Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 5 Benedikt og Ólafur ekki til Stokkhólms RÁÐHERRARNIR Ólafur Jóhannesson og Benedikt Gröndal hafa ákveðið að fara ekki utan til Stokkhólms um helgina, en þar hefst þá þing Norðurlandaráðs. Benedikt Gröndal utanríkisráðherra kvaðst hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess hvernig „staða efnahagsmál- anna og frumvarpsins í ríkisstjórn- inni“ væri. „Tel ég mér því ekki kleift að fara að heiman eins og sakir standa, en ætlunin var að einir 5 ráðherrar færu utan. Ég ákvað að fara ekki.“ Benedikt kvað Kjartan Jóhanns- son hafa verið í leyfi ytra og kvað hann sennilega fara til fundarins. Þá mun og ætlunin að Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson fari tíl fundarins. Hafréttarráð- stefnunni fram haldið í Genf 19. mars Áttundi fundur þriðju hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hefst í Genf þann 19. mars og stendur til 27. apríl næstkom- andi. Fulltrúar íslands á ráð- stefnunni verða: Hans G. Andersen, sendiherra sem er formaður sendinefndarinn- ar, Guðmundur Eiríksson, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu, varaformaður, Jón Arnalds, ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu og Guðmundur Pálmason, forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar. Þá verður hverjum þingflokki um sig gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa í sendinefndina. Hafskip hf.: Magnúsi vikið sem stjórnar- formanni HALDINN var almennur hlut- hafafundur í Hafskip hf. á mið- vikudaginn. Fundurinn sóttu hlut- hafar, sem fóru með rúmlega 90% atkvæða í félaginu. Gerð var grein fyrir kæru stjórnar félagsins á hendur Magnúsi Magnússyni. í fundarlok lagði stjórn félagsins fram tillögu um að Magnús Magnússon viki sem stjórnarfor- maður en Ólafur B. Ólafsson for- stjóri Miðness hf. í Sandgerði yrði kjörinn í hans stað. Var tillaga þessi samþykkt mótatkvæðalaust. Magnús Magnússon sat fundinn. Barnagleði skagfirzkra kvenna Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík heldur skemmtun fyrir börn Skagfirð- inga í Reykjavík og nágrenni nk. sunnudag eða á konudaginn kl. 14 í Félagsheimilinu Síðumúla 35. Verður þar ýmislegt til gam- ans og gleði fyrir börn og hafa félagskonur unnið að undirbún- ingi þessarar samkomu. Þetta er önnur Barnagleðin, sem félagið heldur. VI (a.YSINCASIMINN El(: 22480 No.1 40p Við erum í takt við tímann og tökum upp í dag: Buxur fyrir dömur og herra úr sérlega góöu kakhi-efni. Myndir á boli Belti Boli úr óvenju góöum bómullarefnum Væntanlegt í næstu viku: Satinbuxur og vesti Merki margar gerðir Greiður og krem Hljómplöturnar "'i Satin pils m/vösum Kjóla Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 28155. Unglingadeild KARNABÆR W Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.