mennustu launþegasamtök lands- ins og samtök vinnuveitenda nú frumvarpið til skoðunar og mun verða beðið umsagnar þeirra. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.