Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Vandi borgarsjóðs var það mikill, vegna verðbólgunnar, að takast átti á við hann fyrir fyrri umræðu. Það var ekki gert og nú fyrir seinni um- ræðu eru lagðar fram handa- hófslegar sparnaðartillögur, sem a.m.k. sumar virðast alveg óraunsæjar. 6. Eftir valdatöku vinstri manna var látið að því liggja að breyta ætti alveg um vinnubrögð. Nefndir og ráð borgarinnar áttu að fjalla meir um fjárhagsáætlun en áður og „borgaryfirvöld hafi samráð og samvinnu við borgarbúa og starfsfólk borg- arinnar," segir í samstarfs- samningi flokkanna. Ekkert af þessu hefur verið fram- kvæmt. Þvert á móti dynja á borgarráði og borgarstjórn mótmæli frá vinstri mönnum í nefndum og ráðum svo og ýmsu starfsfólki borgarinnar, einkum á sviði félagsmála, sem ekkert samráð hefur ver- ið haft við. 7. I samstarfssamningnum seg- ir, að hinn nýi meirihluti muni „leggja áherzlu á vand- aða gerð fjárhagsáætlunar og í sambandi við hana áætlun um framkvæmdir fyrir eitt ár í senn auk rammaáætlunar um framkvæmdir til nokk- urra ára“. Ekkert af þessu hefur staðist. Við borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins teljum eðlilegt að vinstri flokkarnir beri að öllu Ieyti ábyrgð á þessari fjárhags- áætlun og munum því ekki flytja neinar tölulegar breyt- ingatillögur við fjárhagsáætlun- ina. Um einstakar breytingatil- lögur munum við taka afstöðu eftir málefnum. Atriði úr leikritinu en forsvarsmenn L.M.H. segja að Andorra sé eins konar aðvörun sem höfðar til allra. „Andorra” eftir Max Frisch sýnd i Hamrahlíð LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld leikritið Andorra eftir Max Frisch. Leikstjóri er Guðmundur Magnússon en um 40 nemendur taka þátt í sýningunni. Frisch samdi Andorru upp úr árinu 1958 en sögnin sem verkið er byggt á kom fyrst til almennings sem prósaskissa í „dagbók 1946—1949.“ Árið 1962 frumsýndi Þjóðleikhúsið verkið í þýðingu Þorvarðar Helgasonar. Æfingar á verkinu hafa staðið yfir síðan í nóvember og er ætlun- in að hafa minnst 6 sýningar á því. Frumsýningin fer eins og áður segir fram í kvöld kl. 20.30 í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Næsta sýning verður n.k. mánudag kl. 20.30. Fjármálaráðherra um flugvélakaup flugmálastjóra: Kemur vel til greina að selja annan Fokker Gæslunnar Skýrsla ríkisstjórnarinnar um fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1979 gerir ráð fyrir því að keypt verði flugvél fyrir flug- málastjórn fyrir 160 milljónir króna. Erlent lán verður tckið til að fjármagna kaupin. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði Tómas Árnason að hann teldi þessi flugvélakaup skynsam- leg, ef flugvélin yrði notuð til fleiri hluta en væru innan verksviðs flugmálastjórnar. Kvaðst hann til dæmis telja að unnt væri að nota flugvélina í þágu Landhelgis- gæslunnar, og kæmi að sínu áliti vel til greina að selja aðra Fokker Friendship flugvél gæslunnar vegna þessara flugvélakaupa. Fjármálaráðherra kvað ekkert ákveðið um á hvern hátt flugvélin yrði notuð, en viðræður hefðu farið fram um málið milli flugmála- stjóra og fulltrúa fjármálaráðu- neytisins. Þá kvaðst fjármálaráðherra einnig vilja leggja á það áherslu, að flugvélin hefði mikilvægu hlut- verki að gegna í þágu flugmála- stjórnar, meðal annars við að reyna öryggisútbúnaði flugvalla. Heimilisfang: Krossaðu við þær plötur, sem hugurinn girnist og sendu okkur eða hringdu. Við sendum sam- dægurs í póstkrötu. Fyrir 2 plötur ókeypis burðargjald. Fyrir 4 plöt-' ur ókeypis buröargjald og 10% afsláttur. HLJOMDEILD tttji) KARNABÆR * Laugavegi 66. s. 28155. Glæsibæ. s. 81915. Austurstræti 22. s. 28155. Litlar plötur □ lan Dury — Hit me with your Rythm Stick. □ Chic — Le Freak. □ La Bionda — One for You, One for me. □ Village People - Y.M.C.A. □ Chris Rea — Fool if you think l’ts over. □ Darts — It’s Raining. □ Public Image Ltd. — Puplic Image Ltd. □ Telex — Twist a St. Tropez. □ lan Dury — What a Waste. □ Devo — Jockohomo. □ David Essex — Oh What a Circus. □ Eagles — Funky New Year. □ Motors — Forget about You. □ Devo — Come back Jonee. □ XTC — Are You receiving me. □ Taste of Honey — Boogie Oogie Oogie. □ Clout — Substitute. □ Abba — Summer night City. □ Sex Pistols — My Way. □ Barbara & Neil — You don’t Bring me Flowers. □ Rezillos — Destination Venus. □ Commondores — Three Times a Lady. □ Cry — Symphathy. □ Status Quo — Again and Again. Knock on Wood Amii Stewart et ttungiö og trallat i öltum hornum landains enda er Oaö prumu- hresst. Hvetnig væri að eignast plötuna meðan 'jc húnerenntil. 7 □ MIDNIGHT HUSTLE 20 LISTAMENN. □ SPIRITS HAVING FLOWN BEE GEES. AMAZINGTRACKS □ THE AMEZING DARTS THE DARTS. □ THE WAR OF THE WORLDS NYJAR OG VINSÆLAR PLOTUR □ Elvis Costello and the Attractions — Armed Forces. □ lan Dury and the Blockheads — New Boots and Panties. □ Dr. Feelgood — Private Practice. □ Rod Stewart — Blondes Have More Fun. □ Village People — Crusing. □ Toto — Toto. □ Poet and the Roots — Dread Beat and Blood. □ Ýmsir — Emotions. □ Billy Joel — 52’nd Street. □ Grease — Ýmsir. □ Santana — Inner Secrets. □ XTC - Go 2. □ Mike Oldfield — Incantations. □ Buzzcocks — Love Bites. □ Penetration — Moving Targets. □ Clash — Give ’em enough Rope. □ Devo — Are we not Men. □ Julie Covington — I Want to see the bright lights. □ Doobie Brothers — Minute by Minute. □ Solid Sender — Solid Sender. □ 999 — Seaperates. □ Earth, Wind & Fire — Best of. □ Queen — Jazz. □ Mickey Jupp — Juppanese. □ Ramones — Road to Run. □ Dan Fogelberg & Tim Weissberg Twin. Sons og Different Mothers. □ Brotherhood of Man — Best of. □ Dolly Parton — Best of. □ Alice Cooper — From the Inside. □ Foreigner — Double Vision. □ Bronsville — Air special. □ Ambrosia — Beyond L.A. □ Willie Nelson — Live. □ Dan Hartman — Instant Replay. □ Todd Rundgren — Back to the Bars. □ Kate and Anne Mac Garrrigle — ný plata. □ Tom Waits — ný plata. □ Jesse Colin Young — American Dreams.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.