Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 32
Lækkar hitakostnaðiim jn^gtntliritafrife Verzliö sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, BUÐIN sími --- v 29800 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Tökum upp viðræður um nýja viðmiðun olíuverðs — sagði Geir Hallgrímsson í umræðum á Alþingi í gær GEIR Ilallgrimsson kvaddi sér hljóðs utan dagsltrár á Alþingi í gær og gerði olíuverðhækkanirnar m.a. að umtalsefni. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvort ekki væri rétt, að ríkisstjórnin tæki upp viðræður við Sovétríkin um nýja verðviðmiðun olíu, annaðhvort þannig að hún yrði bundin við framleiðsluverð OPEC-landanna að viðbættum eðlilegum vinnslukostnaði eða að Rotterdamvið- miðunin væri áfram í gildi. en með einhvers konar hámarki eða þaki. eða olíuframleiðslulandanna, eftirspurn vegna óvenjulegra Geir Hallgrímsson gerði fyrst orsakir olíuverð- hækkananna nú að umtals- efni, sem væru annars eðlis en 1973—1974. Þá hefði olíu- verðið hækkað vegna ákvörðunar OPEC-landanna en nú væri hækkunin að minnstu leyti af þeim sökum, heldur stafaði hún annars vegar af minnkandi framboði á olíu vegna ástandsins í Iran og hins vegar af aukinni kulda í Evrópu. Olíusamningarnir við Sovétríkin væru langtímavið- skiptasamningar, sem að ramma til væru gerðir til fjögurra eða fimm ára, þótt Tillaga sjálfstæðismanna fær stuðning meirihlutans: Vidræður við FEF um rekstur Mæóralieimilisins Málefni Mæðraheimilisins við Sólvallagötu, Útideildarinnar og Skólaheimilisins að Kleifarvcgi 15 komu á dagskrá borgarstjórnar í gærkvöldi. og virðist ljóst að borgarstjórnarmeirihlutinn muni í öllum tilfellum endurskoða að einhverju leyti þær hugmyndir sem uppi voru um að leggja þessar stofnanir allar niður. Sem kunnugt er virtist ljóst fyrir aðra umræðu fjárhags- áætlunar að Mæðraheimilið við Sólvallagötu yrði lagt niður. Á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi kenndi Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, fyrrverandi félagsmálaráði um þessa ákvörðun. Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sagði að slæm nýting hefði verið á heimilinu, en í fyrra hefðu inntökureglur verið rýmkaðar og í ljós komið að þörfin var brýn. Málflutningur Guðrúnar Helgadóttur væri því gróf rang- túlkun og fleipur eitt. Markús Örn flutti síðan tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins um að borgarstjórn tæki upp viðræður við Félag einstæðra foreldra um rekstur Mæðra- heimilisins. Guðrún Helgadóttir iýsti því þá yfir að meirihlutinn mundi samþykkja þessa tillögu. Þá kom það fram á borgar- stjórnarfundinum í gær að ætlun- in er að útideildin svonefnda verði ekki starfrækt áfram undir því nafni heldur mun reynt að láta Athvarf á Hagamel 19 taka að einhverju leyti við verkefnum hennar. Benzínið líklega í 202 krónur eftir helgi ,'ETLUNIN var að halda fund í verðlagsnefnd f dag til þess að ákveða nýtt verð á bcnzíni og olíum en ólíklegt er talið að af fundinum geti orðið fyrr en eftir helgi. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Mbl. hefur aflað sér, mun henzínlítrinn hækka um rúmar 20 krónur í 202 krónur og er þá vegagjald innifalið en gasolía til fiskiskipa og húshit- unar mun líklega hækka um 13—14 krónur eða í rúmar 70 krónur lítrinn. Einnig kom það fram varðandí Skólaheimilið að Kleifarvegi 15 að ætlunin er að taka upp viðræður við gefendur hússins um hugsan- lega breytingu á rekstri þar innan dyra, þó þannig að sinnt verði þörfum þeirra barna sem þarna eru núna. Áformað er þannig að reka heimilið áfram um sinn og hefur borgarstjórnarmeirihlutinn lagt til að heildarfjárveitingin verði 17,4 milljónir króna í stað 9,4 milljóna, sem gert hafði verið ráð fyrir áður en síðari umræða um fjárhagsáætlunina hófst. Horfur eru á því að snjó og klaka taki að mestu upp hér á suðvestanverðu landinu. Að sögn Knúts Knudsens veður- fræðings eru áframhaldandi hlýindi á þessu svæði, og annað regnsvæði ætti að ganga yfir landið í dag. Víða var mjög hvasst í gær á þessu svæði en þurrt norðanlands og austan. samið væri um magn og verð á hverju ári. Samningunum svipaði mjög til olíuviðskipta almennt í heiminum, en þar væri um langtímasamninga að ræða, sem miðuðust fyrst og fremst við framleiðslu- ákvörðunarverð OPEC-land- anna og sanngjarnan vinnslukostnað. í samningunum 1977 hefðu Sovétríkin lagt áherzlu á að miða einvörðingu við markaðinn í Rotterdam, en áður hefði það verið gert að hálfu og að hálfu við Curacao í Venezuela. Ekki hefði verið mikil andstaða gegn því af hálfu okkar samningamanna, enda hefði verðskráningin í Rotterdam verið okkur heldur hagstæð á árinu 1977. Nú væri hins vegar svo komið, að skráningin þar væri okkur ákaflega óhag- stæð, svo að olíuverð- hækkanirnar kæmu fljótar og alvarlegar fram gagnvart okkur en öðrum þjóðum. Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra taldi þessar ábendingar Geirs Hallgríms- sonar allrar athygli verðar, en þessi mál væru til at- hugunar í ríkisstjórninni, m.a. hvort rétt væri að taka upp viðræður við Sovétríkin og Portúgal um nýtt við- miðunarverð. Allt að helmingi vertíðarafli en í AFLABRÖGÐ fiskiskipa frá sumum helztu verstöðvum suðvestan- lands hafa verið mun betri það sem af er þessari vertíð cn á sama tíma í fyrra. Töldu vigtarmenn í tveimur þessara verstöðva að þegar væri kominn á land allt að helminni meiri afli en í fyrra og var það aðallcga þakkað betri gæftum það sem af er. í Sandgerði var landlega hjá bátunum í gær, hin fyrsta undan- farnar 2—3 vikur, en þá var komin bræla á miðum. Að sögn Jóns Júlíussonar á hafnarvigtinni hefur verið þokkaleg skorpa undanfarna daga hjá stærri línubátum, sem verið hafa með um 5'/í tonn að meðaltali og einstöku bátar hafa komizt upp í 7'/2 tonn í róðri. Þá kom einnig óvænt glefsa í netin nokkra síðustu daga og hafa þeir komizt upp í 13—15 tonn og þá dregið daglega. Hafa þessir bátar verið á Jökuldjúpskantir.um, en hjá minni bátunum sem halda sig á grunnslóð hefur hins vegar verið sáratregt. Að sögn Jóns er búið að landa mun meiri afla en var á sama tíma í fyrra eða alls milli 1700—1800 tonna á móti 887_tonn- um þá. Sömu sögu hafði Daníel Har- aldsson, vigtarmaður í Grindavík að segja. Hann kvað þessa vertíð mun betri það sem af væri en í fyrra, svo að um síðustu mánaða- mót hefði verið búið að landa þar 2500 tonnum af fiski á móti 1100 í fyrra og þetta hlutfall hefði síðan haldist. I fyrradag lönduðu þar t.d. 10 bátar alls 159 tonnum af neta- Range handa Hjörleifi Ákveðið mun vera að iðnaðarráðuneytið kaupi bif- reið fyrir Hjörleif Guttorms- son orku- og iðnaðarráðherra cr hann fái til afnota. Um er að ræða bifreið af gerðinni Range Rover, en slík bifreið kostar nú um 12 milljónir króna komin á götuna. Ekki mun vera endanlega ákveðið hvort bifreiðin verður skráð á iðnaðarráðuneytið eða hvort hún verður færð á vörslulið fjármálaráðuneytisins. í núgildandi lögum um bif- reiðamál ráðherra segir meðal annars, „að hver ráðherra getur fengið til umráða ríkisbifreið, sem ríkissjóður ber allan kostnað af. Bifreiðar þessar skulu sérstaklega auðkenndar, og er óheimil notkun þeirra nema í embættisþágu." — I lagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar, sem nýlega var lagt fram á Alþingi, um þifréiðamál ráð- herra, er lagt til að fyrrnefnt ákvæði haldist óbreytt. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér eru fleiri ráðherrar nú að íhuga hvort þeir eigi að láta ríkið kaupa bifreið handa sér á svip- aðan hátt og Hjörleifur mun hafa ákveðið. Ekkert mun þó ákveðið í því efni enn sem komið er, enda þessi mál öll í deiglunni sem stendur. Þess má geta, að ef allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu ríkið kaupa bifreið með þessum hætti, kostaði það ríkissjóð um 108 milljónir króna. meiri fyrra fiski og komust tveir þeir hæstu upp í 29 tonn eftir 2 daga, Hafberg og Jóhann Gunnar, en Sandafell var með 23 tonn. Tregt var hins vegar á línu það sem af er þessari viku. Aflahæsta skipið það sem af er í Grindavík er Fjölnir með 301 tonn en Jóhann Gunnar er með 293 tonn. Stefán Runólfsson i Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum kvað togarana hafa aflað allvel síðustu daga en reitingur verið hjá troll- bátunum en minna hjá línubátun- um. Trollbátarnir hefðu verið með 10—12 tonn af 2—3 daga fiski. Aflinn það sem af væri vertíðinni væri töluvert meiri en í fyrra, en t.d. væri aflinn hjá línubátunum nú keilublandaðri en í fyrra og minna væri um þorsk í aflanum. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.